Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1941, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.12.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVII. árgangur Akureyri, 24. desember 1941 tölubl. Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son til jþess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft lif. Jóh. III., 16. "Sagt er að Marteinn Lúther hafi kallað þetta vers úr Jóhann- esar guðspjalli »biblíuna í biblíunni*. Með því átti hann við, að þetta eina vers innibindi í rauninni allt það, sem heiiög ritn- ing hefir að færa mannkyninu, innihaldið úr allri opinberun Guðs. Það er ekki langt mál, en það segir mikið. >Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekk», heldur hafi eilíft líf<. Jólin eru að koma. Þó ekki sé jólalegt að líta yfir heiminn eins og ástandið er. þá búumst við hér til þess að fagna enn á ný þessar: ævagömlu hátíð kærleikans og friðarins. Víða um heim verða lítil jól að þessu sinni, Við hugsum til þeirra millj- óna ungra manna, sem yfir þessa hátíð verða að hafast við á vígvöllunum. Við hugsum til sjómannanna, sem í myrkrum skammdegis og nætur sigla heimshöfin á þessari hátíð Ijóssins, í stöðugri hættu við ógnir sjávar og ófriðar. Við hugsum til hinna mörgu heimila hinna stríðandi þjóða, þar sem heimilisfað- irinn, sonurinn, unnustinn eða bróðirinn er fjarverandi og enginn nánustu ástvinanna veit nema hann hvíli særður og helfrosinn á sléttum Rússlands, sandorpinn á auðnum Lybiu eða orðinn bráð gamma og villidýra í frumskógum Austurlanda. Það verða víða döpur jól að þessu sinni. Tæplega verður talið að haldandi sé hátíð friðar og Ijóss, gleði og kærleika eins og heimsmyndin nú blasir við. En einmitt þesssvegna, einmitt vegna hins yfirstandandi ástands hefir heimurinn og mannkynið meiri þörf jólanna og boðskapar þeirra en nokkru sinni fyrr. Hefir nokkru sinni fyrr verið boð- aður velkomnari boðskapur í mannbeimum, heldur en hin fyrsta jólakveðja Guðs var, sem hljómaði hirðunum á Betlehemsvöllum: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefir velþóknun á? Hefir hið þjáða mannkyn meiri þörf fyrir nokkurn boðskap á þessum dögum en þann, að þrátt fyrir allt, þrátt fyrir alla villuna og vonzkuna sem birtist nú svo víða, þá elskar Guð samt heiminn og vill enn á ný á hinum nálægu jólum gefa sinn eingetinn son til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf? Nei, hari jólanna, friðarins og velþóknunarboðunar Guðs, nokkurn tíma verið þörf, þá er það nú. Og hafi nokkurn tíma verið tilefni til að heilsa jólum með upphafi gamla íslenzka jólasálmsins: »Velkomin vertu, vetrarperlan fríð«, þá er það nú. Fögnum því heilögum jólum að þessu sinni með enn meiri innileik en nokkru sinni fyrr. Þökkum Honum, sem enn elskar heiminn, að hann enn lætur þau flytja mannkyninu boðskap friðar og velþóknunar sinnar. Biðjum fyrir þeim sem sitfa í myrkri og sorgum. Biðjum að jólin megi sem víðast verða há- tíð gleði og fagnaðar, þrátt fyrir allar yfirstandandi ógnir. Biðjum að mannkyninu aukist trú á Hann, sem því þá var gefinn, friðar- höfðingjann. (jgtediteg jóí! =<a=sa Á 9 síe nding ur óskar öííum (esendum si'num gCeSi- Legra jóta og góSs domandi drs. Júlaþreytan. Jólaösin og jólaannirnar eru nú brátt á enda. Allir hafa haft mikið að gera* í verzlununum hefir fólk- ið orðið að brjóta allar venjur um matmálstíma, kaffitíma og hvíldar- tíma, — varla neytt svefns né mat- ar vegna annríkis. Ekki komist til máltíða á daginn fyrir ösinni, en vakað síðan hálfar nætur við að taka upp vörur, sem seldar eru dag- inn eftir. Þessi saga hefir gerzt í flestum búðum, því að peningavelt- an er mikil, og margir viija gefa jólagjafir. En ös og annir er líka i algleym- ingi á pósthúsinu, snyrtistofum, saumastofum og húsgagnavinnu- stofum. Og í heimahúsum er líka mikið um að vera. Þar er vakað fram á nætur við að baka kökur, ræsta og fíga, búa um jólagjafir o> s. frv„ en á daginn er hlaupið f búðirnar til að kaupa. Það lætur nærri að húsmóðirin örvænti um að geta lokið öllum jólaundir- búningnum áður en helgin hefst, og þá fer hún kannske á fætur fyr- ir dögun á aðfangadaginn eftir tveggja til þriggja stunda hvíld. Og líklega verður aðfangadagurinn erfiðastur. En einhvernveginn kem- ur hún þessu af í tæka tíð. Ef til vill má það ekki tæpara standa, ef börnin eru mörg, sem klæða þarf í jólafötin og bera þarf á borð fyrir marga- En er ekki jólaundirbúningurinn orðinn of mikill, þegar fólkið er orðið svo örþreytt og svefnvana, er það loks fær að njóta jólsgleðínnar á heimilum sínum, að það þráir ekkert fremur en að mega ganga til hvílu og helzt sofa hátíðardag- ana til að safna aftur eyddu þreki og vinna upp aftur tapaðan svefn? Eða það brestur eðlilega matarlyst á frambornar jólakræsingar? Gerir það nokkuð betur en að jóladag- arnir endist til að sigra þreytuna, er lagst heflr yfir þá, er undirbún- ingurinn mæðir mest á? Jólatilhlökkunin er gömul, og flestir þekkja hana. En þá er und- irbúningur jólanna orðinn of mikill, ef í stað þeirrar tilhlökkunar kemur kvíði, — kvíðinn fyrir hóflausu ann- ríki, erfiði og of naumum svefni, Væri ekki betra, að hafa ekki meiri viðbúnað til að taka á móti jólunum en svo, að allir geti notið þeirra hressir og óþreyttir, — hús- mæðurnar jafnt sem aðrir? /Örð II. árg. 4, hefti, er nýlega komin út. Er þetta hefti aö öllu leyti helgaö Noregi og Norö- mönnum, Meðsl þeirra er í heftiö rita má nefna Sig, Nordal, Stefán Jóh. Stefánsson, Arnór Sigurjónsson, Ragnar Ásgeirsson, Skúla Skúlason, Jóhann Kúld og Kristmann Guð- mundsson. Pá eru þar greinar og frásagnir eftir Norðmenn, m. a. Halvdan Koht utanríkismálaráöherra og Esmarch, sendiherra Norömanna á íslandi. Fallegur myndaflokkur frá Noregi prýðir heftið, og er það á allan hátt hið myndarlegasta iitlits. Rit fóns Dúasonar »Landkönnun og landnám íslend- inga í Vesturheimi* 3. og 4. hefti I. bindis eru nýlega komin út. Áskriftasöfnun er enn haldiö áfram, og geta menn snúiö sér tU ritstjóra þessa blaðs, ef þeir óska að gerast áskrifendur að þessu merkilega rit- verki. Þjóðin, 4. árg, 4. hefti er nýkomin út. Hefst það á erindi, er Gísli Sveinsson alþm. flutti á héraösmóti Sjálfstæðismanna að Egilsstöðum 24. ágúst s. 1., og nefn- ir hanu það »Stjórnmál og lýð- frelsi«. Þá ritar dr. phil Einar Ól. Sveins- son um Snorra Sturluson, Sig, Bjarnason frá Vigur um Rjóöarmetn- að íslendinga og Axel Thorsteinsson um Styrjaldar- og alþjóðamál í nóvember, Enn eru þar þýddar greinar og framhaldssaga og um- sagnir um bækur. Fjóðin fæst hér á Akureyri hjá Benedikt Benediktssyni kaupmanni. JÓLAMESSUR í AKUREYR- ARPRESTAKALLI: Aðfangadagskvöld kl. 6: Akureyrl. Jóladag kl. 2: Akureyri. Jóladag kl. 5: Akureyri (barna- guðsþjónusta). 2. jóladag kl. 12: Lögmannshlíð. 2. jóladag kl. 5: Akureyri Sunnud. milli jóla og nýárs kl. 2: Glerárþorpi (barhaguðsþjónusta).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.