Íslendingur - 10.11.1939, Side 4
4
ÍSLENDÍNGUk
Til kolaúthlutunar
er mig að hitta á skrifstofu minni við Skipagötu
kl. 9-10 f. h. og 3—5 e. h,
Páll Einarsson.
BÆKBR OG RIT
Elinborg Lárusdótlir:
Förumenn I.Dimmu-
borgir. Reykjavik 1939.
Frú Elinborg Lárusdóttir hefir
ekki slegið slöku við ritstörfin, síð-
an hún hóf þau. Á fám árum send-
ir hún frá sér fjórar bækur: Sögur,
Anna frá Heiðarkott, GróÖur og
loks Förumenn, 324 bls. bók, sem
þó er aðeins upphaf samnefnds
verks. 'Eins og nafn þessarar bókar
ber með sér, fjallar hún um íslenzk-
an farandlýð, og gerist laust eftir
miðja 19. öld. Koma þar við sögu
ýmsir flakkarar, svo sem: Andrés
malari, Sólon Sókrates, Ormur Orms-
son, Þórlaug förukona, Salla og
síðast en ekki sízt Þrúður. Sumir
þessir förumenn eru gamlir kunn-
ingjar, svo sem Sölvi Helgason, sem
verið mun liafa sérstæöur meðal
íörumanna, sakir listhneigðar og
jafnvel listrænna hæfileika.
Þótt bókin beri nafn þetta og
dragi fram kjör og háttu farandfólks-
ins, er það þó saga Efri-Ásættarinn-
ar, sem teljast á uppistaða sögunnar.
Saga förumannanna er aftur á móti
ívaf bennar. Konurnar af Eíri-Ás-
ættinni eru stoltustu konur héraðs-
ins, — Þær giftast aðeins gildum
bændum og græðist fé, þrátt fyrir
rausn við rika og fátæka. Þórdís
á Bjargi er enginn ættleri, en Þór-
gunna dóttir hennar er enn óráðin
gáta, er þessari fyrstu bók Föru-
manna lýkur. Næsta bók roun
skera úr því, hvort nær yíirhönd-
inni: Æskuást hennar eða stolt
ættarinnar.
Bók þessi er vel rituð eins og
fyrri bækur frúarinnar. Ef til vill
skygnist hún nú enn dýpra í manns-
sálina, en hún hefir gert í fyrri bók-
um sfnum. Mannlýsingarnar eru
góðar. Einkum er fordæðuskapur
Þrúðar ljóslifandi og metnaður Þór-
dísar á Bjargi. Aftur á móti er
sumum förumönnunum lagt full mik-
ið málskrúð í munn. Ekki hafa þeir
almennt hagað orðum sínum sem
spekingar eða spámenn. SJíkt er
þó ekki aðalatriði. Hitt er frekar
til aö vekja eftirtekt á, að frú Elin-
borg hefir í þessari bók sinni tekiö
sér viðfangsefni, sem aðrir rithöfund-
ar hafa aö mestu gengið fram hjá:
Líf og kjör íslenzkra förumanna. —
Við lestur hennar rifjast upp fyrir
manni hálfgleymdar sagnir um þessa
horfnu stétt, — og um bjargráð
fátæklinganna, sem ekki vildu leita
á náðir sveitarinnar, eins og kon-
unnar, sem ól börnin sín á
töðu og varð af þeim sökum
fyrir tortryggni nágrannanna. V'ið
könnumst viö að hafa heyrt þetta
áður, en allt verður þetta skýrara
og trúlegra, er við lesum um það.
Frú Elinborg virðist ætla að verða
mikilvirkust íslenzkra rithöfunda í
konustétt. Og íslenzkum bókmennt-
um er ótvíræður gróði að bóxum
hennar.
Gríma 14.
Tímaiit fyrir íslenzk
þjóðleg fræði. Ritstjórar:
Jónas Rafnar og Þorst.
M, Jónsson.
Efni þessa bir.dis er: Úr sögu
Munkaþverárklausturs, þáttur af sr.
Einari Nikulássyni galdrameistara,
þáttur af Torfa Sveinssyni á Klúkum,
Fiá fyrstu kaupmönnum í Flatey
á Breiðafirði, frá Þorsteini ríka í
Reykjahlíð, Bjarnarfell á Skaga og
loks kímnissögur. Skrásetjarar, auk
ritstjóranna eru: Stefán Jónsson á
Munkaþverá, Óskar Clausen, Benja-
mín Sigvaldason, Margeir Jónsson,
Hannes Jónsson í Hleiðargarði og
fleiri.
Eins og sjá má á yfirliti efnisins
er ýmiskonar fróðleik aö hafa í bindi
þessu, en auk þess eru þar munn-
mæiasagnir um galdra og gjörningar.
Torfa á Klúkum kannast margir við
úr Þjóðsagnakveri Ólzfs Davíðssonar,
en hér eru nýjar sögur af Torfa,
sem gengið hafa i munnmælum um
Eyjafjörð en Jónas Rafnar hefir safn-
að þeim saman. Þeir sem unna
þjóðsögnum og þjóðlegum fræðum
láta ekki Grímu vanta í bókaskápinn.
T vær skó/askýrslur
hafa blaðinu borist nýlega. Eru
það skýrslur um Alþýðuskólann á
Eiöum veturinn 1938 — 1939 og
skýrsla Gagnfræðaskólans í Reykja-
vík sama vetur. Skólinn á Eiðum
starfaði í tveim deildum, Voru 24
nemendur í eldri deild en 26 í
yngri deild eða alls 50 nemendur.
AE eldri deildar nemendum luku
22 prófi.
I Gagnfræðaskóla Reykjavíkur
nutu 262 nemendur kennslu s.l. vetur.
Staríaði hann í 3 deildum. Voru 3.
og 2, bekkur báðir tvískiptir, en 1.
bekkur fjórskiptur. Fjölda umsækj-
enda um skólavist varð að bægja
frá vegna þrengsla, en tvísetja varð
í kennslustofurnar um veturinn. Svo
takmarkaö er núverandi húsnæði
hans.
Eimreiöin
XLV ár 3. hefti, hefir blaðinu
borist nýlega. Efni hennar er þetta:
Við þjóðveginn eftir ritstj., Hákarla-
veiðar á Ströndum eftir Jóh. Hjalta-
son. Landvörn eftir ritstj, Fornrita-
útgáfan eftir Jón Ásbjörnsson, íþrótt
íþróttanna, málsnilldin eftir Guðrn.
Friðjónsson, Sögur eftir ÓJaf Jóh.
Sigurðsson og Aldous Huxley, kvæði
ritsjá o. fl.
Danmerk - Fœreyjar
- Grænland.
Svo nefnist bæklingur, sem Stein-
dórsprent h.f. hefir gefið út. Er það
ávarp til dönsku þjóðarinnar, þýtt úr
dönsku eftir útgáfu skipstjóra- og
stýrimannafélagsins, Þórshöfn, Bækl-
ingurinn, sem er 6 arkir að stærð,
fjallar um fiskveiðar Færeyinga og
sérstaklega um þá meðferð er fær-
evskir fiskimenn verða fyrir af hálfu
Grænlendinga, ef þeir viljandi eða
óviljandi komast inn fyrir grænlenzka
landhelgi. Hefur nokkrum sinnum
verið skotið á þi af grænlenzkum
bátum. Ennfremur eru í ritinu færð
rök fyrir þvf, að fiskveiðum Græn-
lendinga stafaði engin hætta af því
að FEbreyingar stunduöu handfæra-
veiðar innan grænlenzkrar landhelgi,
en slíkt er þeim ekki heimilað,
Barnastúkan Sakleysið heldur
fund n. k. sunnud. kl. 1V2 e. h.
Embættismannakosning.
Búpeningseign
íslendinga var árið 1937, sem hér
segir;
Sauðfénaður 655356
Geitfé 1807
Nautpeningur 37886
Hross 47272
Svín 323
Hænsni 84675
Endur 2112
Gæsir 1526
Loðdýr 2650
• KIRKJAN: Messað næstkomandi sunnudag í Akureyrarkirkju kl. 2
eftir hádegi.
Sundfélagið Grettir. Þær stúlk-
ur í Sundfélaginu Gretti, sem
vilja taka þátt í fyrirhugaðri leik-
fimi félagsins í vetur, tilkynni
þátttöku sína sem allra fyrst for-
manni félagsins eða Jónasi Ein-
arssyni í bílabúð K. E. A.
Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2
heldur afmælisfagnað í Skjald-
borg næstkomandi sunnudags-
kvöld kl. 8V2 e. h. Kaffidrykkja,
ræðuhöld, söngur og dans. Að-
göngumiðar við innganginn.
I. O. G. T. St. „Brynja“ nr. 99
heldur fund miðvikudaginn 15. þ.
m. í Skjaldborg kl. 8.30 e. h. —
Auk venjulegra fundarstarfa verð-
ur: 1. Innsetning embættismanna.
— 2. Inntaka nýrra félaga. —
3. Skýrsla. — 4. Vinnunefnd kem-
ur fram með nýung til aukinna
starfa fyrir málefnið. — Fjöl-
mennið á „Brynjufund!“
Dansskemmtun heldur kvenfé-
lagið „Iðunn“ í þinghúsi Hrafna-
gilshrepps næstk. laugardagskvöld
og hefst hún kl. 9 e. h.
Molasykur
fæst hjá
Eggert Einarssyni.
Samvizkusamnr
og duglegur unglingur
getur fengið atvinnu við
að bera blaðið til kaup-
enda í einu hverfi bæj-
arins. Talið sem fyrst
við afgreiðsluna.
Skósmíðavél
(saumavéi) notuð til sö!u
hjá
Magnúsi Jónassyni, Strandg, 13
M.b. ,Hafaldan‘
í Grímsey er til sölu.
Uppl. gefur Kristján
Eggertsson Lækjar-
götu 4 Akureyri.
Stúlku
vantar í vist til Sigiu-
fjarðar. R. v. á.
Nýir
kanpeodnr
fá blaðið ókeyp-
is til áramóta.
Hef nokkur silfurrefaskiiin
til sölu með tækifærisverði.
ÓLI P. KRISTJÁNSSON.
Islensk frímerki kaupir hæsta
veröi J. S. KVARAN.
Umboðsmenn óskast út um land.
Kaupi brotagull
Guðjón gullsmiður.
OPlNBERAR S A M K O M U R
í Verzlunarmannahúsinu alla sunnu-
daga kl. 5 e. h. og fimmtud. kl.
8 30 e. h. -
Allir velkomnir.
Munið rakarastofuna í París,
Dag/ega nýjar vörur
PRJÓ.N ASTOFAN DRÍFA.
ZION. Næstkomandi sunnudag
8.30 e. h. almenn samkoma, allir
velkomnir.
Bainasamkoma sunndag kl. 10.30.
PreBtsiaiðja Bjöms Jónaeonur.