Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 23.08.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 23.08.1940, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Oleyst deilumál. t’ökkum innilega öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við frátall og jarðarför mannsins mins og föður okkar, Benedikts Jóhannssonar Baldurshaga. Anna Sfefánsdóttir og börn. Þegar Sjáifstæðismenn gengu til stjórnarsamvinnu við Framsóknar- flokkinn og Alþýðuflokkinn í apríl f á. settu þeir nokkur skilyrði fyr- ir þátttöku sinni í stjórninni. Eitt þessara skilyrða var rýmkun inn- flutningshaftanna og er.durskoðun á gjaldeyrislögunum og framkvæmd þeirra. Sjálfstæðismenn hafa jafn- an haldið því fram, að innflutnings- höftin sköpuðu óeðlilega dýrtíð í landinu og til þess að draga úr áhrifum gengisiaganna á hækkað vöruverð, þyrfti að gefa helztu nauðsynjavörur frjálsar. Frílisti kom bráðiega yfir nokkrar helztu nauðsynjavörur, sem ekki voru áður einokaðar, og söluverð þeirra var nál. óbreytt, þrátt fyrir 22% lækkun krónunnar, Sannaðist þar, hversu hin frjálsa verzlun skapar hóflegt vöruverð og heldur því í skefjum. Áður en skilyrðum Sjálfstæðis- manna yrði að öllu fullnægf, skap aðist nýtt ástand í alþjóðamálum, — Evrópustyrjöld, sem jók mjög á annir ríkisctjórnarinnar. Varð hún að gefa út fjölda bráðabirgða- laga og reglugerða á fám vikum og gera ýmsar aðrar ráðstafanir vegna ófriðarins. Með stjórninni ríkti hin bezta samvinna í öllum þeim vandamálum, er hið breytta viðhorf alþjóðamálanna lagði henni á her'ðar, og lúka flestir upp ein um munni um það, að hún hafi snúist við þeim með fullri festu og einurð og tekist vonum giftu- samlegar að ieysa þau. Traust hennar meðal þjóðarinnar hefir því fremur vaxið, er á úrræði hennar tók að reyna, enda hefir hún sýnt fullan vilja á því, að »eitt gangi yfir alla* meðan á ófriðnum stæði. Eins og kunnugt er og áður var nefnt, var endurskoðun gjald- eyrismálanna eitt af skilyrðum Sjáltstæðisflokksins fyrir stjórnar- samvinnunni, í gjaldeyrismálum hafa ríkt tvenn lög í landinu, önn- ur fyrir SÍS, en hin fyrir aðra út- flytjendur. SÍS hefir fengið að ráð- stafa að eigin vild meginhluta þess gjaldeyris, er það fær fyrir seldar afurðir. Aðrir útflytjendur verða að skila honum öllutn til bankanna undir sömu kringumstæðum. Margir höfðu góða von um, að ráðherrum Sjálfstæðisflokksins tæk- ist að koma til leiðar leiðréttingu á því mis'étti, er ríkt hefir í inn- flutnings og gjaldeyrismálum vor- um, ekki sízf, þar sem forsætis- ráðherra lét í veðri vaka um það leyti er þjóðstjórnin var mynduð, að sériéttindi og flokkahagsmunir yrðu látnir víkjr íyrir hagsmunum heildarinnar. En enn þann dag í dag giida sömu reglur um skipan þessara niála og á dögum Fram- sóknarstjórnaiinnar, Á Alþingi s. I. vetur báru Sjálf- stæðismeun fram frumvarp til laga um breytingu á gjaldeyrislög- unum, þar sem leitast var við að leysa ágreininginn um verzlunar- málin á þann veg, að bæði Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn gætu við unað. Oert vat ráð fyrir, að halda innflutnings- höftunum, enda þótt ýmsum þætti orka tvímælis um nauðsyn þeirra. Einnig átti Ojaldeyris- og innflutn- ingsneínd að starfa áfram, en vera skipuð 3 mönnum í stað 5 áður, og var að því auðsær fjárhagsleg- ur sparnaður. Skyldi Verzlunarráð íslands og Samband ísl. samvinnu- félaga tilnefna sinn manninn hvort í nefndina, en ríkisstjórn odda- mann. En skipting innflutningsins milli verzlana í landinu átti að fara fram eftir sömu reglu, eins og tíðkast í öðrum löndum, þar sem innflutningshöft hafa verið upptekin. En um það leyti, sem frumvaip þetta er Iagt fyrir þingið, gerast enn óvæntir og alvarlegir atburðir í alþjóðamálum. Styrjöldin berzt til Norðurlanda og færist nær okkur en almennt hafði verið búist við. Nauðsyn samstarfs og ein- ingar innan þings og stjórnar verð- ur meiri en nokkru sinni áður. Þdð er enn nýtt tækifæri til að leggja þau mál upp á hi!Iu, sem ágreiningi valda, þótt séu þau full- komin réttlætismál. Og [frumvarp Sjálfstæðismanna, sem leiðrétta átti mesta ranglætið í meðferð verzlun- armálanna sézt ekki lengur í sinni upprunalegu mynd. í stað þess kemur fram og nær samþykki önn- ur breyting á skipun þeirra mála, í stað þess að fækka meðlimúm Ojaldeyris- og innflutningsnefnar og spara eitthvað af þeim 88 þús. krónum, sem hún kostar (samkv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1940) á nú að skipa nýja nefnd, svonefnda vörumiðiunarnefnd eftir sömu regl- um og frumvarp Sjálfstæðismanna ákvað að Gjaldeyrisnefnd yrði skip- uð, og á hún að fara með úthlut- un innflutnings fjögurra vöru- flokka. Setur ríkisstjórn nefnd þessari starfsreglur. Þótt hér gæti ekki verið um neina lausn að ræða á ágreiningn • um um verzlunarmálin, þá var ekki meira aðgert að sinni. En allar líkur benda til þess, að það sé aðeins einn maður í liði Framsókn- ar, sern setur hnefann í borðið og neitar öllum leiðréttingum á sviði verzlunarmálanna. Og þessi mað- ur er sjálfur viðskiptamálaráðherr- ann, — Eysteinn Jónsson. Þótt Sjálfstæðismenn líti svo á að breyting sú, er gerð var álögum um gjaldeyrisverzlun o. fl. á síðasta Alþingi sé lítil leiðrétting á skipan verzlunarmálanna, er helzl svo að sjá, sem viðskiptamálaráðherranum sýnist annað. Það er sem sé Ijóst orðið, að vörumiðlunarnefndin er enn ekki skipuð og engar starfs- reglur enn til fyrir hana, en Gjald- eyris- og innflutningsnefnd í þann veginn að ljúka úthlutun fyrir yfir- standandi ár á þeim vöruflokkum, er vörumiðlunarnefndin átti að út- hluta. Það er því útlit fyrir, að hinum nýju lögum Sé alls ekki ætlað að koma til framkvæmda og reyna eigi enn um skeið að við- halda ranglætinu í verzlunarmálun- um í trausti þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn gangi ekki eftir efndum gefinna loforða um lausn deilu- mála, meðan hið alvarlega ástand ríkir í alþjóðamálum. Þótt sú regla, að láta eitt ganga yfir alla, sé ætíð réttmæt og sjálfsögð, mun seint verða auðið að koma henni fram í verzlunarmálunum, ef það á að vera komið undir geðþótta núverandi viðskiptamálaráðherra. Brezka setuliösstjórnin ósk- ar þess getiö, aö hún hafi skipað mann, 2/ Lt, De Couter, til þess aö taka til athugunar kvartanir, sem fram kunna að koma í sambandi við veru þess hér, og verður sá maður til viðtals á skrifstofu sinni Skipagötu 8 á þriöjudögum frá kl. 10—12 f. h. ÍPess er óskað, að kvartanir, sem gera þarf, séu skrif- legar, eftir því sem við verður komiö. (Önnur blöð bæjarins vinsaml. beðin birtingar á þessu). Attræðnr. Á morgun á Jónatan Jóhannesson Aðalstræti 28 hér í bæ áttræðis- afmæli. Hann er fæddur að Úlfsbæ í Báröardal 24. ágúst 1860, sonur hjónanna Krístbjargar Jónsdóttui frá Úlfsbæ og Jóhannesar Jónatansson- ar pósts. Jónatan kvæntist 25 ára gamall Guðrúnu Hannesdóttui. Missti hann hana eftir 5 ára sambúð. Höfðu þau þá eignast 3 dætur Komst aðeins ein þeirra af barnsaldri: Kristbjörg, kennari við barnaskóla Akureyrar. fónatan kvæntist aftur árið 1897 Björgu Jónsdóttur frá Blikalóni á Sléttu og fluttist um þær mundir hingaö til Akureyrar, þar sem hann hefir búið stðan, Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum hér, m. a. var hann ráðsmaður sjúkrahússins 7 ár og umsjónarmaður Gagnfræða- skólans 3 ár. £n lengst gegndi hann verzlunarstörfum. Var m. a. f 22 ár starfsmaður Höepfners-verzl. unar. Síðarí konu sína missti Jóna- tan árið 1917. Átti hanu með henni 2 dætur. Er önnur þeirra á lífi; Rósa, gift f*ór O. Björnssyni deildarstjóra hjá K. E. A. Jónatan hefir jafnan verið maður vinsæll og vel látinn, og ágætur starfsmaður og trúr í hverju starfi, er honum var falið, Ennþá er hann ern og hress í bragði og fylgist aí áhuga með bæjarmálum og þjóðmálum. Skipsbrotsmönnum bjargað Togarinn »Helgafellc bjargaði 8 mönnum af björgunarfleka NA af írlandi f sfðustu lör sinni til Eng- lands. Voru þeir af sænsku skipi frá Helsingborg, er þýzkur kafbátur skaut í kaf. 7 af mönnunum voiu sænskir en einn pólskur. Auglýsing. — í hinum mikla leiðangri Ferðafélags Akureyrar, dag- ana 3.—7. Agúst-mánaðar síðastl., til Herðubreiðar, Öskju og Dyngju-fjalla, varð Oddur Björnsson afleiðis og einn síns liðs fullan sólarhring fararinnar. Varð hann þá fyrir því óhappi, að glata silfur-reknum og gulli sleignum göngustaf, með stálteini hið innra, en að mestu úr hvalskíði hið ytra. Nafn eigandans er grafið á gullplötu, ofantil á stafnum. — Oóð skilalaun lofast finnanda, hvort sem fyrr eða síðar finnast kynni, til dæmis af fjárleitarmönn- um í haust. — Stafurinn getur hafa orðið eftir í einhverri klettaklauf. Þakjárn væntanlegt bráðlega. Tómas Björnsson, Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.