Íslendingur


Íslendingur - 25.08.1954, Síða 5

Íslendingur - 25.08.1954, Síða 5
Miðvikudagur 25. ágúst 1954 IS LENDINGUR i Bárður Jakobsson: Hugleiðina um isleniho sýningu oo dtthagatengsi Eins og ílestir, sem dvelja lang- dvölum íjarri settjörð sinni, hefi ég orðið fyrir því, að finnast skyndilega, augnablik og oft ó- ljóst, að ég væri „heima“, — á íslandi. Þrisvar hefir þessi kennd, „heimatilfinning“, náð tökum á mér svo snöggt og fast, að ég hefi þurft ráðrúmsstund til þess að átta mig. Hugarleiftur eða hughvörf koma oftast að mönnum hastarlega, óvörum og óviðbúnum, verða því minnis- stæð en að því skapi illskilj anleg. Sjaldan eða aldrei hefi ég orðiö fyrir þessum „ósköpum“ eins á- kveðið og skyndilega en skammt, eins og 11. ágúst s.l. Þann dag, um það bil að jöfnu báðu, nóns og miðaftans, var opnuö „Hin ís- lenzka sýning“ hér í London. Á leiðinni til sýningarstaðarins var ég fjarri „íslandsþönkum“, var að grufla fram enskt heiti á litlum hlut með löngu nafni. Þar á ofan varð ég að fara inn lítinn spotta Oxfordstrætis og verjast skakkaföllum eftir getu. Hópar feröalanga stóðu eins og þvörur, glápandi girndaraugum í vel- skreytt vindaugu og „glugga- verzluðu“ með pati og óskiljan- legu tungutaki, en töfðu umferð og torvelduðu, og er það þó þarf- laust í Oxfordstræti. Líklegt þyk- ir mér að fleiri skattskyld nef (með tilheyrandi) hafi verið i strætinu öllu, en sálir fyrirfinnast á íslandi. Mér varð spölurinn seinfarinn, þar til ég hrökktist um horn og inn á Charing Cross- götu. Sú er full með hókaverzlun- rnn, skriflabúðum og þessháttar, og tefst margur grúskarinn og bókabéusinn oft og lengi í göt- unni. Frá horni Oxfordstrætis er stuttur stekkj arvegur að „verzl- un“, sem mér a. m. k. er í senn vel við og illa. Þetta er „Foyles“- bókaverzlun, e. t. v. stærst sinnar tegundar í heimi, og að sögn svo umfangsmikil og stór, að enginn veit fyrir víst, hve fyrirtækiö er stórt. Foyles hefir margar bygg- ingar til afnota, og einmitt í einni helztu byggingunni hafði íslenzku sýningunni verið fundinn staður. Ég keyröi gotupeningahattinn niður fyrir nef, gjóaði hvorki til hægri né vinstri, því að þá sjald- an ég hefi tekið að gramsa í hill- um, hlöðum, stöflum og búkum bóka hjá Foyles, hefi ég oftast stuldrað út þaöan eftir svo sem 5 eða 6 stundir, fótsár og aumur, rykugur, rínglaður, ruglaður, uppgefinn og auralaus — og langaÖ inn aftur. AS þessu sinni hélt ég strikinu áfram og upp, unz ég kom í sal fremur lítinn, en þar hafði ís- lerízku sýningunni verið fengið pláss og komið fyrir. Það var þegar ég kom þarna inn, sem mér fannst í vetfangi og vart nema brot úr andartaki sem ég væri á íslandi — „heima“. Það var rétt eins og ég hefði ranglað inn á handavinnusýningu húsmæðra- efna í skólastofum í Reykjavík (af vangá). Augnablik var ég ekki förumaður í útlandinu, manngrúinn utan þessa herberg- is, sveittur, þreyttur, blásandi og puöandi einhverra erinda, skilj- anlegra eða fáránlegra, kom mér ekkert við, né heldur þrúgandi kliður, rykþykkt loft, þvarg og píp stórborgarinnar. Ég var í „heimahögum“, meðal manna og muna, sem voru hluti af mér og ég af því, óafvitandi eða óvilj- andi, hvort sem mér var þetta allt kunnugt af sjón eða raun eða ekki. Umskiptin voru snögg, en ég hygg skiljanleg. ísland er svo sérstakrar nátt- úru, að hvergi á jörðinni þekkist önnur slík. Sérstaða landsins markar allt sem er og heitir ís- lenzkt, mismikið að vísu, en alltaf eitthvað. íslendingar hafa víða farið og oft tekið ævilanga ból- festu utan íslands, unað hag sín- um vel og notið sín vel. Samt á íslendingur hvergi að fullu heima nema á íslandi. Þangað leitar vitund hans sjálfrátt eða óvilj- andi. „Fleygir hverjum til föður- húsa“ gildir um íslendinga al- mennt og öðrum fremur. Þeir eru tengdir ættjörð sinni Gleypnis- viðjum, ósterklegum en óslítandi. Hvernig þetta lýsir sér í einstök- um, ákveönum tilfellum, hvort viðkomandi aöilum eru átthaga- tengslin ljós eða hvort orð er á því gert og þá hvernig, er aftur annað mál. Hvað sem þessu líÖur, þá er víst, að það var eins og brot af íslandi, eða því, sem íslenzkt er, hefði óvænt, alltaðþví óvart hrap- að eins og skært 6mástirni svo til í miðja stærstu borg heims, Lon- don. Ef litið er á aðstæður og hlutföll, má vera að sýning þessi þyki nokkur steigurlætisvottur fá- mennrar þjóðar. Kynni slík skoð- un að finnast, þá er það ljóst merki þess, að viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir því, að tíðum er bezt, auðveldast og affarasæl- ast að skilja hið stóra með því að skoða, athuga, hið smáa. Sendiherra íslands í London, Agnar Kl. Jónsson, mælti nokkur velvalin orð, skýrði í stuttu máli og glöggu tilefni og tilgang sýn- ingarinnar og lýsti hana síðan opna. Opinberir og ábyrgir að- ilar eru: íslenzka ríkisstjórnin, (utanríkisráðuneytið), Ferða- skrifstofa ríkisins, Eimskipafélag íslands og Flugfélag íslands. Sá einstaklingur, sem átti hvað mest- an þátt í því að hrinda málinu af stað, er Mr. James Whittaker, brezkur og búsettur hérlendis, en kvæntur íslenzkri konu. Þau hjón léðu og sýningargripi, en auk þess var það fyrir umleitan og til- mæli Mr. Whittakers, að Miss Christina Foyle lét húsrúm fyrir sýninguna í té — endurgjalds- laust. Mr. Jeffrey Mathews sagði fyrir og sá um skipulag, en óger- legt er að telja alla, sem unnu af kappi að því, að koma sýning- unni upp, á þeim stutta tíma, þrem vikum, sem voru til stefnu. Að þetta tókst og með ólíkindum vel, er eflaust mjög að þakka sleitulausum dugnaði og áhuga Jóhanns Sigurðssonar, forstjóra Lundúnadeilda Ferðaskrifstofu ríkisins og Flugfélags íslands, eða svo er mér tjáð. Sjálfur vissi ég ekkert um að verið væri að stofna til íslenzkrar sýningar fyrr en tveim—þrem dögum fyrir opnun hennar, en þá færði póst- urinn mér boöskort, öllu heldur tilkynningu um sýninguna. eina af þessum plöggum, sem öllum er sent, ef nafn þeirra er einhvers- staðar á skrá. Margir lánuðu muni á sýning- una, og er helzt að nefna — auk Whittakers-hjóna, sem áður var umgetið — Málverkasafn ríkis- ins, sendiherrahj ónin í London, Guðmund frá Miðdal Einarsson, Björn Björnsson, Robert Lee og Karl Strand, lækni. Þeir munu allmargir, sem lögðu sýningunni lið á einhvern hátt, en fæst af því er mér kunnugt um. Ég litaðist flausturslega um á sýningunni að þessu sinni, en vona að ég fái færi til þess að skoða hana betur síðar. Samt fékk ég heildaryfirlit um það, sem merkast var að minni hyggju. Mér þótti vanta ýmislegt, sem æskilegt hefði verið að hafa frammi, en þegar litið er á naum- an tíma og takmarkað húsrúm, þá virðist mér furðu margt fal- legra og sérkennilegra gripa á sýningunni. Má t. d. nefna mál- verk, vel unninn vefnað, falleg, íslenzk sauðskinn, blöð, bækur og smíði ýmiskonar. Ekki veit ég hvort hæfilegt er að skipa Bryn- dísi Pétursdóttur með sýningar- gripum eða munum, en Bryndís var þarna stödd, og bar hinn glæsilega, íslenzka skautbúning. Sómdi hvað öðru vel, konan og klæðin, enda vakti Bryndís at- hygli einkum þeirra, sem ekki höfðu séð konu skaula áður. Það ég veit hefir sýnin'gin ver- ið vel sótt og fengiö góða dóma og ummæli, og haldi svo fram, þá er þeim tilgangi náð, sem sendi- herrann, Agnar Kl, Jónsson, m.a. drap á í ávarpsorðum sínum: þann að kynna svo sem kostur var á verk og eigindir íslenzku þjóðarinnar, fegurð íslands og sérstæða náttúru. Fyrir hönd þeirra ,sem þegar hafa séð sýninguna og notið hennar, tek ég mér Bessaleyfi til þess að þakka þeim aðilum öll- um, sem standa að sýningunni á Einkarekstur og ríkisrekstur. Alþýöumaðurinn 10. þ. m. á- lítur, að akstur fram að Grund með nýjum bíl Norðurleiðar h.f. hafi komið þeirri skoðun inn hjá ritstjóra íslendings, að einka- rekstur væri heppilegri en ríkis- rekstur! Þetta er algjörlega misskiln- ingur hjá ritstjóra Alþýðumanns- ins. Vér höfum ávallt taliÖ einka- reksturinn heppilegra form en ríkisrekstur, þar sem honum væri við komið, þó með nokkrum und- antekningum, sem Alþýðumaður- inn víkur að, svo sem rekstri pósts, síma og útvarps og verzl- un með áfengi og tóbak. Hins vegar verður að draga þá stað- hæfingu Alþýðumannsins í efa, að Alþýðuflokknum hafi „aldrei dottið í hug opinber rekstur á margs konar atvinnurekstri". All- ir vita, að Alþýðuflokknum hefir meira en „dottið í hug“ þjóðnýt- ing verzlunarinnar (Landsverzl- un), samgangna og margs fleira. Og vel ætti Alþýðumanninum að vera ljóst, að ekki er það „prin- cipmál“ Sj álfstæÖisflokksins að ríkið eigi að tapa árlega um 10 millj. króna á strandferðunum, því á síÖasta Alþingi fluttu 2 Sjálfstæðisþingmenn tillögu um að firra ríkissjóð því milljóna- tapi með því að fela tveim félags- fyrirtækjum, er siglingar hafa að atvinnu, rekstur strandferðaskip- anna. Sú tillaga náði þó ekki fram að ganga. Þjónusta eða hagnaður. En broslegur verður ritstjóri Alþýðumannsins, er hann spyr, hvort munurinn á afkomu póst- sjóðs og Norðurleiðar geti ekki stafað af því, að hið opinbera leggi alla áherzlu á þjónustuna en einstaklingurinn á hagnaðinn. Hvort honum finnst sjálfum, að „þjónusta“ hins opinbera hafi yfirburði yfir þjónustu einstakl- ingsins, skal engmn getum leitt að, en það vill nú einmitt svo til, að fyrsta boöorö þeirra einstakl- inga, er annast farþegaflulning- ana milli Akureyrar og Reykja- víkur á landi, er einmitt þjónust- an, eins og sérstaklega hefir ver- ið sýnt fram á. í stað þess að út- hluta hluthöf. arði ef tekjuafg., er afganginum variö til að bæta vagnakostinn til þess að geta veitt viðskiptamönnunum hina full- einhvern hátt, með hugkvæmni, fé, sýningarmunum, húsnæði og skipulagi, og þá ekki sízt þeim, sem svo unnu og á sig lögðu til þess að koma sýningunni á lagg- irnar, að varla eða ekki verður metið til fjár. Sjálfum mér þarf ég ekki að taka Bessaleyfi til þess að þakka það, sem ég tel vel gert, og geri það hérmeð. London, 15. ágúst 1954. Bárður Jakobsson. komnustu þjónustu, sem völ er á. Og eins og fram hefir veriö tekið eru það samgönguleiðirnar, veg- ir og brýr, sem standa í vegi fyr- ir því, að félagið Norðurleið geti notað fullkomnustu samgöngu- tækin, sem fáanleg eru til að veita hina beztu þjónustu, en áður voru samgöngutækin og samgönguleið- irnar í fyllsta samræmi. Og áður en íslendingur gat um hina nýju bifreið Norðurleiðar, hafði Al- þýðumaðurinn lýst þægindum hennar fyrir farþegana og þeim ásetningi Norðurleiðar að „hafa þjónustuna við fólkið sem full- komnasta“. Hyoö hefir verið svikið? í sama tbl. Alþýðumannsins er skýrt frá því, að ríkisstjórnin hafi undanfarið verið „önnmn kafin“ við að svíkja allt það, er hún lofaÖi í málefnasamningnum. Hún hafi svikið í rafmagnsmál- unum, svikið um sementsverk- smiÖju; svikið um framlag til IÖnaðarbankans, framlag til smá- íbúða o. s. frv. Hvað er satt í þessu? Ríkis- stjórnin hefir þegar tryggt fé til þeirrar tíu ára áætlunar í raf- væðingu landsins, er hún gerði í upphafi. Og síðan hefir hún ver- ið „önnum kafin“, eins og Al- þýðumaðurinn orðar það, en ekki við að svíkja um lofuÖ framlög, heldur við útvegun fjár til þeirra. Meðan ríkisstjórnin vinnur linnu- laust að því, er of snemmt að bregða henni um svik. Slíkl er gapuxaháttur, sem eingöngu á- byrgðarlausir blaðrarar láta sér sama. f gomni Þau voru ung og œgilega ást- fangin hvort af öðru. En þrátt fyr- ir œsku sína var drengurinn raun- sœr og sagði: — Elsku lijartað mitt. Það verður langt þangað til við getum gift okkur. Ég hef ekki nema 60 krónur á viku. — Gerir ekkert, sagði unga stúlkan, — vikan verður svo fljót að líða. Það var einu sinni fyrir fjölda mörgum árum, að maður nokkur vildi komast hjá herþjónustu, og flaug honum í hug að bera sjón- leysi við. Þegar hann kom til lœknisskoðunar, kvaðst hann sjá bölvanlega. Lœknirinn reyndi að lála hann nefna alla stafina á stafaspjaldinu, en allt kom fyrir ekki. Að lokum tók lœknirinn stóran kringlóttan bollabakka úr silfri og hélt honum uppi framan við nefið á manninum. Tíndi hann þá fjóra tuttugu og fimm- eyringa upp úr vasa sínum og rétti lœkninum. — Hvað á þetta að þýða? spurði lœknirinn. — Æ, fyrirgefið, sagði mað- urinn. — Ég hélt þér vilduð að ég skipti fyrir yður krónupen- ingnum.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.