Íslendingur


Íslendingur - 03.08.1945, Side 2

Íslendingur - 03.08.1945, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudaginn 3. ágúst 1945 □ RÚN.: 5945856.: Afmælisf.: Messað sunnudaginn 5. ágúst: Akureyri kl. 11 f. h. —Lögmanns- hlíð kl. 1 e. h. Sextugsajmœli. Konráð Vilhjálms- son rithöfundur varð sextugur 23. júlí. Hann er fæddur að Sílalæk i Aðaldal, og bjó um 20 ára skeið á Hafralæk í sömu sveit. Ilann fluttist til Akureyrar 1930, og gerðist þá tímakennari við Gagnfræðaskólann og Iðnskólann. Hann hafði á hendi ritstjórn Islendings frá haustinu 1936 til loka þess árs. Konráð er prýðilega hagmæltur og licfir gefið út ljóðabókina Strengjatök. Einnig er hann snjall þýðari, og. hefir m. a. þýtt sögurnar „Dagur í Bjarnardal“ og „Glitra daggir, grær fold“, sem Bókaútg. Norðri hefir gefið út á íslenzku. Konráð er mjög vel að sér í íslenzkri tungu og þjóðlegum fræðum. Hjúskapur: Ungfrú Elín Guðjóns- dóttir og Steinjaór Jensen, kaupmað- ur. Ungfrú Herdís Jónasdóttir og Haraldur Vilhjálmsson. Andreas Holdö forstjóri síldar- verksmiðjunnar í Krossanesi lézt 26. f. m. í Bergen, er hann var á' leið til Islands. Hjartabilun varð honum að hana. Hann var 65 ára gamall, og hafði verið langdvölum hér á landi meira en 40 ár Og áunnið sér vin- sældir allra, er kynntust honum. Fimmtugsajmœli átli Kristinn Jónsson bóndi í Möðrufelli 23. júlí s. 1. 50 úra hjúskaparafmœli eiga í dag hin þekktu hjón frú Gerda og Ottó Tulinius IJafnarstræti 18 hér í hæ. Blaðið árnar gullbrúðhjónun- um allra heilla. Attrœður varð 31. júlí Júlíus Gunnlaugsson í Hvassafelli, áður hóndi ]:>ar. Mikill mannfjöldi heim- sótti afmælisbarnið. Júlíus var á sínum tíma einn stærsti hóndi í Eyja firði, en dvelur nú hjá Benedikt syni sínum, er rekur stórbúskap að Hvassafelli. .....pj Y////////////V///MW' Ég var á gangi á hafnarbryggj- unni nú fyrir skömmu, og. sá þar sjón, sem mér þótti eftii tektarverð. Þar lágu snurpunótabátar við bryggj una, og var breiddur segldúkur yíir nótina. Það, sem vár hér athuga- vert, var það, að íslenzki fáninn var málaður á seglið, hlýtur um leið ekki sjaldan að hafa verið gengið á honjum. Mér þótti þetla heldur óvið- felldið, og þykizt þó vila, hvernig á Jiessu muni standa.. Skipið, sem bát- ana átti, var héðan af Akureyri, og mun hafa verið í siglingum, en þá hefir seglið verið notað yfir lestar- hlera, og fáninn verið ' málaður á til Jiess að auðkenna skipið. Hins vegar þykir mér Jjessi „notkun“ ís- lenzka fánans, þegar engin þörf er Dánardœgur. Hinn 23. júlí lézt að heimili sinu hér i hæ frú Björg Guðnadótlir, kona Friðriks Sigurðs- sonar trésmiðs. S. I. Jjriðjudagilézt hér í sjúkrahús inu Ingimar Jónsson (frá Uppsöl- um) starfsmaður á Gefjun. Leiðretting. í grein í síðasta tbl. „Óvarlegar skotæfingar“, höfðu fall- ið niður nokkur orð í annarri máls- grein, og á hún að vera þannig: . „Um nýárið varð ég þess var, að kúlu hafði verið skolið í skýlið úr áttinni jrá Miðhúsatójtum. Nú hefir aflur verið skotið í skýlið, og hefir |>að verið gjört á tímahilinu frá kl. 5,30, laugard. 7. júlí til kl. 2 á sunnudag 8. júlí.“ — Það sem nið- ur féll, er hér prentað með hreyttu letri. Er höf. beðinn velvirðingar á þessum rhistökum. Ölvun á almannafæri hefir verið óvenju mikil í júlímánuði. Varð lögreglan að taka yfir 30 menn lil „gistingar“, auk þess sem hún flutti fjölda manns um horð í skip eða heim til sín. Flestir hafa hinir ölv- uðu menn verið hér á ferðalagi eða af skipum, er komið liafa hér til hafnar. Knattspyrna. Á þriðjudagskvöld- ið háði II. fl. knattspyrnumanna úr íþróttafél. Þór og Knattspyrnufél. Val í Reykjavík kappleik á Þórs- vellinum. Lauk leiknum með jafn- tefli 2 : 2. I gærkvöldi léku Valur og K. A. og vann Valur með 2:1. í kvöld keppir blandað lið úr Þór og K. A. við Val. 60 ára varð frú Guðný Jóhanns- dóttir Sniðgötu 1, 23. júlí s. 1. Guð- ný er hin mesta dugnaðar- og elju- kona og mörgum bæjarbúum að góðu kunn. Hún missti mann sinn fyrir 13 árum síðan frá mörgum börnum, en hefir komið Jjeim öllurn upp af eigin ramleik. Áttrœð varð frú Anína Arin- bjarnardóttir Lundargötu 8, hinn Grœnlandsjarið „Godthaab“ kom hingað í byrjun vikunnar á leið frá Danmörku til Grænlands. Gjajir til Elliheimilisins í SkjahL arvílt: Frá K. N. áheit 50 kr. frá ónefnd- um 7. júlí 50 kr„ frá ón. 25 kr„ frá Tr. G. og frú 20 kr„ frá ón. áheit 50 kr. Hjartans Jjakkir 26. f. m. Stefán 'Jónsson. Gólfdreglar margor tegundir — Fataverzlmi Tómasar Björnssonar h. f. | Akureyri Sími: 155 fyrir hana, eins og átli sér stað um Jjessa nótabáta, hera votl um hirðu- leysi fyrir fánanum, því einhvern- veginn hlýtur að liafa verið hægt að afmá fánann. Ég minnist Jjess, að citt sitin vakli svipuð meðferð fán- ans lmeyksli í Reykjavík, og Jjólti hin mesla óhæfa. Fáninn, er það þjóðartákn, sem skylt er að sýna virðingu í hvívetna, en tæplega get- ur það skoðast virðingarauki, að ganga á honum. FERÐAMENN, sem nú ber inikið á hér á Akureyri, munu hafa kvart- að yfir því, að ekki skuli vera liægt að fá leigð sundföt og Jjurrkur hér við sundlaugina. Margir vilja njóta sundsins, bæði vanir Jjví annars staðar frá, og þurfa hlátt áfram að skola af sér ferðarykið. Ég lala nú ekki um Jjégar sjómenn, sem hingað koma, eiga hlut að máli. Aðstaða þeirra til hreinlælis, t. d. á síldveið- unum, er ekki svo góð, að ekki væri full ástæða til þess að liðsinna þeim, svo sem hægt væri. Ég spurðist fyrir um það, hvernig á Jjví stæði, að ekki væru leigð handklæði og sundföl við sundlaugina, og fékk ]>á Jjær furðulegu upplýsingar, að allt, sem leigt væri eða hinað, bókstaflega gufaði upp, og sæist ekki örmull eftir. Nú, ég hafði eiimig veitt }>ví athygli, að í sumum ‘ búningsklefun- um voru ekki snagar, heldur naglar, og mér var sagt ]>að, að snagarnir hefðu horfið, og eina leiðin hefði verið að nota nagla. Þetta mun ]>ó hafa verið í tíð setuliðsins hér, en ekki er ]>ó Jjar með sagt, að setuliðs- menn hafi verið umgengnisverri en innfæddir. Satt er Jjað, að siðmenn- ing er ekki upp á marga fiska á Is- landi, Jjegar litið er á umgengni manna, cn þetta kastar ]>ó tólfunum. Að vísu má setja undir þann leka, að menn steli sundfötunum og hand- klæðunum með því, að láta húa þessa hluti til með sérstökum hætti, svo að ekki verði um villst hver eig- andinn sé. Þó er vafasamt að Jjelta dugi lil fulls, því að mér hefir verið sagt, að handklæðinn hafi verið stolið af snyrtiherbergjum hótela, og munu þau þó venjulega vera merkt. Það er ]>ví hér við ramman rcip að draga, og vonandi finnst einhver lausn á þessu máli, [jví að úr því að sundlaugin er til, þá er það menn- ingarmál fyrir bæinn, að geta gefið aðkomumönnum kost á að nota hana, þólt Jieir hafi ekki sundföl og þurrkur við hendina. Samt er annað í sambandi við sundlaugina jafnvel enn meira menningarmál. Hefi ég áður minnst á það atriði, en það eru búningsklefarnir og sólskýlið. Búningsklefarnir eru hreint vaiul- ræðafyrirtæki, og hænum til skamm ar. Það inun hafa verið kvarlað }>rá- faldlega yfir klefunum við bæjar- völdin, en undirteklir munu hafa verið daufar, í hæsta lagi óákveðin fyrirheit um eitthvað einhverntíma. Sólskýlið hefi ég einnig lalað um áður. Þessi „gatasólt“ í jafnvel full- orðnum karlmönnum er alveg ein- stök. Það má heita furðulegt, að sjá svo að segja í hvert skipti, sem komið er í sólskýlið, röð af smá- strákum, unglingum og fullorðnum inönnum, standa hokna við ]>að að kíkja í gegnum naglagöt. Og heyrt hefi ég svipaða sögu frá hinni lilið Jjessa götólta blikkskilrúms. Mér er spurn: Er ekki hægt að hafa skil- rúmið tvöfalt, negla bárujárn líka sunnan á bitana, sem halda þessu gatafyrirbrigði uppi? Ekki ætti Jjað að vera fjarska dýrt né lengi gert. Kannske það verði eins og íleira hér, að skilrúmsmynd þessi verði látin slanda þar til ekkert er eftir og ekki um neitt, sem sólskýlis- nafn gelur horið, lengur að ræða? Op ur því ég er á annað borð Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, Ingimar Jónssan, andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 31. júlí. — Jarðar- förin er ákveðin þriðjudaginn 7. ágúst og hefst með kveðjuathöfn í Akureyrarkirkju kl. 1 e. h. — Jarðsett verður að Munkaþverá. María Kristjánsdóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Bjargar Guðnadótfur. VANDAMENN. Hjartans jmkkir lil barna, lengdabarna, vina og kunningja, jyrir hlý handlök,höfðinglegar gjajir, blótn og skeyti á sextugsafmœli núnu 23. júlí síðaslliðinn, Guð blessi ykkur öll. GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR. Hjartans Jmkklœti til allra þeirra, er glöddu mig á einn eða annan hátt ú 75 ára afmœlinu mínu. Eg bið Guð að blessa ykkur öll. GUÐNÝ ÞORLÁKSDÓTTIR Ægisgötu 19. farinn að tala um séinlæti þess opin- hera um ýmislegt, sem betur mætti fara, ‘án þess að til stórfyrirtækja geti talizt, J>á detta mér almennings- salernin í hug. Ég hefi tvívegis áður drepið á ]>að mál, og hin blöðin hafa einnig ritað um Jjað. En ]>að er sama hvað sagt er, blessuð bæj- arstjórnin lætur sér hægt. Mér hefir nú verið sagt það í fullri alvöru, að ]>að sé ekki gert ráð fyrir slíkum hyggingum á skipulagsuppdrætti bæjarins Jjeim nýjasta, ekki frekar en póstkassa á pósthúsinu, og satt er J>að, að salerni munu fyrr hafa fallið niður af uppdráttum. En Jjað er Jjó varla, að ég fái mig til Jjess að trúa Jjessu, Jjegar heill hær, og ekki rninni umferð heldur en er hér á öllum tímum árs, á hlut að máli. Svo voru líka hæði húsameistari ríkisins og skipulagssljóri á ferð hér fyrir skönunu, og Jjað hefði átt að vera liægt að koma ]>eim í skilning urn þörfina á þessum nauðsynlegu byggingum meðan Jjeir voru hér, jafnvcl þótt þeim skildist Jjað ekki meðan Jjeir voru í höfuðstaðnum, að Akureyri hefði nokkuð með al- menningssalerni að gera. En mikið afskaplega yrðu bæjarbúar og ferða menn háttvirtri bæjarstjórn þakk- látir, ef þeir vildu nú hugsa málið í nokkra mánuði, og gera svo eitt- hvað fyrir næsta sumar, því fyrr er víst engin von um framkvæmdir -— héðan af. B V Teskeiðar (litlar) Kaffiskeiðar Matskeiðar Gafflar allt úr silfurnikkel. Verzl ESJA. Húseignin Hafnarstræti 84 i (gamla síma-.og pósthúsið) er til sölu. Neðsta hæðin er þegar I \ laus, en efri hæðirnar verða væntanlega rýmdar fyrir 1. okt. I i n. k. þíánari upplýsingar gefnar á skrifstofu minni. i Tilboð sendist mér fyrir 20. ágúst n. k. i Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna = i öllum. i Símastjórinn ;í Akureyri, 30. júlí 1945. Gunnar Schram. | Krossviðar i g væntanlegur fljótlega X 1 Byggingavöruverzlun | | Tómasar Björnssonar li. f. | |Sími: 489. Akureyri |

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.