Íslendingur


Íslendingur - 07.07.1954, Síða 1

Íslendingur - 07.07.1954, Síða 1
XL. árgangw Miðvikudagur 7. júlí 1954 29. tbl. Barnahór Akareyrar koion út Noregslörinni Elaut ógleymanlegar vidtökar|í Alasundi, Bergen og viðar Síðastliðinn föstudag kom Barnakór Akureyrar til bæjarins úr söngförinni til Noregs. I förinni voru 29 börn, söngstjóri kórsins, Björgvin Jörgensen, Hannes J. Magnússon skólastjóri, Tryggvi Þor- steinsson kennari og konur þeirra. Var Tryggvi Þorsteinsson farar- stjóri. Blaðið hefir átt tal við Hannes J. Magnússon skólastjóra um för þessa, og segir hann svo frá: Forsetafrúin í Lystigarðinum. Á myndinni sézt forsetafrúin, frú Dóra Þórhallsdóttir (í miðið), rœða við frú Margrethe Schiöth og Þuru Árnadóttur í Lystigarði Akureyrar. Ljósm.: E. Sigurgeirsson. »Hcilsoöo |rd mér öllooi« Góðir gestir í heimsókn að vestan Hlýjar móttökur í Álasundi. Við fórum frá Reykjavík 12. júní loftleiðis með Gullfaxa beint til Osló. Þaðan fórum við með lest til Andelsnes. Þar tók sendi- nefnd frá Alasundi á móti hópn- um og flutti hann í b.'lum til Ála- sunds, en það er um fjögurra klst. akstur. Við Möre ungmennaskóla, þar sem hópnum var ætlað að dvelja, var honum heilsað með því, að lúðrasveit drengja lék þjóðsöng íslendinga. Þar tóku og á móti okkur forseti bæjarstjórn- ar Álasunds, Óskar Larsen ræðis- maður íslands á staðnum, sendi- herrarnir T. Andersen-Rysst og Bjarni Ásgeirsson og Georg Gars- hol yfirréttarmálflutningsmaður og formaður Fiskerimessen, en svo nefndist fiskimálasýning, sem efnt var til i bænum þessa dag- ana. Þá var þar einnig móttöku- nefnd frá karlakór bæjarins, er annaðist móttökur kórsins og alla fyrirgreiðslu i Álasundi. Þá hitt- um við þar allmarga íslendinga. sem ýmist voru búsettir þar í bænum eða staddir þar á ferða- lagi. I i Georg Garshol ótti frumkvæðið. Formaður Fiskerimessen, Ge- org Garshol, var upphafsmaður að boði kórsins. Hlýddi hann af tilviljun á barnatíma norska út- varpsins einhvern tíma í fyrravet- ur og heyrði þar kórsöng barna, er vakti athygli hans. Ekki vissi hann þá, hver kórinn var, en seg- ir við sjálfan sig eittJbvað á þessa leið: Þenna kór eigum við að fá til að syngja við opnun Fiski- málasýningarinnar. Var þetta upphafið að heimboði kórsins til Noregs. Eftir hina opinberu móttöku í Álasundi var sezt að morgunverði í skólanum, og fóru þar fram ræðuhöld og söngur. Um kvöldið sungu börnin í fyrsta sinn við Fiskerimessen fyrir mörg þúsund áheyrendur, en sýningin var opn- uð þenna dag. Daginn eftir var sungið í Alþýðuhúsinu, stærsta samkomuhúsi bæjarins, á vegum Húsmæðrafélags Álasunds og næsta dag á sama stað fyrir troð- fullu húsi við fádæma góðar við- tökur. Á eftir söngnum ávörpuðu forseti bæjarstjórnar og báðir sendiherrarnir kórinn og þökk- uðu honum komuna og sönginn. Enn hélt kórinn hljómleika að Sykkelven inni í Sunnmæri, einn- ig fyrir troðfullu húsi og við á- gætar viðtökur. Þá var honum einn daginn boðið inn í Sunn- mæri, þar sem hann dvaldi lengst af deginum á fjallahótelinu Fjell- sæter í bezta yfirlæti. Lýðveldisdagurinn 17. júní. Þann 17. júní árdegis vorum við í boði hjá Óskari Larsen ræð- ismanni í veitingahúsinu Fjell- stua, sem stendur uppi á fjallinu Aksla. Komu þangað menn frá norska útvarpinu og tóku upp stutta dagskrá. Kórinn söng nokk- ur lög, fréttamaður talaði við far- arstjórann, Tryggva Þorsteinsson, og lítil stúlka í kórnum flutti kveðju heim til íslands. Voru gerðar ráðstafanir til, að hlust- endur heima gætu heyrt þenna dagskrárlið norska útvarpsins um kvöldið, en það virðist ekki liafa tekizt. Síðdegis þenna dag var kórn- um haldin skilnaðarveizla úti á Hótel Sejlerhytten. Var þar fjöldi maana. Kúriim söng, ræður voru fluttar og skipzt á gjöfum. Karla- kórinn stóð fyrir veizlunni, og voru flestir ráðamenn bæjarins viðstaddir. Tvær íslenzkar konur, búseltar í Álasundi, báru okkur á liöndum sér og vildu allt fyrir okkur gera, en það voru frúrnar Oddfríður Hákonardóttir Sæter, Framh. Ú 5, riBil Þarrdimeði /innst *' hind í Borjirfiríi Þau uggvænlegu tíðindi spurð- ust nýlega, að þurramæði-ein- kenni hafi fundizt í lungum vetur- gamallar kindar frá Lundum í Stafholtstungum. Hafði ekkert borið á sjúkdómi í kind þessari, er henni var sleppt í vor, en við fjársmölun til rúnings seint í júni var hún all-veik. Var henni þá slátrað og innyflin send til rann- sóknar að Keldum. Hefir Guð- mundur Gíslason læknir talið lungu kindarinnar bera öll ein- kenni þurramæði, og því fyrir- skipað einangrun fjárins á Lund- um og næsta bæ við, þar sem hin sjúka kind kom fram með fénu. Verður fénu af báðum bæjunum lógað í sumar. Læknirinn telur viðbrögð bóndans að Lundum til mikillar fyrirmyndar og leggur ríkt á við bændur að fylgjast vel með fé sínu og heilsufari þess og bregða jafn fljótt við og bóndinn að Lundum, ef þeir verða varir veik- indaeinkenna í einhverri kind, sem vafi gétur leikið á um, hver vera muni, því að með ýtrustu ár- vekni sé von til að stemma megi stigu fyrir útbreiðslu næmra sauðfj ársj úkdóma. Fjárskipti fóru fram i Stafholts- tungum haustið 1950, og hefir ekkert borið á sjúkdómura í hin- um nýja fjárstofni fyrri en þetta. En fregn þessi hefir að vonum vakið nokkurn ugg. Áttræð: Kristin Sigurðardéttir Irá Grænhól Kristín Sigurðardóttir frá Grænhól, sem dvelur að Elliheim- ilinu í Skjaldarvík, átti 80 ára af- mæli 2. þ.m. og var þá stödd hér í bænum á heimili dóttur sinnar, Bjarkarsiíg 5. Kristín er tvígift, og var fyrri maður hennar Hálf- dán Hallgrímsson, mesti myndar- og dugnaðarmaður. Bjuggu þau búi s'nu að Grænhól í Glæsibæj- arhreppi og áttu mörg börn sain- an. Hálfdán lézt árið 1920. Fám árum síðar giftist hún Benedikt Sveiobjarnarsyni frá Stokkahlöð- um, og áttu þau saman eina dótt- ur, Sveingerði að nafni. Bjuggu þau hjónin fyrstu hjúskaparárin að Grænhól, en fluttust þaðan að Kristnesi. Er Benedikt nú vist- maður á Kristneshæli. Kristín var hin mesta dugnaðarkona og vel látin af öllum, er kynni hafa af henni. Fyrir mánuði síðan komu þau hjónin frú Berta og Richard Beck prófœsor í heimsókn til ís- lands, og var prófessorinn fulltrúi Vestur-íslendinga á 10 ára afmæli lýðveldisins og við vígslu biskups ins yfir íslandi, dr. Ásmundar Guðmundssonar. Hafa þau síðan þegið heimboð ísfirðinga og far- ið í kynnisför austur á „Firði“ í átthaga prófessorsins, og í vik- unni sem leið hittu blaðamenn þau hjónin á heimili skólameist- arahjónanna, frú Margrétar og Þórarins Björnssonar, en þau stóðu aðeins stutt við hér á Ak- ureyri. Richard Beck er sem kunnugt er prófessor í Norðurlandamálum við ríkisháskólann í Grand Forks í Norður-Dakota, og ræðismaður íslands þar í fylkinu. Var hann um nokkurt skeið forseti Þjóð- ’ræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi og hefir flutt fjölda fyrir- lestra um ísland og íslenzk mál- efni víðsvegar vestan hafs á is- lenzku og ensku, auk þess sem hann hefir skrifað mikið um bók- menntir og önnur efni i blöð og tímarit heima og vestan hafs. Er hann einn hinn ágætasti fulltrúi íslands þar vestra. Kona hans, frú Berta, er ættuð úr Rangárvallasýslu en fædd vestra. Hefir hún aldrei áður komið til íslands, og er förin því jafnframt kynnisför hjónanna til álthaga og ættingja heima. Talar frúin íslenzkuna prýðilega og hefir lifandi áhuga fyrir íslenzk- um þjóðfræðum, fornbókmennt- um og ættvísi. Fyrir þá, sem frétta vilja eitt- hvað af íslendingum vestra, er mjög lærdómsríkt að spyrja þau hjónin, því að þau eru meira og minna kunnug flestum íslendinga byggðum í Kanada og Bandaríkj- unum. Þótt fréttamaður blaðsins ætti ekki langar viðræður við þau, varð hann margs fróðari um ævi og störf landa vórra í Ame- ríku, sem hér er þó ekki rúm til að segja frá. En víst er um það, að landnemarnir hafa aldrei slitn- að úr tengslum við heimalandið. Sem dæmi þar um sagði pró- fessorinn okkur frá 83 ára gam- alli konu, er hann hitti inni í miðjum víðáttum Ameríku, þar sem hún hafði alið aldur sinn í 70 ár og hafði enn hangandi í stofunni sinni mynd af Vest- mannaeyjum og las af henni ör- nefnin, er hún þekkti sem barn heima. Við spyrjum þau að því, hvort önnur og þriðja kynslóðin hafi ekki tapað móðurmálinu, og játa þau það um þá þriðju. En þrátt fyrir það segir íslendingurinn til sín, segja þau. Ef þetta unga fólk heyrir hallað á ísland, rís það til varnar og andmæla, þótt það hafi aldrei Iandið séð né mælt á ís- lenzka tungu. Svo sterk er ættar- kenndin í afkomendum íslenzku landnemanna. Þessir góðu gestir okkar vestan um haf munu að lokinni dvöl sinni hér bregða sér til hinna Norðurlandanna. Bæði létu þau mjög vel yfir heimkomunni. •— Veðrið hefir leikið við okkur, segja þau. Sólskin næstum alla daga, sem við höfum verið hér. Framh. á 5 síðu.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.