Íslendingur - 21.10.1953, Qupperneq 7
MiSvikudagur 21. október 1953
ÍSLENDINGUR
7
D Ú N H E L T SÆNGURVERA- \ Sérs’.aklega sterk og góð ■ ■ | g ■ ■ 'l
L É R E F T D A M A S K tegund af
140 cm br. á kr. 29.00 metrinn ullílnOKKÍir
blátt, bleikt, gult, grænt. LAKALÉREFT RAYON wllUI Jvlllllll
FIÐURHELT á kr. 15.50 metrinn GABARDINE kvenna
L É R E F T ÞURRKUDREGILL með 25% nylon
140 cm br. ágætur í 7 góðum litum, nýkomið. mjög haldgóðir
blátt, sérstaklega vönduð teg HANDKLÆÐI BARNASOKKAR
nýkomið. frotté. Verðið lækkað. margar stærðir
Broyns-verzlun Brauns-verzlun Brauns-verzlun Brauns-verzlun
Brauns-verzlun
nýkomið
P R J Ó N A R
VíiiMpr
Melónur
Sítrónur
Bananar
væntanlegt á morgun,
Yöruhúsið h.f.
Heilhveiti
nýmalað
Rúgmöl
nýmalað
Bankabygg
nýmalað
Hveitiklíð
Saxaðir hafrar
Hrísgrjón
með hýði
Vöruhúsið h f.
Fjallagrös
Jurtate
Þurrger
Kandís
dökkur
Púðursykur
dökkur
Rúsínur
með steinum
ný uppskera
Rúsínur
Ijósar. steinlausar,
kr. £75.
Vöruhúsið h. f.
Þvottabrettí
Gler í þvottabretti
Þvottaduft
Þvottasópa
Þvottasnúrur
Handsópa
á kr. 1.00 stk.
Vöruhúsið h.f.
Við höfum fengið nýja
tegund af
SJÓSTÖKKUM
úr mjög haldgóðu efni.
Vöruhúsið h. f.
Nýkomnar hinar margeftirspurðu
llairnw Wrar
Cllarpe^iir og föt
á börn oq unglinga í qlæsileau úrvali.
V e r z I u n
EGGERTS EINARSSONAR
S'randgötu 21 — Sími 1030
Vélspjaldskrá sú yfir alla lands-
menn, sem unnið hefir verið að
uridanfarið, er nú að verða full-
gerð. Hún er byggð á aðalmann-
lalinu 1950 og manntalinu 16.
oklóber 1952, en upp frá því er
hún jafnóðum færð til samræmis
við allar breytingar á högum ein-
staklinga að því er snertir aðset-
ur og þau atriði önnur, sem
spjaldskráin veitir upplýsingar
um. Sóknarprestar tilkynna henni
fæðingar, skírnir, hjónav.'gslur
og mannslát, en breytingar á að-
setri skulu hlutaðeigendur sjálfir
lilkynna bæjarstjórum og odd-
vi'um, sem svo standa allsherjar-
spjaldskránni skil á þeim skýrsl-
um.
Aðilarnir, sem að spjald-
skránni standa, eru Berklavarnir
ríkisins, Bæjarsjóður Reykjavík-
ur, Fjármálaráðuneytið, Ilagstof-
an og Tryggingaslofnun ríkisins.
Aðselurstilhynningar.
Framkvæmd ákvæðanna um
aðseturstUkynningar hefir yfir-
leitt gengið vel, en þó skortir enn
allnrikið á, að hún sé fullnægj-
andi. Er unnið að því á ýmsan
hátt að kynna þessi ákvæði sem
bezt og fá menn til að lilíta þeim,
enda er það bein lagaskylda, sem
engunr mun haldast uppi að snið-
ganga, þegar frá líður. — Þessu
kynningarstaifi mun verða hald-
,ð áfram, þar til þess er ekki
lengur þörf.
Ibúaskrár handa
sveilarsljórnum.
í janúar næstkomandi mun
allsherj arspj aldskráin senda
hverri sveitarstjórn íbúaskrá,
gerða í skýrsluvélum, með nöfn-
um allra íbúa í hverju húsi í
sveitarfélaginu, ásamt öðrum per-
sónuupplýsingum. Verða skrár
þessar miðaðar við 1. desember
1953. En vegna þess að nægileg
reynsla er ekki enn fyrir hendi
um h.ð nýja fyrirkomulag, og að-
seturstilkynningarnar eru ekki
enn komnar í fullkomlega öruggt
horf, þarf að !aka manntal í haust
eins og venjulega í Reykjavík og
sumum kaupstaðanna. Nokkrar
bæjarstjórnir, sem hafa þegar
komið góðri reglu á framkvæmd
aðseturstilkynninga hjá sér, ætla
þó að fella niður manntal í haust
og nota einvörðungu íbúaskrána
frá spjaldskránni.
Ulan kaups'.aða verður sá hátt-
ur hafður á í haust,. að sóknar-
pres'ar, við húsvitjanir, skr.fi
upp þær breytingar, sem orðið
hafa síðan 17. október 1952, er
manntal var síðast tekið, og færi
þær síðan, eftir því sem með þarf,
inn á íbúaskrár, sem spjaldskráin
mun lála þeim í té. Prestar til-
kynna síðan sveitarstjórnum
breytingarnar, og hinir síðar
nefndu færa þær inn « sin ein’ök
af íbúaskrám frá spjaldskránni.
Sóknarprestur og sveitarstjórn-
ir munu innan skannns fá nánari
leiðbeiningar þessu viðkomandi
frá Hagstofunni.
(Fréttatilkynning frá Hág-
stofu Islands.)
Þannig var auglýsr fyrir
einum mannsaldri.
í íslendingi 5. okt. 1923 birlist
svohljóðandi auglýsing:
K E N N S L A
Tungumál og stœrðjrœði.
Fáeinir siðpiúðir pil.ar, sein
ekki neyla ájengis, tóbaks né sœi-
gœtis og ekki eru fíknir í sjón-
leiki, samspil eða dansa, en eru
námjúsir, heilbrigðir og reglu-
samir, geta fengið tilsögn hjá
undirrituðum á þessu hausti og
komandi vetri (e.g.l.) í ensku,
frönsku og stœrðafrœði, einnig er
t.l vill, í mekanik. Sama nemanda
kennt aðeins 1 úllent tungumál á
ve'ri og elcki fleiri en 2 skyldar
námsgreinar í stœrðafrœði.
Kennslut.'mi ætlaður hverjum
nemanda 6 til 12 klst. á viku,
kennslulaun 100 kr. fyrir 100
klst. kennslu. Einstakar lexíur 3
kr. á klst. Greindir og ástundun-
arsamir nemendur, ekki yngri en
15 ára né eldri en 22 ára gela
vænzt góðs árangurs. Þeir, sem
óska lilsagiíar, riti mér sem fyrst.
F. B. Arngrímsson-.
Hvernig væri að auglýsa með
slíkum formála núna, og vita
hversu aðsóknin reyndist?
t Qnnwi
VEÐURSPÁMAÐUR.
Fulllrúinn á veðurstofunni var
í sumarjríi norður á Jótlandi og
tók einn bóndann þar tali. Þeir
töluðu urn hina óstöðugu veðr-
áttu, og bóndinn sagði um leið
og hann leit til lojts, að nú vœri
rigning í aðsigi.
Jœja, hugsaði veðurfrœðingur-
inn, — œtli liann hejði ekki goll
af að taka líma í veðurfrœði, og
svo hélt hann langa rceðu yfir
bóndanum um háþrýstisvœði og
lágþrýstisvœði og áhrif þeirra á
veðurfarið. Og hann lauk rœðu
sinni mcð því að segja bóndan-
um, að enginn gœti ráðið neitt aj
veðrinu með því að góna upp í
loftið og spurði, hvernig hann
hefði komizt að þeirri niður-
stöðu, að rigning vœri í vændum.
— Ja, ég var rétt áðan að
hlusta á veðurspána í útvarpinu!
Fréttamemi blaðsins
eru áminntir um að senda því
sem oftast fréttir af því helzta,
sem gerist í þeirra umdæmi, og
fréttnæmt getur talizt.
Peysur
Mikið úrval nýkomið.
Telpu-
golffreyjur og peysur
Drengjapeysur
o. fl. prjónafa'.naður.
Verzlunin D R É F A
S.’mi 1521
Fyrir 30 órum.
í íslendingi 29. ágúst 1923 eru
m. a. birtar þessar fréttir:
Veðráttan. Kaldviðrasamt hef-
ir verið undanfarið og óþurrkar.
Liggur taða ennþá óhirt á túnum
allvíða í Kræklingahlíð og út með
firðinum. Og víða hefir henni
verið náð inn rnikið hraktri.
Ileyjunarhorfur með vet-sta móli
hér norðanlands, þrátt fyrir sæmi
lega sprettu.
Síldveiðin. Rútnar 90 þús.
tunnur af síld eru nú komnar á
land á veiðistöðvunum hér norð-
anlands, sem '.áfa verið sal aðar
eða kryddaðar. Um 50 þús. nrál
hafa verið seld í bræðslu.
„Furstinn“ tók við skipunarbréfinu úr hendi keisarans og hneigði
sig djúpt.
— Eg hef eina bón að flytja yðar keisaralegu hálign, sagði Sar-
kas fursti um leið og hann s’akk skipunarbréfinu í vasa sinn.
— Það væri mér sönn ánægja að verða við henni, herra fursti,
svaiaði keisarinn.
— Áður en ég tek við hinu virðulega embætti, vildi ég gjarna,
að brúðkaup okkar Irene greifynju færi fram.
— Auðvitað, sagði keisarinn hlæjandi, — ég var nærri búinn að
gleyma þv’, að þér og Osra greifynja hyggðuð á hjónaband, og
ekkert er sjálfsagðara en að uppfylla þessa ósk yðar. Ég er að vísu
keisari, en yfir tilfinnlngum hjartnanna get ég ekki ráðið. Ég skal
leggja það fvrir Rosokow fursta í dag, að hann gegni embættinu
áfram til bráðabirgða, meðan þessu verður komið í kring.