Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 03.06.1953, Blaðsíða 1

Íslendingur - 03.06.1953, Blaðsíða 1
XXXIX. árgangur Miðvikudagur 3. júni 1953 23. tbl. Togarar fclag:sin§ forn 37 reiðifcrðir á árinu S.'ðastliðinn föstudag hélt Útgerðarfélag Akureyringa h.f. aðal- fund sinn. Formáður félagsstjórnar setti fundinn og nefndi til fund- arstjóra Erl.ng Friðjónsson. Flutti forrnaður síðan greinargerð um starfsemi félagsins og afkomu þess á árinu 1952. Aílamagn togaranna á árinu nam 8156 smálestum og varð brúttó-afurðasalan 21.310.728.93 krónur. Fóru togararnir samtals 37 veiðiferðir á árinu, þar af 11 söluíerðir til Bretlands, 2 til Þýzkalands og 3 til Esbjærg. Með- alsala í Bretlandi varð rúmlega 10570 pund. 7 velðiferðir voru farnar á Grænlandsmið. Af þeim var landað hér á Akureyri úr 5 ferðum. Fiskvinnslustöðin var starfandi mestan hluta ársins og tók á móti urn 4 þús. tonnum til vinnslu. Launagreiðslur íélagsins höfðu hækkað frá fyrra ári um fullar 2 millj. króna, og er það fyrst og fremst vegna þess, hve miklu meira var unnið úr fiskin- um hér en áður. í vinnulauna- reikningi íélagsins er engin vinna innifahn, sem lýtur að viðhaldi skipanna, en þar er um allmikil vinnulaun að ræða, er renna til verkstæða hér í bænum. Að lokinni skýrslu formanns las Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, upp feikninga þess og skýrði þá all- ítarlega. Hæsti útgjaldaliðurinn var að sjálfsögðu vinnulaun, en þau námu 8.840 millj. krónum (akstur inni'falinn). Afskriftir skipanna námu 1.420.010.82 kr., og varð þá íekjuafgangur kr. 118.441.16. Samþykkti fundurinn að greiða hlulhöfum 5% arð af hlutafjáreign sinni. Ilelztu e'gnir félags'ns eru tog- ararnir, en bókfært verð þeirra er nú 12.753.291.15 kr., og hafa þeir þá verið afskrifaðir um tæplega 4 milljónir króna. Birgðir námu rúmlega 6.5 millj. kr., fasteignir 2.245.014.40 kr., hlutabréf og sjóðseignir 234.340.07 kr. Illuta- bréfaeign hluthafa í félaginu nema nú 2.358.500 krónum. Afkoma togaranna varð þessi á árinu: Tap á Harðbak 274 þús. kr. Tap á Svalbak 24 þús. kr. Gróði á Kaldbak 524 þús. kr. Úthaldsdagar: Harðbakur 319. Kaldbakur 316. Svalbakur 303 (lafðist í höfn 14 daga vegna bilunar). Srjórnorkjör. Þá var gengið til sljórnarkosn- inga. Kom fram einn lisli, og voru á honurn nöfn fráfarandi stjórn- armeðlima. Var því stjórnin end- urkosin (sjálfkjörin), en hana skipa: Helgi Pálsson, Steinn Steinsen, Jakob Frímannsson, Al- þert Sölvason og Óskar Gíslason. Endurskoðendur, þeir Jón S. Sig- urðsson og Þorsteinn Stefánsson voru og endurkjörnir. Góð ofkoma. Ekki verður annað sagt, en að afkoma togaraútgerðar félagsins hafi verið hin bezta á árinu sem leið. Tekizt hefir að afskrifa tog- arana verulega og þó orðið nokk- ur tekjuafgangur, en félagið jafn- framt bætt mjög hag og afkomu fjölda bæjarbúa með þeirri at- vinnu, er það veitti á árinu. Og sú vinna fer enn vaxandi, því að síðan um áramót hef r vinna í fiskvinnslustöð félagsins s'.órum aukizt. Félagið hefir líka borið gæfu til að ná í þjónus'u sína harðduglegum og heppnum stjórnendum, jafnt á togurunum sem í landi. Félagið hefir nú nýlega tekið ®5i*Si! upp nýja verkunaraðferð, þ. e. skreiðarframleiðslu, og hefir þeg- ar hengt upp 1100 tonn af blaut- fiski og ráðgerir að herða annað eins eða meira með haustinu. Þá hefir félagið hug á að auka þurr- fiskgeymslu sína, ef lánsfé fæst fyrir viðbótarbyggingu, enda er húsakostur þess ónógur orðinn. FRAMBOÐSFUNDIR Stjórnmálaflokkarnir hafa boð- að til framboðsfunda í Eyjafjarð- arsýslu frá 9.—19. júní n. k. — Hefjast þeir í ólafsfirði, og verð- ur s’ðan haldið inn eftir kjör- dæminu og endað að Þverá i Öng- ulssíaðahreppi 19. júní. „Ka!dbakur“, elzti togari Útgerðarfélags Akureyringa h.f., er skil- aði meira en hálfrar milljón króna hagnaði á síðaslliðnu ári. s £feemmtilegnY kvöldstundir Húsfyllir á árshátíð Sjálfstæðismanna bæði kvöldin GOTT VOR Að undanföinu hefir verið góð sprettulíð, og er víða búið að slá grasble ti hér í bænum. Ef ekki kólnar í veðri, eru líkur til, að sláttur hefjist með Iangfyrsta móti hér í grenndinni. Þó getur verið, að þurrkar dragi úr sprettu fyrst um sinn. Það, sem til vantar, eru góðar gróðrarskúrir. ___ Áðalfundur „Varnar" Sjálfstæðisfélags kvenna Akur- eyri, vorður haldinn í kvöld kl. 8.30 í skrifs'ofu Sjálfstæðisfélag- anna. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Um síðus’.u helgi héldu Sjálf- stæðisfélögin í bænum árshátíð sína að Hótel Norðurlandi, en henni varð að f esta í vetur vegna illviðra. Svo mikil aðsókn var að hátíð nni, að miðarn'r seldust upp á hálfri klukkustund fyrir laugardagskvöldið, og á sunnu- dagskvöldið seldust þeir lika upp. Á laugardagskvöldið setti Vign- ir Guðmundsson, formaður Varð- ar, hátíðina og bauð ges'.i vel- komna. Að því loknu kom fram á sviðið hinn þjóðkunni gaman- leikari, Haialdur Á. Sigurðsson og ávarpaði samkomugesti. Var hann kynnir kvöldsins og óspar á brandarana, enda dunaði húsið af hlátri og fagnaðarlátum, er hann sýndi sig á sviðinu. Þá lék Carl Tll S|álfstæði§uianiia í E^jafjarðar§ý§lu Vinsamlegast lótið kosningaskrifstofu Sjólf- stæðisflokksins á Akureyrs, Hafnarstræti 101, vita um þá kjósendur, scm verða fjarverandi á kjördegi. Þar liggja einnig frammi kjörskrór sýslunnar. Kærufrestur rennur út 6. júní, 03 er öllum Sjólfstæðismönnum bent á að athuga sem fyrst, hvort þeir eru ó kjörskró. Billich nokkur lög á slaghörpu, en því næsl flulti þingmaður bæjar- ins, Jónas G. Rafnar, ræðu um stjórnmálaviðhoifið og kosninga- baráttu þá, sem yfir stendur. Har- aldur Á. Sigurðsson og Alfreð Andrésson flultu s'uttan samtals- þált, Alfreð söng gamanv!sur með undirleik Carls Billich, og Haraldur Á. flutti sérstakan gam- anþátt. Var þeim öllum ákaflega fagnað. En nýstárlegasta skemmti- atriðið mun þó flestum hafa fund- izt söngur norsku söngkonunnar, Jeanite Melin. Auk dægurlaga söng hún syrpu af norskum þjóð- lögum og „Rósina“ eftir Árna Thorsteinsson. Carl Billlch lék undir af sinni alkunnu list. Söng- konan var óþreytandi að syngja og var oft og mörgum sinnum kölluð fram til að syngja aukalög. Vöktu söngur hennar og leikur óskipla hrifningu. Að lokum var dansað. Á sunnudagskvöldið flutti Magnús Jónsson lögfræðingur ræðu, en að öðru leyti voru skemmtiatriði hin sömu. Töldu flestir þessar kvöldstundir ein- hverjar þær skemmtilegustu, er þeir myndu eftir. „Vörður“ F. U. S. hélt kvöld- skemmtun í fyrrakvöld að Hó.el Norðurlandi með hinum að- fengnu skemmtiki öf um, og var þar nær fullt hús. Eru Sjálfstæðis- menn í bænum þakklátir hinum góðu gestum fyrir komu þeirra hingað.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.