Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 15.03.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.03.1940, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR . 2 um alll að 500 þús. kr. í ofanálag á álíka iækkanir á þeim framiögum sem samþykktar voru á síðasta þingi Um þá iilið málsins heíir verið svo vandlega þagað, sem frekast var unnt. Ég hefi lagt til, eða bent á þá möguleika, að lækka fjárveitinguna til nýbýla og samvinnubyggða um 105 þús. kr. niður í 50 þús. kr., að gjöld skv. jarðræktarlögunum verði lækkuð um 380 þús. eða niður í 225 þús. kr, að framlög tii bygg- ingar- og landnámssjóðs og bygg- ingarstyrkja verði lækkuð um 100 þús. eða niður í 150 þús. (2X75 þús.), framlag til jarðakaupasjóðs um 65 þús, og frarnlag vegna mæði- og gainaveiki um 190 þús. Petta eru samtals 840 þúsund kr., svo býst ég viö að níunda hundrað- ið teljist fyllt með tillögunni um niðurfellingu á fjárveitingunni til fyrirhleðslu á vatnasvæði Pverár og Markarfljóts. Nú skal ég geta þess, að um alt þetla var rætt á síðasta þingi, nema e. t. v. lækkunina á fjárframlögum vegna sauðfjárpest- anna. Það var rætt um þessa mögu- leika í fullri alvöru og með það fyrir augum að t. t v. yrði ekki hjá því komist að hníga að þeim. Og það var fullkomlega »tekið í máU engu síður af fulltrúum sveit- anna en öðrum: Pá þótti hinsveg- ar ekki tiltækilegt að lækka nýbýla- og jarðabótastyrkinn vegna þess að búið væri að vinna svo mikið að þessum framkvæmdum í trausti þess að styrkir yrðu veittir á yfirstand- andi ári, og því yrði ekki komist hjá að inna þá af hendi. Hitt kom í rauninni öllum saman um að allar slíkar framkvæmdir hlytu að falla niður að mestu leyti á næstunni sakir dýtleika og vöntunar á þeim efnivörum, sem til þeirra þyrfti, svo sem byggingarefna og éburðar. Og í btéfi til fjármálaráðuneytisins nú fyrir skemmstu, lætur búnaðar- málastjóri þá skoðun í Ijósi, að alí- ar jarðræktarframkvæmdir aðrar en framræsla hljóti að falla að mestu leyti niður um sínn. Og þetta skildist mér að myndi eiga jafnt HOUyWOODRfy^AV|K. ^15 Snyrtivörnr Feguröarvörur Notið ekki eitthvað óþekkt. Notið aðeins: Yera Similion snyrtivorur. F*ær líka bezt. Fyrir helgina síðustu hófust í Moskva samningaumleitanir milli finnsku og rússnesku stjórnarinnar um að hætta styrjöldinni í Finn- landi. Er talið, að sænska stjórn- in hafi átt mestan þátt í að koma þeim friðarumleitunum af stað. Á miðvikudagsnóttina var samninga- gerð lokið og friðarskilmálar und- irritaðir. Hættu vopnaviðskipti kl. 11 á miðvikudag eins og áskilið var í samningunum. Að öðru leyti eru þeir í aðalatriðum þessir: Rússar halda því Iandi er þeir hafa á valdi sínu, þ. e* Kyrjálanesinu, Viborg og vesturströnd Viborgar- flóans, en auk þess norður- og norðvesturströnd Ladogavatns. — Finnar fá Petsamo, en mega ekki hafa þar flota (ekki meira en 15 skip), en Rússar fá þar aðgang að höfn og ýms önnur hiunnindi. Þá taka Rússar skagann Iiangö á leigu í 30 ár fyrir 8 milj. finnsk mörk á ári. Tanner, utanríkismálaráðherra Finna hélt ræðu á miðvikudaginn og gerði grein fyrir þessum úrslit- um. Sagði hann, að Finnar hefðu staðið einir gegn Rússum í stríði þessu og hefðu því einir átt að ráða, hve iengi þeir héldu því á- fram. Bræðraþjóðirnar Svíar og Norðmenn hefðu neitað þeim um liernaðarlega hjálp og meira að segja neitað, að her færi yfir lard þeirra til hjálpar Finnum, þótt Bandamenn hefðu viljað koma þeim til hjálpar. Barátta þeirra gegn ofureflinu hefði af þessum orsökum verið vonlaus, og því hefði farið eins og farið hefði. Eftir ræðu hans voru fánar dreguir í hálfa stöng á húsum. Norðurlandablöðin ræddu mjög við um nýbýli og samvinnubyggðir eins og um jaröræktarframkvæmdir, samkv. jarðræktarlögunum. Fn hins- vegar er mér kunnugt um, að yfir- leitt allir, sem skyn bera á þessi mál, eru sömu skoðunar og bún- aðaimálasljóri um þetta. Nú getur að vísu verið, að eitthvað hafi ver- ið unnið að því að konia upp ný- býlum f trausti til styrkja í framtíð- inni, en til þeirra hluta eiga þá líka að veia handbær 175 þús. kr. á þessu og næsta ári. En sé um meiri skuldastofnanir að ræða vegna slíkra framkvæmda þá viiðist hugsan- legt að þær skuldir gætu fengið að standa áfram í eitt ár, þar sem þær nú kunna að vera niður komn- ar. Um jarðabóíastyrkinn ætti þessu hinsvegar ekki að vera til að dreifa, því varla kemur til mála að unnið hafi verið fyrir meiri styrkj- um en fjárveiting yfirstandandi árs hrekkur fyrir. Styrkír"til framræslu hafa hinsvegar verið svo litlir til þessa, aö þó að þeir fimmfölduð- ust þi nægir ráðgeró fjárveiting til að standa straum af þeim, Nýlátinn er að heimili sínu, Lækjargötu 18 hór í bæ Pötur Jónatansson verkamaður, eftir lang- varandi vanheilsu. um það á miðvikudaginn, að til þess að tryggja betur samningana, þyrftu Norðurlöndin að gera með sér hernaðarbandaiag. Stríðið í Finnlandi stóð í 104 daga. Allan þann tíma hefir heim- urinn verið fullur aðdáunar yfir herkænsku, þoli og karlmennsku hinnar litlu, finnsku þjóðar í vörn hennar fyrir frelsi sínu og mörgum sviðið það sárt, að hún skyidi verða að berjast ein gegn ofurefii fjöldans. Hún hefir nú orðið að láta af hendi skika af landi sfnu, að vísu lítið brot að stærðinni til en meira að gæðum. Landið er í sárum og borgir þess margar í rústum, og viáreisnarstarfið mun taka iangan tíma. En þótt talið verði, að árásarþjóðin, Rússar, hafi haft sínar upphaflegu kröfur fram, þá hefir shíðið kostað þá mikið. Ekki aðeins mannslíf talin í hundr- uðum þúsunda, heldur fyrst og fremst álit og fylgi um heim allan. Stjórnarstefna þeirra, kommúnism- inn, hefir beðið hnekki, er seint mun bæitur verða, og álitið á hernaðarlegum styrk þeirra er orð- ið lítið. Sjálfsagt eru skoðanir mjög mis- jafnar um úrslit þessarar styrjaldar, ekki aðeins á Norðurlöndum, held- ur og um alla Evrópu og í öðrum álfum heims. En íullyrt er talið, að frekari afskipti vesturveldanna af henni mundi liafa dregið Noið- urlöndin inn í stórveldastyrjöld þá, er nú geisar í álfunni. Og í dómum sínum uin orðnar niður- stöður komast menn ekki hjá því að taka tillit til þess, hverjar af- leiðingar sú útbreiðsla ófriðarins hefði haft, og þá sérstaklega fyrir smáþjóðirnar á Norðurlöndum, þeg- ar réttlæti núlímans er afl þess sterkasta, Útvarp Leikiéiags Akureyr- ar héðan á Jaugardaginn v»r, á leikriti Árna Jónssonar: Hin hvíta skelfing, tókst að allra dómi frábær- lega vel. Er þetta í fyrsta skiptið er L. A. ótvarpar verkefni sínu. En fyrir nokkrum árum var útvarpað héðan, ekki á vegum Leikféiagsins, 4. þætti úr »Fjalla-Eyvindi*. Leik- endur voru Ágúst Kvaran og Ingi- björg Steinsdóttir og tókst þeim með ágætum. Væri æskilegt að Leik- félagið fengi tækifæri til þess oftar að útvarpa leik. Útvarpsleikir eru að jafnaði eitthvert vinsælasta út- varpsefniö, ef þeir takast vel. Höfðingsskapur. Kvenfélagið »Hringurinn< í Reykjavík, sem átt hefir og rekið Hressingarhælið í Kópavogi, hefir nýlega afhent ríkinu það að gjöf. Eignin er talin ‘200 þús. kr. virði, en áhvílandi skuldir aðeins um 14 þús. kr. Fylgdi gjöf- inni sú ósk félagsins, að hælið yrði einkum notað til dvalar fyrir veikluð börn, KIRKJAN. Messað í Lögmanns- hlíð kl. 12 á hád. á Pálmasunnu- dag, og sama dag í Akureyrar- kirkju kl. 5 e. h. Nýkomið: TT“ Gummííeygjur ■ Límpappírsrúllur ■ Umbúðagarn Pappírspokar brúnir allar stærðir. Heiidverzlun Valg. Stefánssonar Akureyri, Sími 332. Hljdmleikar. Samkór Róberts Abrahams æilar að efna til hljómleika á Skírdag, í Nýja Bíó. Hefir kórinn, undir stjórn Abrahams, æft ýms veikefni í vetur. Hefir blaðið fengið upplýsingar um nokkur þeirra, svo sem: »Keisari nokkur mætur mann«, eftir Sigfús Einarsson. »Titidafjöll skjálfa* eftir Weber, alþekkt lag; Kvæðið eftir Bjarna Thoratensen, »Svarkurinn«, nýtt lag fyrir bassa- sóló með kóri, eftir söngstjórann, kvæðið eftir O. Thomsen Oondoli- söngur úr óperunni »Æfintýri Hoff- manns* eftir Offenbéch. Þá eru andleg tónverk eftir Brahms og Hándel og þættir úr sálumessu eftir Mozart. Einsöngvar- ar vetða: Sigriður Ouðmundsdóttir, Gunnar Magnússon og Ouð/nundur Ounnarsson. Við hljóðfærið frú Jórunn Oeirsson, og hafa þau, frú- in og Abraham, samleik á mörsum eftir Schubert. Á undanförnum árum, þeim, er kórinn hefír haft hljómleika, hefir hann nolið hinnar ágætustu aðsókn- ar bæjarbúa, og má fastlega gera ráð fyrir að svo verði einnig að þessu sinni, er hann lætur til sín heyra. Maður verður úti. Aöíara- nótt mánudagsins varð úti á leið milli Fagradals og Víöirhóls á tlóls- fjöllum 16 ára piltur, Magnús Ing- ólfsson frá Víðirhóli, Sparið kaffið! Notið Ludvifl-David Kaffibæti.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.