Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 05.07.1940, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.07.1940, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDlNGUR BÆKOR OG RIT úríma 15 er nýlega komin út. Er þar með lokiö III. bindi þessa merkilega og þjóölega fræðasafns. í hefti þessu eru 12 sögur og sagnir. Helatar þeirra eru: Þáttur af Stuttu Siggu, skrásettur af Jónasi Rafnar, Á Breiðamerkurjökli, handrit Margeirs á Ögmundarstöðum, Þáttur af Sturlu ráðsmanni, skrásettur af Jónasi Rafn- ar eftir ýmsum handritum og munn- mælasögum, og loks um Guðmund eldri skáld í Enniskoti, skrásett af Friðrik Á. Brekkan. Saga Stuttu- Siggu er í senn raunasaga og kýmnisaga, Hún segir frá misk- unnarlausri harðýðgi föður við barn sitt, sem eigi var ótíð á árum áður, þar sem barsmíð og ill orð ásamt sulti og kulda mótuðu skapferli barnsins og líkamsþroska. Hið kýmilega við tal og háttu Stuttu- Siggu á rót sína að rekja til upp- eldis hennar. Á Breiðamerkurjökli er glögg lýsing á hættum þeim, er Skaftfell- ingar eiga jafnan undir fótum sér á jöklaferðum, en þáttur Sturlu ráðs- manns lýsir kænsku og hugkvæmni, sem beitt er til hjálpar þeim undir- gefnu, f Bindi þessu íylgir nafnaskrá, og efnisyfirlit þrennskonar. Er elninu fyrst raðað eítir heftum, síðan eftir stafrofsröð fyrirsagna,. og loks eru sagnirnar ílokkaöar eftir efni. f*á er og skrá um skrásetjara og frá- sagnarmenn, Er þessi flokkun mjög til léttis fyrir lesendur. Það mun óhætt að telja útgáfu Grímu eitt hið merkasta, sem unnið er í þágu þjóðfræðabókmennta vorra. í þessu safni, sem nú er þegar oiöin 3 stór bindi, 400 blaðsíður hvert auk hinna nandhægu efnis flokkana, geymast nú ýmsar stór- merkar, sannsögulegar sagnir um merka menn, þjóðhætti og eftirtekt- arveröa viöburði, sem tjón hefði orðið að glata. Og enn lolar út- gefandinn framhaldi þessa ritsafns, þessa rits, og er frágangur þess afar-vandaður, pappír mjcg góður, enda ætlast til, að ritið-llýtji myndir úr leikhúsinu og af ýmsum leikur- um, enda eru í fyrsta heftinu ekki færri en 20 myndir. Af greinum ritsins má nefna: Um leiklist, eftir Har. Björnsson, Síðustu 10 ár, eftir Ól. Guðmundsson, Fjalla-Eyvindur eftir H, Björnsson og Fyrstu leik- ritaskáld íslands, eftir Lárus Sigur- björnsson. Þá eru smágreinar um Óperetturnar, um íslenzka leikara erlendis o. fl. Rímur al Perusí meistara. eftir Bólu Hjálmar, hafa blaðinu verið sendar. Útgefandi þeitra er Finnur Sigmundsson landsbókavörð- ur. Eru rímnaerindin 260 talsins. í eftirmála kemst útgefandi svo að oröi, að með Perusar-rímum Bólu- Hjálmars sé »gerð tilraun um það, hvort takast mætti að gefa út rímur nokkurra þjóðfrægra höfunda með- gjafarlaust, og er því hér með skot- ið til úrskurðar almennings. Ef Persusar-rímur seljast fyrir útgáfu- kostnaði er ráðgert að halda áfram útgáfu á rímum eftir þjóðkunna menn frá ýmsum tímum, og munu þá e. t. v. næst verða prentaðar Kióka-Reís rímur sr. Hallgríms Péturssonar'. Úá skýrir útgefandi frá því, að í ráði sé að gefa út áður en langt líður skrá um allar íslenzkar rímur, sem vitað er, að oitar hafi veriö frá upphaii rfmnakveðskapar. Telur hann rímnaflokka þessa á annað þjsund og höfundana skipta hundr- uðum. Frágangur þessa fyrsta rímna- kvers er smekklegur. Eítir að draga 4000 vinninga að upphæð kr. 861.400.00. Leikhúsmál nefnist nýtt tímarit, er hóf göngu sína í Reykjavík á þessu ári. Eins og nafn þess bendir til, fjallar það um leiklist og leikhúsmál, Útgef- andi er hlutafélag, samnefnt ritinu en ritstjóri Haraldur Björnsson. Blaðinu hefir borist fyrsta hefti Kaupum hæsta markaðsverði, geg’n vörum: Prjönaðar uílartusk- ur og ullarreitur Kálfskinn Geitarskinn Lambskinn Gærur S/óvettlinga Vðruhús Akureyrar Lokaður barnavagn óskast keyptur. Uppl. hjá Páli Halldórssyni, erindreka. — Lítil íbúð úskast frá 1. okt. Tiiboðum má skila til Björns Sigmunds- sonar KEA. Kristinn Sigmundsson Herbergi til leigu nú þegar. R. v. á j brotagull og gullpeninga Guðjón, gullsmiður. Islensk frímerki kaupir hæsta verði J. S. K VARAN. Umboösmenn öskast út um land. OPINBERAR SAMKOMUR í Verzlunarmannahúsinu alla sunnu- daga kl. 5 e. h, og fimmtud. kl. 8,30 e. h, — . Jazz-söngkonan Hallbjörg Bjarnadóttir syngur í Nýja-Bíó kl. 11,30 í kvöld (í mikrofon) með aðstoð hljómsveitar. Aðgöngumiðar seldir frá kl, 1—4 í Nýja-Bíó og við innganginn. Verðtilkynning Frá og með 1. þ. m. eru saumalaun stofunnar eins og hér segir: Alfatnaður karla með tilleggi Kr. 75,00 Frakki karla — — 75,00 Jakki, sérstakur — — 45,00 Buxur, sérstakar — — 16,60 Vesti, sérstakt — — 13,40 Kvenkápur og dragtir án tilleggs — 30,00 Fyrsta llokks lilln, vinna 09 klæöskerar. Saumastofa 6EFJDNAR Húsi K. E. A. III. hæð. AUGLÝSING frá mjóikurverðlagsnefnd Akureyrar. Frá og með 1. júlí 1940 er verðlag á mjólk og mjólkurafurð- um á Akureyri sem hér segir: 1. Mjólk, flutt heim til neytenda í ílátum er innihaldi minna en 10 Itr. eða seld í tilluktum flöskum í búðum kr. 0,38 Itr. 2. Mjólk, sem send er neytendum í brúsum 10 ltr. eða stærri og mjólk, sem afhent er kaupendum í Iausu máli frá mjólkurvinnslustöð eða sótt heim til einstakra fram- leiðenda kr. 0,36 ltr. 3. Rjómi kr. 2,60 ltr. 4. Skyr kr. 0,64 kgr. Akureyri 1. júlí 1940. MJÓLKURVERÐLAGSNEFND VÍSITALA. Samkvæmt útreikningi kaup- lagsnefndar er vísitala fram- færslukostnaðar í Reykjavík mánuðina apríl til júní 130 Kaupuppbætur samkvæmt lögunum um gengisskrán- ingu og ráðstafanir í því sambandi verða því: , I 1. flokki 22,5 prc. - 2. - 20,0 prc. - 3. - 16,0 prc. VIÐSKIPTAMÁLARlÐUNEYTIÐ.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.