Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1949, Blaðsíða 1

Íslendingur - 21.12.1949, Blaðsíða 1
XXXV. árg. Miðvikudagur 21. desember 1949 49. tbl. Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosningarrar. í fyrrakvöld var gengið endanlega fró lista Sjólf- stæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 29. janúar 1950, ó sameiginlegum fundi Sjólfstæðis- félaganna, er haldinn var í Samkomuhúsinu. — Verður listinn þannig skipaður: / 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. Helgi Pálsson, forstjóri Jón G. Sólnes, fulltrúi Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður Sverrir Ragnars, kaupmaður Eiríkur Einarsson, verkamaður Karl Friðriksson, verkstjóri Jón Hallur Sigurbjörnsson, bólstrari Jón Geirsson, læknir Gunnar H. Kristjánsson, kaupmaður Einar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Eggert Jón8son, lögfræðingur Magnús Bjarnason, skipaeftirlitsmaður Páll Sigurgeirsson, kaupmaður Haraldur Guðmundsson, iðnverkamaður Sigurður Guðlaugsson, rafvirki Snorri Kristjánsson, bakari Jón Þorvaldsson, trésmíðameistari Guðmundur Jónasson, bílátj óri Snorri Sigfússon, útgerðarmaður Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup Jónas G. Rafnar, alþingismaður Indriði Helgason, rafvirkjameistari. ISLENDINGUR óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og góðs komandi órs. Reksturstrufianir við Laxá F R ú Alma Thorarensen móðir Odds lyfsala og þeirra syst- kina lézt að heimili sínu Grænugötu 6 hér í bæ, aðfaranótt 18. þ.m. Hún var komin nokkuð á níræðisaldur. SÝNINGAR Á PILTI OG STÚLKU HEFJAST EFTIR VIKU Leikfélag Akureyrar er nú að ljúka æíingum á sjónleiknum „Pilti og stúlku“, sem skrifaður er eftir samnefndri sögu Jóns Thoroddsen. Er búizt við, að frumsýning geti orð- ið á milli jóla og nýárs. Um 30 manns koma fram í leikritinu, og eru sumir þeirra nýliðar hér. Leik- stjóri er Jón Norðfjörð. Til athugunar um jólin. (Lciðbeiningar og tilmœli frá Rafveitunni). Mesta rafmagnsnotkun ársins hef- ir ætíð verið á aðfangadag jóla. Er þá meiri hætta á rafmagnstruflunum en aðra daga ársins, t. d. að sjálf- virkir rofar falli út eða öryggi brenni í spennistöðvum svo að ýms- ir hlutar kerfisins verða straumlaus- ir. En einkum er þó hætta á tilfinn- anlegu spennufalli vegna ofhleðslu á rafmagnskerfinu og í orkuverinu. Er því nauðsynlegt, að hver og einn rafmagnsnotandi spari rafmagn og noti það ekki til hitunar meira en brýnasta nauðsyn krefur. Athugið, að einn kílovvatts ofn tekur eins mik- ið rafmagn og 25 meðalstórar perur eða heilt hús með Ijósum í öllum lampastæðum. Munið ennfremur, ef þér hafið rafmagnstæki, sem þér vitið að trufl- ar útvarp, að nota það ekki á útvarps tíma, annars eigið þér á hættu að gera mörgum gramt í geði, sem hugsa þá miður vel til yðar. Innanbæjarkerti rafveitunnar Gleðtleg jól! í sambandi við aukningu Laxár- virkjunar hafa verið gerðar allýtar- legar mælingar af raforkumálastjóra (raforkumálastjóra var falinn undir- búningur að aukningu virkjunarinn- ar), kringum Mývatn og við ósa Laxár. Einnig hafa mælingar verið gerð- ar á ýmsum stöðum til þess að fá yfirlit yfir landslagið og ganga úr skugga um, hvort hægt væri að hækka Mývatn, án þess að sú hækk- un yrði landeigendum að tjóni. Loks hafa verið gerðar dýptarmælingar og jarðboranir í norðvesturhluta Mývatns, þar sem krapas'.ýflur aðal- lega myndast fyrst, í frosta- og hríð- arveðrum. Þessum mælingum var lokið í sum- ar sem leið, og er nú ve.rið að vinna úr þeim, svo að væntanlegar tillögur um að bæta úr rennslistruflunum í Laxá munu liggja fyrir seinni part- inn í vetur, svo að hægt sé að byrja framkvæmdir á vori komanda. Þegar raforkumálastjóri og raf- veitunefnd voru við Mývatn í sumar, voru ýmsar tillögur til að bæta úr truflunum, ræddar. Ein var sú, að dýpka frárennsli Mývatns á alllöngu svæði og beina aðalrennslinu að Geirastaðakvíslinni. Um leið þurfti að breikka farveginn svo að hann gæti tekið við meira vatni. Oðrum tillögum er erfitt að lýsa fyrir þeim, sein ekki þekkja staðhætti. í október s.l. var fundur haldinn í Reykjahlið með landeigendum við Mývatn og rafveitunefnd, og fór nefndin þá fram á, að fá leyfi til að stífla tvær kvíslar úr vatninu og beina öllu rennslinu að þriðju kvísl- inni. Þetta var samþykkt af landeig- endum, en með því skilyrði, að vatns- borðið i Mývatni mætti ekki hækka. Samþykktin átti að gilda í eitt ár. Þegar til framkvæmda kom, kom í ljós, að brýr sem eru á kvíslinni þurfti að hækka talsvert, en þær reyndust svo lélegar, að þær hefðu ekki þolað að það væri gert. Þurfti þá að byggja nýjar brýr, með tals- verðri fyrirhleðslu, og var sá kostn- aður áætlaður um hundrað þúsrrnd krónur. Þótti tvísýnt að leggja svo mikið fé í þetta, þegar leyfið fékkst ekki nema til eins árs, enda óvisst uin árangur, úr því að ekki fékkst leyfi til að hækka Mývatn. Til þess að hafa eftirlit með rennsl- inu í Laxá í vetur, hefir verið ráð- inn maður til að annast daglegt efdr- lit og bæta úr rennslistruflunuin eins fljótt og unnt er. Oflast er versta veður, þegar krapastíflur myndast og trufla rennslið, grenjandi s'.ór- hríð og hörkufrost, og er erfitt að vinna úti, þegar ekki er hægt að sjá nema fáeina metra franiundan sér, jafnvel í dagsbirtu. Rennslið í Laxá er um 35 m3 á sek. og vélarnar í orkuverinu nota við fullt álag ca. 16 m3, svo að það er skiljanlegt, að útkoinan verði ekki góð, þegar mestur hluti þessa vatns er s'.öðvaður, enda er þá oftast ekki hægt að hafa meira álag en tæplega 2000 kw. Þegar Laxárvirkjunin tók til starfa árið 1939, var hægt að fram- leiða 1800 kva. og voru þá 7 spenni- stöðvar í bænum með um 2400 kva. Árið 1944 bættist ný vélasam- stæða við í orkuverinu með 3600 kva. orku og geta báðar samstæður því framleilt samtals 5400 kva. í orkuverinu. I sambandi við aukningu orku- versins þurfti mikla aukningu á bæj- arkerfinu og hefir verið unnið að því undanfarin ár, eftir því sem efni og gjaldeyrir hefir fengizt, en á því hefir oft staðið. Ýmsir aðrir erfiðleikar hafa verið við að koma þessu í framkvæmd, t. d. hefir afgreiðslutimi efnis verið allt upp í tvö ár eða jafnvel lengri. Nú eru þó koinnar í notkun 22 spennistöðvar með 7000 kva. og mikill liluti bæjarkerfisins kominn í jörð. Fáist innflutnings- og gjald- eyrisleyfi mun mega gera ráð fyrir, að á næsta ári verði bæjarkerfið komið í nokkurn veginn viðunandi horf. Efdrfarandi tölur sýna, hve miklu fé hefir verið varið til aukn- ingar bæj arkerfisins undanfarin ár: Árið 1943 .... kr. 696 þús. — 1944 .... — 347 — — 1945 .... — 426 — — 1946 .... — 578 — — 1947 .... — 414 — 1948 .... — 700 — Að lokum vil ég upplýsa, að raf- stöðin á Hjalteyri var tengd við Framh. á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.