Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 12.03.1943, Qupperneq 1

Íslendingur - 12.03.1943, Qupperneq 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXIX . árg. Akureyri, 12. marz 1943. 10. tölub. Þurfuni við að breyta um búnaðarháttu? leiðslu á þeim afurðum, sem mest þarf að gefa með úr ríkissjóði, svo sem kjöti, ull og gærum. Er rétt af okkur sð kvarta und- an minnkandi framleiðslu á þeim afurðum, sem gefa þarf miljónir kióna með úr rikissjóöi? Er ekki réltara að breyia um búskapar- háttu ? Þcgar fsienzkir neytendur hafa kvartað undan hinum tfðu og stór stfgu hækkunum á innlendum af- urðum, sem ætíð virðast gerðar af handahófi, hefir þvf venjulega verið svarað til, að þeir sem að fram- leiðslu afurðanna vinna, eigi rétt á þvf, að búa við jafn góð kjör og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Petta er vissulega rétt, en til þess að ná slfkum jöfnuði, dugir ekki það handahóf f verðlagningu afurðanna, sem átt hefir sér stað, síðan í byrj- un ófriðarins, heldur verður að byggja verð þeirra á hverjum tíma á réttum útreikningi framleiðslu- kostnaðar, og hefir áður verið vik- ið að þeirri nauðsyn hér í blaðinu. En lítt hefír verið tekið undir þessa uppástungu blaðsins fyrri en nú- verandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir þvf f dýrtfðarfrumvarpi sfnu, að skipuð sé sérstök nefnd til að reikna út vísitölu framleiðslukostn- aðar, sem vetðlag innlendra afurða yrði síðan byggt á. Þegar rætt er um afkomu bænda um þessar mundir, ber mönnum ekki allskostar saman. Flestir telja, að hagur þeirra sé langtum betri en hann hafi nokkru sinni áður verið, og að surnir bændur, er gerðu lítt betur en eiga fyrir skuld- um á árunum fyrir stríðið, eigi nú skuldlaust stórt bú, stórbyggingar yfir fólk og fénað og stór flæmi af ræktuðu landi. Aðrir firfnast þó enn, sem telja suma bændur enn eiga full-erfitt með að halda í horfinu, og geta báðir haft rétt fyrir sér. Það er enganveginn úti- fókað, að til téu þau örreytiskot, að búskapur á þeim geri ekkert betur en að bera sig, þrátt fyrir hið geypilega verð afurðanna. En er þá ekki frá hagfræðilegu sjónar- miði hyggilegast að leggja niður búskap á siíkum jörðum? Talið er, að búreikningaskrifstofa landbúnaðarins hafi komist að þeirri niðurstöðu, að 87X af fram- leiðslukosinaði landbúnaðarafurða væru vinnulaun. Aðrir kostnaðar- liðir, svo sem áburður og fóður- bætir munu að samanlögðu ekki valda meiri hækkun framleiðslu- kostnaðar en vinnulaunin, a. m. k. ekki meðan ríkissjóður leggur fram stórié til að halda verði á síldar- mjöli óbreyttu, þrátt fyrir hækkanir á öllu öðru. Mun því ekki fjairi lagi að telja. að kauphækkun þess, sem framleiðir landbúnaðarafurðir, si «0 húnílraðstOly og hækkun verðlagsins á afurðunum. Með þetta fyrir augum er mjög auðvelt að bera saman hag og af- komu bóndans og launamannsins s. I. ár. Við skulum ganga út frá launamanni, sem hafði 300 kr. grunnlaun á mánuði og fékk þau hækkuð um 25X frá 1. sept. s. I., eins og fjöldi manna hér í bæ mun hafa fengið. Hafa þá tekjur hans á ðrinu hækkað um 126X frá þvi á árunum fyrir strfðið. Bóndinn, sem framleiðir mjólk til sölu í Mjólkursamlag K. E. A,. fékk árið 1938 19 auia fyrir lítrann en árið 1942 77 aura. Hefir kaup hans á þessum 4 árum þvi aukizt um 305%, eða rúmlega fjóriald- ast. — Þegar á þessar tölur er litið, og það jafnframt haft i huga, að á síðasta fundi Mjólkursamlags KEA töldu bændur sér ekki fært að samþykkja framkornna tillögu um 10X lækkun á útsöluverði mjólkur (til áhrifa á dýrtíöina í landinu), þá dylst engum sú ósanngirni, er í þeim tiliögum felst, að hefja fyrstu árásirnar á dýrtfðina með því að taka Vs hluta af dýrtfðar- uppbót launþegans. Nú munu einhveijir kannske segja, að ekki sé rétt að taka mjólkurframleiðandann í þessum samanburði, því að hann beri meira úr býium en sauðfjárbændurnir. Siíkt ætti þó ekki að vera vill- andi, þegar þess er gætt, að þær 25 — 30 miljónir króna, sem ríkis- sjóður veitir tii uppbótar á land- búnaðarafurðir ársins 1942, fara að laugmestu leyti til uppbótar á sauð- fjárafurðir til þess að tryggja fram- leiðendum þeirra vara svipáða af- komu og mjólkurframleiðendum. Og er þá komið að öðrum þætti þessa máls. Þó að hátt vetðlag innlendra af- urða veki umtal, þá fylla miljóna- uppbætur ríkissjóðs á afurðirnar meira rúm í hugum manna. Hvern- ig má það vera, að á sama tíma og aturðirnar hafa fjórfaldast, fimm- faldast og sexfaldast f verði á matk- aðnum og blöðin tala um flótta fólksins frá framleiðslunni svo að til vandræða horfi, skuli ríkissjóð- ur þurfa að gefa með þeim fé, er nemur að mun hætri upphæð en öll útgjöld rfkissjóðs voru á árun- um fyrir strfðið? Og eru þar þó ótaldar miljónir króna til sauðfjár- pestarvarna, sem beinlínis er varið til «9 reyna að halda uppi fram* Búnaðarmálastjóri hefir rætt þetta vandamál á nýafstöðnu Búnaðar- þingi og lagt til. að rannaakað yrði, hvort ekki mætti breyta fram- leiðsluháttum, minnka framleiðslu á kindakjðti, ull.og gærum en auka hana á mjólkurvörum, eggjum og grænmeti. Telur hann, sem rétl er, að ríkissjóður megi ekki við slík- um meðgjöfum framvegis, sem hann hefir orðið að/taka á sig að þessu sinni, Ekki mundi vera úr vegi að rannsaka jafnframt, hvort ekki mætti gera ull og gærur seljanlegar er- lendis með því að vinna úr þeim í landinu sjálfu verðmætar vörur og slyðja þar með að eflingu inn- lends iðnaðar, íslenzka uilin hefir víða getið sér orð sem eitt bezia efni til hlifðarfatá. Ástæður þeirra, er unnu að land- búnaðarframleiðslu fyrir stríðið, voru erfiðar og kaup þeirra iágt. Það var því rétt og sjálfsagt, að bæta hag þeirra með hækkuðu verði afurðanna- En það virðist Hka sjálfsagt, að þegar hlutur þeirra er otðinn beiri en annarra slétta, eigi að taka til athugunar, hvort þeim sé ttauðsynlegl að hafa hærra kaup en aðrar stéttir. Ef hin miklu framlög ríkissjóðs til uppbótar á ull og gærur eru miðuð við að kaup framleiðandans s. I. ár sé fjórum sinnum hærra en það var s. 1. ár hjá mjólkurframleiðendum, þá er hætt við, að ríkissjóður verði að halda áfram að vera sá >bústólpi», sem bóndinn hefir ver- ið til þessa. En sé það hinsvegar svo, sem sumir vilja telja, að hlut- ur sauðfjái bóndans sé enn engu betri en annarra stétta, þá er vissu- lega kominn tími til að endurskoða búnaðarháttu vora og framleiðslu- kerfi. Eins og ástandið er nú, er erfitt að samrýma það þeirri kenn- ingu, að »bú sé landstólpi*. Þaö verkefni verður nú þegar að taka til meðferðat, að koma þeirri skipan á fslenzkan landbúnað, að þessi aldagamla kenning um bú- stólpann og landstólpann geti aftur fengið sitt fulla gildi. Skemmtikvöld templare. Næstk- sunnudag, 14. þ. m., halda templarar skemmtikvöld í Skjaldborg kl. 8.30 e. h. — Hver templar má hafa með sér 1 gest. Til skemmtunar verður ávarp, ræða, upplestur, söngur, kvikmynd, dans. Hljómsveit spilar, Aðgangur 3 krónur. NÝJA-BIÓ Föstudag kl. 6 og 9: FRÆNKA CHARLEY’S Laugardag kl. 6: ÆFINTÝRI Á FJÖLLUM Laugardag kl. 9: ÁSTAMÁL RÆNINGJAFORINGJ ANS Sunnudag kl. 3: ÆFINTÝRI Á FJÖLLUM Kl. 5: ÁSTAMÁL RÆNINGJAFORINGJANS Kl. 9: FRÆNKA CMARLEY’S I. O. O. F.= 1243128V2 3E □ Rún 59433176 = 1 Húsbruni á Fóik brennist. Barai bjargað á síðustu sturídu S. I. mánúdag kom eldur úpp í húsinu »Brúarfossi< i Siglufirði. í húsinu bjó Kristján Kjartansson með’ konu sinni, Ólfnu og 8 börn- um. Eldsupptök voru þau, að'er konan var að kveikja upp í eldavél m. a. með steinolíu, varð spreng- ing í vélinni, en olíubrúsi, er stóð á gólfinu sprakk einnig, og flóði logandi olían um gólfið. Kviknaði í fötum konunnar, en manni henn- ar, er kom að í þessum svifum, tókst að koma henni út. Sneri hann siðan inn að bjarga tveggja ára barni þeirra, er svaf uppi á lofti. Varð hann að hverfa frá því fyrir reyk og eld, en brenndist á höndum og andliti við tilraunina. Fór þá amerískur hermaður með gasgrímu inn á loftið og tókst að bjarga barninu, en það var þá meðvitundarlaust og kornið að köfnun. Frú Ólína var mikið brennd á fótum og hendi, og var hún flutt í sjúkrahús ásamt yngsta barni sínu á 1. ári. Fjölskyldan missli allt sitt í eld inum, nema lötin, sem hún var í, og er tjón hennar því mjög tilfinn- anlegt. Kvenfilai Akureyrarkirkju heldur Aðalfund sunnud. 14. þ. m, kl, 5 «. h. 1 IsirWukaftallwini.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.