Íslendingur - 01.11.1940, Blaðsíða 2
2
ÍSLENDINGUR
Lásisútboð.
Sóknarnefnd Akureyrar hefir, með samþykki ríkisstjórn-
arinnar, ákveðið að taka skuldabréfalán, að upphæð kr.
100.000.00 — eitt hundrað þúsund krónur — til greiðslu á eftir-
stöðvum af byggingar-kostnaði Akureyrarkirkju.
Lánið verður boðið út í einum flokki, til endurgreiðslu með
jbfnum ársgreiðslum á 25 árum. Útdrátt skuldabréfanna annast
notarius publicus á Akureyri, í janúar ár hvert, í fyrsta sinn í
janúar 1942. , s •: it y
Vextir af láninu verða 5% p. a. og greiðast eftir á, 31. des.
ár hvert, gegn afhendingu viðeigandi vaxtamiða, í fyrsta sinn
31. des. 1941.
Upphæð skuldabréfa verður kr. 1000.00, kr. 500.00 og kr.
100.00, og geta áskrifendur valið á milli bréfa með þessu nafn-
verði.
Akureyrarbær hefir tekið að sér að ábyrgjast skilvísa
greiðslu afborgana og vaxta. Skuldabréfin verða seld fyrir
nafnverð.
Þriðjudaginn 5.nóvember og næstu daga verður mönnum
gefinn kostur á, að skrifa sig fyrir skuldabréfum, sem allt
verða handhafabréf, á þessum stöðum hér á Akureyri:
Hjá Útibúi Búnaðarbanka íslands
Hjá Útibúi Landsbanka íslands.
Hjá Útibúi Útvegsbanka íslands.
Á skrifstofu bæjargjaldkerans.
—„— Eimskipafélagsins.
—„— Kaupfélags Eyfirðinga.
—„— Friðriks Magnússonar.
—„— Kolaverzlunar R. Ólafssonar.
—„— Axels Kristjánssonar.
—„— Kristjáns Árnasonar.
Hjá Balduin Ryel, kaupmanni.
— O. C. Thorarensen, lyfsala.
— síra Friðrik Rafnar, vígslubiskupi.
— Steingrími Jónssyni, fyrv. bæjarfógeta.
— Guðmundi Péturssyni, útgerðarmanni.
— Jónasi Þór, verksmiðjustjóra.
— Óla P. Kristjánssyni, póstmeistara.
— Kristjáni Kfistjánssyni, bifreiðaeiganda.
Og verða bréfin afhent á sömu stöðum eftir 10. nóvember n. k.
F. h. Sóknarnefndar Akureyrar.
Jakob Karlsson.
Jakob Frímann§son.
Múraraiél. Aknreyrar
samþykkti á fundi sínum 30. okt. 1940, að segja upp
núgildandi kauptaxta og verðskrá frá 31. des. 1940.
Stjórnin.
Tilkynning frá Mjólkurverð^
lagsnefnd
Frá og með 1. nóv, þ: á. verður útsölu-
verð á rjóma á Akureyri kr. 2,80 á lítra.
Mjólkurverðlagsnefnd
Skagfírzk iræði II.
Ólafur Lárusson: Land-
nám í Skagafirði. —
Fetta er annað bindi af ritum
þeim úr sögu Skagafjarðar, er Sögu-
félag Skagfiröinga hóf útgáfu á fyrir
rúmu ári síðan. Kom fyrsta bókin
út í íyrrahaust: Ásbirníngar eftir
Magnús jónsson.
Landnám í Skagafiröi er 168 bls.
að stærð í sama broti og Ásbirn-
ingar og öll.af sömu gerð og ytra
útliti. Fylgir bókinni landnámsupp-
dráttur af Skagafiröi, þar sem sjá
má f fljótu bragði, hvar einstakir
landnemar héraðsins settust að.
Hér á Akureyri fæst rit þetta að-
eins hjá Gunnari S. Hafdal, gjald-
kera Akurejrrardeildar Sögufél.
Skagfirðinga. og ber félögum að
vitja þess til hans.
Eitnreiðin 3. hefti
þessa árs, er nýlega út komin,
Efni hennar er fjölbreytt eftir venju.
Tón Magnússon ritar um Aridvökur
hinar nýju, Sveinn Sigurðsson um
Winston Churshil), Trausti Einarsson
um Efni og orku, Sigurjón Friðjóns-
son um Drauma og Jón Dan Um
orð. Tvær smásögur eru í heftinu,
önnur eftir Helga Valtýsson og hm
eftir Kolbrúnu, Söngljóð og lag eítir
ísólf Pálsson, kvæöi eftir Árna
Jónsson, Heiðrek Guðmundsson.
Jóhann Bárðarson og Kolbrúnu, hinn
venjulegi kafli um dulræn efni, eftir
Alexander Cannon. Raddir, Ritsjá
og margt smávegis.
förð 3. hefti 1, árg.
hefir blaðinu borist, Er það að mun
stærra en hin fyrri og hiö íjöibreytt-
asta að efni. Margar athygliverðar
greinar eru í heítinu. — Sigurður
Magnússon löggæslumaður skrifar
um hernámiö og framkomu íslendinga
við setuliðið, Er greinin skarplega
skrifuð og hin þarfasta hugvekja til
almennings, Árni Palsson ritar um
málskemmdir og málvörn, Sig.
Einarsson um sóknina yfir Ermar-
sund og Ragnar Ásgeirsson hugleið-
ingar um uppskeru. Kristmann
Guömundsson á þarna smásögu og
Magnús Ásgeirsson þýdd ljóð Auk
þessara manna skrifa í heítið: Pétur
Sigurðsson, Tómas Guðmundsson,
Helgi Hjörvar, Guöbr: Jónsson, Sr.
Halldór Jónsson o. m. fl. Rá eru
ýmsar greinar og hugleiðingar eftir
ritstjórann, þýddar greinar og sögur,
skrítlur, prjónauppskriftir og eldhús-
bálkur, sönglag og krossgáta, og
siöast en ekki síst: fjöldi ágætra
mynda og uppdrátta.
Frágangur ritsins er hinn smekk-
legasti á alla lund, og hefir ritstjór-
anum tekist að hafa þar eitthvað
fyrir alla.
Vörður félag ungra Sjálfstæðis-
manna hefur vetrarstarfsemi sína n.k.
sunnudag með fundi að Hótel Gullfoss
ki. 1,30 Verða þar teknar ákvarð-
anir um tilhögun vetrarstarfsins og
er nauðsynlegt, aö félagar mæti þar
og geri sínar tillögur um síarfsem-
ina. Þá ættu þeir að koma með
sem flesta nýja félaga.
Hfúskapur; Hinn 26. f.m voru
gefin saman í hjónaband í Kaup-
mannahöfn ungfrú Kristjana Aust-
mar og Sally Diamant verzlunar-
stjóri.
Vörður F, U. S.
FUNDUR
veröur haldinn næstkomandi sunnud.
(3. nóv.) að Hótel Gullfoss (uppi)
og hefst kl. 1,30 e. h, stundvíslega.
DAGSKRÁ:
1. Inntaka nýrra félaga
2. Sambandsþingið
3. Vetrarstarfsemin
4. Önnur mál
Stjórnin.
Röskan
sendisvein
vantar strax
Prentverk Odds Björnssonar.
Til sölu
með tækifærísverði: skrif-
borð, skrifborðsstóll og
bókaskápur.
Húsgagnaverkstæði
Kristjáns Aðalsteinssonar.
Rykfrakkar
ódýrir, góðir.
ÖX UL L ÍNN.
Gott herbergi
(helst með miðstöðvarhita)
fyrit einhleypan mann vant-
ar eftir komu Esju, —
R. v. á. Ai :,y
I.O.O.F. = 1221119 == O.
□ Ríin 59401167 - I.
KIRKJAN: Messað á Akureyri
næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Allra heilagrarmessa.
Leikfélag Akureyrar sýnir
Tengdapabba næstkomandi laug-
ardag og sunnudag með lœkkuðu
verði.
Verður það næstsíðasta sýning
félagsins á þessum vinsæla gam-
anleik.
Heilsuhælið í Kristnesi á 13
ára afmæli í dag. Var það vígt 1.
nóv. 1927. Verður ýmislegt til
skemmtunar á hælinu í tilefni af
afmælinu, þar á meðal bögglaupp-
boð. —
Námsllokkar Akureyrar
munu taka til starfa á næstunni. —
Hafa þegar verið myndaðir 4 flokk-
ar: 2 í ensku, 1 í íslenzku og 1 í
bókmenntum. Nokkrir hafa óskað
eftir að leggja stund á lélagsfræði,
dönsku o, f)., en óvíst enn, hvort
nægileg þátttaka fæst í þeim grein-
um. Það eru nú að verða síðustu
forvöð með að komast i nám.sflokk-
ana, og ættu þeir, sem hug hafa á
því og enn liafa ekki innritað sig,
að gera það næstu daga.
GeymsluMs
úr timbri, tvöfalt, stopp-
aðir veggir, er til sölu.
Upplýsingar í síma 236. —
Zion: Næstkomandi sunnudag
kl. 8.30 e. h. almenn samkoma, all-
ir velkomnir.
Sunnudaga skólinn kl. 2. e. h.
Hjálpræðisherinn. Sunnud kl 11
f. m. Helgunarsamkoma, kl. 2 e. m,
Sunnudagaskóli, kl. 6 síðd og kl.
8 30 Opinberar samkomur. Mánud,
kl. 4 síðd, Heimilasambandsfundur,
kl, 8,30 Den norske forening, —
Þriðjud. kl. 8.30 Samkoma. Miðvikud.
kl. 8,30 Hermannasamkoma. Fimtud.
kl. 8,30 byrja"Kristilegir fundir fyrir
ungar stúlkur — Ungar stúlkur
velkomnar.
Pi'entemiðja BJörns Jónaoooar.