Íslendingur


Íslendingur - 25.05.1955, Síða 8

Íslendingur - 25.05.1955, Síða 8
Me-sað kl. 2 e. h. í Akureyrarkirkju á annan í hvítasunnu. — P. S. Messað í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 á Hvítasunnudag. Börnin eru beðin um að hafa með sér biblíumyndabæk- urnar. — P. S. Hátíðamessa í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar: 249, 248, 233, 234. — K. R. Messa i Barnaskóla Glerárþorps 2. hvítasunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 244, 240, 234, 241. — K. R. I.O.O.F. — Rb. 2 — 1045258V& — Gróðursetningarlerð verður farin n. k. laugardag kl. 4 að Miðhálsstöðura með þátttöku frá Akureyri og norðan Akureyrar. Ferðin í M.ðhálsstaði er Þorsteinsdagur. Frá Leik/élagi Akureyrar. „Skóli fyr- ir skattgreiðendur" sýndur í kvöld og annað kvöld. Almenningur er minntur á, að sýningum er hraðað vegna að- komuleikarans, svo að þeir, sem ætla að sjá leikinn, ættu að gera það hið fyrsta. Áheit á Elliheimilið Skjaldarvík frá G. S. H. kr. 500,00. Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Hjónaefni. Ungfrú Guðbjörg Ásta Jónsdóttir Norðurgötu 48 Akureyri og Jón Ó. ÓJafsson kennari Akureyri. Ungf.ú Ásta Baldvinsdóttir Dæli i Sæmundarhlíð og Þorsleinn Hallfreðs- son Gránufélagsgötu 28 Ak. Jarð.kjáljtakippur fannst hér í bæ og víða um Norðurland kl. 3,10 aðfara- nótt uppstigningardags. Hrökk fólk víða upp af svefni við htæringuna. — Einna snarpastur virðist kippurinn hafa verið í Mývatnssveit og Húsavík og eyjunum Grímsey og Flatey. Fannst hann nálega í hverju héraði um Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslur og kom fram á jarðskjálftamælum hér og í Reykjavík. í Varðborg verður samkoma á hvíta- sunnudag kl. 4,30 e. h. Ræður og söng- ur. Allir hjartanlega velkcmnir. Sjóna.hæðarstarfið. Templarar. Næstk. laugardag kemur hingað Svíinn Ka:l Wennberg á vegum Stór túku íslands. Stúkurnar ísafotd og Brynja hafa ákveðið að bjóða hon- um til kaffidrykkju í Skjaldborg kl. 3,30 á laugardag og er öllum templur- um heimil þátttaka. Á eftir verður svo sameiginlegur fundur stúknanna í Skjaldborgarsalnum. Fundurinn hefst kl. 4,30. Skorað er á alla templara að mæta. — Æðstutemplarar. Húnvetningaljóð nefnist nýútkomin bók, er hefir að geyma sýnishorn af ljóðagerð 66 núlifandi Húnvetninga. Er hún af svipaðri stærð og „Aldrci gleymist Austurland“, safn austfirzkra ljóða, er út kom fyrir nokkrum árum. Utgefendur húnvetmku ljóðanna eru Jón Rögnvaldsson og Rósberg G. Snædal. Verður bókarinnar nánar get- ið hér síðar. Sextugur varð s. 1. laugardag Finn- bogi Bjarnason afgrm. Brekkug. 29. Öndvegistíð hefir verið undanfarna daga. Brá til suðlægrar áttar í lok síð- ustu viku, og hlýnaði þá mjög í veðri. Miðvikudagur 25. maí 1955 Karlakórinn Vísir, Siglufirði. Karlakórinn »Vísirx syngur hér á Hvítasunnudag Karlakórinn Vísir á Sigluíirði fer nú um hv.tasunnuna í söngför um Norður- og Suðuiland. Held- ur hann fyrsia samsönginn í Nýja liíó á Akureyri á hvítasunnudag kl. 4. Kemur kórinn í bifreiðum frá Sauðárkróki væntanlega milli kl. 12 og 1 þann dag, og taka karlakórar bæjarins á móti hon- um með söng við Hótel KEA. Söngstjóri Vísis er Haukur Guðlaugsson, en einsöngvarar verða Daníel Þórhallsson og Sig- urjón Sæmundsson, og er hinn síðarnefndi formaður kórsins. Meðal verka á söngskrá kórsins Snjó hefir tekið ört upp og tré í gö:ð- um laufgast óðfluga. í fyrradag var mjög heitt hér á Akureyri og heita.t á landinu, 18 stig. Næstmestur hiti var 14 stig á Grímsstöðum á Fjöilum. Fíladeljía, Lundargötu 12. Opinber samkoma á Hvítasunnudag kl. 8,30 e.h. Ræðumaður: Guðmundur Markússon. — Á annan í hvítasunnu vitnisburðar- samkoma kl. 8,30 e. h. Söngur i.g hljóðfærasláttur. — Verið velkomin! Nœsta gróðursetningarjerð Skógrækt arfélags Akureyrar í Kjarnaland verð- ur annað kvöld kl. 7.30 fra Hótel KEA. Framvegis verður farið þangað á sama tíma á þr.ðjudags- og fimmtudags- kvöldum. Vorþing Umdæmisstúku Norðurlands var sett og haldið á Akureyri, laugard. 21. maí s. 1. Umdæmistemplar Hannes J. Magnússon setti þingið og flutti skýrslu um starfsemi Umdæmis túk- unnar á síðastl. ári. Unnið var að regluboðun með nokkrum útbreiðslu- fundum og einnig heimsóttu erindrek- ar frá Umdæmis6túkunni nokkrar af undirslúkunum. Ein undi.stúka bætt- ist við á árinu; stúkan „Þingey" á Húsavík, er telur 82 félaga. Umdæmis- stúkan telur nú 2291 félaga, þar af eru í barnastúkum 1665. — Rætt var um áfengi málin og félagss!arfsemina og nokkrar ályktanir og tillögur sam- þykktar. — Stjórn Umdæmisstúkunnar var endurkjörin. að þessu sinni eru Pílagríinskór Wagners, Hermannakór úr Faust og Hirðingjar eftir Schuman. Að konsertinum hér loknum heldur kórinn strax vestur á bóg- inn og mun í leiðinni syngja á Sauðárkróki. Mörg ár eru llðin, síðan Vísir hefir látið til s'n heyra hér í bæ, og munu söngvinir hvegja gott til komu hans og fjölmenna á þenna eina samsöng hans hér á hvíta- sunnudag. Forsetahjónin í IVoregsíör Síðastliðinn laugardag hófst forselavaldið Ólafur Thors for- hin opinbera heimsókn forseta ís- sætisráðherra, Jörur.dur Brynj- Iands til Noregs. Var lagt af stað ólfsson forseti Alþingis og Þórð- með „Gullfossi“ kl. 12 á hádegi. ur Eyjólfsson forseti Hæstaré tar. 1 fylgd með forse’ahjónunum eru dr. Kristinn Guðmundsson utan- Sýning d hnndiðnnði var haldin í samkomusalnum í Varðborg s.l. sunnudag, og voru þar sýndir munir, unnir á nám- skeiðum Æskulýðsheimilisins Varðborgar s.l. tvo ve’ur. Námskeið þessi hafa verið í út- varpsvirkjun, flugmódelsmíði, leirmótun, tréskurði, bast- og tágavinnu, föndri og til undir- búnings radio-amatöiprófs. Merkilegustu smíðlsgripirnar, sem þarna var að sjá. voru við- tækin. Einn nemand.nn haíði smíðað 5 lampa tæki, annar vasa- læki, sem komið er fyrir í vindl- ingahylki og þarfnasl ekki raf- magns, og aðrir tæki af ýmsum geiðum þar í mllli. Þá gaf þar að líta litlar vélflugur og svifflugur, standmyndlr og veggskildi úr Ieir og gipsi, fagurlega gerðar hillur, skr.nur, borðplötur og marga gagnlega muni gerða úr tágum og bas’i. Þá voru og sýnd þar vinnuborð námskeiðanna og hvernig munirnir eru unnir stig af s’.igi. Allmargt fólk skoðaði sýning- una, einkum unglingar, sem á- huga hafa fyrir verktækni í hin- um ólíkustu iðngreinum. ríkisráðherra, Hendrik Sv. Björns son forsetaritari og frú, Guð- mundur Vilhjálmsson framkv.- sljóri Eimskipafélagsins og frú og Bjarni Guðmundsson blaðafull- tiúi. Hin opinbera heimsókn í Nor- egi hefst í dag og stendur yfir til 28. maí, og verða forse’ahjónin gestir Hákonar konungs þessa daga. Að því loknu fara þau í ferðalag um Norður-Noreg í boði norsku ríkisstjórnarinnar, cn koma heim með flugvél frá Stav- angri 11. júní. í fjarveru forsetans fara með Fimm Islendingar í nóms- og kynnisför í Bandaríkjunum. Verðhshhun d fljengi Fyrir nokkrum dögum, eða 18. þ. m. hækkaði ríkiss’jórnin verð á áfengi um 10—20%, en verðið hefir verið óbreylt síðan 1950. Kostar nú innlenda blandan, sem „dauði“ hefir verið nefnd, 100 krónur flaskan (áður 85 kr.), en hinar dýrari tegundir, svo sem koniak og whisky, hafa hækkað um 20—30 kr. flaskan. Fjármálaráðherra hefir gert þá grein fyrir hækkuninni, að henni sé ætlað að mæta þeim auknu útgjöldum ríkissjóðs, er stafi af afnámi vísi'öluskerðingar á laun opinberra starfsmanna. Fimm íslendingar dvelja nú í Richmond í Bandaríkjunura við vinnu og nám hjá Virginia Tractor Company. Þeir komu til JMew York 14. marz síðastliðinn, og fóru síðan til New-London og Con- necticut í kynnisför. Þeir kynna sér öryggisreglur við meðferð stórra vinnuvéla við byggingar, vegagerðir og jarðrækt. Þeir félag- ar vinna 5 daga vikunnar frá kl. 8 til 16.30, en um helgar heim- sækja þeir ýmsa staði í Richmond og víðar í Virginiu. Á meðfylgj- andi mynd sitja þeir félagar að snæðingi, en þeir eru, talið frá vinstri: Kjartan Runólfsson, Magnús Einarsson, Ólafur Lárusson. Guðjón Jónsson, allir frá Reykjavík, og Tryggvi Jónsson frá Akur- eyri.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.