Íslendingur


Íslendingur - 02.06.1939, Síða 1

Íslendingur - 02.06.1939, Síða 1
Sjómannadaguriiin Sunnudaginn 4. júní verður hald- inn Sjómannadagur hér á Akureyri. Fara þá fram hálíðahöld, sem aug- lýst eru á öðrum stað hér í blað- inu. Petta er í fyrsta skipti, sem slík hátíðahöld fara hér fram, en áður hefir Sjómannadagur verið haldinn hátíðlegur í Reykjavík af miklum myndarskap. Sjómannastéttin íslenzka er svo þýðingarmikil stétt í þjóðfélaginu, að það má teljast vonum seinna, að hún fær nú einn dag á árinu sérstaklega helgaðan sér. Verka- mannastéttin og verzlunarmanna- stéttin hafa áður fengið sína daga, 1. maí og fyrsta mánudag í ágúst. Sjómannastéltin ætti því að fá ein- hvern ákveðinn dag á árinu, t. d. sunnudaginn næsta fyrir eða næst- an eftir hvítasunnu. í engu landi Evrópu hefir sjó- maðurinn meiri þýðingu en hcr á íslandi. Stafar það fyrst og fremst af því, að útgerðin er aðalatvinnu- vegur þjóðarinnar hina síðustu ára- tugi og ein auðugustu fiskimið heimsins liggja utan við landstein- ana, og í öðru lagi er hafíð — eða hefir a- m. k. verið allt til þessa dags — eina samgönguleiðin er liggur til umheimsins, íslenzkir sjómenn, — eða fslands Hrafnistumenn, eins og skáldið nefnir þá. hafa á undanförnum ár- urn og ö'.dum lagt líf sitt í hættu við að afla þjóðinni verðmæta úr skauti Ránar, til að gjalda með þær nauðsynjar, er þjóðin þarf að sækja til 2nnarra, — og íslenzkir siglingamenn hafa flult þau verð- mæti á erlendán markað og önnur heim í staðinn. I viðurkenningu á því starfi er ekkert vanmat fólgið á starfi arinarra siétta í landinu, er vintia að framleiðslustörfum. En munurfnn á starfi sjómannsins og jarðyrkjumannsins er sá, að jaið- yrkjumaðurinn hefir fast land undir fótum, en sjómaðutinn hið óræða, duttlungafulla haf. Pað er hin full- komna óvissa sjómannsins um að ná heill í höfn, er hann fer á »vinnustaðinn«, sem gerir starf hans lítt eftirsóknaivert,- þótt oft sé sjórinn lokkandi og fagur. Pótt tækni núlímans hafi náð til útbúnaðar veiðiskipa sem annars og »vé!knúin skeið* sé komin í sfað seglskipa og súðbyrðinga, er fjatri því, að íakist hafi að gera starf sjómannsins hætlulaust. Eng- in vélaorka getur haldið öldum út- hafsins í skefjum. Engiiin máttur yfirbugað átök þ:ss, er það fer hamíörum. Pví er líf farmannsins enn fullt af hættum, og þess vegna á sjó- mannskonan enn sínat' andvöku- nætur, þegar maður hennar, faðir eða bræður »ganga á orustuvöllinn* yfir >stórsjó og holskeflufö)!«. Við eigum engar tölur yfir þá mörgu, hraustu íslendinga, sem hafið umhveifis hólmann okkar hefir hrifið í fang sér og aldrei látið Iausa^ Á hverju ári heimtar það af okkur nýjar fórnir. Og á hveiju ári verða margar konur ekkjur og mörg börn föðurlaus, vegna hinna dýru mannfórna. Á Sjómannadaginn er okkur skylt að heiðra þær stéttir þjóðar vorrar, er sífelt eru að hætta lífi sínu við að draga björg í bú hennar. Við gerum það bezt rneð því að vinna, eftir því sem í okkar valdi stendur, að auknu öryggi á sjónum. Við eigum að vinna að því, að eignast sem flest björgunarskip og björg- unartæki, traust veiðiskip, stranga skipaskoðun, ströng fyrirmæli um hleðslu veiðiskipa o. s, frv. Á Sjómannadaginn 4. júní, verð- ur aflað fjár hér á Akuréyri, með hátíðahöldum og merkjasölu, til björgunaiskútu Norðurlands. Pá eiga bæjarbúar kost á að sýna, hvað þeir vilja a? mörkum leggja til að auka öryggi norðlenzkra sjó- manna. Pátltaka þeirra í Sjómanna- deginum mun bezt vitna um hug þeirra til sjómannastéttarinnar. Verðlaun veitt iyrir sjómannaljóð og iag við þau. Sjómannaráðið efndi til sam- keppni um sjómannaljóð meðal ís- lenzkra Ijóðskálda nú í vor. All- mörg kvæði bárust dómnefnd þeirri, er skera átti úr um, hv;r verðlaun skyidi hljóta. Fyrstu ve ðlaun hlaut Magnús Stefánsson í Hafr.- arfirði (er þekktastur er undir gervi nafninu Ö.n Arnarson), og eru ijóð hans birt hér í blaðinu á öðium stað. Ö.mur veiðiaun hiaut Jón Magnússon ská/d. Fyrstu verðlaun voru 150 kr. og önnur verðlaun 50 krónur. Dóm- nefnd skipuðu : Quðm. Finnboga- son, Sig. Nordal og Geir Sigurðsson skipstjóri. Þá lét sama ráð fara fram sam- keppni um lag við Ijóð Magnúsar Stefánssonar. Alls bárust 27 tón- smíðar, Ein verðlaun, 300 krónur voru veitt. Hlaut þau Emil Thor- oddsen píanóleikari. Dómr.eínd skipuðu: Árni Kiisljánsson píanó- Ieikari, Jón Halldórsson söngstjóri og Halldór Jónasson cand, phil. B. S. A. Sími 9. Sjómannaljóð Magnúsar Stefánssonar er hlutu I. verðlaun í samkeppninni. Islands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á framsóknarleið, eftir súðbyrðings-för kom hinn seglprúði knör eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt, eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál, hvert sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfir ál, hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip, hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál. Hvort með heimalands strönd eða langt út í lönd á hann leið yfir ólgandi flóð, gegnum vöku og draum fléttar tryggðin þann taum, sem hann tengir við iand sitt og þjóð, þegar hætt reynist för, þegar kröpp reynast kjör, verpur karlmennskan íslenzka bjarma á hans s!óð. Islands Hrafnistumenn eru hafsæknir enn, ganga hiklaust á orustuvöll • út í stormviðrin höst, móti straumþungri röst, yfir stórsjó og holskefluföll, flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir framtíðarhöll. Framboð í Austur- Skaftafellssýsla. Annað kvöld er framboðsfrestur út- runninn í Austur-Skaftafellssýslu, Þessir hafa sent framboð; Jón ívarsson, kaupfélagsstjóri, utan flokka. Páll Þorsteinsson kennari, a£ hálfu Framsóknarflokksins. Arnór Sigurjónsson ritstjóri, af hálfu Sósialistaflokksins. Ekki er búist við fleiri framboð- um. NYJA-BIO Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld: Sænsk tal- og hljómmynd í 10 þáttum, — Aðalhlutverkið leik- ur vinsælasti gamanleikari Svia; Adolf Jahr. Efni þessa skemmtilega drauma- æfintýrs er það, að nýbakaður doktor sofnar undir miðdegis- veizlunni og dreymir að hann er langt aftur i fornöld í >Róm- antík riddaratímabilsins* og berst þar eins og hetja við sömu persónur í riddaralíki og hann áður var nýbúinn að berj- ast við, við doktorsvörn sína, — Og hver er svo sem betur fallinn til þess, að koma fóiki í gou skap heldur en þetta eftirlætisgoð Svía, Adolí sterki Jahr, 1,0.0 F, s 1-1629 = Hitaveitan í Rvík. S. 1. þriðjudag var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Revkjavíkur með 14 samhl. atkvæðum, að taka titboði firmans Höjgaard & Schultz um hitaveitu frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur. Var borgarstjóra falið að ganga frá samningum við verktaka. Eru þeir borgarstjóri, bæjarverk- fræðingur og fjármálaráðberra lagð- ir af stað til Danmerkur til að ganga frá samningunum og mun Magnús Sigurðsson bankastjóri, er áður var farinn utan, taka þátt í þeim samningagerðum fyrir hönd Landsbankans. Slys. S. 1. taugardag hrapaði Kristinn Sigurðsson frá Eyri í Siglu- firði, er hann var í eggjaleit ásarr.t íleiri mönnum í Hestfjalli austan við Héðinsfjörð. Handleggsbrotnaði hann og rifbrotnaði, og hlaut íleiri meiðsh Var hann íluttur í Sjukrahúsið í Siglufirði. Nú í vikunni hrapaði til bana í Vestmannaeyjum unglingspiltur, norskur að ætt, Hjónaeini: Ungfrú Guðfinna Bjarnadóttir (lónssonar f. v. bankastj) og Björn Ólafs lögfræðingur. ZION. Næstkomandi sunnudag 8.30 e. h. almenn samkoma, allir velkomnir.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.