Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 23.08.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.08.1940, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Leynilegar sendistöðvar. Fyrir skömmu síðan fann brezka setuliðiö tvær leynilegar stuttbylgju- sendistöðvar, aðra í Reykjavlk en hina hér í bænum, E’eir tveir menn, sem taldir voru eigendur senditækjanna voru handteknir og eru í varöhaldi hjá Bretum. Samkvæmt íslenzkum lögum liggja þungar fésektir við að hafa slíkar stöðvar í fórum sínum, en á ó- friöartímum, eins og nú eru, getur starfræksla slíkra stöðva haft mjög alvarlega þyðingu. Talið er, að Bretar hafi haft grun um, að í Reykjavík eða annarsstaðar á land- inu væri starfrækt slík sendistöð, er heföi samband viö Þýzkaland, og að þeir hafi litlu áður en þeir fundu stöðina í Reykjavík náð skeyti, sem sent var til Þýzkalands með kallmerki, sem skráð var á nafn stöðvareigandans. Ifm innihald skeyt- isins hefir ekkert verið látið uppi opinberlega. En ef hér væri um njósnastarfsemi að ræða, er milið orðið alvarlegt, í nýju hegningar- lögunum segir svo (93.gr.): »Stuðli maður að því, aö njósnir fyrir erlent ríki eöa erlenda stjórn- málailokka beinist að einhverju innan íslenzka ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varöar það varðhald eöa fangelsi allt aö 5 árum«. Þegar uppvíst var orðið, að sendistöövar höfðu fundist hér, þrátt fyrir skyiaust bann við þeim í ísl, lögum, gaí ríkisstjórnin út bráða- birgðalög, þar sem bannað er, að viðlögöu allt að 16 ára fangelsi, að hafa í sínum vöislum radio- sendi tæki eítir 31 ágúst, neiaa leyfi póst- og símamálastjórnarinnar komi til. Þó aö málið sé alvarlegt fyrir eigendur slíkra leynistöðva, ef rann sókn þess kynni aö leiða í ljós, aö þær hefðu veriö notaðar til að senda héðan hernaðarlegar upplýs- ingar, þá er það enn alvarlegra fyrir hina íslenzku þjóð. Því allar slíkar upplýsingar eru eigi sföur hættulegar lardi voru og þegnum þess en hinu brezka setuliöi, og væri slíkur verknaður, framinn af íslendingi, hin versta tegund land- ráða. Enn sem komið er viljum vér þó ekki ætla, að nokkur íslend- ingur hafi látið kaupa sig til slíkra verka, en það mun upplýsast viö rannsókn mála þeirra manna, er að framan getur. Og þar sem mál þeirra hlýtur að heyra undir íslenzka dóm- stóla, mun stjórn brezka setuliðsins að sjálfsögðu taka þaö til greina og afhenda það réttum aðilum. Islandskvikmynd, sem Sam- band íslenzkra samvinnufélaga hefir látið taka, var sýnd hér í Samkomu húsinu í gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Er í mynd þessari lögð megináherzla á að sýna atvinnuvegi vora til lands og sjávar. Er hún þó alls ekki tæmandi á þvf sviði, ■vantar t, d. botnvörpuveiðar, fisk verkun o fl. En öll er myndin vel gerð, og ofiö inn ( hana fjölda fegurstu landslagsmynda. V'igfús Sigurgeirsson hefur tekið myndina en Sigfús Halldórs samið texta hennar. TILKYNNI N G. Líftryggingafélagið Andvaka heldur tryggingastarfsemi áfram með sömu hagkvæmu kjörum og áður. Tryggingarupphæð greiðist að ful/u þó dauði verði af stríðsvöldum. GUÐJÓN RERNHÁRÐSSON umboðsmaður á Akureyri. Berjaferðir f Svarfaðardal sunnudag og þriðjudag. Farið kl. 9 árd. ódýr fargjöld. Bifreiðastöð Oddeyrar 777 Odds Bjornssonar. Oddur, þú æsku-glæddi, Oddur, sem hryggan gladdir, Oddur á andans naddi, Oddur, sem vegu ruddir, Oddur um alheims vfddir, Oddur frá jarðar haddi, Oddur, sem auman studdi, Oddur er gæfu leiddur. 11. ágúst 1940. Örn á Síeð/'a. SOngskenimtan Eggerts Steíánssonar 15. þ, m. var vel sótt og undirtektir viöstaddra hinar beztu. Varð söngvarinn að endurtaka nokkur lög á söngskránni, en að lokum söng hann sem auka- lag »Vor guð er borg á bjargi traust'. Á söngskránni voru ein- göngu íslenzk lög eftir þessa höf- unda; Árna Thorsteinsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Pál ísólfsson, Fórarinn Jónsson, Sveinbj. Sveinbjörnsson, Karl O. Runólfsson, Áskel Snorrason og Markús Krist- jánsson. Meðferð laganna var yfir- leitt góð, en bezt voru sungin: »Áfram*, »Bikarinn« og »Sverrir konungur«, en þaö lag mun Eggert syngja bezt allra íslenzkra söngvara, Var honum færður blómvöndur að gjöf ?ð sönglokum. tJndirleik annaðist Robert Abra- ham og leysti hann af hendi með ágætum eins og jafnan áður. Eggert hefir fengið áskoranir um að syngja aftur og syngur hann í Nýja Bíó kl. 9 á mánudagskv. n. k. T rotsky myrtur. Leon l'rotsky, hinn heimskunni rússneski byltingamaðui er njMátinn af höfuðáverka, er maður nokkur veitti honum fyrir nokkrum dögum. Trotsky var eindreginn fylgismaður Lenins, en komst í ónáð Stalins og varð þá að flýja land. Dvaldi hann lengi í Evrópu, m. a. Frakklandi og Noregi, en fór slðan vestur um haí og dvaldist síðast í Mexikoborg. Morðinginn var gestur Trotskys og hafði komið fram sem vinur hans í heilt ár. Nefndi hann sig Jackson, og var álitinn franskur að ætt éða belgiskur. Veitti hann Trotsky banahöggið með lítilli öxi, er hann færði í höfuð honum af því afli, aö höfuðkúpan brotnaði, Lað var árið 1926, að Trotsky flýði land, en á næstu 2 árum var honum um 20 sinnum sýnt banatilræöi. — Slíkar ógnir vofa yfir þeim, er falla í ónáð Stalins. Útisamkomu hélt Sjálfstæðiskvennafél. Vörn á gamla íþróttavellinum við Fórunnar- stræti s. 1. sunnudag. Var margt manna þar samankomið, enda hið ánægjulegasta veður. Samkoman var haldin til ágóða fyrir vinnu- stofu félagsins. Síldveiðunum haldið áfram. Það er nú þegar búið að veiða meiri síld, en þurfti til að fullnægja afuröasölusamningnum við Bieta. Bretar hafa tilkynnt, að þeir keyptu ekki meira en samningar hefðu verið gerðir um. Hafa síldarverk- smiðjurnar því ekki treyst sér til að kaupa slld áfram við því veröi, er gilt hefur í sumar Hinsvegar hafa þær tilkynnt, að þær muni taka á móti síld eitthvað fyrst um sinn, án fyrirfram vissu um sölu afurðanna, en útborgun lækkar niður í 9 krón ur pr. mál. Er búizt við, aö stærstu skipin hætti síldveiðum, og ætti þi biö eftir löndun að verða minni en áöur hjá smærri skipunum. Tak- ist síðar að selja afurðirnar hærra verði en hinu 9 króna verði á síldarmál svarar, verður íslenzkum skipum greidd uppbót á það verð. Brunar. S, 1. mánudag kom eldur upp í kjallara Miðbæjarbarnaskólans í Reykjavík þar sem brezka setuliðið hefir eina af bækistöðvum sínum. Munaði [itlu, að þar yrði stór bruni en fyrir ötula framgöngu slökkvi- liðsins tókst að kæfa eldinn, en nokkrar skemmdir urðu á búsi og vörum. Sama dag brunnu bæjarhús og fjós að Akri í Skefilsstaðahreppi Skagafirði. Bjargaðist lítið úr bæn- um nema eitthvað af rúmfötum, enda var ekki annað manna heima en húsfreyja með tvö ung börn. Sjálfstæðls<nenná($afirði hafa komið sér upp vönduðu samkomuhúsi, sem er endurbyggt upp úr matsöluhúsinu Uppsölum, Voiu hin nýju húsakynni vígð s, 1 laugardagskvöld, en héraðsmót hald- ið daginn eftir að Reykjanesi. Mætti Árni Jónsson frá Múla f. h. mið- stjórnar flokksins viö þetta tækifteri og flutti ræður bæði við vígsluna og á héraðsmótinu. Einnig fluttu margir ísfirzkir Sjálfstæðismenn iæð- ur og ávörp. Auglýsið í Isl. Þankabrot Jóns í Grófinni. MAÐUR, sem býr á ytri brekk- unum hér í bæ kom að máli við mig f gær. Kvaðst hann hafa sett niöur í garð við hús sitt milli 2o og 30 kálplöntur í vor, og fleira grænmeti hafi hann hugsað sér að rækta þar. Þá hafi hann lagt alúð við að verj'a plönturnar hinni nýjustu plágu garöanna, — kálorm- inum. Hafi sér heppnast það, en eigi að slður sé hver kálplanta og anr.að grænmeti í garðinum eyði- lagt. Ilafi þar verið að verki sauð- kindur samborgara sinna, þær er lögreglusamj.ykkt bæjarins leggur blátt bann við að gangi lausar í bænum. Er hart til þess að vita, að hirðu- leysi fjáreigenda um að halda ákvæði lögreglusamþykktarinnar vat ðandi skepnur þeirra, skuli bitna þannig á saklausum borgurum, sem reyna að afla heimilum sínum hollrar og ódýrrar fæðu á eigin spjHur nú í dýrtíðinni. Vetrarstúlkur og Vetrarmenn óskast. — Komið og semjið í tíma. Vinnumiðlunarskrifstofan Hrossakjöt og mör hef ég til sölu í dag og á morgun. ASGEIR KRISTJÁNSSON Oddeyrargötu 22. GJeraugu fundust í Súlnamýrum. — Uppl. í síma 24. Munið eftir minningarspjöldum 'Oamalmenna hælissjóðs Akureyrar. — Fást hjá Porst. Thorlacius og Ouðbirni Björnssyni-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.