Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 07.08.1942, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.08.1942, Blaðsíða 1
« Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVIII. árgang. Akureyri, 7. ágúst 1942. 37. tölubl. Stíflan tekin. FyrirAlþingi það, 6em nú silur á rökstólum, mun ríkisstjórnin leggja frumvarp til laga um breytingu á gerðardómslögunum, enda er það löngu komið á daginn, að þau hafa ekki náð tilgangi sínum. Jiefir eink- um verið farið kringum þau með launagreiðslur og kaup því hækkað verulega við ýmsar starfsgreinar. Er það t. d. haft fyrir satt, að bændur greiði nú kaupafólki 50 —100%^ hærra kaup en í fyrra, og hlýtur það að hafa þær afleið- ingar, að framleiðsluvörur landbún- aðarins hækka mjög í verði. Er hækkunin þegar skollin yfir, bæði á mjólkurvörum og kjöti. Auk þess hefir fiskur nýlega hækkað í verði og ýmsar aðrar nauðsynjar. Pegar svona er komið, getur engin sanngirni mælt með því, að lágt launuðu fólki í kaupstöðum sé ætlað að búa við lögbundið grunnkaup og óhreyfanlega dýrtíð- aruppbót, eins og það hefir orðiö að sætta sig við sfðan um áramót. Þó að þetta fólk hafi á árunum fyrir stríðið yfirleitt búið við betri afkomuskilyrði en bændur og verka- menn, þá hafa fyrir löngu orðið endaskipti þar á. Það fólk hefir enga aukna atvinnu fengið, enga kauphækkun, en aðeins dýrtfðar- uppbætur, sem nú hina síðustu mánuði eru að dómi manna langt frá því að vera í samræmi við hina auknu dýrtíð. Maður, sem hefir 300 króna grunnkaup á mánuði, hefir nú með verðlagsuppbót 549 krónur. Það er mun lægra en meðalkaup kaupamanna í sveitum, sem hafa þó fæði, húsnæði og þjónustu ókeypis. Fyrir 3 árum kostaði eitt kg. af smjöri 3,87 kr. (samkv. Hagtíðind- um) en nú 14,40 krónur. Þá kost- aði nýmjólk hér á Akureyri 30 aura en nú 93 aura lítrinn, fiskur 20 aura en nú 70 aura kg., nýtt kinda- kjöt 2,51 (sb. Hagtíð.) en nú 6 krónur kg. Fastlaunamaður með 300 króna grunnkaupi gat fyrir strfð fengið 771/2 kg. af smjöri fyrir mánaðar- tekjur sínar en nú aðeins 39 kg. eða tæplega hálfan skammt. Þá gat hann fengið 1000 títra af mjólk fyrir mánaðartekjurnar en nú að- eins 590 lítra. Þá gat hann fengið 375 kg. af fiski fyrir vikuvinnu en nú aðeins 196 kg. Og loks hrukku mánaðarlaun hans 1939 fyrir ca. 120 kg. af kjöti, en nú aðeins fyrir 91 V« kg, Þær vörutegundir, sem hér hafa veiið nefndar, eri* meðal brýnustu Iffsþarfa mannsins. Hann getur ekki neitað sér um þær, án þess að tefla þreki sfnu og heilsu á tæpt vað. Matvælakaupin taka jafnan bróðuipartinn af launum mannsins og þó einkum kaup þeirra matvæla, er hér hafa verið nefnd. Má af þessu nokkuð marka, hversu horfir fyrir því fólki, sem enga aðstöðu hefir til að njóta aukinnar atvinnu eða framleiðslu hinna dýru afurða- Straumþungi dýrtíðarinnar var orðinn firna-mikill, er ríkisstjórnin freistaði að byggja stíflu í hana með setningu gerðardómslaganna. Mörgum þótti þá uggvænlega horfa um gagnsemi hennar, og hefir síð- an komið berlega í Ijós, að of seint var hafist handa. Líklegt má telja, að slík löggjöf hefði orð- íð langlífari, ef hún hefði komið ári fyrr. En það er svo með dýr- tíðina sem vatnið, að bezt gefst að »stemma á að ósi4. Ef dýrtíðar- löggjöf hefði verið sett í byrjun ófriðarins eða strax eftir hernámið, þar sem kaupgjaldi og vöruverði hefði verið haldið í skefjum, þá hefði verið öðruvísi umhorfs nú. Stríðsgróðanum var þá bezt varið til þess að halda verðlaginu niðri, greiða farmgjaldahækkanir, uppbæt- ur á afurðir o. s. frv. Og reynsla sú, sem fengin var á fyrri styrjald- arárunum, hefði gjarna mátt koma fram í markvissum, hiklausum ráð- stöfunum þeirrar stjórnar, er allir ábyrgir flokkar í landinu stóðu þá að. En eins og nú er komið, verður gerðardómurinn að sigla sinn sjó, Ef ein stétt fær kjarabætur, verður með engum rétti staðjð gegn því að önnur stétt, sem lifir við verri kjör, fái þær einnig. En þó er til flöldi fólks í þessu landi, sem verð- ur því fátækara, sem framleiðslu- og launastéttirnar ná ö'rari kjarabót- um. Þetta fólk er gamalmennin, elzta kynslóðin í landinu, sem unnið hefir »hörðum höndum ár og ein- daga«, meðan þrekið leyfði og sparað við sig allar lffsins lysti- semdir til þess að geta verið sjálf- bjarga í ellinni. Þetta fólk, — afar » og ömmur þeirrar kynslóðar, sem nú þreytir kapphlaup um »stríðs- gróðann*. — er fæst svo efnum búið, þótt það kunni að eiga hús- kofa eða sparisjóðsbók eftir allt sitt strit. að það þoli óendanlegar og eilíflegar verðhækkanir lífsnauðsyna. Verðbólgan og kjarabætur »stétt- anna* verða allar á kostnað þessa fólks. í hinu gegndarlausa kapp- hlaupi gleymist mönnum það, að þetta fólk er til, sem engar kjara- bætur getur hlotið, en verður því fyrr öreiga. sem laun og vetðlag hækkar hraðar, og mun þá sönnu Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lá fyrirspurn frá oddvita Húsavíkur- hrepps um það, hvort Húsavíkur- hreppu4 gæti fengið keypta raforku hjá Akureyrarbæ, er Laxárstöðin hefði verið stækkuð. Oerði bæjarstjórn svofellda á- lyktun varðandi fyrirspurn oddvita: »Bæjarstjórn gengur út frá, að Húsavík geti fengið keypt rafmagn frá Laxárvirkjuninni, þegar hún hefir verið aukin, Bæjarstjórn getur fallizt á að miða verðið á raforkunni við mesta árlegt álag á orkuverið, en að öðru leyti fari það eftir samkomulagi eða mati, sbr. lög 43 frá 13. júní 1937. Bæjarstjórn gengur inn á, að rafrnagnsnot Húsavíkur takmarkist eigi frekar en rafmagnsnot Akut- eyrar ineðan mesta álag á Húsavík deilt með mannfjölda þar fer eigi fram úr mesta álagi á Akureyri deilt með mannfjölda þar. Byggi Húsavík nýja rafstöð fyrir sig, hefir Akureyri rétt tii þess að endurskoða sö.ufyrirkomulagið á rafmagni til Húsavíkur, eða segja upp sölu á rafmagni þangað* Mjólk, kjðt og fiskur hækkar í verði. Mikil verðhækkun hefir undan- farið orðið á mjólk og mjólkuraf- urðum, nýju kjöti og nýjum fiski. Verð á nýju dilkakjöti er nú kr. 6,oo í smásölu hvert kg. og á þorski 70 aura hvert kg. Smjör hefir hækkað úr kr. 11,50 í kr. 14,40, 4 Hér á Akureyri er verð mjólkur og mjólkurafurða svo sem hér greinir: Mjólk í flöskum kr. 0,93 lítrinn — í lausu máli — 0,87 — Rjómi — 6,50 — Skyr — 1,70 kg. í Reykjavík er verðið á þessum vörum nokkru hærra, Er t. d. mjólk í lausu máli seld þar á kr. 1,15 hver lítri. 60 ára aitnæli átti Gísli R. Magnússon afgreiöslumaður 4. þ. m. Karlakórinn Geysir heimsótti hann viö það tækifæri og kjöri hann heiöursfélaga. NÝJA-BIÓ ■■■ Föstudaginn kl. 6 og 9: Pygmalion Laugardaginn kl, 6 ög 9 : Nýliðarnir Sunnudaginn kl. 3: Nýliðarnir Kl. 5 og 9: Pygmalion Þýzkar flugvéP aryfir íslaudi. Fyrsta hættumerki um loft- árás á Akureyri var gefið á þriðjudagskvöldið. Undanfarna daga hehr þýzkra flugvéla orðið vart öðru hverju yfir íslandi. Hefir ameríska herstjórnin tilkynnt, að s. 1. sunnudagsmorgnn hafi þýzk sprengjuflugvél kastað sprengjum og skotið af vélbyssúm á hernaðarstöð á Suðaustur-íslandi. Ekker manntjón varð og litlar skemmdir. Er þetta fyrsta árásin, sem gerö hetír verið hér á landi, og hafa þrír öldungadeildar þing- menn í Bandaríkjunum fariö um hana höiðum orðum Hér á Akureyri var í fyrsta skipti gefið hættumerki vegna loftárásar- hættu kl. rúml. 6 á þriðjudags- kvöldið. Var fólk nál. klukkutíma í byrgjum, Annað merki var gefið milli kl. 4 og 5 á miðvikudags- morgun, og mun þá hafa orðiö vart óþekktrar flugvélar hér vestur undan. Á þriðjudagsmorgun fiaug þýzk fiugvél norður vfir vestanvert ísland og skaut af vélbyssu á vitann á Grímiey 1 Steingrímsfirði, Olli hún þó engum skemmdum, Norsk flugvél lenti í bardaga ný- lega fyrir austan land við þýzka flugvél, en missti hennar, næst, að afleiðingar þessa óheilla vænlega ástands komi þar niður, er sízt skyldi. 70 ára aimæli á í dag Jóhann S. Thorarensen Gránufélagsgötu 19 hér í bee.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.