Íslendingur - 01.08.1951, Síða 2
2
ÍSLENDINGUR
lþróttaþáttur
Miðvikudagur 1. ágúst 1951
Á ALÞJÓÐA VETTVANGI
Finiin aiBierÍNkir í|)rottaiiien 11 á
meistarainoti Iteykjjavík 11 r
Hreiðar Jónsson Akureyri vinnur hlaupaafrek.
Hreiðar Jónsson.
Vakti afrek lians mikla athygli,
sem verðugt er.
Þó var Hreiðar 4. maður að
marki í 800 metra hlaupinu á 2
mín. 00.8 sek., sem er nýtt
drengjamet.
Setti nýtt drengjamet
í 1000 m. hlaupi.
Síðastliðinn sunnudag setti svo
Hreiðar nýtt Islandsmet í 1000
m. hlaupi drengja. Hljóp hann
vegalengdina á 2 mín. 39.5 sek.
Eldra metið var 2:42.6 mín. Með
Hreiðari hljóp Kristján Jóhanns-
son, sem keppti í langhlaupum í
landskeppninni í Osló á dögun-
um. Hljóp hann vegalengdina á
2:39.6 mín.
Samnorræna
sundkeppnin
Samnorræna sundkeppnin er
nú í fullum gangi á Norðurlönd-
unum 4: Danmörku, Noregi, Svi-
þjóð og Finnlandi. Stendur hún
yfir í öllum þeim löndum frá 8.
júlí til 19. ágúst.
Til að nó tilskilinni hlutfalls-
tölu, þurftu að laka þátt í sund-
keppninni:
Á íslandi 10000 manns eða 7%
af ihúatölu.
I Danmörku 40000 manns eða
0.95% af íbúatölu.
í Noregi 35000 manns eða
1.93% af íbúatölu.
í Svíþjóð 150000 manns eða
2.14% af íbúatölu.
í Finnlandi 105000 manns eða
2.63% af íbúatölu.
Þann 17. júlí, er keppnin hafði
staðið í 10 daga, höfðu 12900
lokið keppni í Noregi, 60000 í
Svíþjóð og 32300 í Finnlandi.
Sézt af þeim tölum, að Svíar
sækja keppnina vel, þar sem 40
af hundraði tilskilinna þátttak-
enda ljúka keppni fyrstu 10 dag-
ana. Ekki verður gefinn upp þátt-
takendafjöldi hér á landi, fyrr en
heildarúrslit verða birt, en senni-
lega hefir hún \%rið langt yfir
óætlun. En hætt er við, að Svíar
veiti okkur harða keppni, hvernig
svo sem niðurstaðan verður.
Tii^þrautarkepimi
tveg^ja meiitara
SKAÐABÆTUR, SEM BRÁTT
ERU GREIDDAR.
I vopnahlésskilmálunum milli
Finna og Rússa, sem undirritaðir
voru 19. september 1944, var
ákveðið, að Finnland skyldi
greiða Sovétríkjimum „upphæð,
er næmi.300 milljónum dollara,
er greiðist í vörum á sex árum.“
Vörur þessar óttu að vera timb-
ur, pappír, trjókvoða, skip og
bátar, vélar og vélahlutir í fjölda
verksmiðja. Um smærri atriði
varðandi greiðslu, svo og afhend-
ingarfrest, skyldi ákveðið „með
nánara samkomulagi rnilli hinna
tveggja stjórna“ eins og það var
orðað. Þessi samningur var gerð-
ur þrem mánuðum síðar (17.
des. 1944). Við samningsgerðina
kom það fram, að örðugasta við-
fangsefnið var verðið á vörun-
um, er Finnar áttu að framleiða
og senda til Rússlands. í Finn-
landi var almennt gengið út frá,
að verðið skyldi miðað við það,
sem það var haustið 1944. Rúss-
ar kröfðust þess aftur á móti, að
það verðlag, er gilti 6 árum áður,
eða 1938, skyldi lagt til grund-
vallar. Við þessa ákvörðun varð
heildarupphæð skaðabótanna
raunverulega allmikið hærri en
300 millj. dollara. Þó gengu
Rússar það til móts við sjónar-
mið Finna, að verðið frá 1938
mátti hækka um 15% fyrir vélar
og áhöld, en 10% á öðrum vör-
um. En jafnvel með þessum
hækkunum hlutu skaðabæturnar
að áliti sérfræðinga að verða tvö-
falt hærri en hinar uppgefnu
milljónir. Það létti þó verulega á,
að greiðslutími skaðabótanna var
lengdur í ársbyrjun 1946 úr 6 í
8 ár. Fám árum síðar var það
magn minnkað, sem eftir var að
afhenda.
Þegar Finnar hófust handa
1944- með að framkvæma þessa
greiðsluáætlun, álitu margir, að
þjóðin væri þess ekki megnug.
Framleiðsluorka málmiðnaðarins
var fremur lítil, og hið sama
mátti segja um skipasmíðastöðv-
arnar. Menn vissu líka, að aðeins
bezta framleiðsla yrði viðurkennd
og að vextir af seinkuðum
greiðslum voru mjög háir. Fyrsta
greiðsluár skaðabótanna námu
vörurnar, sem Rússar fengu, ca.
80% af heildarútflutningi Finn
lands. Til að uppfylla samkomu-
lagið varð að leggja 20 nýjustu
og beztu skipin, þ. á. m. vönduð-
ustu ísbrjótana, á metaskálina.
En hið furðulega gerðist:
Skaðabótaáætlunina var staðið
við, og í nokkrum atriðum þar
að auki farið fram úr. Varðandi
einstaka framleiðsluvöru vantaði
þó upp á. Einstakar bótaupphæð-
ir voru gefnar eftir en samtímis
voru fyrirmæli um tímatakmörk
greiðslna endurskoðuð. Einn lið-
ur, sem Finnar jrekktu lítil skil á
1944, voru hinar jjýzku inneign-
ir. I árslok 1950 nam útflutning-
urinn, sem umboðsmennirnir
nefndu inneignir, fullum 5 millj.
marka.
Við síðustu áramót átti Finn-
land ekki nema 2 skaðabótaár
fyrir höndum. Hinn 19. septem-
ber 1952 á öll skaðabótaupphæð-
in að vera greidd. I ársbyrjun sl.
reiknaðist manni, að 11—12%
skaðabótanna væru ógreiddar.
Þegar 6 mánuðir voru liðnir af
þessu ári, gat ráð það, er annast
um greiðslurnar, örugglega til-
kynnt, að allt hefði gengið eftir
áætlun. Hinn 1. júlí vantaði að
vísu upp á greiðsluna vörur fyrir
18 milljónir skaðabótadollara, en
hundraðshluti þess magns var að-
eins 8. Sérfræðingarnir voru
einnig all-bjartsýnir á möguleik-
ann á að ljúka greiðslunum. Eitt
skilyrði er j)ó óhjákvæmilegt
fyrir slíkri bjartsýni: að Finnar
geti aflað sér nauðsynlegra hrá-
efna frá útlöndum.
Samkvæmt hinni iöstu áætlun
átti Finnland að greiða á fyrra
árshelmingi 1951 skaðabótavörur
fyrir 10.450.000 dollara. Raun-
verulega hafði Finnland á til-
greindu tímabili farið yfir lág-
markstakmarkið um 740000
skaðabótadollara. Með því að
líta á áætlunina sést, að Finnland
hefir á Jressum 6 mánuðum af-
hent 64' skip af ýmsum gerðum,
tvær verksmiðjur til timburhúsa-
gerðar og eina spónaverksmiðju,
allar búnar hinum fullkomnustu
vélum, 126 eimvagna og 56 færi-
vélar. Leggi maður það allt sam-
an, sem Finnar hafa greitt frá
upphafi skaðabótatímans haustið
1944 til júníloka 1951, nemur
upphæðin nokkru meira en 208
millj. skaðabótadollurum. Hversu
miklu sú dollaraupphæð nemur í
finnskum mörkum, hafa sézt ýms-
ir útreikningar um, hinn síðasti
telur það 146 milljarða marka.
Hæstu upphæðinni nema skipin,
þá vélarnar og verkfærin en því
næst vörur frá timburiðnaðinum.
Hver þessara flokka hleypur yfir
60 millj. dollara.
Jafnvel Joótt nú séu aðeins
ógreidd 8%, þá nær þessi hluti
áætlunarinnar yfir 100 eimvagna,
110 færivélar, 300 spennubreyta,
2 verksmiðjur til húsagerðar og
2 spónaverksmiðjur o. fl. Þær
áhyggjur, sem Finnar hafa yfir
lokajrætti skaðabótagreiðslnanna,
snúast ekki um úrlausnarefni eins
og vinnukraftinn eða flutningana.
Það eru hráefnin, sem kaupa
þarf frá útlöndum, er geta valdið
seinkun og vanefndum. Þegar
horft er til baka yfir þann tíma,
sem liðinn er síðan í september
1944, er það næsta ótrúlegt, sem
unnizt hefir.
(Lauslega þýtt.)
ÞJÓÐHÖFÐÍNGÍ MYRTUR.
Sá atburður gerðist í Jerúsal-
em þann 20. júlí, að Abdullha,
konungur í Transjórdaníu, var
skotinn til bana. Morðinginn var
ungur Arabi úr ofsatrúarflokki.
Einn úr lífverði konungs skaut
síðan morðingjann.
Abdullha konungur var á leið
til bæna í musteri einu í gamla
Meistaramót Reykjavíkur i
frjálsum íþróttum hefir staðið
yfir í Reykjavík að undanförnu.
Fimm bandarískir íþróttameist-
arar kepptu þar sem gestir og
unnu allar Jrær greinar, er þeir
tóku þátl í, nema hástökkið, sem
Skúli Guðmundsson vann.
Urslit urðu þessi:
Hástökk: Skúli Guðmundsson
l. 85 m., Bryan 1.85 m. Gísli
Guðmundsson 1.70 m.
Langslökk: Bryan 7.26 m.,
Torfi Bryngeirsson 6.79 m.
Kúluvarp: Huseby 15.92 m.
Þar kepptu gestirnir ekki.
Spjótkast: F. Held 64.27 m.,
Þórh. Ólafsson 49.18 m.
-Kringlukast.: Þorst. Löve 47.42
m. Gestirnir kepptu ekki.
Sleggjukasl: Páll Jónss. 44.40
m. Gestirnir kepptu ekki.
Stangarstökk: Torfi 4.15 m.
Gestirnir kepptu ekki.
Þrístökk.: Bryan 14.23 m.,
Torfi 13.96 m.
1000 m. boðhlaup: Sveit USA
1:57.6 mín. Sveit ÍR 2:06.1 mín.
110 m. grindahlaup: Orn Clau-
sen 14.8 sek. (ísl. met.) Gestirnir
kepptu ekki.
100 m. hlaup: Mc. Kenley 10.7
sek. Finnbjörn og Bryan hlupu á
10.9 sek.
200 m. hlaup: Mc. Kenley 21.5
sek. Ásm. Bjarnason 22.0 sek.
400 m. hlaup: Mc. Kenley 47.8
sek. Bryan 49.9 sek. Ásmundur
Bj. 52.00 sek.
800 m. hlaup: Chambers 1:55.6
mín. Guðm. Lárusson 1:55.8 sek.
Sig. Guðnason 1:59.8 sek.
1500 m. hl.: Capozzoli 4:06.8
mín. Hreiðar Jónsson, Akureyri,
4:16.0 mín. Sig. Guðnason 4:25.4
mín.
3000 m. hl.: Capozzoli 8:47.8
mín. Stefán Gunnarsson 9:22.2
mín.
I 1500 metra hlaupinu sigraði
Ifreiðar Jónsson landsliðsmann-
inn Sigurð Guðnason glæsilega,
þótt hann sé enn í drengjaflokki.
borgarhlutanum í Jerúsalem og
var að ganga inn í musterið, er
hann var skotinn. Vakti atburð-
ur þessi að vonum mikla ólgu, og
var fyrirskipuð þriggja mánaða
sorg í landinu. Abdullha konung-
ur kom til valda skörpmu eftir
fyrri heimsstyrjöld og naul jafn-
an virðingar þegna sinna. Hann
var mikill vinur Breta. og er frá-
fall hans spurðist, fóru bæði
Attle forsætisráðherra og Churc-
hill fyrrv. forsætisráðherra viður-
kenningarorðum um hann í
brezka þinginu. Að Abdullha
látnum var Naif næstelzti sonur
hans skipaður ríkisstjóri í Trans-
jórdaníu vegna sjúkleika og fjar-
veru ríkiserfingjans.
Búizt er við, að morðið á Ab-
dullha konungi geti haft hinar
alvarlegustu afleiðingar fyrir
stjórnmálalífið i löndunum aust-
an Miðjarðarhafs.
Um helgina síðustu fór fram
tugþrautareinvígi í Reykjavík
milli Evrópumeistarans, Frakkaifs
Ignace Heinrich og Norðurlanda-
meistarans Arnar Clausen. Lauk
einvíginu svo að Frakkinn vann
með nokkrum stigamun. Hlaut
hann 7476 stig en Örn Clausen
7453 stig.
Urslit í einslökum greinum
urðu sem hér segir:
Heinrich Clausen
100 m. 11.0 10.8
Langstökk 7.00 7.12
Kúluvarp 12.72 13.42
Ifástökk 1.85 1.80
400 m. 50.7 50.5
110 m. gr.hl. 16.0 14.7
Kringlukast 44.13 40.87
Stangarstökk 3.60 3.20
Spj ótkast 51.12 45.44
1500 m. 4:45.4 4:43.2
Lokastig 7476 7453
Keppni þessa vann Heinrich
með 7476 stigum gegn 7453 og
er það Frakklandsmet. Höfðu nú
báðir keppendur bætt fyrri afrek
sín. Frá síðustu keppni hafði
Heinrich farið úr 7364 stigum í
7476 og Örn úr 7297 í 7453, sem
er nýtt Norðurlandamet og ís-
landsmet. Frá síðustu keppni
hækkaði Heinrich sig um 112
stig en Örn um 156 stig. — Með
þeim keppli Tómas Lárusson og
hlaut 5005 stig. Þótt Örn næði
ekki að bera sigur af Heinrich, er
afrek hans hið bezla, er þekkist á
Norðurlöndum. — Munurinn á
meisturunum var aðeins 23 stig.
*
íslendingar tapa lands-
leik við Noreg.
Landliðsflokkur íslendinga í
knattspyrnu fór nýlega til Nor-
egs til að keppa við knattspyrnu-
flokka þar. Fyrsti leikurinn var
landsleikur við Norðmenn, er
fram fór í Þrándheimi, og vann
norska landsliðið leikinn með 3
mörkum gegn 1.
Viðtalstími lœkna: Árni Guðmunds-
son kl. 2—4. Bjarni Rafnar kl. 1—3.
Jóhann Þorkelsson kl. 11.30—12.30.
Pétur Jónsson kl. 9—12.30. Stefán
Guðnason 12.30—3. Þóroddur Jónas-
son kl. 10 12 og 2—4. Hclgi Skúla-
son augnlæknir kl. 10—12 og 6____7.
Upplýsingar um varðstöðu lœkna
gefa lögregluvarðstofan og sú lyfjabúð,
sem næturvörzlu hefir.