Íslendingur


Íslendingur - 27.10.1954, Page 2

Íslendingur - 27.10.1954, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudajrur 27. október 1954 • f r •• i »mirsoiniin s oð toho til storfo Nefnd sú, sem unnið hefir í suniai að und.ibúni.ngi sparifjár- söfnunar skólabarna hef.r sent frá sér frétlatilkynningu um söfnunma, sem hófst með þessari viku. Segist nefndinni meðal ann- ars svo frá: GJAFABÓKTN. Landsbanki íslands gefur nú í haust öllum börnum í landinu á barnaskólaaldri, 7—12 (eða 13) ára, 10 krónur lil stofnunar sparisjóðsbókoi, en foreldrar barnanna velja þá innlánsstofnun (banka, sparisjóð eða innláns- deild kaupfélags), þar sem bókin á að vera. Jafnframt er það for- eldranna að velja fyrir sín börn, hvort gjafabókin á að vera 10 ára sparisjóðsbók, sem nú er með 7% ársvöx’um, eða bók bundin af 6 mánaða uppsagnarfresti, sem nú er með 6% ársvöxtum, en um þessar tvær tegundir bóka er að ræða ,sem gjafaféð fer í. Ef börn- in eiga slíkar bækur fyrir, má leggja 10 krónurnar frá Lands- bankanum inn á þær. Aðferðln við stofnun gjafabók- anna er sú, að börnunum verður afhent í skólunum sérstakar ávis- anir. Ber að framvísa þeim í þeirri innlánsslofnun, sem við- komandi óskar að skipta við, gegn afhendingu gjafabókarinnar eða gegn innborgun inn á þá sparisjóðsbók, sem barnið hefir átt fyrir. En áður en ávísuninni er framvísað í innlánsstofnun, verðu'r foreldri eða forráðamaður ba;ns að hafa kvittað á þær, og afnframt gefið þar til kynna, hvora tegund sparisjóðsbókar Irarnið eigi að fá með því að s ika undir U' eða 6 á ávísun- nni. Sé þetta gert rétt á heimil- um mega börnin sjálf fara ein í sína innlánsstofnun og sækja gafabókina. dARIMEIlKIN. Sparimerkjunum hefir verið dreif'. til flestallra innlánsstofnana í kaupstöðum landsins og getur almenningur keypt þau þar frá 1. vetrardegi. Það verða hins vegar fyrst og fremsi kennarar, sem munu annast dreifingu spari- merkjanna íil skólabarna. Höfum vér reynt að gera þeim það sem auðveldast. Fá þeir inerki að láni, auk þess sein þeir fá sérstaka pen- ingakassa til geymslu á merkjum og andvirði þc-irra. Eru kassarnir með merkjum og peningum vá- tryggðir af í andsbankanum. Keypt sparimerki á að líma inn í sérs'akar sparimerkj abækur, sem börnin fá ókeypis í skólun- um. Þegar hæfilegur fjöldi merkja er kominn í sparimerkja- bækurnar getur barnið lagt þau inn í sparisjóðinn í ])á bók, sem foreldri kýs, og er alls ekki ætlast til þess, að gjafasparisjóðsbókin verði ein noiuð til þess. Merkin má því leggja inn í hvaða spari- sjóðsbók sem vera vill. Að lokum skal þess getið, að með Sparifjársöfnun skóiabarna er tilgangur.nn að skapa æskunni tækiíæri og aðstöðu til þess að sjá í reynd gildi ráðdeildar og sparnaðar. Bcrnin verða að fá tæk.færi til þess að sjá sjálf árang urinn. En til þess að slíkt megi takast, verða allir að leggja s.g fram. Mest mun þetta hvíla á skólastjórum og kennurum barna skólanna. Muri árangur mjög undir þeim kominn. Og að sjálf- sögðu er það mjög á vildi foreldr- anan, hvernig þessi viðleitni tekst. Þeir verða að vera í góðri samvlnnu við skólana, ræða við börnin um gildi sparnaðar, vera síhvetjandi að.lar og fylgjast vel með þessari starfsemi á alla lund, og svo að sjálfsögðu taka ákvörð- un með barninu um það, hvenær hið sparaða íé eigi að falla til út- borgunar o. s. frv. Það skal svo að lokum tekið f.am, sem margoft hef.r verið ) flr lýst, að starfsemi þessi er fyrst og fremst og eingöngu ætl- að að hafa uppeldlslegt gildi fyrir æsku landsins. # Ijöhitt hrútasýning i fljótum September eindæma illviðrasamur Saurbæ í Fljótum 10. október. Hér í Fljótum hefir september- mánuður verið með einsdæmum illviðrasamur. Um miðjan mán- uðinn gerði hér hríðarveður, sem héldust með litlum undantekning- um mánuðinn út og oft með frost hörkum sem á þorra væri. Fyrri leitir gengu hér vel, þrátt fyrir illviðri á sumum leitarsvæðum. Seinni leitir urðu víðast hvar mjög ófullkomnar, enda þá nær stórhríð seinni leitardag. Heimt- ur eru góðar á íullorðnu fé en vantar talsvert af lömbum. Slátrun er nú lokið. Vænleiki sláturfjár með lakara móti. Var fé aflagt orðið í hinum stöðugu illviðrum fyrir slátrun. Og þvælt úr fönn allt þsð fé. sem slátrað var síðustu viku sláturtíðar. Hey eru óvlða úti hér og heyfengur í rífu meðallagi. Hrúlasýning fyrir Holtshrepp var haldin að Skeiðsfossi 4. októ- ber s.l. Þar var mættur saijðfjár- ræktarráðunaul urinn, dr. Hall- dór Pálsson. Einnig héraðsráðu- naulurinn í búíjárrækt, Haraldur Árnason. Nálega hve: bóndi í Holts- hreppi var þar mættur með hrúta sína. Hefir aldiei fyrr verið jafn almenn þátttaka í sýningu hér. Má óefað þakka það því, að odd- vili Hollshrepps, Jón Gunnlaugs- son á Mjóafelli, lét aka hrútunum að og frá sýningarstað. Er slíkt spor í rétta átt, því sumir þeir hrútar, sem sýndir voru, hefðu ekki gengið til sýningarstaðar og þar með ekki komið til sýningar. Flestir voru hrúLarnir aflagðir og hraktir eftir liinn langa illviðra- kafla. Af þeirn 53 hrútum, er sýndir voru, hlutu 17 fyrstu verð- laun, 19 önnur og 10 þriðju verð- laun. 7 voru dæmdir ónothæfir. 1 dómnefnd með dr. Halldóri Pálssyni voru Hartmann Gúð- mundsson bóndi Þrasastöðum og Jón Guðbrandsson bóndi Saurbæ. Þessi sýningar- og bændadagur með ráðunautunum var hinn á- nægjulegasti eg má teljast góð uppbót á hinu skemmtanasnauða og illviðrasama hausti, enda ó- venjulega gott veður hér sýning- ardaginn, 4. oklóber. I sumar og haust hefir gengið hér í Fljótum kikhósti og í kjöl- far hans mislingar. Hafa þau veikindi valdið miklum erfiðleik- um á mörgum heimilum. J. G. Bœndashólinn oð iium Bændaskólinn á Hólum í Hjalta- dal var settur laugardaginn 16. október slðastliðinn af skólastjór- anum Kristjáni Karlssyni, að við- stöddum óvanalega miklu fjöl- menni. Er þetta í 20 skipti, er hann setur Hólaskóla. í ræðu sinni lét skólasljóri þess getið, að íslenzku búnaðarskólarnir hefðu verið stofnaðir í þessari röð: Ól- afsdalsskóli 1880, Hólaskóli 1882 og Hvanneyrarskóli 1889. Hlut- verk búnaðarskóla væri tvíþætt: að kenna hagkvæm búfræði, bók- leg og verkleg og að þroska per- sónuleika nemenda, eigi sízt fé- lagsþroska þeirra, og gjöra þá færa og fúsa til þess að fylgjast sem bezt með öllum nýjungum, er að landbúnaði lúta. Benti hann þá nemendum á reglur skólans, eftir hverjum þeim ber fram að ganga um námið, og um daglega umgengni, reglusemi og háttvísi alla. Gat þess að lokum, að nú færi fram höfuðaðgerð og viðbót á húsnæði skólans fyrir leikfimis- iðkanir og smíðastörf. Búnaðarmálastjóri, Páll Zop- honiasson, fyrrverandi skólastjóri á Hólum, flutti þá ræðu. Rakti hann helztu æviatriði Hermanns Jónassonar, er var skólas'jóri á Hólum 1888—1896. Benti til af- stöðu hans ýmsrar til skólans, og margra meiriháttar einkenna hans og kosta og mikilla starfa hans og skólastjórnar. Afhjúpaði þá vand- að málverk af Hermanni, gjört af Gunnlaugi Scheving og nú af- hent Hólaskóla til eignar. Benti að lokum nemendum á, hve mik- ið þeir gætu lært af lífi og starfi hans og hinna tveggja annarra skólastjóra, sem nú eru einnig liðnir fram (Jósef Björnsson og Sigurður Siguiðsson). Landbúuaðarráðherra Steingr. Steinþórsson, einnig íyrrv. skóla- stjóri á Hólum, flulti þá ræðu. Minntist hann tveggja samstarfs- manna Hermanns á Hólastað, Stefáns Slefárissonar frá Varð-1 gjá, er var r.emandi Hermanns. og Sigurlaugar Jónasdóttur íra Hróarsdal, er var starfsstúlka á Ilólum í Hermanns líð. Voru þau bæði viðstödd þessa alhöfn. Sæf- ^ án og Sigurlaug og tóku síðar lil ^ máls. Mlnnlist ráðherra þá 50 ára afmælishálíðar Hólaskóla 1932, er haldin var við mikið fjölmenni. Þá benti hanri á, hve þýð.ngar- mikið það hefði verið út af fyrir ^ sig, að búnaðarskólarnir risu hver af öðrum á þessum áratug aldarinnar, er þjóðin bjó við svo kröpp kjör fyrir óáran að ýmsu leyti, að óhugni og vonleysi hafði griplð svo marga, sem Ameríku- ferðirnar bera ljóst vitni um. Þá minntist hann að lokum mjög lof- samlega starfs núverandi skóla- stjóra, er nú þegar hefði starfað lengur en nokkur af fyrirrennur- um hans. Ræðu sína endaði ráð- herrann með hlýrri þökk til stað- ar og s'arfsmanna, og með hvatn- ingarorðum almermt og til nem- dndanna. Þá talað'i langt og gott. erindi gamall Hólasveinn, Kol- beinn Kristinsson á Skriðulandi. Einnig tóku til máls Gunnlaugur Björnsson í Brimnesi, Olafur Sig- urðsson á IJellulandi, Ilafstelnn Pélursson, Gunnsteinsslöðum, Jón á Hofi, Jón á Bakka o. fl. — Friðbjörn Traus'ason, oddviti, stjórnaði söng á milli ræðuhalda. Fór allt hið bezta fram. Errdaði svo þessi fróðlega og virðulega samkoma með raiusnarlegu kaffi- samsæti, er fru Sigrún Ingólfs- | dóttir og Ki istján skólastjóri buðu til öllum viðslöddum. En það munu hafa verið fullt hundr- að manns. Sérstaklega má benda á það, sem aftur sy'nir lilýhug og rækl þeirra, er við Hólastað hafa einhvern tírna verið bundnir, að þarna voru m.ættir allir þrír núlif- andi skólastiórar Ilólaskóla. Og liinir þrír, sem dánir eru og minnst er Inér að framan, kunna að hafa ver ið staddir nær á þess- ari hátíðlefju stundu, en margan „viðstaddai i“ máske hefir grun- að. ]. Þ. B. SKEMMTIKLÚBBUR TEMPLARA byrjar hin vinsælu skemmtikvöld að Varðborg föstud. 29. okt. kl. 8,30. Til skemm'unar fé'.agsvist og dans. — Aðgangskort á kr. 30,00, er gilda að þrem skemmti- kvöldum, verða seld kl. 8 e. h. sama dag. Útlendar scpur frá 1 kr. til 7,50. Efni serrt bíður vegna þrengsla: Frá starfsemi Fegrunarfélags Aknreyrar, hús- næðisþcirf Jjarnaskólans og fleira. JVýi Solutucninri % Hjr.y'/IKSTRÆr/ /00 S/M/ H70 N ý k o m i n haglashot Haglastærðir: 1, 3, 4, 5. Lengd: 65 og 70 mm. Brvnj. Sveinsson h.f. Sími 1580 . Pós hólf 225 Nýjuslu dægurlögin: Frá ORIOL: Anna — Richard Ilaymann Love Mood — Richard Haymann Ruby — Vic Damone Ebb Tide — Vic Damone Simon etta — Vic Damone Eternally — Vic Damone Frá AUSTROTON: Siboney Ja Ja du Miidchen von Mexico. Das Gluliwiirmechen Dreimal taglich Mambo — Jarnbo Creola Idaho Einsamer fVeg Frá PHILIFS: Secret Love — Doris Day The Deadwond stance — Doris Day Two Easler Sunday Siveethearts Jimmy Boyd My Bunny and, my sister Sue Jimmy Boyd Swedish Rhapsody Moulin Rouge Allar plötur frá TONIKA Nýjustu plölurnar með Hauk Mortens A fœðingiirslofnuninni: Hjúkruna.rkonan: Jceja, þér er- uð búnir að eignast son. Faðirinn: Nei, var það slróih- ur? Þá vei rð ég að halda upp á daginn. Ei gið þér frí í kvöld, ung- frú? ___*_____ Vœn'anlegt síðar í vikunni, mikið úrval af nýjustu amerísku dægurlögunum. Bókaverzlun Axels Kristjónssonar h.f. Sími 1325.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.