Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 24.12.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 24.12.1940, Blaðsíða 2
6 ISLENDINGUR NÝJA BIÓ 2. jóladag kl. 9: Systurnar Amerísk stórmynd gerð sam- kvæmt skáldsögunni »Vigil iti the Night« eftir biun heims- fræga rithöíund lækninn A. J, CRONIN. Aöalhlutverkin leika: Anne Lee hjúkrunarkona leik- in af Carole Lombard, Lucy Lee systir hennar' leikin af Annie Shirley. Dr. Prescott leikinn af Brian Aherne; Dr. Caley leikinn af Robert Coote. Saga þessi hefir m. a. komið f »Hjemmet« og munu margir kannast við hana, Hún fjallar eins og margar aðrar sögur A. J. Cronin um lækna, hjúkr- unarkonur, sjúkrahús og veik- indi. Hún á að sýna hversu mikla skyldurækni þarf aö bera við þessi störf og hvaö það kostar ef út af því er brugðið. — Inn í myndina er ofið ást- aræfintyri. 2. jólad. kl. 3 (Barnasýning) Andy Hardy verð- nr ástfanginn. 2. jóladag kl. 5: Drottnar hafsins. 2. jóladag kl. 7: Systurnar (Aðeins fyrir brezka setuliöið) Minningarorð og þakkarkveðja. Þegar fárviðrið skekur skóginn og skruggurnar drynja, hver heyrir litiö laufblað fjúka? Þegar helliskúr dynur, heyrist þá til eins dropa? Þegar ófriðarstormurinn hristir heiminn og dynur á honum sem helliskúr, hve margir gefa því gaum, að langþreyttur sjúklingur lokar augunum í hinsta sinn ? Þegar Ferdínand F. Sigurðsson var kallaður brott úr heimi þessum, heyrðist enginn héraðsbrestur. Kyrr- látur maður, dagfarsprúður var hann og trygglundaður. E’akklátur var hann þeim, er f bágindum hans hlynntu að honunt af kærleika og umhyggju, Einn maður gerði þaö svo að bar af öðrum að Ferdínands dómi. Því bað hann mig þess, að færa honum opinberlega þakkir fyrir umönnun hans, alúð og nákvæmni. þetta hefir dregist úr hömlu fyrir mér, en ég geri þaö nú. Kærar þakkir, Jónas Rafnar lœknir, frá Ferdínand Sigurössyni. Það, sem sólskin er þeim, er situr í myrkri, og hlýja er þeim, sem hímir í kulda, það var umhyggja yöar honum. Gefi það Guð, að þeir, sem hlynna aö sjúkum, fái sem flestir þann vitnisburð, er Ferdínand bar yður. Sœmundur G. fóhannesson, Jðlaskemintun. Barnastúkurnarj Sakleysið, Samúð og Bernskan halda hinar venjuiegu jólaskemmtanir sínar í templarahús- inu Skjaldbog, sem hér segir: Laugardaginn 28, des. komi börn 9 ára og yngri úr öllum stúkunum. Sunnud, 29, des. komi börn 10 og ll’ára úr öllum stúkunum, og mánud. 30. des, komi börn 12 ára og eldri úr öllum stúkunum. Skemmtunin heíst alla dagana kl. 4 e. h. Öll börnin sæki aðgöngumiða sína f Skjaldborg laugard. 28. des. kl. 10 — 12 f, h. og greiði um leið ef þau skulda ársfjórðungsgjöld. sínum og helgum minningum, með vonum sínum og fyrirheit- um, með boðskap sínum um hann, sem er öllu mannkyni fæddur Frelsari, — það er mér nóg. Það breytir dimmustu nótt í bjartan, rísandi dag. „Eg heyrði hann tala. — Aðeins augnablik. Það er mér nóg: Það tæmir dauðans höf. Eg vildi, að þetta eina augnablik þér allir fengið nú í jólagjöf. Ó, hlustið, hlustið! — Hann er meðal vor, og hann er enn að gefa blindum sýn, og blómum strá í barna sinna spor, og biðja, hvísla: Komið þér til mín“. (G. G.). GLEÐILEG JÓL! .. Frentsmiðja Björna Jómmmt, Leikfélag Akureyrar hefir frumsýningu á leikritinu Dún-unginn eftir Selmu Lagerlöf á annan jóladag. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. Að- göngumiðar aðfangadag í Samkomu- húsinu klukkan 1 — 3 og leikdaginn eftir kl, 1. Lokum Aðfangadag jóla kl 6 e. h. samkv. samþ. Bílstjórafé]. Ak, Bífreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Oddeyrar. QJeðileg jóll Farsælt nýtt árt og þakkir fyrir sendinguna GuÖbjarlur Björnsson f--------------------------------------------------------------------------------------------\ r-------------------------------------------------------------------------------------■> Heiðruðu viðskiptavinir! Óskum yður gleðiiegra jóla og góðs og farsæls komandí árs. Alúðar þakkir fyrir góð viðskipti á árinu sem er að líða. Vinsamlegast I. Brynfólfsson G- Kvaran. ÓsQum viSskiptavinum okkar gíeðiíegra jóía og farsœfs komandi drs. SfjeCí d CJsCandi f). f. (Akureyrarumboð) Comcmdi or. CÞöífdum vicSsdiptin d drinu, sem er a§ fíða. ^Vövufjús SAkureyrar Ásgeir Matthíasson, Gleðileg jól! Tómas Steingrímsson. Auglýsing um verðlagsákvæði. Verðlagsnefnd hefir samkvæmt heimild i lögum nr. 118, 2, júlí 1940, seft eftirfarandi ákvæði nm hámarksálagningu: Nýir ávextir: í heildsölu....................\$% í smásölu.....................45/^ Purrkaðir ávextir: í heildsölu...................12%" í smásölu.....................38^ý Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða sektum allt að 10 000 krónum, auk þess sem ólöglegur hagnaður er upptækur. Þetta birtist hér með öllum þeim er hlut eiga að máli. Viðskiptamálaráðuneytið, 16: desember 1940, EYSTEINN JÓNSSON. . Torfi Jóhanns on.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.