Íslendingur


Íslendingur - 25.05.1955, Page 2

Íslendingur - 25.05.1955, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 25. maí 1955 Sjötugur: Nvelnn Bjariiason Sveinn Bjarnason, framfærslu- fulltrúi hér í bænum, varð sjö'.- ugur þriðjudaginn 17. þ. m. Sveinn er Húnvetningur að ætt, fæddur að Illugastöðum í Laxárdal, en fáðir hans var bóndi þar. Fjögra ára gamall missti hann föður sinn og ólst því að mestu upp hjá vandalausum, var í mörg ár hjá Guðmundi Frímann Björnssyni, bónda í Hvammi í Langadal. Sveinn var einn af 16 systkinum. Liklegt er, að hugur Sveins hafi snemma staðið til mennta, en hann ekki átt kost á langri skóla- göngu, sem þá var altítt um marga efnilega unglinga. Hann s'undaði nám við Gagnfræðaskól ann hér á Akureyri og við Sam- vinnuskólann. Hann var um tíma starfsmaður hjá Sófusi Blöndal á Siglufirði. Árið 1921 fluttist Sveinn hingað til Akureyrar og gegndi hér lengi margvíslegum störfum fyrir Ásgeir heitinn Pét- ursson, sem þá var einn af mes’u athafnamönnum landsins. Um tíma var Sveinn hjá Axel heitnum Kristjánssyni, kaupm., sem rak hér umfangsmikla verzlun. Auk þess hefir Sveinn fengist við lög- fræðistörf hér í hænum. Árið 1934 tók Sve'nn svo við embætti framfærslufull'rúa, sem hann gegnir enn. Af þessu stutta yfir- liti sést, að Sveinn Bjarnason hef ir fengist við margt um dagana og haft með höndum verkefni, sem bæði dugnað og góða mennt- un þarf til að leysa. Sveinn Bjarnason er myndar- legur á velli og vekur athygli þar sem hann kemur. Hann er einarð ur í framkomu og segir hispurs- og umbúðalaust álit sitt á mönn- um og málefnum. Hann skiptir ó- gjarnan um skoðun, og ver af skapfestu og þrótti þann máls'að, sem hann vill veita brautargengi. Sveinn er vel máli farinn og oft hnyttinn í ræðum sínum. Ég held, að hreinskilnin og samvizkusemin séu einna ríkustu þæitirnir í skapgerð Sveins. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Eftir framkomu hans að dæma getur ókunnugum stund um virst hann hrjúfur og kaldur, en þegar betur er að gáð, og kynni takast, verður vart við hlýjuna og velviljann, sem er hans innri maður. Sveinn Bjarnason hefir jafnan haft mikinn áhuga fyrir opinber- um málum og fylgst með öllu, sem er að gerast í þjóðlífinu..— Hann gleðst yfir framförunum á iviði atvinnumálanna, en er ekki ;ins ánægður yfir þróuninni á iðrum sviðum þjóðfélagsins. — Stjórnmálaskoðanir hans eru East mótaðar, og fer Sveinn Bjarnason í þeim efnum ekki eft- !r annarri „línu“ en sinni eigln, þegar því er að skipta. Hann hef- ir tekið mjög virkan þátt í starf- semi Sjálfstæð'sflokksins hér í bænum, átt sæti í stjórn Sjálf- stæðisfélagsins í mörg ár og látið sérstaklega til sín taka bæjarmál á fundum félagsins. Sveinn Bjarnason er fróður um marga hluti. Hann er vel að sér í allri löggjöf, hefir töluvert feng- ist við lögfræðistörf hér í bænum og farnast vel. Sem embæt'ismað- ur hefir hann reynzt vel. Starf framfærslufulltrúa er vandasamt og venjulega illa þakkað af sam- borgurunum. Löngum hefir þótt illt að þjóna tveimur herrum, en, segja má, að það sé hlutskipli framfærslufulltrúa. Hann verður að gæta hagsmuna bæjarsjóðsins en jafnframt sýna þeim skilning og velvilja, er leita þuifa á náðir bæjarfélagsins vegna erfiðleika. Þetta vandasama s'arf hefir Sveinn nú haft með höndum í rúm tuttugu ár og skilað því af sér með sóma. — Vegna aldurs hættir hann sennilega störfum hjá Akureyrarbæ um næs'u áramót. Fylgja honuin þá þakkir og hlýr hugur fjölda margra bæjarbúa, sem meta störf hans og skilja hina vandasömu aðstöðu framfærslufulllrúa. Sveinn Bjarnason kvæntist ár- ið 1925 Björgu Jóhönnu Vigfús- j dóttur frá Grímsstöðum í Þis'il- ^ firði, hinni mætustu konu. Hafa þau hjónin eignast þrjú myndar- leg börn, en þau eru: Bjarni, múrari hér í bænum, Sólveig Ingibjörg, gift í Reykjavík, og Árni. Þau hjónin eiga gott og hlýleg' heimili. Það er alltaf gam- an að heimsækja húsráðendur í Brekkugötu 3 og gott að njóta gestrisni þeirra. Vinir Sveins Bjarnasonar óska honum sjötugum allra heilla og langra 1 fdaga við góða heilsu. Fylgi gæfan heimili hans. Jónas G. Rafnar. Innanlandsflug aukið verulega Sumaráaetlun Flugfél. íslands á innanlandsleiðum Sumaráætlun Flugfélags íslands á innanlandsflugleiðum gengur í gildi 25. maí. Verður hún með svipuðu sniði og í fvrra nema hvað flugferðum til Egilsstaða verður fjölgað til muna. Er ráð- gert að fljúga þangað alla virka daga. Þá verða í fyrsta skipti í sumar hafnar reglubundnar flug- ferðir milli Reykjavíkur og Grímseyjar með viðkomu á Ak- ureyri í báðum leiðum. Hefjast þessar ferðir um miðjan júní, og er ráðgert að fljúga á sunnudög- um. Verður fjögurra tíma við- staða í Grímsey, og gerir það mönnum kleift að skoða sig um á eynni og njóta náttúrufegurðar norðan við heimskautsbaug. Milli Akureyrar og Reykjavlk- ur verða farnar 18 ferðir í viku; morgun-, síðdegis- og kvöldferð ir fjóra daga vikunnar og morg- un- og kvöldferðir þrjá daga. — Vestmannaeyjaferðir verða tvær alla virka daga en ein ferð á sunnudögum. Eins og áður er getið verða flugferðir til Egils- staða alla virka daga, og verða tvær þeirra um Akureyri og ein um Hornafjörð. Þá verður flogið til ísafjarðar alla daga að sunnu- dögum undanskildum. Til Hornafjarðar og Sauðár- króks verða þrjár ferðir í viku hverri og tvær ferðir til eftir- taldra staða: Flateyrar, Þingeyr- ar, Palreksfjarðar, Blönduóss, Kópaskers, Siglufjarðar og Fag- urhólsmýrar. Vikulegar ferðir verða farnar til Bíldudals, Hólma |víkur, Sands, Kirkjubæjarklaust- urs, Skógasands (um Vestmanna- eyjar) og Hellu (um Vestmanna- eyjar). Flugvélar Flugfélags íslands munu halda uppi áællunarflugi til 20 staða utan Reykjavíkur í sum- ar, og munu þær verða á flugi 142 klukkustundir að jafnaði á viku. Fargjöld hækka. Sökum síaukins kostnaðar við allan rekstur flugvéla félagsins hefir orðið að hækka fargjöld á innanlandsflugleiðum, en þau hafa haldizt svo til óbreytt und- anfarin fimm ár. Gengur far- gjaldahækkunin í gildi 25. maí. Sá háttur verður jafnframt upp tekinn að veita 10% afslátt af farmiðum séu þeir keyptir fram og aftur samtímis. Áður var að- eins veittur slíkur afsláttur á leið- inni Reykjavik—Vestmannaeyjar — Reykjavík. Flugfarmgjöld hjá Flugfélagi íslands munu hins vegar haldast óbreytt. F. I. B. MÓTMÆLIR SAKARUPPGJÖF Aðalfundur Fél. ísl. bifreiða- eigenda, sem nýlega var haldinn í Reykjavík, mótmælti því harð- lega, að sakborningum væru gefnar upp sakir fyrir ýms afbrot í sambandi við verkfallið í vor. Taldi fundurinn, að með þvíj Leikfélag Akureyrar: »Mi fvrir shattareiiendar« franskur gamanleikur í 3 þátt- um, eftir Verneuil og Berr, í ís- lenzkri þýðingu Páls Skúlasonar ritstjóra, var frumsýndur í Sam- komuhúsinu á uppstigningardag. Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar efnið um skattamál, þ. e. skat'heimtu ríkisins og baráttu skattborgarans fyrir því að vera ekki rúinn inn að skyrtunni mcð opinberum álögum, en inn í það efni fléttað hæf.leguin ástarævin- týrum. Aðalhlutverk leiksins eru From en'el yfirskattstjóri, dóttir lians og tengdasonur. Dóttirin er mjög frönsk að upplagi, gefin fyrir að klæða sig um efni fram, en mað- ur hennar iðjuleysingi, sem ekk- ert starf hefir með höndum. Til þess að koma efnahag sínum í lag og haldast á ás'.um konu slnn- ar s'ofnar hann „skóla“ fyrir skat’grelðendur, en það er skrif- stofa, sem annast um að hagræða skattframlölum manna til að létta á þeim byrðunum. Vinnur hann þannig á mó'i tengdaföður sín- um, og fer því ekki sem bezt á með þeim um skeið. Allt fellur þó í ljúfa löð milli þeirra, áður en leiknum Iýkur. Stærsta hlulverkið er skólastjór inn eða skrifstofustjórinn, Gaston Val'ier, en hann leikur Júlíus Júlíusson frá Siglufirði sem gest- ur. Hefir hann áður sett þenna leik á svið á Siglufirði og leikið hlutverklð þar og því æfðari á sviðlnu en meðleikendur hans. Gerlr Júl.us hlutverkinu prýðileg skil. Leikur hann af festu og myndugleik með fullkonmu ör- yggi í hreyfingum og hátterni. Framsögn hans er einnig skýr og meitluð. Konu hans, liina lé'túð- ugu Juliette, leikur Brynhildur Sleingrímsdóttir. Fer hún einkar vel með hlutverkið, og er sam- leikur þeirra lijóna snurðulaus og eðlilegur. Jón Norðjjörð sýnir skemmtilega persónu í hlutverki yfirska'tstjórans, hvort sem hann er bólginn af vonzku, beitir hinu nístandi háði eða lælur hugfallast við embættismissinn. Fulltrúa skatts'jórans og síðar tengdasonar hans, vonbiðil Juli- ette, leikur Páll Halldórsson. Hann er hæfilega undirgefinn og rolu- legur í fyrsta þætti en mæ'.ti rétta nokkuð úr kútnum síðar, er hann verður meðeigandi í lilnu ábata- sama fyrirtæki, skattgreiðenda- skólanum. Jóhann Ogmundsson leikur roskinn milljónung, sem er óhemju ástfanginn af Julie'te. Sýnir hann þar alveg nýja per- sónu, skringilega og um margt skemmtilega, en vait að sama skapi sanna. væri gengið í berhögg við ré'tar- meðvitund þorra marma og gæfi óþolandi fordæmi í framtíðlnni, að vegfarendur séu rændir og farangur þeirra skoðaður af mönnum, sem engan rétt hafa að lögum til þess. Með smærri hlutverk fara: Vjgnir Guðmundsson, Jónas Jón- asson, frú Sigríður P. Jónsdóttir, Halldór Helgason, frú Pálína Gunnlaugsdóttir og Bára Björg- vinsdó’tir. Flest eru þau hlutverk sómasamlega leyst af hendi, en bezta skemmtun vekja þar Sigríð- ur P. Jónsdóllir í hlutverki Betty- ar og Jónas Jónasson í hlutverki skáldslns. Sá síðarnefndi er nýr á leikfjölum Akureyrar en þó eng- inn nýliði í listinni, því að áður hefir hann sviðsett leikrit fyrir félög og skóla í Reykjavík og starfað í Leikfélagi Reykjavíkur. Virðist hann ge'a valdlð stærri verkefnum en honum var þarna falið. Jón Norðfjörð hefir æft leik þenna og sett á svið, og má liann vel við una, hversu lekizt hefir. Gamanyrðin eru flest vængjuð í snilldarhöndum þýðandans, og falla því ekki dauð til jarðar, þegar þau eru sögð á viðhlítandi há't. Leiktjöldln, sem Þorgeir Pálsson hefir málað, gefa um- hverfinu birtu og hlýju. Frumsýningunni á fimmtudags kvöldið var mjög fagnað með lófataki í lok flestra atriða, og að leikslokum voru aðalleikari og leikstjóri hylltir og færðir blóm- vendir. íslendingar ó Alþjóða- skákmóti í Lyon Nýlega er lokið alþjóðlegu skákmóti í Lyon á Frakklandi, er 13 þjóðir tóku þátt í. Var þar telft í 4ra manna sveitum. Höfn- uðu íslendingar þar í 6. sæli, og má það teljast mjög ákjósanleg frammislaða. Guðmundur Pálma son tefldi á 1. borði fyrir íslend- inga og vakti mikla ef'.irtekt. Vann hann eða gerði jafntefli við þekkta meislara stórþjóðanna. Á mólmu urðu Rússar efstir með 41 vinning, en næstir Júgóslavar með 33. íslendingar hlutu 26 vinninga og voru langhæstir af Norðurlandaþjóðunum, en þær tóku allar þátt í mótinu nema Danir. FRIÐSAMLEGAR PREST- KOSNINGAR Nýlega er útrunninn umsóknar frestur um þrjú prestaköll: Hofs- ósprestakall, Hálspres'akall f S.- Þing. og Vatnsendaprestakall í sama prófastdæmi. Umsóknir bárust um öll þessi prestaköll, en aðeins eitt um hvert þeirra. Má því væn'a friðsamlegra prest- kosninga í þessum prestaköllum. Um Hofsós sækir sr. Árni Sig- urðsson, um Háls Sigurður Hauk ur Guðjónsson cand. theol. og um Vatnsenda Stefán Lárusson cand. theol.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.