Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 03.06.1953, Blaðsíða 4

Íslendingur - 03.06.1953, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR MiSvikudagur 3, júní 1953 Útgefuuii: ÚtgáfuféUg ítltndiugt. Ritatjóri og ábyrgðannaSur: JAKOB ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1 Siaai 1375. Skrifetofa og afgreiSala í Cránufálagagðtu 4, afuai 1354. Skrifatofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeina 10—12. PrtntsmiZja Bjömt Jónttonar hj. »Nektarhreyíing« Alþýðnflokksins Vinstri flokkarnir hamast um þessar mundir mjög aS ríkisstjóm- inni og flokkum þeim, sem að henni standa. fyrir svo að segja hverja ráðstöfun, sem hún hefir gert til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í betra og öruggara horf og til að bæta aðstöðu lands- manna í öflun brýnustu nauðsynja. Kommúnistum er að sjálfsögðu heitast í hamsi vegna hervernd- arsamningsins, og þarf sú afstaða þeirra lítilla skýringa. Það er ekki af áhuga fyrir algeru hlutleysi landsins, sem sést af þvi, að er Rússar vildu að við segðum Þjóðverjum og Japönum stríð á hend- ur eftir að ósigur þeirra í síðari heimsstyrjöldinni var fyrirsjáan- legur, vildu kommúnistar strax verða við þeim tilmælum. Ástæðan er einfaldlega sú, að kommúnistar vilja hafa landið varnarlaust, ef til ófriðar kynni að draga, svo að hernám „úr austri“ gæti gengið „þegjandi og hljóðalaust“ eins og í Póllandi um árið! Alþýðuflokkurinn telur hins vegar, að aðgerðir stjórnarinnar í verzlunarmálum sé hennar þyngsta sök. Ekkert er meiri þyrnir í augum kratanna en frjáls verzlun. Þeir þrá ekkert heitara en að upp renni á ný þeir tímar, er svarti markaðurinn var í algleymingi og fólk stóð klukkustundum saman í misjöfniun veðrum við dyr verzlananna, illa klætt en með úttroðin seðlaveski, í von um að fá einhverja spjör utan á sig eða börn sín. Hversu margir urðu þá ekki að hverfa heim allslausir, kaldir og hraktir, sumir með rifin föt eða rharðir af troðningi. Við eigum margar ömutlegar og Ijótar minningar frá þessum ár- um, þegar hundruð manna cLÓöu í biðröðum undir lögreglueftir- liti og alla þá æsingu íóikslns, sem eytt hafði dýrmætum t.'ma og hætt heilsu sinni við dyr verzlananna, en aðeins þeir heppnustu og kunnugustu gátu fengið einhverja úrlausn. Þá var ekki unnt að velja sér efni í spjör með því að skoða það og bera saman við önnur. Það þótti óvænt happ, ef eitthvað náðist, og var þá ekki spurt um verð. Fátækar og nýtnar húsmæður gátu ekki fengið léreftspjötlu til að sauma úr heima utan á börn sín, heldur urðu að kaupa flík- ina tilbúna og greiða saumalaunin út af heimilinu. Með rýmkun verzlunarhaftanna gjörbreyttist þetta ástand á ör- skömmum tíma. Hillur verzlananna fylltust af vörum. Húsmæðurn- ar gátu gengið milli búðanna og valið úr efnum x klæðnað á sjálfar sig og börn sín og borið saman verð í einstökum verzlunum. Þær struku rykið af saumavélinni og settust við að sauma utan á hálf- klæðlaust fólkið. Saumalaunin voru ekki lengur greidd út af heimil- inu, og börnin fengu föt til skiptanna með viðráðanlegu verði. Engum tíma var eytt lengur í vonlilla bið úti fyrir lokuðum búð- um. Og heimilisvélar voru fengnar til að létta störf húsmóðurinn- ar og spara henni þrotlausa leit að heimilishjálp. Ýms búsgögn, sem úr sér höfðu gengið í allsleysi haftaáranna, voru endurnýjuð. Og heimilin fengu nýjan og betri svip. Menn þurftu ekki lengur að ganga með veskið sitt úttroðið af pappírspeningum, sem ekkert fékkst fyrir. Seðlunum fækkaði, en íólkið varð jafnframt betur klætt og heimilin betur búin nauðsynjum. Enginn ætti að ganga þess dulinn, að Alþýðuflokkurinn neytir við komandi kosningar allra bragða til að leiða haftastefnuna í verzlunarmálunum til öndvegis á iiý. Vonir hans til þess hafa vaknað við það, að Framsóknarflokkurinn hefir boðað samvinnu- slit stjórnarflokkanna að kosningunum loknum. Það er og opinbert leyndarmál, að forustumenn Framsóknarflokksins hafa enn hug á vinstri stjórn. Ríkasta sönnun þess er sú, að Framsóknarflokkurinn býður nú ekki fram á ísafirði, þótt hann hafi gert það við allar kosningar s.ðan 1937, og er ástæðan sú, að þar er Hannibal Valdi- marssyni, verkfallspostula og formanni stjórnarandstöðunnar, rnjög hætt við falli, ef ekki fæst utanaðkomandi stuðningur. Takist Alþýðuflokknum að halda velli í kosningunum með stuðn- ingi Framsóknarmanna og upp af því spretti samningaviðræður um vinstfi stjórn, mun Alþýðuflokkurinn gera það að fyrsta skil- yrði í samningunum, að horfið verði að haftastefnunni á nýjan leik. Frjáls verzlun er eitur í beinum hans. Það er því fyrsta spurn- ingin, sem hver kjósandi verður að gera upp við sig, þegar sendi- menn Hannibalismans biðla til hans um atkvæði, hvort hann óskar eftir verzlunarhöftum á ný með svörtum markaði og biðröðum úti Hvoða dgreiníngsmdi stjórnor- flohhonna réttlsta somvinnusiit 09 nýjii stjðrnarhreppu ? Úr ræðn Jónasar G. Rafnar alþzn. sl. laugardag í skörulegri ræðu, er Jónas G. Rafnar alþm. flutti á árshátíð Sjálfstæðismanna s. 1. laugardags kvöld, rakti hann í fám dráttum sögu íslenzkra stjórnmála síðustu 14 árin, eða frá því fyrsta, er samstjórn þriggja flokka var mynduð. Taldi hann samstjórnir tveggja eða fleiri flokka hafa marga og mikla ókosti, og reynsl- an hefði sýnt, að tveggja flokka kerfið í stjórnmálunum væri það heilbrigðasta, þar sem aðeins einn flokkur færi með ríkisstjórn og bæri einn fulla ábyrgð á stjórnar- athöfnum. Hér á landi yrði slíkri ríkisstjórn eins flokks ekki á kom- ið nema með því, að Sjálfstæðis- flokknum, — langstærsta stjórn- málaflokki þjóðarinnar, — yrði fenginn hreinn þingmeirihluti. Þá rakti hann þær framkvæmd- ir, sem fráfarandi ríkisstjórn hefði haft með höndum á síðasta kjörtímabili og hverju hún hefði áorkað til hagsbóta landi og lýð. Fer hér á eftir niðurlag ræðunn- ar: „Það, sem tvímælalaust hefir vakið mesta athygli í kosninga- barátt.u þeirri, er nú stendur yflr, er sú yfirlýsing flokksþings Fram-1 sóknarmanna, að núverandi stjórnarsamvinnu skuli lokið að kosningum afstöðnum, án þess j þó að benda landsmönnum á eitt einasta ágreiningsatriði, er máli skiptir í sambúð flokkanna. Hinu ^ virðulega flokksþingi láðist og að gefa væntanlegum kjósendum flokksins visbendingu um það, hvað taka ætti við, sem þó hefði óneitanlega orðið til leiðbeining- ar þeim, sem ekki eru vel kunn- ugir að tjaldabaki í flókknum. Núverandi stjórnarflokkar hafa í sameiningu rétt við fjárhag rík- isins með þeirri stefnubreytingu, sem tekin var í efnahags- og at* vinnumálum landsmanna veturinn 1950 fyrir forgöngu Sjálfstæðis- flokksins. Þessir tveir flokkar hafa með þingmeirihluta sínum afnumið uppbótafarganið á útflutnings- vöru þjóðarinnar og komið út- gerðinni á starfhæfan grundvölí í meðal aflaári. í verzlunarmál- unum hefir verið tekin upþ ger- breytt stefna í frelsisátt og tryggt nægilegt framboð neyzluvarnings. Stjórnarflokkarnir hafa orðið sammála um ráðstafanir til við- reisnar iðnaðinuin, og er nú m. a. verið að endurskoða tollskrána með það fyrir auguin að létta tollum af hráefnum. Tryggt hefii verið nægilegt fjármagn til að ljúka viðbótarvirkjunum Sogs og Laxár, og bygging áburðarverk- smiðjunnar er nú komin i örugga höfn. Undirbúningi að byggingu sementsverksmiðjunnar miðar vel áfram, en allar þessar fram- kvæmdir, sem eru risavaxnar á okkar mælikvarða, munu síðar meir reynast máttarstólpar ís- lenzks iðnaðar. Fyrir atbeina og forgöngu stj órnarflokkanna hefir landbún- aðurinn fengið meira fé til upp- byggingar en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Útvegað hefir verið lánsfé til byggingar íbúð- arhúsa i kaupstöðum og kaup- túnum, og veitt hefir verið fé til margvíslegra frainkvæmda, sem allt of langt væri að telja upp. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið einhuga um ráðstafanir til þess að tryggja varnir landsins og verið sammála um aðgerðir í þá átt að færa út landbelgina við strendur landsins. Öll þessi atriði, sem ég hefi nú bent á, eru stórmál, sem meira eða minna skipta hvert einasta mannsbarn í landinu. En i yfir- lýsingunni um samvinnuslit eftir kosningar minnist flokksþing Framsóknarmanna ekki á eitt ein- asla þeirra sem ágreiningsefni. Málgögn Framsóknarflokksins hafa enn ekki komið fram með kröfu um stefnubreytingu í þeim málum, sem ég hefi gert að um- talsefni og öll hafa verið efst á baugi í stjórnmálunum. Þegar litið er á allar aðstæður er ljóst, að eftir næstu kosningar má gera ráð fyrir sama glundroða á Alþingi eins og var eftir s'ðustu kosningar, nema stórfelldar breytingar verði á þingmannatölu flokkanna. Bendir flest í þessa áttina. Annar stjórnmálaflokkur- inn hefir umbúðalaust lýst yfir stjórnarslitum að afloknum kosn- ingunt. Framsóknarflokkurinn hefir þegar fallist á að styðja kosningu formanns annars stjóm arandstöðuflokksins, sem áreiðan- lega mun vera einsdæini hvert sem leitað er á byggðu bóli. Framsóknarflokkurinn hefir ráð- izt - með óbótaskömmum á dóms- málaráðherra, varaformann Sjálf- stæðisflokksins, vegna tilmæla háttsettra aðilja innan flokksins, sem kornist hafa í óþægilega náin kynni við dómstóla landsins. Allt er þetta vísbending um það, að Framsókn ætli sér að halda öllum dyrum opnum og leika sama hráskinnaleikinn og eftir síðusta kosningar — ef það mætti verða til þess að auka á einhvern hátt völd foringjanna. Er líklegt, að eftir kosningarnar verði enn einu sinni gerð tilraun til þess að sameina öll þau öfl, utan þings sem innan, sem vilja Sjálfstæðisflokkinn feigan. Hvað sá leikur kann að kosta þjóðina verður sjálfsagt lítilsvirði í aug- um æsingamannanna, sem öllu fórna fyrir tilganginn. Við þessar kosningar er það eins og jafnan áður skylda okkar Sjálfstæðismanna að standa vel saman. Sjálfstæðisflokkurinn er fjölmennasti flokkur þjóðarinnar — og hefir einn möguleika til þess að ná hreinum meirihluta — möguleika til þess að gefa þjóð- inni heilbrigða, stefnufasta stjórn. Það er takmarkið, sem við öll verðum að stefna að, ótrauð og ákveðin. Höfum það hugfast, að sigur- inn vinnst, ef nógu vasklega er barist. Við berjumst fyrir góðan mál- stað, — gæfu og gengi íslenzku þjóðarinnar.“ __ Nemendatónleikar Tónlistarskóla Akureyrar fyrir tómum búðum. Hvort rétt sé af honum að styðja „nektar- hreyfingu“ Alþýðuflokksins, sem miðar að því, að hver spjör sé skömmtuð utan á sjálfan hans og börn hans, unz ekki er lengur til skiptanna. Vilji hann ekki hverfa aftur til þess niðurlægingarástands í verzlunarmálunum, sem hér ríkti á árunum fyrir 1950, getur hann aðeins léð SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM atkvæði sitt. Hinir árlegu nemendatónleikar TónKstarskóIa Akureyrar voru haldnir í Barnaskólanum síðast- liðinn sunnudag. Þar komu fram 7 börn og léku á píanó og orgel verk eftir ýmsa erlenda höfunda, svo 6em Schu- mann, Bach, Grieg, Hándel og Claude Debussy o. fl., en ekki var á efnisskránni neitt lag eftir ís- lenzkan höfund, sem gjarnan hefði þó mátt vera. Ánægjulegt var að sjá og heyra hina ungu hljóðfæraleikara, sem margir hafa eflaust komið þar (fram í fyrsta sinn. Sá árangur, sem þe!r hafa náð, spáir góðu uni framtíðina.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.