Íslendingur - 10.08.1945, Side 1
• 2*
árg. Fösludaginn 10. ágúst 1945 ' 32. tbl.
Fjðrðnngssambanð
lorilemiinga
stofnað 14. júif.
FYRSTA ÞING ÞESS SAMÞYKKIR MARKVERÐAR ÁLYKTANIR.
ÝMSAR
FREGNIR
Atvinnumálaráðuneytið hefir gert
samninga um smíði á 31 vélskipi
hér á landi, 16 skipum 35 rúmlesta
og 15 skipum 55 rúmlesta. Meðal
skipasmíðastöðva, er samið hefir
verið við, er Skipasmíðastöð Krist-
jáns Nóa Kristj ánssonar Akureyri.
★
Golfmóti íslands lauk 3. þ. m. 1
meistaraflokki kepplu til úrslita
Gunnar Hallgrímsson tannlæknir
Akureyri og Þorvaldur Ásgeirsson
Reykjavík. Léku þeir 54 holur og
voru þá jafnir. 4 næstu holur jöfn-
uðu þeir einnig, en 59. holuna vann
Þorvaldur og þar með „Golfmeist-
ara-”titilinn.
★
Kjartan Jóhansson hlaupari selti
nýlega nýtt met í 800 metra hlaupi
á 1 mín. 57.8 sek. Gamla metið var
2 mín. 0.2 sek. Methafi Ólafur Guð-
mundsson K. R.
*
Nýlega kviknaði í íhúðarhúsi á
Siglufirði, og brann húsið innan, en
húsgögn eyðilögðust af eldi og vatni
Eigandi hússins var Halldór Guð-
mundsson.
★
Gísli Guðmundsson þingmaður
Norður-Þingeyinga hefir sagt af sér
þingmennsku vegna vanheilsu. —
Kosning alþingismanns fvrir sýsl-
una fer frain 18. sept. n. k.
★
Fimm menn brenndusl í Olafsvík
sl. þriðjudagskvöld, er sprenging
varð þar i vélarrúmi báts. Brennd-
ust þeir einkum á andliti og höndum
og einn svo, að flytja varð hann í
sjúkrahús í Reykjavík.
★
Nokkur lilfelli af lömunarveiki
hafa komið upp í lleykjavík. Einn
sjúklingur hefir dáið, en önnur til-
felli reynast fremur væg.
★
Auka-búnaðarþing kom saman í
Ileykjavík 7. þ. m. og stendur yfir
þessa daga.
★
Brezkir og handarískir vísinda-
menn hafa fundið upp aðferð lil að
beízla orku atomsins, og mun þar.
vera um að ræða eina mestu upp-
finningú mannkynsins. Hefir tekizl
að framleiða sprengju með þessari
aðferð, er jafngildir 20 þús. smál.
af dynamiti. Var einni slíkri
sprengju varpað á horgina Hiros-
himo í Japan nýlega, og er borgin
talin öll í rústum eftir.
★
Síldveiðin
gengur mjög treglega enn, og var
síldaraflinn í byrjun vikunnar helm-
ingi minni en á sama tíma í fyrra.
Aflahæsta skipið var Snæfell á Ak-
ureyri með 5296 mál. Sú sild, sem
veiðst hefir undanfarna daga, hefir
mestöll farið í söltun. Helzt hefir
síldar orðið vart á Grímseyjarsundi
og í kringum Grímsey.
LÉREFTSTUSICUR
Kaupurn við hœsta verði.
— Hreinar —
Prentsmiðja
Björns Jónssonar h. f.
Fjórðungssamhand Norðlóndinga
var stofnað á Akureyri 14. júlí og
hið fyrsta þing þess háð 14. óg 15.
júlí s. 1. Undir.búningsnefnd kjörin
af fundi pfesta, kennara og leik-
manna 1944, sem Páll Þorleifs-
son, prestur að Skinnastað, séra
Friðrik Rafnar, Akureyri og Snorri
Sigfússon, námsstjóri skipuðu, höfðu
boðað lil stofnfundarins og ritað
öllum sýslu- og bæjarfélögúm norð-
anlaiíds og óskað eftir að ]iau kysu
2 menn hvert, og jafnframt var iill-
um hæjarfógelum og sýslumönnum
fjórðungsins hoðið á fundinn.
Því nær öll sýslu- og bæjárfélög
kusu fulltrúa og mæltu flestir þeirra
á stofnfundi. Þingið selli séra Frið-
rik Rafnar, vígsluhiskup, en forsetar
voru þeir Einar Árnason, Eyrar-
landi, Guðbrandur Isherg, sýslu-
maður, Blönduósi og Þórarinn Eld-
járn, Tjörn, en ritarar Jón Gauti
Pétúrsson, Gautlöndum og Gunnar
Grímsson, kaupfélagsstjóri, Skaga-
strönd.
Skagfirðingar höfðu kjörið full-
trúá, en þeir gátu ekki mætt, og eng-
ir fulllrúar komu frá Siglufirði né
Vestur-Húnavatnssýslu.
Samhandið setli sér lög og fund-
arsköp. Skal þingið haldið árlega,
sem mest til skiptis innan fjórðungs-
ins.
Tilgangi Samhandsins er þannig
lýst í 2. grein laganna:
„Höfuð markmið samhandsins er
að sameina sýslu- og hæjarfélög
Norðlendingafjórðungs um menn-
ingar og hagshótamálefni hans og
stuðla að því að félögin komi fram
sem heild úl á við, bæði þegar um
sameiginleg framfaramál þeirra er
að ræða, og einnig til stuðnings vel-
ferðarmálúln einslakra , sýslu- og
bæjarfélaga, eftir því sem við verð-
ur komið.
Sérstaka áherzlu vill samhandið
leggja á að vinna að varðveizlu
sögulegra minja innan fjórðungsins
og annarra þeirra tengsla milli for-
tíðar og nútíðar, sem hverri menn-
ingarþjóð eru nauðsynleg.“
Eftirfarandi lillögur voru sam-
þykktar á þinginu:
a. „Fjórðungsþing Norðlendinga
skorar á hreppsnefn^dir, sýslunefndir
og hæjarstjórnir norðanlands að
leggja fram nokkrá upphæð, hverjar
um sig, til mýndunar minjasafns
innan fjórðungsins. Sé sem fyrst
hafist handa um söfnun gripa til
minja um atvinnurekstur og híhýla-
háttu horfinna kynslóða, er séu i
varðveizlu viðkomandi sýslu- og
bæjarfélaga, unz þeim er fenginn
samastaður til framhúðar.“
h. „Fjórðungsþing Norðlendiitga
telur að stefna beri að því, að ár-
lega sé haldin innan fjórðungsins
námskeið í meðferð bátavéla og bif-
reiða, og próf í þessúm greinum séu
tekin norðanlands að loknu námi
og prófskírteini veilt af hlutaðeig-
andi prófdómendum.“
c. „Fjórðungsþing Norðlendinga
vill styðja þá hugmynd Skagfirð-
inga, að Jóni Arasyni verði reistur
veglegur minnisvárði á Hólum fyrir
1950, og skorar á alla Norðlendinga
að taka hönclum saman og leggja
fram fé í þessu skyni, og það svo
riflega, að það« megi verða lands-
fjórðungunum til sóma, og vottur
]iess að Norðlendingar kunni að
meta minningu þessa norðlenzka
höfðingja."
<1. „Fjórðungsþing Norðlendinga
felur framkvæmdaráði að leita til
sýslunefnda og hæjarstjórna um ár-
legt fjárframlag til þess að afla af-
rita af öllum prestjtjónustuhókum
þjóðskjalasafnsins. Sé þctla upphaf
skjalasafns Norðlendiuga, er varð-
veitist sem deild við Amtshókasafnið
á Akureyri.“
Flutningsmenn að framanrituðum
tillögum voru séra Páll Þorleifsson
og Snorri Sigfússon.
e. „Fjórðungsþing Norðlendinga,
háð á Akureyri 14. og 15. júlí 1945,
lýsir ánægju sinni yfir því að stofna
á fullkomið fjórðungssjúkrahús á
Akureyri, og heitir á alla aðila að
vinna kappsamlega að fullnaðar-
lausn þessa mikla velferðarmáls
fjórðungsins, og reyndar landsins
alls. Skorar þingið á bæjarstjórnir
og sýslunefndir áð styrkja málið
mcð fjárframlögúni, eftir því sem
efni standa til. Ennfremur heinir
þingið þeirri ósk lil fulltrúa sinna
og áðurnefndra héraðsstjórna að
heila sér fyrir almennum samskot-
um um Norðurland i því skyni að
hrinda málinu sem fyrsl og örugg-
ast í framkvæmd.“
Flutningsmaður lillögunnar: Bryn-
jólfur Sveinsson.
f. „Þing fjórðungssambands Norð
lendinga, haldið á Akureyri 14. og
15. júlí 1945, leyfir sér að skora á
ríkisstjórn lslands að heita sér fyrir
því að sem fyrst verði afnumdar
allar hömlur stríðsáranna, er tor-
velda frjálsa vöruflutninga að og
frá landinu. Jafnframt skorar þing-
ið á Eimskipafélag íslands a,ð hefja
aftur heina löruflutninga. þ. e. án
umhleðslu, að og frá höfnum norð-
anlands, svo fljólt sem því verður
við komið.“
Flutningsmaður tillögunnar: Guð-
hrandur lsherg.
g. „Fj órðimgsþing Norðlendinga,
haldið á Akureyri claganu 14. og
15. júlí 1945, leyfir sér að skora á
stjórnarskrárnefnd að alhuga gaum-
•gæfilega hvort ekki sé rélt að taka
upp í hin nýju stj órnarskipunarlög
ákvæði er heimili — eða fyrirskipi
— að landið skiptist í 4—6 fylki,
sem fái í hendur nokkurt sjálfstjórn-
arvald, jafnframt því að þeim,
hverju um sig, sé ætluð lilsvarandi
og eðlilcg hlutdeild í ráðstöfun á
tekjum ríkisins innan sinna vé-
banda.
Geli stjórnarskrárnefnd, að áður-
nefndri athugun lokinni, ekki fallist
á að ákvæði um að fylkjaskipan sé
að svo stöddu upp tekin, þá leyfir
íjórðungsþingið sér að leggja á-
herzlu á það, að stj órnskipunarlög-
in veiti á annan hált svigrúm til
löggjafarþróunar í þá átt, að sér-
málum héraða — eða samband
þeirra á milli — geti fjölgað."
Flutningsmenn tillögunnar: Jón
Gauti Pétursson og Karl Kristjáns-
son.
I fjórðungsráð til næstu 3ja ára
voru kosnir: .sr. Páll Þorleifsson,
Skinnastað, Karl Kristjánsson, odd-
vili, Húsavík og Brynjólfur Sveins-
son, menntaskólakennari, Akureyri,
og til vara: Snorri Sigfússon, náms-
stjóri, Guðhrandur Isberg. sýslu-
maður og Þorsteinn Símonarson,
bæjarfógeti, Olafsfirði.
Um sl. helgi fór 16 manna hópur
úr Ferðafélagi Akureyrar í skemmti-
ferð suður á Sprcngisand, Lagt var
aj stað kl, 3.30 á laugardag og hald-
ið jram Eyjajjörð, upp Vatnahjalla-
veg, jram að Urðarvötnum og tjald-
að við suðurenda þeirra, Á sunnu-
dag var ekið allt suður að Fjórð-
unggkvísl, en hún fellur úr Tungna-
fellsjökli. Þar hvildi hópurinn sig,
cn nokkrir gengu í Jökuldal. Síðan
var ekið norður Sprengisand, yfir
Kiðagil, og þar komið á slóð Páls
Arasonar, er' skönnnu áður hafði
ekið suður Sprengisand upp úr Bárð
ardal. Var síðan haldið eftir þeirri
slóð niður að Mýri í Bárðardál, en
þangað var náð kl. 3.30 á mánudags
nótt. Veður hafði verið hið bezta,
nenra livað sandrok olli nokkrum ó-
þægindum síðasta áfangann ofan af
öræfunum.
Farið var í biír. V Ferðafélags-
ins, sem er háhjóluð herhifreið, og
óku henni Þorsteinn Þorsteinsson og
llalldór Bárðarson, en auk ]>ess fór
Edvald Malmqúist með í ferðina í
jeppabíl sínum. Vegalengdin, sem
farin var í óhyggðum, taldist vera
um 200 km.
Blaðið hefir átl tal við fararsljóra
þessarar ferðar, Þorstein Þorsteins-
son. formann Ferðafélagsins, og tel-
ur liann veginn fram úr Eyjafirði
sæmilega færan háum hílum, og vel
auðið að aka víðsvegar um hálend-
ið milli Tungnafellsjökuls og IJofs-
jökuls. Þá telur hann sennilegl, að
ekki þurfi miklar lagfæringar til að
Verð kjöts af sumar-
slátruðu fé og kartöfl-
um óliáð vísitölunni.
Nýlega liaja verið gefin út bráða-
birgðalög, jyrir tilstilli fjármálaráð-
herra, um að verðlag á kjöti aj sum-
arslátruðu fé og nýjum kartöflum,
sem seldar verða í sumar, gangi
ekki inn í vísitöluna.
Undanfarið hafa kartöflur ekki
íengist nema á „svörtum markaði“,
þar sem enginn vill selja nýjar kart-
öflur fyrir sama verð og gamlar. —
Vegna bráðabirgðalaganna ættu
þær að komast á frjálsan markað og
sumarslátrun dilka að verða fram-
kvæmanleg.
I tíð fyrrverandi stjórnar hækk-
aði sumarverð nýrra kartaflna vísi-
töluna um 15 stig, og má nærri geta,
að slík skyndihækkun. vísitölunnar
hefir haft mjög óþægileg álirif á
verðlag og kaupgjald í landinu og
orðið til að auka dýrtíðina að veru-
legum mun. Með bráðabirgðalögun-
um er loku fyrir það skotið, að sú
saga endurtaki sig.
aka alla leið að Tungnaá, en sunnan
hennar er bílfært niður í Landssveit.
Kvað Þorsteinn Ferðafél. Akureyrar
hafa í hyggju að aka á þessar slóðir
aftur um aðra helgi. Geta þeir, er
]iátt vildu taka í förinni, fengið upp-
lýsingar hjá honum.
Norskar fjölskyldur
hverfa heim eftir 5 ára
dvöl á Akureyri
Skömmu eftir hernám Noregs
kom hingað til bæjarins flóttafólk
frá Noregi, og hefir ein fjölskylda
dvalið” hér síðan í nóvemher 1940,
fjölskylda Niels Davik skipstjóra og
eiganda m/s Koralen I, sem allir
bæjarlniar kannast við. 1 fjölskyld-
unni var Niels Davik og kona hans,
6 hörn þeirra og 4 tengdabörn. Enn-
fremur 4 barnabörn, eða alls 16
manns. Fór fjölskylda þessi áleiðis
heim lil Noregs sl. þriðjudagskvöld,
og voru þá 20 í hópnum, því 4 börn
höfðu bætzt við í fjölskylduna, með
an hún dvaldi hér. Nicls Davik skip-
stjóri er fæddur 20. sept. 1888 og
frú Jóhanna Davilc 19. des. s. á. Eru
hjón þessi og öll hörn þeirra mesta
dugnaðar- og ágætisfólk. Á þessum
árum hefir einn sonurinn, Ingebrigt,
stundað nám í Menntaskólanum. —
Allmargir bæjarbúar voru viðstadd-
ir, cr Koralen lagði frá landi og árn-
uðu fjölskyidunni fararheilla.
Okuferð úr Eyjafirði um
Vatnahjalla og Sprengisand
Komið uiður að Mýri í Bárðardal