Íslendingur - 01.08.1951, Síða 1
XXXVII. árg. Miðvikudagur 1. ágúst 1951
29. tbl.
Vcgt-tl brúegeriir í Eyja-
fjariar- og Mngcfjorsýslii
»Vegir komu emkennilega góðir
undán vetrinum«
Viðtal við Karl Friðriksson vegaverkstjóra.
ÍSLENDINGUR átti fyrir fám
Brjóstlíkan af frú Margrethe
Schiöth afhjúpað í Lystigarð-
inum í gær
dögnm tal við Karl Friðriksíton
yfirverkstjóra Vegagerðar ríkis-
ins á Norðiulandi, er hann leit
inn á skrifstofu blaðsins, og
spurði hann litillega frétta af að-
gerðum í vegamálum hér á Norð-
urlandi.
— Hvaða þjóðvegir eru lagðir
nýir á Norðurlandi í sumar?
— Verið er að ljúka síðasta
kaflanuin á Oxnadalsheiði, sem
ógerður var í Giljareitunum, yfir
svonefnda Dagdvelju. Þessi kafli
mun vera um hálfur kílómetri á
lengd. Verður með byggingu j
þessa kafla fullgerður vegurinn
yfir Öxnadalsheiði. — í Eyja-
firði er verið að undirbyggja veg-
arkafla á Laugalandsvegi frá því
skammt fyrir sunnan túnið á
Guðrúnarstöðum að Möðruvöll-
um. Einnig er fyrirhugað að
undirbyggja veg frá brúnni á
Skíðadalsá í Svarfaðardal norður
yfir Hvarfið. Fjárveiting er ekki
fyrir hendi til að fullgera þessa
kafla. Lokið hefir verið að möl-
bera Kinnarveg, sem áður var
ekki nema hálf-mölborinn. Þá
verður lokið við að byggja smá-
kafla í Bárðardal milli Hvarfs og
Eyjadalsár. Ákveðið hefir verið
að ljúka undirbyggingu á Reykja-
hverfisvegi milli Klambrasels og
Hveravalla. Bætt hefir verið við
Tjörnesveg 1 km. í undirbygg-
ingu, og er hann nú kominn að
túni í Voladal. Þá hefir í sama
vegi verið unnið dálítið að lag-
færingum, bæði í Skeifárgili og
Hallbjarnarstaðagili. Vegur þessi
er nú orðinn góður til umferðar,
ef ekki ganga því meiri votviðri
Um vegabyggingar utan míns
umdæmis get ég ekki gefið tæm-
andi upplýsingar, en umdæmi
mitt er aðallega Eyjafjarðarsýsla
og Suður-Þingeyjarsýsla.
— En brýr?
— Það er byrjað á brúargerð
yfir Mýrarkvísl og Laxá í Suður-
Þingeyjarsýslu. Verða það
óvenjulega sterkar brýr með hlið-
sjón af þungaflutningi til Laxár-
virkjunar. Þá verður brátt hafin
brúargerð á Ytri-Tunguá í Hörg-
árdal og líkur til að brúin á
Syðri-Tunguá verði einnig
byggð.
— Litu ekki vegirnir illa út
eftir hinn mikla snjóavetur?
— Vegirnir komu einkenni-
lega góðir undan vetrinum, og
þakka ég það mest hinum hæg-
fara leysingum í vor, enda lagt
allt kapp á að veita af þeim vatni
Karl Friðriksson.
jafnóðum og leysti, því að vel
hefði getað farið svo, ef örar leys-
ingar hefðu verið, að vegir, sem
lágu í miklum hliðarhalla, hefðu
að mestu leyti sópazt burt.
— Bílstjórar láta margir illa
af vegunum hér í nágrenninu og
telja þá of sjaldan heflaða. Hvað
hefir þú við því að segja?
— Það er rétt, að vegirnir
voru orðnir mjög rifflaðir um
miðjan júlí, sem stafaði af lang-
varandi þurrkum, en í þurrkatíð
þýðir ekki að hefla vegina og
getur aldrei orðið til annars en
að slíta vegheflum að óþörfu og
rífa upp þá parta í vegunum, 6em
ekki eru rifflaðir. Auk þess sem
heflunin kostar stórfé, sem tekið
er af viðhaldsfé veganna.
— Hvað á vegagerðin af tækj-
um til afnota hér í nágrenninu?
— Hún á hér þrjár jarðýtur.
Þar af eru tvær í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Þá á hún 4 ámoksturs-
vélar, — ein þeirra eingöngu not-
uð í Þingeyjarsýslu, — og þrjá
veghefla, þar af tvo stóra, sem
reynt er eftir föngum að láta
ganga sem jafnast milli sýsln-
Frú Margrethe
Schiöth áttræð
í gær
Laust fyrir siðaslliðin aldamót,
kom ung erlend kona til Akur-
eyrar og hefir átt þar heima síð-
an, eða í rúma hálfa öld. Unga
stúlkan giftist einurn glæsilegasta
Akureyring þeirra tíma, og stofn-
aði með honum heimili, sem um
langt skeið, og allt fram á þenn-
an dag, hefir verið til fyrirmynd-
ar úti sem inni.
Flestum konum veitist það
nægilegt lífsstarf að sjá um stórt
og mannmargt heimili og ala upp
og mennta mörg börn, en þessari
konu var þetta ekki nóg. Hún
kom sér brátt upp veglegum
skrúðgarði við heimili sitt, með
aðstoð manns síns, og bar sá
garður um langt skeið af öllu,
sem hér hafði sézt í þessa átt, og
gerir enn á margan hátt. En það
merkilegasta við þennan garð, og
sem mönnum mun almennt ekki
vera kunnugt um, er það, að
þarna voru gerðar um margra
ára skeið margs konar garð-
yrkjutilraunir og margar erlend-
ar garðplöntur flultar inn í land-
ið til reynslu. Liggur á bak við
þetla starf mikil vinna og kostn-
aður, sem þeir einir geta gert sér
grein fyrir, sem nokkuð hafa
fengizt við svipuð störf. En nú
prýða margar þessar tegundir
Lysligarð Akureyrar og ýmsa
heimilisgarða bæjarins, því að
frú Schiöth, en sú er unga 6túlk-
an, sem minnst var á í upphafi
þessa máls, hefir ailtaf verið boð-
in og búin til þess að láta hvern
sem er hafa plöntur úr garði sín-
um, ef eitthvað hefir verið þar
aflögu.
Það er skaði, að frú Schiöth
hefir ekki skrifað neitt opinber-
lega um garðyrkjureynslu sína
hér á landi, en auðvitað er tæp-
ast hægt að búast við því, að hún
hafi líka haft tíma aflögu til þess.
Eins og kunnugt er, var Lysti-
garður Akureyrar stofnaður ár-
ið 1912 og frá því fyrsta hefir
frú Schiöth verið þar að starfi
með lífi og sál. Má víst með full-
Framhald á 8. síðu.
anna eftir þörfum og öðrum
kringumstæðum. Minnsti hefill-
inn er norskur, af mjög gamalli
gerð, og hefir hann lítið verið
notaður bæði fyrir það, að hann
er dýr í rekstri, seinvirkur, og
síðast en ekki sízt, að erfitt er
að fá menn á þessi gömlu tæki,
ef þeir hafa kynnzt öðrum nýrri
og betri.
Fyrir tveimur árum síðan sam-
þykkti Fegrunarfélag Akureyrar
að beita sér fyrir því að fá gert
brjóstlíkan af frú Margrethe
Scliiöth, og koma því fyrir í
Lystigarðinum, sem frúin hefir
átt mestan þátt í að koma upp og
hlúa að. Var kjörin nefnd i mál-
ið, sem hófst strax handa og fékk
Jónas Jakobsson myndlistarmann
lil að móta líkanið. Síðan var
gerð málmsteypa af frummynd
líkansins, og hefir því verið kom-
ið fyrir í hinum nýja hluta Lysti-
garðsins, þar sem steyptur hefir
verið smekklegur stöpull undir
líkanið. Er stöpullinn gerður úr
járnbentri steinsteypu og húðað-
ur með marmara og hrafnlinnu.
Bjarni Rósantsson byggingam.
sá um uppsetningu styttunnar, en
lagfæringar í kring annaðist
Finnur Árnason garðyrkjuráðu-
nautur.
Um klukkan 8 í gærkveldi var
saman kominn mikill mannfjöldi
í Lystigarðinum, þar sem brjóst-
mynd af frú Schiöth hefir verið
valinn staður.
Athöfnin hófst með söng karla-
kórs. — Þá flutti Jónas G. Rafn-
ar alþm. ræðu fyrir hönd Fegrun-
arfélagsins, og bað frú Onnu
Schiöth að afhjúpa mvndina, en
að því loknu afhenli hann Akur-
eyrarbæ brjóstmyndina að gjöf
frá Fegrunarfélaginu.
Birtist hér ágrip af ræðu Jón-
asar:
„Fagri trjágarðurinn, 6em við
stöndum nú i, hefði sennilega
aldrei orðið til í núverandi mynd
sinni, ef ekki hefði notið fram-
sýni og framtaks eins þess braut-
ryðjanda, sem ég hefi gert að um-
talsefni.
Með ári hverju, eftir því sem
lim trjánna verður meira að feg-
urð og vöxtuin, metum við Akur-
eyringar betur þá umhugsun og
það slarf, sem gert hefir garðinn.
Það var kona, sem átti hug-
myndina að Lystigarðinum á
Akureyri, og það var önnur kona,
setn gerði hugmyndina að veru-
leika.
Árið 1910 komu nokkrar kon-
ur hér í bænum sér saman um
að stofna með sér félag til þess
að koma upp trjágarði fyrir bæj-
arbúa. Ncfndist félagið „Lysti-
garðsfélag Akureyrar“. Frú Anna
Schiöth, kona Hinriks Schiöth,
átti hugmyndina að þessari fé-
lagsstofnun, og var hún lífið og
sálin í starfsemi þess meðan
henni entist fjör og heilsa. Bæj-
arstjórnin lét konurnar fá land
undir garðinn á syðri brekkunni
á svonefndu Eyrarlandstúni. Nutu
þær liðsinnis ýmissa mætra
manna, en þó sérstaklega Stefáns
skólameistara, sem eins og menn
vita var mjög umhugað um allt,
er að skógrækt laut. Frú Anna
gerði uppdrátt af garðinum, sem
átti eftir að verða vísirinn að
garðinum eins og hann er nú í
dag.
f þessu merka starfi naut hún
strax aðstoðar tengdadóttur sinn-
ar frú Margrethe Schiölh, konu
Axels Schiöth, bakarameistara.
FramJiald á 8. síðu.