Íslendingur


Íslendingur - 05.05.1954, Síða 1

Íslendingur - 05.05.1954, Síða 1
XL. árgangur Miðvikudagur 5. maí 1954 20. tbl. Stórankið innanlandsflug í sumar Flugvélar F. í. fara þrjár ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur 4 daga vikunnar „Reynum að koma íil móts við óskir fólksins," segir Hilmar Sigurðsson, fulltrúi F. í. í vikunni sem leið hitti tíðindamað'ur blaðsins að máli Hilmar Sigurðsso;i fulltrúa hjá Flugfélagi íslands h.f., er var s'addur hér í bænum. Bar þá meðal annars á góma starfsemi flugfélagsins og fyrirætlanir, svo og flugmál íslendinga yfirleitt. Báðum vér Hilmar að skýra lesendum blaðsins eitthvað frá starfsemi félagsins og ferða- áætlunum i nánustu framtíð og brást hann vel við. — Við höfum nú nýverið geng- ið frá sumaráætlun félagsins um flug innanlands og til útlanda, segir Hilmar, — og gekk sú áætl- un í gildi 1. maí. Verður áætlun- arflugferðum haldið uppi til 22ja staða hér innanlands í sumar, og verða samgöngur miklum mun tíðari við ýmsa staði en verið hefir, svo sem Akureyri, Egils- staði, ísafjörð og Vestmannaeyj- ar. — Hvernig verður flugsam- göngum háttað við Akureyri? — Um mánaðamótin var ferð- um hingað fjölgað í tvær á dag, en frá og með 1. júní verða farn- ar 3 ferðir daglega 4 daga vik- unnar eða alls 18 ferðir á viku. Þá verður flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar og Kópaskers. — Og til annarra staða? — Til ísafjarðar verða flug- ferðir frá Reykjavík alla daga vikunnar nema sunnudaga, en auk þess verða flugferðir til 5 annarra staða á Vestfjörðum: Bíldudals, Flateyrar, Hólmavíkur, Patreksfjarðar og Þingeyrar. Þá er áætlað að fljúga til Egilsstaða 4 sinnum í viku, og til Fáskrúðs- fjarðar og Neskaupstaðar verða vikulegar flugferðir. Fjölgað verður flugferðum milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja. Verða farnar tvær ferðir á dag alla daga vikunnar að sunnudögum midan- skildum, en þá verður ein ferð. Ennfremur verður flogið tvisvar milli Vestmannaeyja og Skóga- sands og einu sinni milli Vest- mannaeyja og Hellu. Þrjár flugferðir verða í viku hverri til Sauðárkróks, tvær til Blönduóss, Siglufjarðar, Fagur- hólsmýrar og Kirkjubæjar- klausturs. Til Hornafjarðar verð- ur flogið þrisvar í viku og einu sinni í viku til Hellisands. Með ,f því að fjölga flugferðum milli Reykjavíkur og nokkurra fjöl- byggðustu héraða landsins, vill Flugfélag íslands reyna að koma til móts við óskir margra um bættar samgöngur við þessa staði. — En hvernig verður utan- landsflugi hagað í sumar? — Gullfaxi fer einu sinni í viku frá Refkjavík til Prestwick og London. Fer liann á mánudög- um og kemur til baka sömu leið daginn eftir. Á laugardögum fer liann til Osló og Kaupmannahafn- ar og til baka á sunnudögum, og frá 15. júní fer hann alla mið- vikudaga til Kaupmannahafnar og heim aftur samdægurs. — Og innanlandsflugið vax- andi að sjálfsögðu? — Já, og það mjög ört. Flug- félag íslands hefir haldið uppi á- ællunarflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur síðan í maí 1938. Það ár flutti félagið samtals 770 farþega innanlands, en árið 1953 voru fluttir 41928 farþegar, þar af 35431 innanlands. Á flugleið- inni Akureyri—Reykjavík—Ak- ureyri hafa verið sívaxandi flutn- ingar frá ári til árs, og fullvíst má telja, að ennþá muni verða slórauknir flutningar á þessari lelð, og þá einkum, er hinn nýi Akureyrarflugvöllur verður tek- inn í notkun, en þá munu öll af- greiðsluskilyrði stórbatna til þæginda fyrir farþega. -— En flugvélaeignin? — Já, hún er nú þegar orðin of lítil vegna sívaxandi flugsam- gangna hér innanlands, en vonir standa til að úr rætist á næstunni. Mun ný Douglasflugvél bætast í flugflotann, væntanlega snemma í sumar, og verða þá fjórar Dougl- as-flugvélar í ferðum innanlands auk tveggja Katalínubáta, er fljúga til þeirra s'aða, er ekki hafa flugvelli, svo sem ísafjarðar og Austfjarðahafna, en Douglas- vélarnar taka 28 farþega. Yfirleitt eru allir loftflutningar stórvaxandi á flestum leiðum, ekki aðeins farþegaflutningar, heldur einnig póstflutningar og vöruflutningar. Frá og með 1. okt. í fyrra tók Flugfélag íslands að sér alla póstflutninga með samningi við Póst- og símamála- stjórnina, og þykir mörgum íbú- um Vestfjarða og Auslfjarða a. m. k. hafa skipt um til hins betra að fá dagblöðin í Reykjavik sam- dægurs og þau koma út í stað þess að fá heilan vikuforða eða meira í einu eins og áður var. — Hve margir starfa hjá fé- laginu? — Alls munu vera starfandi hjá félaginu nú um 150 manns, að með töldum afgreiðslu- og umboðsmönnum á 25 stöðum á landinu. En með því að við reikn- um með lengdum flugtíma, hlýtur starfsfólki að fjölga enn, a. m. k. áhöfnum flugvéla. Framh. á 8. síðu Fdgaett btyMw) var framið hér í bænum aðfara- nótt s. I. mánudags 3. þ. m. — Vörubifreiðin A 991, sem stóð læst upp við Setberg, var tekin og farið með hana langt suður og upp fyrir bæ, upp að Miðhúsa- klöppum, og þar var stolið úr henni vatnskælinum, dynamó -og framljósakúplum. Framrúður bif- reiðarinnar voru rústmölvaðar, 1 og fleira var átt við farartæki þetta, sem er dökk-græn G.M.C.- I vörubifreið. | Skorað er hér með á hvern þann, sem séð hefði til nefndrar bifreiðar umrædda nótt eða gæti að öðru leyti gefið einhverjar upplýs’ngar um mál þetta, að hafa strax samband við lögregl- una. ___, Afgreiðsla Loftleiða h.f. á Ferðaskrifstofunni. Lofieiðir h.f. auglýsa hér í blaðinu í dag sumaráætlun um flugferðir frá Reykjavík til Staf- angurs, Oslóar, Kaupmannahafn- ar, Gautaborgar, Hamborgar og New-York, ásamt fargjaldi frá Reykjavík til allra áætlunarstaða. Allar upplýsingar aðrar og af- greiðslu hér á Akureyri annast Ferðaskrifstofan við Strandgötu. ____*___ 1-óreönsk móðir með barn sitt að baki tekur við rísi og niður- soðinni vöru hjá borgarahjálpinni í Seoul í Kóreu, en hana skipulögðu Bandaríkjamenn þegar í Kóren eftir vopnahléð og vörðu til hennar allt að 200.000.000 dollara. Tveir samsöngTar Það virðist hafa komið fjörkippur í sönglíf bœjarins með sumar- komunni, og er þar nú, skammt stórra höggva á milli. Um síðast- liðna helgi héldu tveir blandaðir kórar opinbera samsöngva fyrir bœjarbúa, og hefir heyrzt, að innan fárra daga eigum vér að fá að heyra til fleiri kóra, auk þess sem Guðrún Á. Símonar syngur hér annað kvöld á vegum Tónlistarfélagsins. Kantötukór Akureyrar reið á vaðið með samsöng í Nýja Bíó s. I. föstudag. Hið góðkunna tónskáld, Björgvin Guðmundsson, stjórnaði kórnum nú sem fyrr af sinni alþekktu snilli og þrótti. Segja má, að nokkurt hlé hafi orð ið á starfsemi kórsins eftir hina velheppnuðu Norðurlandaför fyr- ir þremur árum. Að þessu sinni sýndi hann mörg ný andlit, sem ekki hafa sézt í röðum hans áður, en jafnframt söknuðu menn þar gamalkunnra söngvara. Áberandi var, hve margt ungt söngfólk skip- ar nú kórinn, og er ánægjulegt að sjá, að æskufólk skuli vilja taka upp merki hinna eldri við að halda uppi sönglífi bæjarins, og það einmitt nú, þegar sönn ís- lenzk tónmenning á í vök að verj- ast fánýtri dægurlaga-tízku, inn- lendri og erlendri.. Margir biðu því þessa samsöngs með ærinni eftirvæntingu, þar sem kórinn hlaut nú að teljast nokkuð óráðin gáta. En það má með sanni cegja, að engir haía orðið fyrir von- brigðum, svo óskipta a'.hygli og aðdáun átti kórinn þetta kvöld. Kórinn flutti lög eftir Björgvin Guðmundsson, Jóhann Ó. Har- aldsson, Sveinbj. Sveinbjörnsson, Jónas Pálsson, Möhring, Wetter- ling og Marschner, og var söng- skráin að yfirgnæfandi meirihluta ÍSLENZK eins og jafnan áður. Einsöngvari með kórnum var frú Helga Sigvaldadóttir, er söng sóló í laginu „í rökkursölum sefur'* og dúett með Hallfríði Árnadótt- ur í „Nú enn er kominn aftan- stund“ eftir söngstjórann. Hefir frúin ljúfa rödd og ræður yfir talsverðri söngtækni. Er hún að heita má nýr söngkraftur í þess- um bæ, og sama má segja um Hallfríði, er gaman væri að heyra í einsöngshlutverki. Undirleik annaðist Árni Ingimundarson söngstj óri. Sérsaka ánægju vöktu tvö lög á söngskránni: Frjálst er í fjalla- sal eftir Kuhlau í raddsetningu Björgvins Guðmundssonar, sem er einkar skemmtileg, — og Deeár sandur, glæsilegt lag eftir söng- stjórann. \Kórinn varð að tvítaka sum lögin, og bárust söngstjóranum blómvendir. Kirkjukór Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvason- ar, hélt samsöng í Nýja Bíó s. I. sunnudag við góða aðsókn og viðtökur. Á söngskrá voru 12 sönglög og tónverk eftir Karl Ó. Runólfsson, Hallgrím Helgason, Sigurð Þórðarson, Mozart, Beet- hoven, Brahms, Haydn, Schu- mann o. fl. Undirleikari með kórnum var frú Margrét Eiríks- dóltir en söngvarar Guðmundur Karl Óskarsson, Kristinn Þor- steinsson og frú Matthildur Sveinsdóttir. Mörg laganna varð kórinn að endurtaka. Meðal þeirra laga, sem vöktu sérstaka athygli á söngskránni, má telja sænskt þjóðlag (í tæras'a kristalli Framh. á 8. síðu

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.