Íslendingur - 07.08.1942, Blaðsíða 2
2
ísléNdíngUr
Landkjörnir þingmenn.
Landkjörstjórn hefir nú fyrir nokkiu síöan reiknað út, hvernig upp-
bótarþingsæti skiptast milli flokka og frambjóðenda. Hefir Sjálfstæöisílokk-
urinn hlotið 6 landkjörna þingmenn, Sameiningarfl. Alþýðu 4 og Alþýöu-
flokkurinn 1, En röðun þeirra er á þessa leið:
Jarðarför móður okkar og tengdamóður Albínu Helgadóttur
sem andaðist 26. júlí, fer fram laugardaginn 8. ágúst og hefst
með húskveðju að heimili hinnar látnu Aðalstr. 36 kl. 2 e. h.
Börn og tengdabörn.
Jarðarför föður og tengdaföður okkar, Baldvins Sigurðssonar
frá Höfða við Akureyri, sem andaðist 29. júlí s. 1., er ákveðin
mánudaginn 10. ágúst n. k. og hefst með húskveðju að lieimili
hans, Naustum við Akureyri, kl. 1 e. h.
Börn og tengdabörn.
Pökkum auðsýnda samúð við minningarathöfn /óhanns
Kristjánssonar frá Sigríðarstöðum.
Vandamenn.
1. landkjörinn: Sigfús Sigurhjartarson (Sam.)
2. — ísleifur Högnason (Sam.)
3. — Sigurður Kristjáusson (S.)
4. — Áki Jakobsson (Sara.)
5. — Ingólfur Jónsson (S.)
6. — Garðar Þorsteinsson (S.)
7. — Steingr. Aðalsteinsson (Sam.)
8. — Gfsli Sveinsson (S.)
9. — Sigurjón A, Ólafsson (Á.)
10. — Eiríkur Einarsson (S.)
11. — Gunnar Thoroddsen (S.)
Hafa þá flokkarnir hlotið þingsæti og atkvæöa
þingmann svo sem hér segir;
Framsóknarflokkur 20
Sjálístæöisflokkur 17
Alþýðuflokkur 6
Sameiningarfl. Alþýöu 6
þingm.
801
1351 -
1496«/« -
1570V2 —
bak við hvern
atkv.
Varamenn landkjörinna þingmanna eru þessir :
Sjálfstæðisflokkur: .1. Pétur Hannesson, 2. Þorleifur Jónsson, 3.
Árni Jónsson, 4. Friðrik f’órðarson, 5. Björn Björnsson, 6. Guöbrand-
ur ísberg,
Sameiningarfl. Alþýðu; 1, Lúðvík Jósefsson, 2. Sigurður Thorodd-
sen, 3. Kristinn Andrésson. 4. Árni Ágústsson.
Alþýðuflokkur: Barði Guðmundsson.
Samkvæmt útreikningi landkjörstjórnar hlutu flokkarnir þetta at-
kvæðamagn:
Sjálfstæðisflokkur 22975
Framsóknarflc kkur 16033
Sameinfl. Alþýðu 9423
Alþýðuflokkur 8979
Þjóðveldismenn 618
Frjálsl. vinstri menn 103
Námsstjóra"
fundur.
Miðurl.
í skólum þar sem aðeins er 1
kennari, er víða áfátt kennslu í sér-
greinunum handavinnu, söng og
leikfimi, þar eð tiltölulega fáir kenn-
arar telja sig nógu fjölhæfa til þess.
Enda þótt kennarar hafi ekki allir
sérstakt kennarapróf í greinum þess-
um, þá inunu margir þeirra hafa
vantreyst sér um of. Handavinna
og söugur eru nú skyldunámsgrein-
ar í kennaraskólanum og leikfimi
verður það sennilega í haust. Koma
þarf á námskeiðum sem víðast fyrir
þá kennara, sem ekki hafa fengið
sæmilegan undirbúning til þess að
geta leiöbeint börnunum í umiædd-
um sérgreinum, þvf að enda þótt
ekki sé við því að búast, að kenn-
arar geti fengið fuflnægjaudi sér-
menntun á námsskeiðum, þá vekja
þau skilning og áhuga. Komi þar
til viðbótar góður vilji, þá má miklu
áorka til.bóta í þessu efni. Pá var
og minnst á möguleika á því, að
koma á umferðakennslu í handa-
vinnu, söng og leikfimi, bæði þar
sem kennarar gætu ekki kennt þess-
ar greinar og eins til þess að leið-
beina öðrum kennurum. Einnig var
bent á að athugandi væri, hvort
ekki væri hægt að kenna stúlkum
matreiðslu a. m. k. í föstum skólum
— með svonefndum umferðareldhús-
um, þar sem matreiðslukennslukona
færi milli skólanna með þau áhöld,
sem með þarf til kennslunnar.
Kennarar voru yfirleitt mjög á-
nægðir með komu námsstjóranna.
Fannst þeim víst rtestum dvöl þeirra
of stutt á hverjum stað. Umræður
og leiöbeiningar námsstjóranna um
kennslu og skólastarf, viðurkenning
þeirra um það, sem vel er gert, og
hvatningar og uppörvun þar sem
það átti við, hafa þegar haft góð á-
hrif.
Heilbrigðiseftirlit í barnaskólum er
ekki í svo góðu lagi sem skyldi.
Var því samþykkt áíkorun til Al-
þingis um að samþykkja frumvarp
það til laga um skóla- og íþrótta-
yfirlækni, sem flutt var á síðasta
Alþingi að tilhlutun landlæknis.
Að lokum var rætt um fram-
kvæmd kennslueftirlitsins á næsta
vetri. Má telja vfst, að þar sem
námsstjórarnir hafa borið saman ráð
sín eftir þá reynslu, sem þegar er
fengin og ráðgast um dlhögun starfs-
ins, þá megi vænta enn bptri ár-
angurs af starfi þeirra framvegis.
Magnús Stefánssson,
skáld — látinn.
Nýlega er látinn á sjúkrahúsi í
Hafnarfirði Magnús Stefánsson skáld,
sem þekktastur er undir skáldheit-
inu Örn Arnarson. Þegar Ijóöabók
hans »IUgresi« kom út árið 1924,
vakti hún meiri athygli en títt er
um ljóðabækur byrjenda. Síðan
hefir Magnús Stefánsson ort mörg
kvæði, sem lifa á vörum þjóöarinn'
ar, svo sem sjómaúnasönginn »ís-
lands Hrafnistumenn«, »Odds rímu*
ög »Stjána bláa«.
Umpgni í Vaglaskógi.
Þeir eru orðnir ærið margir, sem
koma í Vaglaskóg á hverju sumri.
Væri allir taldir, er þangað sækja
skemmtanir eða til dvalar um lengri
eða skemmri tíma, mundi sú tala
skipta þúsundum. Þarí því sízt aö
furða, þótt margur misjafn sauður
slæðist með þeim fjölda. Hefir
borið meira á því í sumar en áður,
að skógargeitir skemmdu tré með
þvf að fletta af þeim berki, rista
fangamark sitt í stofninn og rífa
lim. Ennfremur virðist umgengni
öll lakari en áður, og haugar af
pappírsrusli og flöskubrotum eru
víðs vegar um skóginn. Ber þetta
allt vitni hinnar örgustu ómenning-
ar, og keyrir þó um þverbak, er
eitt leiðbeiningarspjaldanna hefir
verið notað sem skotmark, Verstar
skemmdir á trjám eru það, þegar
berki er flett af þeim í hring um-
hverfis stofninn, þvf að bani er bú-
inn hverju því tré, sem þannig er
leikið. Frá hliðinu við Fnjóskár-
brúna og með fram neðri brautinni
inn í skóginn standa nú um 10—20
tré, sem höggva verður fyrir aldur
fram af þessum ástæðum.
Vaglaskógur er langmest sóttur
af Akureyringum, og er skógurinn
þeirra aðal friðland og skemmtistað-
ur. Er mér kunnugt um, að mörg-
um Akureyringum er Vaglaskógur
helgur staður og kærari en flestir
aðrir staðir, Þykist ég því viss um,
að þeir mundu einskis láta ófreistað
um aö halda þeim stað sem fegurst-
um og snyrtilegustum.
f’ess vegna leyfi ég mér að beina
þeirri áskorun til atlra góðra Akur-
eyringa, sem koma í Vaglaskóg,
að leggjast á sveif með skógarverö-
inum á *Vöglum að bæta með kurt-
eislegum umvöndunum umgengni
allra þeirra, sem áfátt er f ncanna-
siðum og velsæmi. — En sé um
veruleg spjöll á gróðri að ræða
væri bezt að gera skógarverðinum
aðvart á Vöglum, eða í síma frá
Skógum.
Hákon Bjarnason.
Hjónaetni. Ungfrú Áslaug
Einarsdóttir verzlunarmær og Har-
aldur Helgason verzlunarmaður. *
ALÞINGI
var sett. 4. þ. m. Hófst athöfnin
með guðsþjónustu eins og venja
er til, og framkvæmdi hana sr.
Eiríkur Brynjólfsson.
í gær fór fram kosning forseta
og kosning til efri deildar.
Forseti Sameinaðs Alþingis var
kosinn Oísli Sveinsson, 1. vara-
forseti Finnur Jótisson og 2. vara-
forseti Bjarni Benedikfsson.
Til efri deildar voru kosnir 6
Sjálfstæðismenn, ó Framsóknar-
menn, 2 Alþýðuflokksmenn og 2
Sósialistar.
Forseti deildarinnar var kosinn
Jóhann P. Jósefsson, en forseti
neðri deildar Emil Jónsson.
í gær fór fram kosning fastia
nefnda.
C. Howard Smitli
sendiherra Breta á íslandi lézt með
sviplegum hætti 24, júlí s 1. Fór
hann að morgni þess dags upp í
Borgarfjörð ásamt R. Ross aðalræð-
ismanni. En skömmu eftir komu
þeirra þangað hné sendiherrann ör-
endur niöur, og var banamein hans
talið hjartaslag.
Mr. C. Howard Smith sendiherra
tók við embætti sínu hér fyrir full-
um 2 árum. Var hann jafnan vin-
samlegur í garð íslendinga og naut
trausts og álits þeirra, er höfðu
kynni af honum.
Upplestur Lárusar Pá/ssonar.
Lárus Pálsson leikari úr Rvykja-
vík las upp leikritið »Gullna hliðið*
eftir Davíð Stefánsson í Samkomu-
*húsi bæjarins 28. f. m. Aðsókn var
ágæt og viðtökur áheyrenda eftir
því. Var leikaranum færður blóm-
vöndur í viðurkenningarskyni.
Ljósmóðirin verður fjarverandi
úr bænum frá 8. þ m. ttl mánaða-
móta, Gegnir frk. Fríður Sigur-
jónsdóttir ljósmóðir Glerárgötu 3
störfum hennar á meðan.
Vegna mikillar hækkunnar á út-
gáfukostnaði blaða, hækkar aug-
lýsingaverð blaðsins upp í kr. 3.oo
dálksentimetrinn frá 1, ágúst þ. á.