Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 20.12.1940, Blaðsíða 5

Íslendingur - 20.12.1940, Blaðsíða 5
Aukablað 20. des. 1940. 5 ISLENDINGUR Hvoru blaðinu triía þeir betur? Framsóknarflokkurinn telur sig hafa gengist fyrir þióðstjórnar- mynduninni. Hann kveður gengis- breytinguna einnig vera sitt verk, en til að koma henni fram og sætta þjóðina við hana, hafi þurft að fá alla stærstu þingflokkana til að standa að baki henni. Gengis- breytingin náði fram að ganga og Sjálfstæðismenn gengust inn á, með óverulegum meirihluta. að ganga til stjórnarsamvinnu við Framsókn og fóstbræður hennar, kratana. Stjórnarsamvinnan gengur stór- slysalítið. Alvarlegir heimsviðburð- ir, sem snertu á margan hátt af- komu og öryggi þjóðarinnar, ráku hver annan, og lögðu íslenzkum stjórnarvöldum sameiginlegan vanda á herðar. Stjórnin hafði f fleiri horn að líta en á venjulegum tím- um og blöðin gáfu henni vinnu- frið. Lítið bar á ýfingum í garð hennar framan af nema úr hópi þeirra manna, er lent höfðu utan- veltu í þjóðfélaginu fyrir sjúklegar Iffsskoðanir og pólitískt trúarof- stæki. En þó fór tillölulega fljótt að bera á því, að blöð þess flokks, er taldi samstarfið sér að þakka, reyndu eftir mætti að gagn- rýna gerðir Sjálfstæðisflokksins, einkum fjármálaráðherrans. Gerðu þau jöfnum höndum að álasa hon- um fyrir of hátt fjárlagafrumvarp og of óvægilegan niðurskurð á einstökum útgjaldaliðum þess. Pau ár, sem Eysteinn Jónsson hafði farið með fjármálin, hafði fjárlagafrumvarpið farið hækkandi ár frá ári, án þess að nokkrir ó- venjulegir atburðir hefðu gerst, er réttlættu það. En með gengislækk- uninni vorið 1Q39 hefir Alþingi gert þær ráðstafanir, er hækka að verulegum mun eilendar skuldir og vaxtagrtiðslur ríkissjóðs. Hækka erler.dar skuldir ríkissjóðs um 6,8 milj. kr. vegna gengislækkunarinn- ar en hefðu annars því sem næst staðið í sfað, Á sama árinu brýzt Evrópustyrjöld út og nýir kostn- aðarliðir vegna ófriðarráðstafana koma inn á fjárlög. Það hlaut því að verða að skera niður ýms eldri fjárframlög á fjárlögunum, ef þau áttu ekki enn að hækka úr hófi fram. Og fjármálaráðherra fram- kvæmir þenna niðurskurð með þeim árangri, að mjög Iftil hækkun verður á frumvarpinu frá næsta ári á undan, eða aðeins um 60 þús. krónur, samkvæmt rekstrar- yfirliti frumvarpsins, eins og það er lagt fyrir Alþingi. Framsóknarblöðin hafa vakað yfir tækifærum til að ráðast á Jakob Möller fyrir fjármálastjórn hans, sfðan hann tók við af Eysteini. Pegar gengislækkunin var á döf- inni hugsaði Framsókn sem svo: Gengislækkun hlýtur að hafa í för með sér hækkandi fjárlög nema að skorið sé niður af þeim aö verulegu ráði. Síhækkandi fjáilög valda óánægju og niðurskurður er líka óvinsæll. Við skulum því reyna að fá Sjálfstæðið til að taka á sig þessi óvinsælu verk með okkur, og svo þegar fer að draga að næstu Alþingiskosningum, þá komum við öllu því, sem óvinsæl- ast hefir orðið af gerðum stjórnar- innar yfir á bök Sjálfstæðisráðherr- anna, en okkar .ráðherrum getum við eignað hitt, er betur þykir ráðið, »Dagur« 12. þ. m. ber nokkurn keim af þessum drengilega(l) hugs- unarhætti. Reynir hann að leiða rök að þvf, að ummæli Sjálfstæð- isblaðanna um eyðslu og sukk Framsóknarstjómarinnar hérna á árunum, hafi aðeins verið meining- arlaus slagorð. Rökin eru eitthvað á þessa leið,- Niðurskurður Jakobs Möllers kémur aðeins niður á lið- um, sem aldrei hafa verið taldir óþarfir, en hinir liðirnir, sem Sjálf- stæðisblöðin hafa helzt rekið horn- in í, haldast eftir sem áður. Þannig eru rök Dags. Heldur blaðið, að ekki hafi þurft annað tii að losna við vafasamar ríkis- einkasölur, en að fjármálaráðherra slægi pennastriki yfir þær á fjár- lagafrumvarpinu? Mikið væri þá vald hans orðið. Eyðslan og sukkið, sem Dagur er að tönnlast á, kemur ekki mest fram í tölurn fjárlagafrumvarpsins, heldur niðurstöðutölum einstakra liða á ríkisreikningunum. Ef flestir liðir fara langt fram úr áætlun, þá gefur það ástæðu til að ætla, að um óþarfa eyðslu sé að ræða. Pegar farið er að greiða stórupp- hæðir utan fjárlaga fyrir tilraunir um að láta dráttarvélar draga sleða yfir heiðar (sbr. Ríkisreikn. fyrir árið 1937), þá er ekki að furða, þótt ymprað sé á eyðslu. Framsóknarblöðin hafa jöfnum höndum álasað fjátmálaráðherra fyrir að hafa eigi Iækkað fjárlögin meira en hann gerði og fyrir að hafa skorið niður útgjaldaliðina: Til bygginga í sveitum, veika- mannabústaða. nýbýla, verkfæra- kaupasjóðs, frystihúsa o. s. frv. Það væri þá ekki úr vegi að spyija þessi sömu blöð, hvort þau telji yfirstandandi tíma hentuga til að örva bændur og verkamenn til bygginga eða kaupa á dýrum vél- um, og hvort viðskiptamálaráð- herra teldi verðlag á byggingarefni svo hagstætt, að rétt sé að flytja meira inn af því en gert er. Pegar Dagur hefir lýst þessum niðurskurði á fjárlögunum, sem Tíminn kallaði í fyrravetur »almenna áníðslu á landbúnaðinum og mál- fcfnum sveitanna*. kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að hér sé um »troðnar slóðir Framsóknarmanna< að ræða. Og blaðið bætir við: »Pað er aó vísu enginn Ijóður á Sjálfstæðisflokknum, þó að hann hafi, er til alvöru og ábyrgðar kom, tekið það ráð að fylgja fram í verki f/ármálastefnu Framsóknar- flokksins (Ibr. hér). Pað er hon- um fremur til lofs en lasts*. Pað mátti finna það á Tímanum í fyrravetur, að hann hugsaði sér gott til glóðarinnar með að nota fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1941 til árása á Sjálfsfæðisflokkinn úti um byggðir landsins fyrir kosning- arnar á næsta vori; Nú hefir Dag- ur slegið vopnið úr hendi hans rneð því að staðhæfa, að með téðu frumvarpi hafi Sjálfstæðismenn tekið upp »fjármálastefnu Fram- sóknarflokksins« í verki! Hvoru blaðinu skyldu kjósendur byggðanna trúa betur? Lögregluþjónarnir. Lessir menn voru settir 1 stöðurnar í dag. Björn Guömundsson Ak, Tón Sigurösson frá Helluvaði, Magnús Jónasson Ak, Fjóröi maöur veröur Gísli Ólafsson Akureyri, ef sam komulag fæst viö mann þann, er hann vinnur hjá, en endanleg á- kvörðun mun verða tekin um þaö á morgun. — Nýja lögreglan tekur til starfa á morgun, og einnig verö- ur þá sett á stofn varðstofa í íanga- húsinu, og veröur þar maður á verði allan sólarhringinn. Dánartregn, 14. þessa mánaðar lézt að heimili sínu Kristnesi í Eyjafiröi Lorgeröur Stefánsdóttir, kona Sigurðar ]óns sonar kennara frá Brún. Hún var óvenjulega gáfuð kona, en hafði um langt skeiö átt viö vanheilsu aö stríöa. Póststotan biður þess getið, að jótabréfum beri að skila fyrir kl. 12 á aöfangadag. Annars óvíst að þau komist í hendur viðtakanda fyrr en eftir jól. 65 ára varð í gær Kristján Sig- urðsson smiður. Næsta blað kemur út á aðfanga- dagsmorgun. Verður það síðasta blað þessa árgangs. Til jólanna: Suðusúkkulaði Átsúkkulaði Konfekt Dragis (ávaxtakúlur) Vindlar Cigarettur Gleðileg jól! Gott nýdr! Nýi Söluturninn. NÝJABIÓ HHHi Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: D r o 11 n a r hafsins (RULERS OF THE SEA) Amerísk [Faramountkvikmynd, um ferð^fyrsta gufuskipsins [er sigldi yfirj Atlantshafið. — Aðalhlutverkin leika: Douglas Fairbanksjr. og Margaret Lockwood. — | Laugardagskvöld kl. 9: ^ Þfl Ofl éfl Spennandi sakamálamynd. — Aðalhlutverkin leika: Sylvia Sidney og Georg Raft. Börn fá ekki aðgang. Sunnud. kl. 3 (Barnasýning) Ást og neyð- arlending Aðalhlutverkið leikur Sonja Henie. Sunnud. kl. 5: (Alþýðus.) Tarzan hefnir sín. Börn fá ekki aögang. I.O.O.F. == 12212209 = Gjafakassarnir og prjónavörurnar frá prjónastofunni Drífu eru kærkomnustu jólagjafirnar. ,, D r í f a‘ Ullargarnið komiö, Pr/ónastotan Dríta.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.