Íslendingur - 05.09.1941, Blaðsíða 1
gp>
ISLENDINGUR
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118.
XXVII. árgangurj
Akureyri, 5. september 1941
35. tölubl.
SiðferOileg vandamál athug-
uð í höíuðstaðnum.
NÝJA-BIÓ
íhugunarverðar
Fyrir rúmri viku síðan birtist í
íslenzka ríkisútvarpinu og dagblöð
um höfuðstaðarins nefndarálit um
siðferðileg vandamál, er komið
hafa í Ijós í sambúð landsmanna
og erlenda setuliðsins, og er álit
þetta á þann veg, að það vekur
hvern hugsandi mann til íhugunar
um efni þess.
Pað er upphaf þessa máls, að
snemma í júlímánuði í sumar skrif-
aði Iandlæknirinn bréf til dóms-
málaráðuneylisins, þar sem m. a.
er svo að orði kveðið i
»Við höfum til skamms tíma
stært okkur af því, íslendingar, að
hér á landi mætti heita, að enginn
saurlifnaður væri stundaður í at-
vinnuskyni (prostitution). Pessu
mun því miður ekki vera lengur að
heilsa. Mun hvorttveggja hafa átt
sér stað, að dvöl hins fjölmenna
erlenda setuliðs í höfuðstaðnum
hafi leitt í Ijós hvernig ástandið
var að þessu leyti og valdið því,
að stórum hefir aukist á ósómann.
Athuganir þær, er lögreglan í
Reykjavík hefir látið framkvæma og
ég hefi átt kost á að kynna mér
að nokkru, hafa flett ofan af svo
geigvænlegum staðreyndum um
þessi mál, að ekki má kyrrt vera.
Er það sök fyrir sig, að hér er nú
vitað um kvenfólk í tugatali á
lægsta stigi skækjulifnaðar, svo og
það, að ótrúlegur fjöldi annarra
fullorðinna kvenna í ýmsum stétt-
um virðist lifa svo menningarlausu
léttúðarlífi, að furðu gegnir. Hitt
er viðbjóðslegast, ef niðurstöður
lögreglunnar um það eru á rökum
reistar, að ólifnaður stúlkubarna á
aldrinum 12 — 16 ára, og jafnvel
yngri, sé svo almennur orðinn og
breiðist svo ört út, að ekkert heim-
ili, frá hinum aumustu til hinna
bezt settu geti talið sig örugt öllu
lengur.*
Petta skorinorða bréf landlæknis
mun hafa oiðið því valdandi, að
dómsmálaráðuneytið skipaði í lok
júlímánaðar þriggja manna nefnd til
að rannsaka þessi vandamál í því
skyni, að tilraún yrði gerð til að
finna einhverja lausn á þeim. í
nefnd þessari áttu sæti: Bened kt
Tómasson læknir, Broddi Jóhannes-
son uppeldisfræðingur og Sigur-
björu Einarsson prestur,
Tók nefndin þegar ttl starfa og
studdist mestmegnis við rannsóknir
lögreglunnar í Reykjavík. Hefir
niðurstöður.
iögreglan þegar skrásett yfir 500
stúlkubörn og konur á aldrinum
12—61 árs, sem hún telur, að lifi
í óeðlilega náinni sambúð við
setuliðið. Hefir hún flokkað kven-
fólk þetta eftir aldri, og kemur þá
í Ijós, að flest er það á aldrinum
15—17 ára, að báðum árum með-
töldum. Á aldrinum 12- 14 ára
eru 41 skráse'ttar, 15 — 17 ára 111,
18-20 ára 91, 21-25 ára 90.
26—30 ára 55, 31—40 ára 45 og
41—61 árs 23. Um aldur nokkurra
hinna skrásettu kvenna er ekki vit-
að. Um 255 börn eru á framfæri
skrásettra kvenna. Sumar þeirra
eiga sé r ekkert heimili.
Talið er, að hinar skrásettu kon-
ur séu ekki nema lítill hiuti þeirra
kvenna, sem líkt er ástatt um. Get-
ur lögreglustjórinn í Reykjavík þess
tíl, að þar sé ekki talinn nema h.
u. b. einn fimmti hluti þess kven-
fólks, er umgengst setuliðið meira
og minna. Eftir því ætti tala þess
að vera á milli 2 og 3 þúsund, en
eins og gefur að skilja er erfitt að
ákveða þá tölu, og má ganga að
því vísu, að stundum lítur stúlkan
svo á, að hún sé trúlofuð ákveðn-
um hermanni og gefur sig þá að
honum einum.
í nefndaráliti rannsóknarnefndar-
innar eru birtar yfirheyrslur yfir 15
og 16 ára stúlkum, sem lent höfðu
á glapstigum með erlendum her-
mönnum. Bregður sá kafli skýru
Ijósi yfir það hyldýpi siðleysis og
vanvirðu, er opnast hefir fyrir fót-
um ungu stúlknanna í landinu und
antarna mánuði, og þær svo marg-
ar hafa varpað sér í, annaðhvort af
eigin hvötum eða fyrir fortölur ann-
arra. En rúm blaðsins leyfir ekki
birtingu álitsins í heild, sem er all-
langt. Verður hér aðeins birtur
kafli úr því, orðréttur, er kemur á
eftir skýrslunum um yfirheyrslurnar:
>Pótt ekki séu fleiri skýrslur
birtar, má draga af þessum frá-
sögnum ýmsar ályktanir. Hið
fyrsta er vekur athygli, er aldur
stúlknanna. Getið er stúlkna frá
13 — 16 ára, er hafa mök við her-
menn, án þess að þekkja þá h ð
minnsta, vita jafnvel ekki hvað þeir
heita. Og þær eru ekki meó ein-
um, heldur sínum í hvert skipti,
oft margar í sama herbergi, sín
með hverjum. Það kemur einnig
í Ijós, þótt því sé sleppt úr út-
dráttunum úr skýrslunum, að það
er undir hermönnunum sjálfum
komið, hvaða varúð er viðhöfð,
enda bregður þar til beggja hliða.
Pá verður það og bert, enda gefið
upp í kærum brezku herstjórnar-
innar, vegna kynsjúkflómasmitunar,
að sumar stúlkurnar selja sig, og
mun það vera nýtt fyrirbrigði hér
á landi, að fjöldi kvenna selji blíðu
sína. Pó munu þær konur, er mök
hafa við setuliðsmenn, vera í minni
hluta, er selja sig, og kemur víða
fram sú skoðun þeirra, að þetta sé
ekki þess vert. Pess verður líka
víða vart, að þótt sama stúlkan
hafi. haft mök við fieiri en einn
hermann í einu, finnst henni þá
fyrst sóma sínum misboðið, er
henni er boðin borgun. í stuttu
máli: íslenzkurh konum er hvergi
nærri Ijós munurinn á vændiskon-
unni og óspilltu konunni. Pær
virðast líta svo á, að merkjalinan
þar á miili sé fjárhagslegs eðlis-
Kona, sem hefir mök við fimm her-
menn í sama skálanum, i sama
skiptið, telur sig heiðarlega konu,
ef hún þiggur ekki fé að launum,
Kona, sem sefur hjá liðsforingja á
gistihúsi, er helsærð. ef hann vill
greiða henni ómakið, kona, sem
tekur við aurum er vændiskona.
Munurinn á siðlegri konu og
vændiskonu er þvf, að dómi fjöl-
margra reykvískra kvenna, ekki sið-
ferðislegur heldur fjárhags- eða at-
vinnulegur.
Þess verður og á margan hátt
vart, hversu sumt kvenfólk er grun-
laust í afskiptum sínum af setulið-
inu, og skal hér tilfært eitt dæmi
uin slíkt: Stúlka kemur inn í her-
mannaskála eingöngu fyrir forvilni
sakir. Pegar hermennirnir vilja
nálgast hana, verður hún bæði
hissa og móðguð. Hermenniriiir
verða líka hissa. — Hvaða erindi
átti hún inn? Hér skilur hvorugt
anriað. Hermennirnir telja konur,
sem þannig haga sér, vændiskonur>
vegna þess að þannig myndu ekki
aðrar koma tram, þar sem þeir
þekkja til. Hér er aðeins um eitt
dæmi af mörgum að ræða; og er
vitanlegt, að eitthvað af þessu ger-
ist í hundruðum tilfella. Má því
fara fylli ega nærri um það, hverjar
skoðanir setuliðsmenn gera sér um
íslenzkar konur yfirleitt og jafnvel
um menningu þjóðarinnar, enda
verður það' af ýrnsu tjóst, að virð-
ing þeirra fyrir henni muni af
skornum skammti.«
Síðar er að því vikið í nefndar-
áliti þessu. að lögreglan hafi urn
það sterkan grun eða jafnvel vissu,
að íslenzkir karlmenn séu oft milli-
hðir, þegar stúlkur komast í tæri
Föstudags- og sunnudags-
kvöld kl. 9:
Laugardagskvöld kl. 9:
(The Saint Takes Over)
Sunnudaginn kl. 5:
Onnur flflla
I.O.O.F. = 123959 =
KIRKJAN: Messað verður á
Akureyri næstk. sunnudag kl. 2
e. h.
við setuliðsmenn, og að sök sl’kra
manna sé ennþá ægilegri en kven-
fóiksins. Lýkur álitinu með þess-
um orðum:
»Nefndinni er Ijóst, að ströng
bönn eru um margt varhugaverð.
Það, sem mestu máli skiptir í
þessu sem öðru, er að hver ein-
staklingur geri skyldu sína, að hér
skapist sterkt almenningsálit sem
krefst þess að íslenzkt þjóðemí,
íslenzk menning og íslenzk tunga
verði vernduð, að íslendingar vcði
framvegis sjálfstæð mennmgaiþjóð.
Framtíð íslenzku þjóðarinnar er
fólgin í því einu, að æska landsn,
gleymi ekki þegnlegri skyldu vð
blóð sitt og móðurmold.<
Til prýði.
Bierinn hefir í sumar látið hlaða
upp brekknna andspænis pósthúsinu
og landsímastöðinni, en áður var
þar ljótur móhellubakki. Hefir
brekkan tekið stórkostlegum stakka-
skiptum við að klæðast grasi, og
veröur væntanlega haldið áfram á
þessafi braut, þangað til öll brekkan
er grast gróin. En nauðsynlegt
verður aö girða hin nýþöktu svæði,
þvf annars er hætt við að börn
sparki þau fljótlega í sundur.