Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1943, Side 2

Íslendingur - 08.01.1943, Side 2
2 ISLENDINGUR að JárKsfé væri fengið, yrði að fara að taka tillit til annarra, ug rnaður missti valdið yfir athöfnum sínum og áræði. Enda fór svo fljótlega, að lánardrottnarnir vildu segja Ás- geiri fyrir verkum. Árið 1920 heppnaðist Ásgeir sala á afurðum sfnum manna bezt. Hann seldi fyrstur allra, fann af hyggjuviti sínu og þekkingu, að allt mundi lækka, ef beðið yrði, eins og reyndist. Ýmsir biðu með sölu, en það reið þeim að fuliu ofan á þann skell, er þeir höfðu fengið árið eða veturinn áður. Næstu 3 ár selur Ásgeir einníg manna bezt, en afurðir voru í litlu verði og afkoma erfið. Árið 1924 var veltiár til lands og sjávar, og innlendar afurðir voru í góðu vtrði og stígandi. Þegar fiskurinn og sérstaklega sfldin var komin í mjög aðgengilegt verð, fóru flestir að selja, en Ásgeir beið, því að það lagðist í hann, að innlendar afurðir mundu enn hækka í verði að mun, einkum síldin. En þá komu lánardrottnarnir og báðu hann að selja. Ásgeir varð við til- mælum þéirra. Hann fann, að hann var háður, en hans innri. rödd sagði honum, að hann ætfi ekki að. selja. Um haustið og allt fram á vetur hélt innlenda varan áfram að stíga, einkum sildin, og um áramótin var boðið í íslenzka.síld um þrefalt hærra verð, en Ásgeir hafði neyðst jil að selja fyrir. Þá var hann sár, og sagði, að. slæmt væri, að geta ekki ávaJt verið frjáls sinna athafna. Það munaði hann, mörg hundruð þúsundum króna, hvað hann varð að selja snemma. Samt var þetta fremur gott ár fjár- hagslega fyrir Ásgeir og hann hélt ótrauður áfram rekstri sínum. og allt gekk vel til ársins 1926. Um þær mundir og þar á eftir hækkaði ísfenzka krónan gífurlega í verði. Það þoldi framleiðslan ekki, og framleiðendur töpuðu stórfé á nýjan Iaik. Ásgeir hafði að vfsu töluverð- an rekstur árið eftir, en afurðaverð- ið varð að nýju óhagstætt, og hann tapaði. Þá um haustið og næsta veíhtr afhenti hann lánardrottnum aHar eignir sfnar og stóð slyppur eítír. En enn var kjarkurinn óbil- aður og athafnalöngunin hin sama. Hann hóf reksfur á ný með hjálp og framlögum vina sinna bæði hér á latadi og erlendis og myndaði hluta- fálag um útgerð og annan rekstur og tók ekkert rekstursfé, en byrjaði frekar í smáum stfl. Nú endurfók sagan sig. Ásgeir var orðinn frjáls og óháður og mátti ráða öilu sjálf- ur. Réksturinn gekk vel og honum og hlutafélögunum Iánaðíst vel og græddist fé smátt og smátt ár frá ári og lauk svo, að Ásgeir varð í annað sinn stórríkur maður, Eins og sagt er áður, var Ásgeir gjörhugall maðurí og var eins og hann vissi á sig öll veður eða veðursæld í viðskiptalífinu og um öll aflabrögð. Enda lagðist snemma það orð á, að hann hefði sagnaranda. Menn.fengu ekki skilj ið heppni hans og útsjónarsemi, sem vitanlega byggðist ekki á öðru en frábærum, alhliða gáfum, eftirtekt og reynslu. En óhætt er að segja, að Ásgeiri misheppnaðist eiginlega aldrei, meðan hann fékk ráðið. Hann sagði, að sér hefði verið á* lasað fyrir að selja ekki f tíma sumarið eða haustið 1919, en sann- leikurinn hefði verið sá, að þá hefði aldrei verið hægt að selja neitt. Það befðu að vísu verið gerð tilboð, en þau hefðu ávalt reynst tylliboð. íslenzkar afurðir, sérstaklega síld og kjöt, befði eig- inlega verið óseljanlegt á erlendum markaðí það ár. En fullyrða má, að hvorki fyrr né síðar misheppn- aðist Ásgeir sala. Hann seldi á- vallt manna bezt og fann út réttasta tímann. Þegar Ásgeir afhenti lánardrottn- um sínum eígnir sínar fastar og laus- ar árið 1928 upp f skuldirnar, hefði enginn þurft að tapa á honum, ef selt hefði verið skynsamlega og með viðunandi verði, því að eiginlega átti hann mun meira en fyrir skuld- um. En sölur allar tókust illa. Góðar fasteignir og skip var selt fyrir smánarverð, svo að eigi hrökk alveg fyrir skuldum. Ásgeir tók þetta mjög nærri sér, því að engan vildi hann svíkja eða véla, eða láta nokkurn tapa á skiptum við sig. Töpin voru hörmulegri fyrir þá sök, að þau hefðu engin orðið, hefði hann í fyrsta lagi ekki verið borinn ráðum um sölu afurðanna 1924 og. í öðru lagi, ef eignirnar hefðu verið seldar á skynsamlegan hátt og fyrir sannvirði. Þegar Ásgeir var orðinn efnaður í ahnað sinn mun hann hafa greitt öllum þeim einstaklingum að fullu, er hann stóð í skuld við frá erfiðu árunum. Aldrei varð á Ásgeiri fundið, hvort honum líkaði betur eða ver, þegar efnahagur hans óx eða minnkaði. Það eitt virtist honum máli skipta, að hjól framkvæmda hans snérist, heizt með sívaxandi hraða, Athafnirnar voru hans iíf og yndi. Ágóðinn aukaatriði. Þó vildi hann fara gætilega með það fé, sem honum var trúað fyrir og engan láta á sér tapa. Þegar Ás- geir hóf rekstur sinn í nýju formi 1928, hafði hann ekkert lánsfé frá opinberum stofnunum. Eitthvað fékk hann af einkalánum og sagðí hann svo, að bezt hefði reynst sér og ávalit sýnt sér ótakmarkað trauít Lárus Gunnlögsson eða firmað Jakob Gunnlögsson í Kaupmanna- höfn Lítið fékkst Ásgeir við opinber störf. Hann komst þó ekki hjá að vera eitt sinn kjörinn í bæjarstjórn Akureyrar. En þar hafði kvaðið litið að honum. Hann naut sfn ekki, þar rem störfin gengu f að karpa um smámuni, en í engu var stórt aðhafzt vegna gétuleysis. Fyrir þrábeiðni Sjálfstæðismanna bauð Ásgeir sig frain til Alþingis 1914. En hann náði ekki kosningu, enda vann hann ekker! að þvf og- var ekki heima. Á móti honum var í kjöri hinn mætasti maður, Magnús heit. Kristjánsson, er hlaut kosningu með 5 atkvæða mun. Sagði Ásgeir svo síðar. að sér hefði enginn hugur leikið á að Sella þann dugmikla framkvæmdamann, Hann hefði manna bezt trúað hon- um fyrir málefnum útvegsins á Al* þingi. Magnús var útgerðar- og athafnamaður eins og Ásgeir. Ásgeir var allra manna hjálpsam- astur. Hann mun aldrei hafa neit- að manni um bón, ef hann gat greitt úr. Hann hafði yndi af að styðja unga menn til framtaks og dugnaðar eða mennta. Hann var manna mildastur á fé, Hann gaf og veitfi meira og betur en aðrir menn. Það var unun að sjá, þeg- ar Ásgeir gladdi börn og gamal- menni eða þá, sem bágt áttu. Hon- um fór það eitthvað svo einkenni- lega eðlilega og vel. Hann var allra manna veitulastur, og ætíð stór hópur gesta í kiingum hann, þegar hann gaf sér tóm frá störf- um. Alltaf veitti hann og greiddi. Það var talinn eins og hver annar sjálfsagður hlufur. Allir fundu, að fíBnn var höfðinginn og virtu og mátu hann sem höfðingja. Hann vildi vera veitandi en ekki þiggj- andi, og aldrei ásældist hann eyris- virði af öðrum. v Ásgeir var mjög orðvar maður, og aldrei heyrðist hann leggja öðr um hnjóðsyrði til. Væri einhverj- um hallmælt í hans nærveru, reyndi Ásgeir oft að bera í bætiflákann og draga úr af hörðum dómum. Aldrei heyrði ég Ásgeir hallmæla Alþingi né stjórnarvöldum landsins en hann gat orðið sár, er honum fannst athafnafrelsi manna til fram- taks og bjargræðis fyrir þjóðina vera heft á óeðlilegan hátt. Ásgeir var aldrei neinn fiokks- maður. Hann sagðist ekki fá skil- ið, að flokkar gætu nokkru sinni byggt upp þjóðfélagið. Það yrðu alltaf sérstakir menn og góð mál- efni, sem það gerðu. Menn, sem þekktu eðli og sérkenni sinnar þjóðar. Hann trúði á mennina og unni sinni þjóð og landi, en flokk- ana sagðist hann ekki skilja. Áígeir var hinn mesti skapfestu- maður. T. d. er sagt, að fram um fertugsaldur muni hann vart hafa bragðað vín, þótt hann veitti það og sæti dýrar veizlur. Og eftir að hann fór að vera með, sá vart n©kkurntíma vín á honum, þótt hann í því sem öðrum efnum léti ekki sinn hiut eftir liggja. Það var sem ekkert gæti komið þessu miklt þrekmenni úr eðlilegu jafnvægi. Meðan Ásgeir hélt fullri heilsu, var hann mjög árrisull. Hanh tók daginn snemma og vánn meðan dagur var á lofti. Hann var allra manna afkastamestur. Gleði hans var jöfn í verki sem því að veita og sýna mildi. Hann var allra manna ærukær- astur og vildi í engu vamm sitt vita. Það orð munu allir hinir mörgu bera, sem kynntust honum, bæði hér og erlendis, að hann hafi verið vammlaus maður og aldrei viljandi Ijótt gjört, né gengið á hlut nokkurs manr.s, aldrei sín lof- orð svikið eða neinum brugðist ef hann gat. Hann trúði líka öðr- um og treysti. Var til marks um það, að hann gerði vart skrifiegan samning við nokkurn mann, þótt um mikil viðskipti og fjárupphæðir væri að ræða. Hann sagði, að hið talaða orð ætti að standa, — standa eins og stafur á bók. Á þessu varð honum oft hált, því að mennirnir eru misjafnir. Ásgeir var afrenndur að afli. í æsku var hann fþróttarnaður, glímu- maður góður, fimleikamaður og hjólreiðamaður mikill. Hann var hinn fríðasti maður sýnum, mikill og vörpulegur og svo göfugmann- legur og höfðinglegur, að af bar. Hvar sem hann fór, var hann hverjum manni auðþekktur, og færi hann í fjölmenni, var öllum star- sýnt á hann. Hann var Ijós á hörund, rjóður í kinnum og bjart- hærður, hár og jijrekinn og höf- uðið mikið. Svipurinn í senn mik- ill og gáfulegur, góðmannlegur og drengilegur. Hann bar með sér óvenjumikinn persónuleika og vakti við fyrstu sýn hvers manns traust og hlýleika. Hann var eitthvað svo óvenju hreinn og aðlaðandi. Allir vildu vera í návist hans. Þegar þessi ífurvaxni, prúði og þrekmikli manngildismaður sat með öðrum og hvort sem rædd vom alvöru- eða gleðimál, var sem hann brygði Ijóma yfir staðirn. Þáð var sem í þessum manni væru persónugerðar allat þær dyggðir. sem þjóðin í hugsjónum sfnúm hefir mest metið: gjörvileikinn, manndómurinn, drengskapurinn, kjarkurinn og sómatilfinningin. »í*ungt er tapið, það er vissa, — þó vil ég kjósa vorri móður, að ætíð megi hún minning kyssa manna, er voru svona góði'r — að ætíð eigi hón menn að missa meiri og betri en aðrar þjóöir*. Jðn Sveinsson. Góður samstarfsmaður. Árið 1905 keypfum við Ásgeir Pétursson í félagi seglskipið »He- lenu*. Það var 22 s.mál. að stærð, og geröum við það ú» á handfæra- veiðar og sfðar á síld.veiðar með reknetum. Mun það hafa verið fyrsta fslenzka skipið, sem stund- aði reknetaveiði hér við land, a. m. k. við Norðurland. Útgerö þessi heppnaðist það vel, að við sáum okkur fært að kaupa annað skjp þrem árum síðar, enda keypti Ás geir fleirí skip um það leyti. Síð- ara skipið, sem við keyptum í fé- lagi, hét »Norðurljósið« og var af sömu stærð og »Helena«, en rneð • hjálparmótor. Gerðum við það út á línuveiðar en seldum »Helenu«. Gekk útgerð þessi vel og leiddi til þess, að við keyptum aftur árið 1912 gufuskipið »Helga magra* frá Þýzkalandi, sem gert var út á samskonar veiðar, og var »Norður- Ijósið* selt skömmu sfðar. Árið eftir gerðum við »Helga magra« út á reknet við Kristiansund í Noregi, og var það fyrsta fslenzka skipið, er fór til veiða við Noregsstr'endur. För þessi gaf þó ekki góðan árang- ur, bæði vegna þess að afii var tregur og lágt verð á afurðunum, en þó var ekki gefist upp við svo búið, heldur farið aftur haustið 1915. Heppnaðist sú för vel, bæðl hvað afla og verð snerti. Þá i vertíðarlok keyptum við mótorskip- ið »Báru« í Kristiansund, sem þá var nýlega smfðað. Hafði það verið gert út á vertíðinni, en lítið aflast. og vildu eigerrdurnir því fúslega selja. Keyptum við sk'pið með veiðarfætum og gerðum það út frá Kristiansund sfðustu daga vertíðarinnar. Gekk það svo vel, r að eftir 8 daga útgerð hafði afli þess greitt bæði skip og veiðarfæri. Alls keyptum við í félagi framan-- talin 4 skip og höfðum sameigin-

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.