Íslendingur - 25.11.1938, Page 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118.
XXIV. árgangur.| Akureyri, 25. nóvember 1938 | 50 tölubl.
BöðvarBjarkani
yfirdómsiögmaður g
Hann lézt að heimili sínu Brekku
götu 6 að kvöldi sur.nudagsins 13.
þ. m. Kom fregnin um lát hans
bæjarbúum á óvart, því margir
höfðu séð hann á götum úti und-
anfarna viku. Hitt vissu menn, að
hann hafði um nokkurt skeið geng-
ið með hjartabilun, og sá sjúkdóm-
ur varð nú orsök í dauða hans fyrir
aldur fram.
Böðvar Bjarkan var fæddur að
Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu
12. nóvember 1879. Foreldrar hans
voru Þorbjörg Kristmundsdóttir og
Jón Ólafsson. Árið 1906 kvæntist
Böðvar eftirlifandi konu sinni
Kristínu Jónsdóttur Þórðarsonar
frá Auðólfsstöðum. Hófu þau
lijón búskap í Einarsnesi árið 1906
og bjuggu þar til 1908. Settist
Böðvar þá í lagadeíld Háskóla
íslands og tók lagapróf árið 1912,
Fluttust þau hjónin það sarna ár
til Akureyrar og hafa dvalið hér
síðan. Varð Bjarkan þá gæzlu-
stjóri útibús Landsbankans og
gegndi því starfi, þangað til það
var lagt r.iður, en var jafnan síðan
endurskoðandi bankans.
Öil dvalarár sín á Akureyri stund-
aði Bjarkan lögfræði- og málfærzlu
störf og gat sér fljótt áiit sem
ágætur lögfræðingur. Mikill fjöldi
manna hefir á öllum þessum árum
leitað á fund hans með vandamál
sín og falið honum málfærzlu. Og
úrlausnir þeiira mála áttu ríkasta
þáttinn í að vinna honum orð
sem einum mesta lögvitringi lands-
ins. —
Auk málfærzlustarfanna hafði
Bjarkan jafnan á hendi ýms trúnað-
arstörf fyrir bæ og ríki og opin-
berar stofnanir. Hann átti um
skeið sæti í bæjarstjórn Akureyrar,
og sat samfleytt í íjölda ára í nið
urjöfnunarnefnd. Hann var lengst
af í yfir- eða undirskattanefnd og
átti sætiístjórn Síldareinkasölunnar,
meðan hún starfaði. Umboðsmað-
ur Brunabótafélags íslands var hann
frá stofnum þess og allt til dauða-
dags.
í öllu dagfari var Bjarkan ein-
stakur skapstillingarmaður og ptúð-
menni. Sjáliur leitaði hann aldrei
eftir völdum né vegtyllum og
leiddi hjá sér þjóðmáladeilur og
þras um dægurmál. En eigi að
síður hafði hann mjög alhliða
þekkingu, ekki aðeins á þeim mál-
um, er snertu hin mörgu opinberu
verksvið hans í lífinu, heldur og á
fagurfræðilegum efnum. Sjálfur
var hann listhneigður og átti Ijóð-
rænan streng, en ómar hans heyrð-
ust sjaldnar en skyldi, hvort sem
þar hafa valdið meiru annir hans
eða eigið vanmat á meðfæddti
skáldgáfu-
F’au hjónin, Kristín og Böðvar
Bjarkan eignuðust þrjú börn: Inger,
er dó fyrir fáutn árum í blóma
lífsins, Ragnar, stjómarráðsfulltrúa
og Skúla, er nú stundar nám í
Háskólanum.
Heimili sitt við Brekkugötu nefndi
Bjarkan »Sólgarða«. Er blettur-
inn kringum húsið svo smekkvís-
lega prýddur, að eftirtekt vakti,
Mun því flestra manna mál, er
þangað hafa komið, að heimilið
bæri hið fagra nafn með réttu.
Jarðarför Böðvars Bjarkan fór
fram í fyrradag að viðstöddu miklu
fjölmenni. Húskveðju flutti séra
Sigurður Stefánsson að Möðru-
vö:Ium en vígslubiskup, sr. Friðrik
Rafnar flutti ræðu í kirk jurmi.
— Sönginn annaðist Karlakórinn
Geysir, Út úr húsi hins látna
bátu starfsmenn Landsbankans kist-
una, en síðan starfsmenn frá KEA
>nn að kirkju, en inn í kirkjuna
bæjarstjórn Akureyrar. Oddfellow-
bræður gengu á undan kistunni
alla leið, stóðu heiðursvörð um
hana á kirkjugólfi og báru hana
út úr kirkju. Kisfan var blómum
skreylt, og fjöldi blómsveiga barzt
frá stofnunum, félögum og einstakl-
ingum.
Ysrzlunarjöfnuðnrinn.
Um síöustu mánaðamót var út-
flutningurinn oröinn 45.2 24 milj. kr.
en innflutningurinn 42.072 milj. kr.
Verzlunarjöfnuðurinn var því liag-
stæður um 3.2 milj. kr. Á sama
tíma í fyrra var útflutningurinn
45,519 milj. en innllutningurinn
44,060 milj. kr. Verzlunarjöfnuður
þi hagstæður um 1,5 mitj, kr.
í októbermánuði s.l. nam útflutn-
ingurinn 8,226 milj kr, en innílutn-
jngur 3.548 milj, kr. líæsti útflutn-
ingstiðurinn var st'ld, 1.874 milj og
þar næst saltfiskur um 1 milj, kr.
Nýr biskup. Sigurgeir Sigurðs-
son prófastur hefir verið skipaður
biskup frá 1. jan. n.k. Hann hlaut
ílest atkvæði við biskupskjör í haust,
eins og kunnugt er.
Munið fund í kvennadeild Slysa-
varnarfél. islands n, k. þriðjudagskv.
kl. 8,30 í Brekkugötu 9,
Snjdfldð
í S i g I u f i r ð i
Flóðin valda spjöll-
um á húsum og
skepnutjóni.
S. 1. sunnudag kynngdi niður
mjög miklum snjó í Siglufirði. í
fyrradag hlýnaði nokkuð í veðri og
gerði bleytuhríð. Um hádegisbilið
þann dag féllu nokkur snjóflóð úr
fjallinu upp undan kaupsfaðnum og
ollu þau alimiklum skemmdum og
tjóni.
Blaðið áíti í gær tal við tíöinda-
marin sinn í Sigiufirði og fékk hjá
honum eftirfarandi upplýsingar:
Fyrsta flóðið tók með sér hænsna-
skýii, sem Hinrik Thorarensen átli,
en engin hænsni voru geymd þar.
Þá lenti það á húsi, sem Stefán
Kristjánsson átti, braut í því glugga
og hálf fyliti það af snjó. Barn lá
í vöggu í húsinu og tókst móður
þess að bjarga því á síðustu
stundu.
Annað féli nokkru sunnar og braut
fjós, er Helgi Daníelsson átti. Fór-
ust þar 5 kinriur. Á sama stað
brrut það hænsnahús, en flest
hænsnin náðust lifandi. Þá lenti
flóðið á húsi Jónasar Jónssonar frá
Hrappstaðakoti og skekkti það á
grunni. Hús þau, er flóðin lentu
á, standa í hlíðinni ofan við Siglu
fjrrðarkaupstað, og stöðvuðust flóð-
in oían við aðalbyggðina Fleiri
hús eru þarna í hlíðinni, og flutti
fólkið burtu úr þeim meðan flóðin
stóðu yfir.
nyjá-bio
Föstudags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
iPéturGauturl
Þýzk tal- og hljómmynd í 10
þáttum, Tekin eftir hinu fræga
leikriti
Henriks Ibsens
Aðalhlutverkin:
Pétur Gautur leikinn
af Hans Albers
Ásta móðir hans leik-
in af Lucie Höllich
Sólveig leikin af
Marieluise Ciaudius
Myndin hefst þar sem Pétur
Gautur draumóramaðurinn sit-
ur á föðurleifð sinni í Noregi,
og sem var einu sinni einn
stærsti búgarður landsins, en
er nú orðinn mjög niðurníddur.
Allar ungu stúlkurnar í sveit-
inni eru skotnar í Pétri og
hann eyðir tímanum f glaumi
nýrra æíiniýra í hinni fögru
sveit. — Síðan fylgjum við
æfintýrahetjunni Pétri Gaut um
víða veröld þangað til hon-
I- um skolar í land heima í
Noregi og Solveig og hann
hittast aftur heima þar sem
myndin hófst. — Myndin er
framúrskarandi vel gerð og
leikur hins fræga þýzka »kar-
akter«-Jeikara, Hans Albers í
hlutverki Péturs Gauts einn
hinn glæsilegasti og tilþrifa-
mesti, sem lengi hefir sézt hér
í kvikmynd.
Laugardagskv. kl. 9
um mann í niðurjöfnunarnefnd?
í síðasta blaði var sagt frá kosn-
ingu niðurjöfnunarnefndar, þar sem
Haildór Friðjónsson var kjörinn 4.
maður með hlutkesti milli hans og
Jóns Guðlaugssonar.
Ástæðan til þess að H. Fr. lékk
jafnmörg alkvæði og J. G. var sú,
að einn seðill var auður. Eigandi
auða seðilsins hefir því hjálpað
sósialistum um mann í nefndina.
Á fundinum mætti Jón Sveinsson í
stað bæjaifulltiúa Brynleifs Tob.as-
sorrar, og er altalað og jafnframt
haft eftir J. Sv. sjáifum, að frá hon-
um hafi hinn auði seðill verið, er
úrslifum réð.
A hálum ís
Sunnudaginn kl. 5;
Premiere
Þykir mönnum það furðulegt, ef
hann hefir vitandi vils gert sitt til
að bægja Jóni Guðlaugssyni frá
því að ná kosningu í niðuijöfnun-
arnefnd, þar sem vitað er að J. G.
er óvenjulega vel hæfur til þessa
starfs, sakir almennra vinsælda.
kunnugleika á högum bæjaibúa og
samvizkusemi í hverju starfi. er
hann vinnur.