Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.03.1950, Blaðsíða 2
* fSLENDINGUR Miðvikudagurinn 22. marz 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Okostir lands- verzlunar. Rauðu flokkarnir á Alþingi hafa löngum tönnlast á því, að frjáls verzlun væri hið mesta böl, en lands- verzlun hins vegar allra meina bót. Alþýðuflokkurinn hefir jafnvel látið þá skoðun í ljós, að landsverzlun ein út af fyrir sig væri þess megnug að leysa hin erfiðu efnahagsmál þjóðarinnar, sem nú er aðalviðfangs- efni þings og stjórnar. Og kommún- istablöðin krefjast samtímis þess, að liinu stórkostlega skriffinnskukerfi hins opinbera sé aflétt og að tekin sé upp landsverzlun, enda þótt skrif- 'finn'ská við slíka stofnun rnyndi verða ntörgum sinnum meiri en við nokkra þá ríkisstofnun, er vér höf- um áður haft. Ókostir íandsverzlunar eru flest- um ljósir, og eru þeir m. a. dregnir fram i greinargerð hagfræðinganna, sem fylgir geftgisskráningarfruin- varpinu. Þar segir svo: Það, sem'sagt hefir verið hér að framan um haftastefnuna, á einnig við, ef tekið er upp fyrirkomulgg hinnar svokölluðu landsverzlunar, þi e. ,að ríkið hafi einkarétt á ölluni innflutnÍHgi., 011 innkaup á erlendum varningi yrðu þá gerð af fastlaunuð- um emhættisnTÖnnum, sem ekld ættu néitt í ‘húfi fjárhagslega, hvernig innkaup sem þeir gerðu. Óskir iieyt- endanna, eins og þær koma fram í frjálsu vali þeirra, hefðu þá eklci lengur nein bein áhrif á -það, hvað inn. . væri flutt. -Alvarfegastf ágalli' sliks fýrirkomuiags væri þó sá, að landsverzlun gæti gert hversu óhag- kvæm innkaup, sem væri, án þess -að rnistökin yrðu almenningi Ijós. þar - sem innkaup annarra væru nú ekki lengur til samanburðar, ‘en slíkur samajiburðargrundvöllirr er þó til að einhverju'leyti jafnvel með haftafyr- irkomulagi því, sem nú er « r Agæt sala Kaldbaks Síðastliðinn miðvikudag seldi Kaldbakur afla sinn, 3926 kits, í Bretlandi fyrir 11.051 sterlingspund. Samkeppni um minja flripi. Það er löngu orðið ljósara en frá | þurfi að segja, að mikiil hörgull er hérlendis á smekklegum og heppi- legum listiðnaði, sem bjóða mætti erlenduin ferðamönnum sem minja- gripi um Island. Lítill gripur sem ferðalangur tekur með sér heim til minningar um afskekkt og lítið þekkt land, hlýtur ávalt að móta að nokkru skoðanir fólks á landinu, og virð- inguna fyrir því. Sérstaklega gildir slíkt um ferðamenn, sem stanza að- eins drykklanga stund á flugvellin- um við Keflavík, og fá enga aðstæðu til að kynnast landi og þjóð, hema í af því litla sem þeir geta keypt af i minjagripum í verzluninni þar. Séu i hlutir þessir að öllu leyti smekklegir j og fallega unnir, fer ekki hjá því, að : þeir skapi virðingu og áhuga fyrir í þjóðinni, og verði okkur góð land- i kyrming. j í\ú er það vilað, að mikið er unn- ið af fallegri listiðju i landinu, og að margt þeirra hluta er sérkenni- legt fyrir íslenzka menningu og hefð, þólt lílið sé af því á boðstólum. Einnig eigum við fjölmarga hagleiks- menn, jafnt konur sissr karla, sem gætu rutt nýjar hrautir í listiðnum og þannig skapað mcnningu okkar ný verðmæti, og landkynningu okkar betii möguleika. Ekki sízt er-u til mörg listiðnaðarfy rirtæki í landinu, sem gætu, ún mikillar röskunar, breytt hluta af framleiðslu sinni i það horf, að um tilvalda minjagripi væri að ræða. Hér virðizt ]iví ekki vera um skorl möguleika að ræða, heldur einungis um skort á framtaks- semi. Þar sem við undirrilaðir aðilar teljum mál þetla okkur mjög skylt, og úrbót þessa brýn nauðsyn, höf- uni við ákveðið að efna tii samkeppni uin ullt land, urn fallega minjagripi. Um tilhögun og framkvæmd þess- hrar fyrirhuguðu samkeppni er þetta að' segja : ' Engin takmörk eru sett fyrir teg- und grijranna. Kemur. allt til greina sem heppiiegir minjagripir geta tal- izt, svo sem hverskonar hannyrðir, trésmíðagrijiir, málmsmíði, skarl- gripir. leirmunir, leðurmunir, leik- föng, brúður og ýmiskonar föndur, svo fátt eitt sé nefnt. Það eina, sem binda verður nokkrum takmörkum, er verð hlutanna, sem sendir eru, þó ekki sé það frágangssök. að einstaka fagur 'grlpur sé nokkuð dýr. Þeir aðilar sein að samkejrpninni slanda, hafa valið þriggja manna dómnefnd, hinna fremstu manna, sem kostur er á. Þegar allir þeir grip- ir sem til samkepjminnar berast eru komn'r á einn stað, verða þe'.r af- lientir rlómnéfnd, nafnlausir, og vel- ur hún allt það úr, sein heppilegast getur lalizt. Hefur þá verið ákveð- ið eins og gerl er á hinum Norður- löndunum, að mcrkja þá gr.ipi, sem þannig eru valdir, sérstöku viður- 'kenningarmerki, og heldur framleið- andinn því merki, geri liann fleiri samsvarandi gripi. Grijrir þessir sæta síðan forgangsrétti á þeim stöðum, 1. d. bæði i Keflavík og í Reykjavík, þar sem erlendum ferðamönnum verður sérslaklega ráðlagt að verzla, og verður athygli þeirra vakin á við- urkenningarmerkinu. A meðal þess- ara grijra verður síðan dæmt um þrjá hina beztu, og verðlaun veitt sam- kvæmt því: 1. verðlaun kr. 1000,00, 2. verðlaun kr. 700,00 og 3. verðlaun kr. 500,00. Frestur lil þess að skila gripum til samkeppninnar, er ákveðinn til 30. apríl næstkomandi. Skal senda þá til Ferðaskrifstofu ríkisins, annað hvort á Akureyri eða í Reykjavík, í góðum umbúðum, og skulu urnbúð- irnar merktar „Samkeppni“. Nafn og lieimilisfang sendanda skal fylgja með hverjum grijr í viðlögðu um-’ siagi, og verða dómnefnd þá afhent- ir gripirnir tölusettir, en nafnlausir. Einnig er nauðsynlegt að greina frá verði, og skai það vera hið sama og sendandi treystir sér til að framleiða vöruna fyrir framvegis, að óbreyttum aðstæðum, sé um fleiri samkynja hluíi að ræða. Ef hægt er að koma i því við á smekklegan hátt, er æski- legt að merkja gripina „Iceland“. Eru iill likindi fyrir því, að þeir sem skilað gela smekklegum gripuin í samkeppni þessa við hóflegu verði, geti framvegis átt tryggan markað fyrir framlciðshi sína. Eiinfremur er ráðgerl, ef mikið berst góðra rnuna, að halda á þeim sýningu að samkeppninni lokinni, Qg jafnvel að sen'da úrval þeirra á er- lendar minjagrijTásýningar. Sérstaklega er því beint til allra öryrkja, vinnuhæla, sjúkrahúsa og annarra, þai; gern góðar aðstæður eru lil lómstundavinriu, að taka þátt í samkejjjini þessari, en ekki síður lil allra fyrirtækja og einstaklinga, sem frainleiða Jistiðnað af einhverjti tagi. Það skal og tekið fram, að dóm-. nefnd sú, sem valin hefur verið, mun starfa áfram að samkejrjminni lok- inni, og veita grijium viðtöku, en. þeir sem berast eftir umræddan tíiua 30. apríl, koma að sjáli’sögðu ekki tíl greina við verðlaunaveitingu né sýningu, ef haldin verður. Með álökum manna um allt land er það von okkar, að samkeppni. þessi geli orðið spor í þá átt, að efla fagran listiðnað í lanclinu, veita því fólki, sem sendir góða gripi, markað fyrir framleiðslu sína, og skapa um leið erlendan gjaldeyri til handa þjóðinni. En þó fyrst og fremst hitt, að. þeir minjagripir. er úr landinu fa a. geti orðið þjóðinni tii yetulegs sóma, livar sem þeir sjást. Frekari upplýsingar veita undirritaðir aSilar: IleimilisiSnaSarfélag íslands Ferðaskrifstofa ríkisins 1. tónSeikar Tónlistar- felags Akureyrar. Finnsk söngkona söng í Nýja Bíó s.l. föstudag. Tónlistarfélagið hér í bæ hélt 1. tónleika sína á þessu ári í Nýja Bíó s.l. sunnudag, og verða þeir ekki endurteknir. Söng þar finnska söng- konan Tii Niamelii, með undirleik manns síns, Pentti Koskimies jríanó- leikara. A söngskránni var lag eftir Ilaydn, 4 eftir Schubert, 4 eftir Grieg, laga- syrpa eftir Schumann og önnur eftir finnska tónskáldið Kilpinen. Að lok- um söng frúin aukalag. Það mun teljast viðburður hér á Akmeyri að heyra svo vel þjálfaða kvenrödd, sem tónlistarvinum gafst þarua koslur á, enda var söng frú- arinnar tekið með mikluin fögnuði af áheyrendum, sein nokkurn veginn höfðu fyllt húsið. Þrír nýir lögregluþjónar Bæjarstjórn Akureyrar hefir sain- þykkt eftir tiÍlögu lögreglustjóra að ráða eflirlalda inenn í lögreghilið 1 bæjarins: Sigurð Eiríksson, Vökuvöllum 'Kjartan Sigurðsson, Skólastíg 11 Orn Pétursson, Hafnarslræti 47 Sigurður var ráðinn í stuð Frið- þjófs PéturSsonán, sem flu'lti til Reykjav kur á s.l. sumri, og hefir hann gégnt slarfinu síðan til bráða- birgða. Hinir tveir eru ráðnir sam- kvæmt fyrri samþykkl um fjölgun lögregluþjóna, og er svo ráð fyrir ge’rt, að leita samkomulags um, að lögreglan taki að sér brunavörzlu, þegar nýja Brunastöðin við Geisla- götu tékur til starfa. j Alls sóltu 13 meijn um lögreglu- þjónsstöðurnar. j./ ÁRSSKEMMTUN Barrioskólans ó Ákureyri eða . skólaskemmtunin“, sem börnin nefna hana, var haldin í Samkomu- húsiriu úfn helgina (laugardágs-, sunnudags- og máiuidagskvöld). I fyrra féll' 'Kún niður vegna lömunar- yeikinriat'. Að jjessu sinni líófst skemmtunin ineð söng barnakórs skólans undir 'stjórn söngkennarans, Björgvins -Jörgensen. Síðan skiptust á lcikþætt- ir og upple'stur, eii síðast var skraut- sýning. fögur og innihaldsrík. Margt var þarmf vel áf hendi leyst miðað við aldur og þroska þeirra, er skemmlu, en að sjálfsögðu ekki mis- felhilaust. En bak við flest, sem |jarna var sýnt, liggur mikil vinna barn- anna og kennara þeirra. Um leið og þessi árlega starfsemi hefir uppeldis- gildi fýrir börnin, sem sjálf aniiast öll skemmtiatriði'n, veitir hún mörg- rirn bæjarbúum ánægjulega kvöld- ý slund. Náttúrulræðiaguriin er tvímælalausl eitt bezta tímarit, sem gefið er út á íslandi. Nýlega höfum við keypt upjilagið af 1.—X. árg., sem ófáaulegt hefir verið árum sam- an. Upplagið er aðeins örfá eintök og byrjurn við að selja ritið í dag. Bókaverxlun Björns Árnasonar Gránufélagsgötu 4. Seljum: Afskorin blóm s. s. Tulijiana og Páskaliljur Matjurtafr® m. teg. í bréfum Silfurvörur m. tegundir Skrautvörur Trévörur m. tegundir Fónastengur m. ísl fánanum Ceramik vörur Uppstoppaða fugla Myndaramma m. legundir Útskorna muni m. tegundir Snyrtivörur o. fl. o. fl. GJAFABÚÐIN s.f. Alzureyri ELDRI MANN vantar ráðskonu frá 14. maí 1 n. k. Eldri hjón koma til greina. A.v.á. A T V I N N A Nokkrar stúlkur eða eldri kon- . nr óskast í'vor. — Einnig gæti . komið ■ tib gréíria , kárlrriaður sem vildi laka að sér létt irin- anhússtörf. Upplýsingar í síma Skjaldarvík Stefán Jónsson Trillnbátnr 21 fet, með nýrri 7 hk. vél til sölu með ta*kifærisverði. —. Upplýsingar' gefur Zophionías Ámason, tollvörður, Akureyri. Auglýsið í fslendingi!

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.