Íslendingur - 01.08.1951, Page 4
4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 1. ágúst 1951
Útgefandi:
Útgáfufélag Islendings
— Kemur út hvern miðvikudag —
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pítursson, Fjólug. 1, sími 1375
Auglýsingar og afgreiðsla: Einkur Einarsson, Holabraut 22, stnu 1748
Skrifstofa og afgreiðsla Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrifstofutími kl. 10—12, 1—3 og 4—6,
nema á laugardögum aðeins 10—12.
— Prentaö í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. —
Shigarför 09 gamlar endur-
minninaar
Vilja þeir frjálsa verzlun?
UNDANFARIÐ hafa aðalmálgögn stjórnarandstöðunnar deilt á
Framsóknarflokkinn fyrir að hafa átt hlut að rýmkuðum innfluln-
ingi og afnárni verðlagseftirlits á mörgum vöruflokkum, er teknir
voru á frílista seint á s.l. vetri. Telja þeir Framsókn hafa brugðist
stefnu flokksins með því að hafa losað um nokkra fjötra á inn-
flutningsverzluninni.
Framsókn vill ekki við það kannast, að hún hafi brugðist stefnu-
skrármálum sínum varðandi verzlun og verðlagseftirlit. I 162. blaði
Tímans er birt á 1. síðu innrömmuð grein með feitu letri og með
fyrirsögninni ..Markmið Framsóknarflokksins hefir alltaf verið
frjáls verzlun, er gerði opinbert verðlagseftirlit ónauðsynlegt“.
Það skal fúslega játað, að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa
í verki viðurkennt þörfina á því; að rýmka um innflutningshöftin,
enda mundi sú rýmkun ekki hafa fengizt, ef þeir hefðu beitt sér
gegn henni. Hins vegar liafa flokkar stjórnarandstöðunnar látið á
margan hátt í ljós söknuð yfir því, að svarti markaðurinn og
,,búðaslagirnir“ skuli vera úr sögunni vegna þeirrar ákvörðunar
ríkisstjórnarinnar að leyfa nokkru rýmri innflutning en tíðkast
hefir undanfarin ár. En almenningur kann betur því fyrirkomu-
lagi, að geta farið.í búðirnar og keypt það, sem hann vantar, þegar
kaupgetan leyfir, heldur en að þurfa að eyða hálfum og heilum
dögum í að standa úti fyrir dyrum vcrzlananna í hvaða veðri sem
er, í veikri von um að fá einhverja úrlausn á brýnum þörfum.
En að „marknnð Framsóknarflokksins“ hafi „alltaf verið frjáls
verzlun" eins og Tíminn segir, kemur mörgum undarlega fyrir
augu. Vér höfum ekki að jafnaði séð málgögn flokksins tala máli
frjálsrar verzlunar, og eitt af höfuð-ágreiningsefnum Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins hefir verið það, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir fylgt frjálsri verzlun, en Framsóknarflokkurinn
viljað koma henni fyrir kattarnef. Flestir einstaklingar, sem lagt
hafa fyrir sig verzlun og viðskipti, hafa í málgögnum Framsóknar
verið kallaðir braskarar (sbr. yfirskriflir þeirra eins og „Samvinn-
an og frjálsa braskið14, Tíminn 31. marz sl.). Og starfsemi þeirra
samvinnufélaga, sem Framsóknarmenn hafa tögl og hagldir í, sýna
og sanna, að þeir nota fjárhagslegan styrk félaganna til að reyna
að útrýma öllum einstaklingsverzlunum. Dæniin eru deginum ljós-
ari hér í bæ. Það er á allra bæjarbúa vitorði og blasir við augum
þeirra, að ef einhver einstaklingur hefur verzlun í smáum stíl í bæj-
arhverfi, þar sem KEA hefir ekki útibú, þá þarf ekki lengi að bíða
eftir útibúi í næsta húsi eða á næstu grösum. Og vegna sérstöðu
samvinnufélaganna um skattgreiðslur, tekst þeim venjulega fyrr
eða síðar að ganga milli bols og höfuðs á einkaverzluninni, og geta
þá ekki nógsamlega lofað yfirburði samvinnuverzlunarinnar yfir
einstaklingsverzlunina.
Mjög talandi tákn um hollustu Framsóknar við „frjálsa verzlun“
eru skrif eins F’ramsóknar-kaupfélagsstjóra á Suðurlandi í Tíman-
um 23. febrúar í vetur sem leið. í sýslunni, þar sem kaupfélag hans
starfar, var það eitt um verzlunina um skeið. Þá tóku nokkrir menn
upp á því að stofna verzlunarfélag, en það þótti kaupfélagsstjóran-
um taka út yfir allan þjófabálk. Um þessa dæmafáu „ósvífni“ farast
honum svo orð:
„Eg vil svo víkja nokkrum orðum að því og benda Skaftfelling-
um á, hvaða reginvitleysu (lbr. hér) þeir eru að gera, með því að
sameinast ekki allir sem einn maður um þau félágssamtök, sém þeir
á undanförnum árum hafa verið að byggja upp, í stað þess að
skiptast í tvo flokka um verzlunarmál sín og með því að veikja
stórlega aðstöðu sína til bættra verzlunarháttá ....“ Og siðar í
sömu grein: „Að mínu áliti er samkeppni á milli tveggja félaga, á
félagssvæði. sem ekki er fjölmennara en hér, og þar sem allir fé-
lagsmennirnir hafa sömu hagsmuna að gætá, ekki einungis óþörf,
heldur óheppileg.“
Ekki verður séð af ])essum ummælum, að hér sé málsvari frjálsr-
ar verzlunar á ferð. Heldur virðist greinarhöfundur túlka þau sjón-
armið, sem hingað til hafa þótt béra hæst meðal Framsóknarmanna.
Þessi ummæli stinga svo mjög í stúf við fullyrðingar Tímans utn
áhuga Framsóknar fyrir frjálsri verzlun, að um tvær gjörólíkar
tungur er að ræða. En tónninn í orðum kaupfélagsstjórans í Vík í
108 tröppur. — Bílalorg-Banka-
torg. — Vaular nýja símaskrá. —
Ruslakörjurnar komnar ajtur.
EINN góðan veðurdag fyrir skömnm
síðan lagði ég leið mína upp kirkju-
tröppurnar. Mér datt í hug að telja
þær. Mér löldust þær eitt hundrað og
álta. Skyldu það vera hæstu tröppur á
landinu? Þegar húið verður að ganga
til fulls frá þeint og svæðinu meðfram
þeim, verða þær til mikillar prýði.
Verið er að grafa göng undir þær, bak
við almenningssalernin, til þess að
unnt sé að' aka vistum að Hótel KEA
bakdyramegin. Þakið hefir verið með-
fram þeim. þar sent )tær eru breiðast-
ar (yfir almannasnyrtingunni), og eru
þar fagurgrænir stallar. Vonandi að
takist að halda þeint græniim fram-
vegis.
MARGIR eiga erfitt með að skilja
heitið „Ráðhústorg“, þar sem ekkert
ráðhús á að koma. Hafa menn verið
nteð' ýmsar uppástungur um breytingu
á heitinu. Einhver hefir viljað nefna
það bílatorg, því að það sé i beztn
samræmi við það hlutverk, er það
gegnir. Annar hefir stungið upp á að
nefna það Bankatorg, þar sem allar
lánsstofnanir bæjarins séu við það, eða
a. m. k. sjáanlegar frá því.
DAGUR minnist á það í vikunni
sem leið, að tínii muni til kominn að
gefa út nýja bæjar-símaskrá. Eg er
honum alveg sammála. Þeir eru æði-
margir, sem fengið bafa sínia eftir að
s'maskráin var prenluð. Til var, að
fyrirlæki féllu niður við fyrri prent-
un, og svo verða árlega flutningar og
breytingar á símum og símnoíenduin.
Og enn er eitt ótalið: Víða er síma-
skráin svo illa farin af mikilli notkun,
að hún má heita ólæsileg. Þá ætti að
taka upp þann hátt, þegar næsta bæj-
ar-símaskrá verður prentuð, að raða
sérstaklega símanúmerum símnotenda
eftir númerum, byrja á 1000 eða 1001,
o. s. frv., og tilgreina nafn símnotanda
á eftir, eins og gert er í Reykjavík.
Þetta getur verið þægilegt fyrir sím-
notendur.
NYLEGA voru settar upp ruslakörf
ur í miðbænum, sterkar og vandaðar.
Ein er við hornið á Hafnarstræti og
Ráðhústorgi að austan, önnur við
Nýja Söluturninn. Hin þriðja varð upp
numin, enda setl á óhentugan stað.
Þessar körfur eru mun betri og traust
ari en þær, sem setlar voru upp hér um
árið og óvandaðir vegfarendur eyði-
lögðu á skömmum tíma. Heppilegt væri
að hafa eina körfu vestan götunnar,
við KEA eða norðar. Vonandi sýna
vegfarendur ekki þann ómenningarbrag
að fleygja rtisli og bréfum á götuna,
þegar körfurnar hlasa við þeim.
Hinn 25. júlí í sumar bauð Oddfellowstúkan „Rebekka“ hóp
aj öldruðu jóllci hér í bœnum austur í Vaglaskóg. Oddfellow-
ar, sem bíla átlu, óku gamla fólkinu austur. Einn aj gestunum,
sem boðinn var, segir hér frá ferðinni.
Þegar ég kom heim kvöldið
25. júli úr skógarför, sem mér var
boðitt þátttaka í ásamt mörgum
öðruin, var ég í sólskinsskapi af
fögnuði yfir hinni ágætu ferð.
Það var kvenfélagið „Rebekka",
sem slóð fyrir boðinu, og mun sá
félagsskapur vera eitthvað í ætt
við Oddfellowa, e.t.v. betri helrn-
ingur þeirra, þar sem þeir voru
þátttakendur í förinni og lögðu til
farartækin og óku bílunum sjálf-
ir. Byrjað var á því að tína gestina
saman víðs vegar um bæinn, og
síðan haldið af stað yfir Vaðla-
heiði í því fegursla veðri, sem
liugsast getur. Er óhætt að segja,
að okkar gamli Eyjafjörður var
í sínum fegursta skrúða þennan
dag. Eg man ekki eftir að hafa
séð hann fegurri. Enda var hið
góða veður og hin fagra útsýn
inn og út Eyjafjörð dásantað af
fólkinu, sem hafði búizt góðu
ferðaskapi.
Þegar komið var upp á háheiði,
varð mörgum starsýnt á veginn,
þar setn hann hafði verið breikk-
aður vegna fannkynngi. Var svo
haldið áfram niður heiðina að
austan, ýmsar krókaleiðir, þar til
maður sá gamlan kunningja,
Fnjóská, bugða sig hjá Nesi.
Síðan yfir Fnjóskárbrú, og sem
leið lá gegnum skóginn að sumar-
bústað Kr. Kristjánssonar. Þar
var frúin heima og tók á móti
gestum, sem drifu að í hverjum
bílnum á eftir öðrunt. Eitl af þeim
furðuefnum, sem mér gafst, var
að horfa á þá herra, er óku og
stjórnuðu bílunum. Maður skyldi
halda, að þeir liefðu ekki gerl
annað alla ævi en að „manúera“
bíla í þvögu á litlu svæði, án þess
að rekast á, því ekki kom það fyr
ir í þetta sinn.
Aður en varði var saman kont-
inn þarna fjöldi kvenna og karla,
gamlir og ungir, gamla fólkið gest
irnir, — þeir ungu buðu.
Gamlar endurminningar livörfl-
uðu að huga manns. Þarna mæti
ég þeirri kynslóð, sem hefir verið
samferðafólk mitt í hálfa öld.
Sjálfur er ég nú gamall og hvítur
fyrir hærum, og eins er komið
með allar vinkonur mínar, sem
hér eru mættar, og stallsystur
þeirra, sem hafa verið tnér sam-
ferða í skógar- og lautatúra, sem
þá tíðkuðust. Þá var ekki farið í
bílum eins og nú, heldur á okkar
gömlu, góðu hestuin. Voru þeir
vanalegast reknir yfir Eyjafjarð-
ará, sem ekki var brúuð í þá daga.
Þegar farið var í skógar- eða
Mýrdal er einmitt sá tónninn, sem menn eru orðnir vanastir við í
söng Fratnsóknarmanna um verzlunarmálin. Frjáls verzlun er í
þeirra augum reginvitleysa.
Goðafosstúra, var ferðafólkið ferj
að yfir pollinn í Veigastaðabás. Á
heimleiðinni var áin riðin, og þá
vanalegast kappreið í henni. í
öll þessi ár man ég ekki eftir einu
einasta óhappi eða slysförum á
þeitn ferðalögum, nema að það
kom fyrir að eintt og einn valt
af baki á heinileiðinni.
Fyrsta ferð min að Goðafossi
og í Vaglaskóg var sumarið 1879.
Fórum við þá alla leið norður að
„fossi“, og var Goðafoss þá í
fyrsta sinn myndaður. Það gerði
frú Anna Schiöth.
Já, þetta voru gamlar vinkonur
minar, sem ég skildi við sunnan
við sumarbústað Kr. Kristjáns-
sonar í glampandi sólskini og upp-
ljómaðar aí góða veðrinu ásatnl
okkur körlunum. Elrðum við nú
sjónarvottar að þvt, að frant á
völlinn kom yngri kynslóðin, ekki
ófögur á að líla, ekki hvíthærð
eins og vinkonur mínar, og
breiddi hvíla dúka á völlinn, sem
hefðu „slagað“ hátt upp í kíló-
metra, ef lagðir hefðu verið í
beina línu. A þetta komu svo
rjómaflöskur og bollapör og
kynstrin öll af kökum. Var ntanni
boðið að sitja á hinu græna
„teppi“ við kaffidrykkju, og uin
leið komu ungu konurnar með
föt af smurðu brauði og það var
ekki af öðrum „klassa“, eins og
sjá tná af því, hve forsvaranlega
var tekið til matar og drykkjar.
Að máltíðinni lokinni var ekið
um skóginn, komið ó þó staði,
sem ínenn höfðu ekki komið á
áður. Var það dásamlegt ferðalag.
Hefi ég ekki áður komið í suður
hluta skógarins. Varð mér því
starsýnt á þann fjölda gulviðis,
sem þar er, og hin gulu og bláu
blóm í grunninum.
Þegar komið var úr ferðalag-
inu utn skóginn, var sezt að kapp-
áti á appelsínum í trjálundi Kr.
Kristjánssonar og húsfreyju ltans
i glaðasólskini og^ indælis veðri,
svo að ítnyndunaraflið fór með
ntig til Spánar, og þar sat ég og
ót landsins óvexti.
Svo var lagið tekið nokkrunt
sitmum. Sá ég þá fyrst ellimerki
á okkur gestunum. Við guggnuð-
um alveg.
Þar sem nú var liðið á daginn,
og háttatími gamla fólksins tók
að nálgast, var fáninn lálinn síga
niður hægt og rólega og með
virðingarhlæ, og síðan lagt af
stað heimleiðis.
Aður en stigið var inn í bílana,
kvaddi einn gestanna sér hljóðs
og þakkaði bjóðendutn þetta
rausnarlega boð fyrir sína hönd
og gestanna allra.
Framh. á 6. síðu.