Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1944, Side 2

Íslendingur - 14.07.1944, Side 2
2 ISLENDINGUK UGGVÆNLEGAR HORFUR Fyrstu vikurnar eítir að ís- lendingar endurreistu lýðveldið eru fréttir af uppsögnum kaup- samn. og fyrirhuguðum verk- föllum mest áberandi í blöðum okkar. Lítur út fyrir, að stétt- irnar í landinu séu enn á ný að leggja út í kauphækkunarkapp- hlaup til að auka á þá dýrtíð, sem þegar hefir komizt á svo hátt stig, að hvergi verður til jafnað. Meðal þesara stétta eru einhverjar allrahæstlaunuðu iðnstéttir landsins, sem segja nú upp samningum í 3. eða 4. sinn á jafn mörgum árum. Það horfir' ekki glæsilega fyrir hinu unga lýðveldi voru, þegar svo er komið, sem komið er, að við höfum ekki efni á að reka siglingar á íslenzkum skip- um, byggja húsin okkar sjálfir eða borða okkar eigin fram- leiðsluvöru. Munu flestir á einu máli um það, að boginn hafi þegar verið spenntur of hátt, og að frekari þensla hljóti að leiða það af sér, að hann bresti einn góðan veðurdag. -Hinar nýju „kjarabætur“, sem nást, koma stéttunum að engu haldi,- þeg- ar í kjölfar þeirra flýtur stór- hækkað verð allra lífsnauð- synja. Einstaklingnum reynast þær blekking ein, en þjóðfélag- inu í heild ok um háls og fjötur um fót. Það er að vísu skiljanlegt, að þau niðurrifsöfl, sem vinna markvisst að því að eyðileggja þjóðskipulagið, koma atvinnu- vegunum á kné og ríkisbúskapn- um fyrir kattarnef, ýti ötullega undir kröfurnar, en hitt er vand- skildara, hversu margt manna, sem ætti að hafa skilning á af- leiðingunum, lætur nota sig sem verkfæri í þágu þessara eyðileggingarafla. Ef þegnar hins nýstofnaða lýðveldis halda enn áfram á þeirri braut að gera óbilgjarnar kröfur til annarra, en litlar til sjálfra sín, er framtíð þess öll í v.oða. Vísnabálkur GENGISHRUN Núna á boðorðum breytist gengið, það brotnar það tíunda, og einn hefir nýlega frelsi fengið frá hinu níunda. FARÍSEINN Hann töltir á vegum tæpum, um trúarlíf syngur af mætti, uppvís er ekki að glæpum en yfirborðs-flottræfilshætti. Hann krýpur í augsýn allra auðmjúka bænin er þanninn: Þökk. Eg er frelsaður faðir. Finnst þér þú þekkja manninn? N. N. Föstudaginn 14. júlí 1944. Héraðsmót Sjálfstæðis- manna á Akureyri og í Eyjafjarðar- sýslu fer fram n. k. sunnudag í Naustaborguin við Akureyri. Til skemmtunar verða: ræður, söngur, hljóðfærasláttur og dans (í stóra tjaldinu). Meðal ræðumanna verða alþingism. Sig. Kristjánss., Garðar Þor- steinss. og Sig. E. Hlíðar, Sig. Eggerz bæjarfógeti og e. t. v. fl. Karlakór Akureyrar syngur og Lúðrasveit Akureyrar leikur. Héraðsmótin eru orðinn fast- ur liður í starfsemi Sjálfstæðis- flokksins og eiga vaxandi vin- sældum að fagna meðal ungra og gamalla. Þau eru líka mik- ilsverður þáltur í kynningu flokksmanna og félagslífi. Er fólk eindregið hvatt til að sækja þetta héraðsmót í Naustaborg- um, sem verða mun mesta úti- samkoma sumarsins hér um slóðir. Úr heimahögum Þökkum auðfýnda hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður GUÐNÝJAR JÓNASDÓTTUR. Sigfríð Einarsdóttir. Ottó Pálsson. Elín Einarsdóttir. Jónas Thordarson. Bára Gestsdótlir. Jónas Einarsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, RÁÐHILDAR .INGVARS- DÓTTUR. Páll Friðfinnsson. Kristín Pálsdóttir. Gunnar Pálsson. Á bílum í Dyngju- fjalladal. DÁNARDÆGUR. 1 fyrradag lézt að heimili sínu Bjarma- stíg 13 hér í bæ Svavu Ágústsdóttir, fyrr- um húsfreyja að Stekkjarflötum í Eyja- firði, móðir Þorsteins bæjargjaldkera. Demantsbrúðkaup. 60 ára hjúskaparafmæli eiga í dag hjónin Guðný Loftsdóttir og Guðmundur Guðmundsson fyrrv. hreppstjóri á Þúfna- völlum í Hörgárdal. íkviknun. Sl. laugardagskvöld kviknaði í húsi Dráttarhrautar Akureyrar við Torfunef. Slökkviliðið réði fljótt niðurlögum elds- ins, en nokkrar skemindir urðu á húsinu. Kviknað mun hafa út frá hitunartæki. Tekið ú móti gjöfum til bágstaddra Dana í Hann- yrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson. Sundsýning K. R.-inga hér sl. simnudag Jiótti hin á- nægjulegasta skemmtun. Á mánudagskv. kepptu Akureyringar við j>á í boðsundi kvenna og karla, og unnu sunnanmenn. — Einnig keppti Sigurður Jónsson frá Yzta- Felli við alnafna sijtn, íslandsmeistarann, en tapaði, þó að litlu munaði. Ólafur Magnússon sundketnnari ávarpaði K. R,- inga á eftir, þakkaði þeim komuna og árnaði þeim heilla. K. A. sá um móttökúr flokksins og bauð honum í skeaimtiferð í Vaglaskóg. HJÚSKAPUR. Ungfrú Valgerður Ltírusdóttir (Hinriks- sonar) og Egill Sigurð sson framkv.stjóri Sindra h. f. HJÓNABAND, Erla Haraldadóttir og Sverrir H. Magn- ússon íþróttakennari. Sólnœtur, skáldsaga eftir finns'ta skáldið Sillan- páa, er nýkomin út hjá íorlagi Pálma H. Jótwoiutr, Um síðustu helgi fór Ferða- félag Akureyrar í skemmtiferð til Öskju. í ferðinni voru 23 karlmenn og 1 kona af Akur- eyri og 2 karlmenn úr Reykja- vík. Farið var á 3 Ford-vörubif- reiðum af gerð 1930 og ’31. Á 'laugardagskvöld var ekið í Suð- urárbotna sunnan við Svartár- kot í Bárðardal. Á sunnudag vár ferðinni haldið áfram í bifreið- unum állt suður í Dyngjufjalla- dal, en sú leið hefir aldrei ver- ið farin á bílum. Gekk ferðin hið bezta. Á mánudag gengu 18 úr hópnum um Jónsskarð til Öskjuvatns, og var þá skaf- heiður himinn og hið ágætasta skyggni. Um hádegisbil á þriðjudag var snúið heimleiðis og komið kl. 7.30 um kvöldið niður að Svartárkoti. Fararstj. var Þorsteinn Þorsteinsson. Hef- ir hann skýrt svo frá, að uppá- stunguna að því að kanna leið þessa á bifreiðum hafi Páll Arason bilstj. frá Reykjavík átt, en hann ók einni bifreiðinni. Sammæltust þeir Páll og Þor- steinn síðan í ferð þessa. Aðrir bílstjórar voru Sigurjón Rist og Gísli Steingrímsson. Ferða- fólkið var mjög ánægt yfir ferðinni sem gekk mjög að ósk- um. Launasamningur við V erkakvennaf élagið Einingu. í gær tókust samningar milli Vinnuveitendafél. Ak. og KEA annarsyegar við Verkakv.fél. Einingu hinsvegar um kaup verkakvenna. Hækkar grunn- kaupið í almennri vinnu úr kr. 1.35 í. 1.55, við íshúsvinnu (aðra en hraðfrysting fiskjar) úr kr. 1.64 í 1.85 og kaup þvottakvenna úr kr. 1.56 í 1.80. Kaffitímar verða ekki greiddir. Hækkun í alm. dagvinnu er tæp. 15%, í íshúsvinnu tæp 13% og við þvotta um 15.4%, Júlíus Jónsson, Felli í Glerárþorpi I gær var til moldar b'orinn gamall og góður borgari okkar litla samfélags hér í Glerár- þorpi, Júlíus Jónsson í Felli. Júlíus var einn af þessum gömlu hæglætismönnum, sem LúSrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi annað kvöld (laug- ardagskv.) kl. 9 e. h. ef veður leyfir. —■ Stjórnandi Jakob Tiyggvason. Trompet- sóló Karl O. Runólfsson. Kvennadeild Slysavarnafél. Islands, Akureyri, heldur fund að Hótel KEA föstudaginn 14. júlí kl. 8.30 e. h. Fulltrú- ar á landsþingi Slysavarnafél. Islands mæta á fundinum og segja frétlir. Sextugsafmœli átti 12. þ. m. Helgi Eiríksson bóndi á Þórustöðum. við virðum öll og verðum svo fegin að kynnast í öllum ysnum og hávaðanum. Júlíus var hæg- látur og hljóður en ævinlega glaður, er á hann var yrt, vand- aður til orðs og æðis, ágætur verkmaður, ötull og sívinnandi, einn af þeim, sem sannarlega vinna, meðan dagur er. Júlíus var lengi veikur, en hans ágæta kona, synir og tengdadætur stunduðu hann af mikilli nákvæmni. Friður sé með þér, góði, gamli maður. Kunningi. Á g œ t ir SVEFNPOKAR fást í BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. A Ð V Ö R U N Bifreiðastjórar eru áminntir uin að \ * aka gætilega um bæinn og eigi hrað- ar en lög heimila. Lögreglustjórinn á Akureyri, 13. júlí 1944. SIG. EGGERZ. » S K R Á yfir gjaldendur til Lífeyrissjóðs íslands liggur frammi á skrifstofu bæjarfógeta frá og með 14. júlítil 28. sama mánaðar. Kærum út af skránni sé skilað til skatt- stjóra innan sama tíma Akureyri, 13. júlí 1944. Skattstjóri. Odýrustu og skemmtilegustu bækurnar eru bækur HJARTAÁSÚTGÁFUNNAR ÍSLENDINGUR kemur ekki út í næstu viki vegna sumarleyfa í prentsmiðj unni.. Næsta blað kemur út 28 júlí.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.