Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 26.04.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.04.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangut. Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjóiugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 26. apríl 1940 18. tölubl. Bréf frá Finnl Eftirfarandi bréf, dags. 13. des. f. á. er frá finnskum presti tiJ sænsks stíttarbróður í Stokkbólmi: Kæri bróöir 1 Þegar ég skrifaði þér síðast, gat mig ekki órað fyrir, að næsta bréf mitt yrði þess eðlis, sem það er. Mig gat heldur ekki grunað, að ég neyddist svo fljótt til að knyja á vin- áttu þína og endurgjalda heimsókn þína undir þeim kringumstæðum, er nií ríkja í landi voru. Máltækið segir, aö vinum sínum kynnist maður í neyðinni, Þú ert eini maðnrinn, er ég þekki 1 Svíþjóð. Hef því engin önnur úrræöi en að leita til þin. Og skal ég þá koma að efninu: Svo er mál með vexti, að ég vil hugsa fyrir öllu í tíma, ef svo kynni aft fara, að styrjöld okkar endaöi illá, Hvernig með okkur foreldrana íer, skiptir ekki miklu máli. Við munum standa á okkar varðstöð til hins síðasta. Kona mín er ein af Lottunum og gerir hvorttveggja, að gegna hjúkrunarstörfum í sjúkra húsinu hér og gefa byrjendum leið beiningar í hjúkrun eins og lætð hjúkrunarkona. En ég er í flutn- ingasveitinni. Okkar hlutskipti getur því orðið það að deyj* á verðinum. Þrælar Rússans ætlum við ekki að verða, meðan við getutn nokkru um það ráöið. En við eigum 3 drengi eins og þú manst. Sá elzti er 9 ára, næsti 7 ára og hinn yngsti tæplega árs- gamall. Þeir eiga lífið fram undan ennþá, og við óskum þess, að þeir megi lifa í frjálsu landi, svo að þeir veröi ekki aldir upp sera kommun- istar og heiðingjar. Þess vegna höfum við hugsað okkur að reyna aö koma þeim yfir til Svíþjóðar, a. m. k. ef svo fer, að ekki finnist nðrir möguleikar. Helzt hefði ég viljað koma þeim til Torneá eða Haparanda, ef það gæti gengið. En ef illa fer, muudum við reyna að koma þeim hvert sem væii. Bón mín er sú, að þú, sem þekkir þar til og átt þar marga góða vini, viljir vera svo góður aö athuga um, hvar diengirnir okkar gætu fengiö húsa- skjól og mat. Vildi ég síðau biðja þig að geía mér heimilisfang einhverra slikra staða, þar sem ég, ef illa fer, gæti komið þeim Antero, Lauri og Pertti niður. Ég væri mjög þakklátur, ef ég fengi að vita, hvað dvöl þeirra myndi kosta. Reyni að boiga, svo lengi, sem ég get. Síðan yrði að leggja atlt í hendur guðs og góöra manna, eí við féllum á okkar varð- stöð í stríöinu fyrir málefnum Krists og rnenningarinnar. Megi guð í náð sinni forða Svíþjóð frá þeim eyðing- ar öflum, sem að okkur sækja. Taktu það ekki illa upp fyrir mér, hversu djarilega ég sný mér til þín, þótt við höfum kynnst svo nýlega, Því hefir víst handleiðsla guðs raðið, — annars veit ég sannarlega ekki, hvert ég hefði átt að snúa mér. Hvernig jólahald okkar verður, er ómögulegt að vita. Ef til vill veröa það okkar síðustu sameigin- legu jól hér á jörðu, En ef svo skyldi til takast, lifum við i von um eílíf jól á himnum. Mér kom til hugar eitt erindi ur kvæði, er eitt af skáldunum hér f Finnlandi hefir gert: >SHg, vet du tjusningen att slá i mindretalets leder. att oradd emot döden gá med obe- . flackad heder, att fatta för en hopplös sak för övermaktens lansar, att digna ned í vapnens brak, att dO i stál och pansar?* Það er þetta, sem vér Finnar verðum nú að gjöra. En það hefir verið undursamlegt að sjá, með hve mikilli ró þjóöin tekur þessu stríði, sem aðeins er framhald af aldagömlu stríði gegn Rússuia og rússnesku menningar- leysi. )æja, það er mnl komið að hætta. Yfirstandandi tími er tími athafua en ekki ljóða, Ég vænti svars frá þér sem fyist og óska þér og þínu heimili frið- sarolegra og blessunarríkra jóla og betra nys árs en þess liðna. Vinsamlegast. N. N það dýrmætasta, er hún á; Trú sina, heimili sitt og föðurlandið. Að lifa undir stjórn þessara ómennsku Rússa er ekki líf, sem er vert þess að lifa. Guð mun ekki láta okkur íarast. Hann mun senda okkur. alla þá hjálp, er við þörfnumst, — einnig hið andlega þrek. r ¦ v Prestkona njkkur f finnskum bæ, sem oft varö fyrir loít.lrásum, skrifar 23. desember 1 íyrra: Jólin eru að ganga í garð, — jól, sem eru ólík ölluni öðrum, er við höfum lifað til þessa. Fyrir fáum mánuðum siðan, þegar þú varst hjá okkur Gústav, lifðum við í friði og hamingju, nutum fegurðar sumarsins, grunlaus um þær httrmungar, sem fyrir okkur lágu ..... Loftárás enn ...... Jólafriðar geta þeir ekki unnt manni í þetta skipti. Við höfum enn oröið að sitja nokkra klukkutíma í kjallaranum. Það er í þriðja skiptið í dag. En guði sé lof! Enn erum við ósködd- uð og beimili okkar óskemmt, Við trúum því, að við munum sigra. Davfð mun enn einu sinni sigra Golíat. Guð er með okkur. Þjóð okkar mun til hins Itrasta verja NÝJA BÍÓI tywoars var haldinn hér á Akureyri dagana 2.—10. þ. m. Samþykkt var, að veita til sýsluvega á árinu 36300 krónur, til brúargeröa 1150 krónur, og til sundkennshi 400 krónur. Þá var samþykkt að veita Skógræktar félagi Eyjafjaröar á árinu 1000 króna styrk í tilefni af 10 ára starfsafmæli þess. A sýslunni hvíla nú engar aðrar skuldir en þær, er varða Laugalandsskóla. Kostaði hann upp- kominn 124 þús. kr, bg eru skuldir sýslunnar vegna hans kr. 15500, þegar ríkissjóður hefir greitt sinn hluta að fullu. Á fundinum lagöi oddviti fram allítarlegt álit fra Rafmagnseftirliti ríkisins um sögu rafmagnsmúlsins og koslnaðaráætlanir yfir h.lspennu- línur um sysluna ásamt rekstrar- kostnaði þeirra. Tvær tillögur voru samþykktar í rafmagnsmálinu. Hin fyrri er svohljóðandi: »Sýsluneínd lítur svo á, að nauð- synlegt sé, að þing og stjórn taki til nákvæmrar yfirvegunar rafmagns- mál sveitanna. Af rannsóknum, sem gerðar hafa verið að því er Eyjafjarðarsyslu snertir, og fyrir fundinum Hggja, er auðsætt að sveitimar geta ekki af eigin ramleik greitt úr þessum málum. Hinsveg- ar er það jafn víst, að einróma kröfur sveitanna eru að fá raforku til ljósa og hitunar eins fljótt og unnt er. Heppileg lausn á þessu máli mundi öruggasta ráðið til að koma í veg fyrir straum fólks úr sveituni til kaupstaða. Er það því eindregin áskorun syslunefndar til þings og stjornar, aö gerð verði nú gaugskör að því að leita að sem öruggaslri lausn í þessu máli með því að útvega ódyr lán til fram- kvæmda og með beinum framlógum úr ríkissjúði eð.i á annan hátt«, Síðari tillagan er á þessa leið: »Syslunefndin leggur mikla á- herzlu á, að ríkisstjornin láti nú þegar fram fara ga^ngerða rann- sókn á fallvötnum í Svarfaðardal og þeim öðrum hreppum syslunnar, þar sem um fallvötn er að ræða, sem likleg eru til að fullnægja raf- orkuþörf hlutaðeigandi hreppa með betri kjörum en unnt muni vera að fá frá Laxárvirkjuninni. Fullnaðar- rannsókn á þessu þarf að liggja fyrir sem allra fyrst syo ekki þurfi að tefja bygging raforkullna um sysluna*. Föstudagskvöld kl. 9; Konan með örið Laugardags- og sunnudags- kvöid kl. 9: Tarzan Sunnudaginn kl. 5: Miss Ameríka Síðaf-'a sinn! Niðursett verð! I.O.O.F. 1214269 == N ý f I u g v é væntanleg Eins og kunnugt er eyðilagðist ílugvélin T. F. Örn nú í vetui, er stormhviða hvolfdi henni á Skerjafirði. lílugvélin var eign Flugfélags Akur- eyrar. Á aðalfundi féla^sins í vetur var samþykkt að auka hlutafé félagsins og stækka svið þess. Var nafni félagsins breylt í Flugfélag íslands h. f, lteimili þess flutt til Keykjavíkur og hlutaíéð aukið úr 28 þús. kr. f 150 þús. kr. Er langt komið að safna hlutafénu í Reykja- vík og á Akureyri og leggja ríkis- sjóður. síldai verksmiöjut nar og síldatútvegsnefnd fram fé í þessu skyni. — Stjórn félagsins skipa; Bergur G, Gíslason Rvík, formaður, Jakob Frírnannsson Ak. varaform. Örn O. Johnson ílugmaður, fram- kvæmdastjóri, Kristján Kristjánsson bifreiðaeigandi, Ak. og AgnarKofoed- Hansen flugmaður, Rvik. í vara- stjórn Vilhjálmur Þór bankastjóri. Kaup hafa verið fest á sjóílugvél í Bandaríkjunum, er væntanlega gétur komið hingað í næsta rnánuði. líefir hún sama farþeitat um og T F. Örn en nokkru sterkari hreyfil. Örn O. Johnson er nú fartn vesiur um haf til að vitja hinnar nyju flugvélar og kynna sér nýjustu flugtækni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.