Íslendingur


Íslendingur - 02.06.1939, Page 2

Íslendingur - 02.06.1939, Page 2
2 ISLENDINGUR skipti og hann skallar knöftinn, því það getur kostað félag hans víta- spyrnu og er auk þess ólöglegt. í K. A.-liðinu léku bezt miðf.v. Árni, sem einnig er foringi liðsins. Hann er sterkut og traustur. En fyrirskipunum sínum mætti hann velja betri orð en hann gerði í þessum leik. Hægri bakv. Kristján Eiríksson er fljótur og skemmtileg- ur leikmaður. Hann lék þarna í fyrsta sinn sem bakvörður og tókst vel. Hörður Ólafsson sparkar vel og hefur mjög góða knattarmeð- ferð, en hann er of hægur og hefir ekki enn lagt niður þann barnasið að leika sér svo lítið með knöttinn áður en hann skilar honum frá sér. Siðast en ekki sízt skal markvarð- arins getið, Porgeirs Pálssonar, sem varði mark sitt með prýði. Að lokum nokkur orð til áhorf- enda: Það er heilbrigt að halda með öðru hvoru félaginu og hrópa með því. Það setur iíf í leikinn og kemur leikendum til að gera sitt ýtrasta. En að hlæja að óhöpp- um andstæðinga sinna, að uppnefna leikmenn og hrópa að þeim ókvæð- isorðum er skrílsháttur, sem verður að leggjast niður sem fyrst Plató. Frá virkjuninni Víð framkvæmdir rafveitunnar eru um þessar mundir á annað hundrað manna í vinnu og verður fjölgað næstu daga. Kom efni í innanbæjarkerfið með »Lagarfossi« og verður þá einn vinnuhópur lát- inn grafa niður jarðstrenginn í bænum. Á virkjunarstaðnum vinna um 60 manns, en milli 20 og 30 við stauralínuna. Hafa staurar þegar verið reistir frá aðalspenni- breytistöðinni ofan við bæinn og að Eyjafjarðará að vestan og síð- an í vestanverðri Vaðlaheiði upp undir brún. Dregið verður að leggja línuna yfir »hólmana« þar til vorleysingum er lokið og um ofanverða Vaðlaheiði þar til snjóa hefir leyst af henni, en hqWið á- fram að leggja línuna fyrir austan heiði. Einn hópurinn vinnur við aðal spennibreytistöðina og annar er að byrja að byggja spennibreyti- stöðvar víðsvegar um bæinn, Verða alls 9 slíkar stöðvar byggðar í sumar. Sjáltstæðiskvennaté/. 'Vörn, heldur fund í Skjaldborg þriðjudag- inn 6, júní kl. 8,30 síðdegis, Fé- lagskonur áminntar um að mæta stundvíslega. Þankabrot /óns í Grófinni. TV/Tálvöndun íslenzkra blaða, eink' ,LV'L um dagblaðanna, fer hnign- andi, í hvert skipti og íslenzkunni er á einhvern hátt opinberlega mis- boðið fyllast unnendur hennar rétt- látri gremju. Ástæðan til þessarar hnignunar er að líkum sú, að með vexti blaðanna vex annríki þeirra, er að þeim vinna, og vandvirknin þverr. En slíkt má ekki fyrir koma Blöðin eiga einmitt að leggja á- herzlu á vandað mál, því máttur þeirra er oft mikill, — til að bæta eða spilla, þ. e: blöðin hafa meiri og minni áhrif á fólkið, og getur því óvandað mál blaðanna spillt tungunni eins og málvöndun þeirra getur bætt hana og glætt tílfinning- ar lesandans fyrir fegurð hennar og ríkdómi. Nefni ég hér dæmi um málspjöll. sem komu fyrir í íslenzku blaði fyrir skömmu: » — Bcrðstofuborðið stendur með tvœr Jœtur1) í borðstofunni og tvœr í eldhúsinu . . .« Og 11 dögum síðar í sama blaði: » . . . ég hefi svo stórar fœtur, að ég rek þær í manninn . . .« Þarna er karlkyns orði tvívegis snúið í kvenkyn, og má óhætt full- yrða, .að fyrr megi misþyrma mál- inu, en svo langt sé gengið. Þá er ekki óalgengt, að rangar beygingar og röng föll orða komi fyrir í blöðunum, fyrir utan öll málskrípi og dönskuslettur, t. d. 'burtséð frá því,« eins og nú er farið að nota. Það ætti að vera metnaður ís- lenzkra blaða að skara fram úr öðrum um málvöndun. Hirðuleysi um meðferð móðurmálsins rýrir hinsvegar virðingu þeirra. D RÉFARUSLIÐ á götum bæj- arins fer vaxandi með degj hverjum. Bréfpokar undan sementi og allskonar umbúðapappír vefst um fætur vegfarenda, og hversu vandlega, sem hinir þrifnari borg- arar hreinsa umhverfis hús sín, fyllist þar allt af slíku rusli jafn- óðum. Það fólk, sem leggur í vana sinn að rífa umbúðir á göt- um úti utan af vörum, er það kaupir, ætti að spara afgreiðslu- fólkinu allan slíkan umbúnað, og afþakka því pappírinn, þegar það kaupir vörur sínar í búðunum. l) L, br. hér. IÝKOMÍÐ: Gúmmíbryddingar á stiga Gúmmíslöngur Gúmmípakkning, Tóinas Björnsson, Akureyri LÁTIÐ O. J. & K.-KAFFI VEKJA YÐURÁMORGNANA EKKERT ER EINS HRESSANDI ÁRLA MORGUNS OG GÓÐUR KAFFtSOPl. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. M. s. Laxfoss annast sjóleiðina Ferð- ist eingöngu með bifreiðum vorum BIFREIÐA ST0Ð AKUREVRAR. Útsvörin I Rvík Niðurjöfn'anarskrá Reykjavíkur er nýlega komin út, Ilæst útsvör bera þessir gjaldendur: 66000 kr. Olíuverzlun íslands h/f 5ð000 — Samb. ísl- samvinnufélaga 44000 — Shell á íslandi h/f 41800 — O. Johnson & Kaaber 39600 — Völundur timburverzlun 35200 — lóh. Ólafsson & Co. 33000 — P. Petersen bíóstjóri 27500 — Ölgerðin Egill Skallagr. 25850 — Edinborg, verzlun 24200 — ]ón Björnsson kanpm, 24200 — Skógeröin h/f. 23650 — Haraldur Árnason kaupm. 23650 — Lárus G. Lúðvíkss, verzl, 23100 - Nýja Bíó h/f. 22000 — Edda h/f. umboðs- og heildverzlun 22000 — Geysir, veiðarfæraverzlun 22000 — Steindór Einarsson bifreiðaeigandi 21450 — Efnagerð Reylqavíkur 20900 — Síefán Thorarensen lyfs. Hjónaband; Llngfrú iíakel Jó- hannsdóttir og Pálmar Guðnason sjómaður. Innflutningurinn íyrstu 3 mánuði yíirstandandi árs var nokkru hærri en yfir sama tfma- bil í fyrra, eða 10,4 milj. kr. nú á móti 9,8 milj. kr. í fyrra. Innílutn- ingur var nú til muna meiri á sem- enti, salti, sykurvörum, kolum og olíu, áburði og flutningstækjum, en miklum mun minni á rafmagnsvél- um og áhöldum, skófatnaði, álna- vöru, tóbaki og drykkjarvörum. (Samkv. Hagtíðindum.) B. S. A. Sími 9. I. BBYNJÓLFSSON * KVA15AN

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.