Íslendingur - 13.07.1955, Side 4
4
->
fSLENDINGUR
Miðvikudagur 13. júlí 1955
Kemur út
hvern miðvikudftg.
Útgefandi: Útgáfufélag IslenJings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1.
Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrifstofutíma:
KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
Lítilmennska og siðleysi einkenna
framkomu brezkra togaraeigenda
Brezkir útgerðarmenn og togaraeigendur eru enn ekki af baki
dottnir í bará'tu sinni fyrir því að brjóta á bak aftur aðgerðir
íslendinga í friðun fiskistofnsins á miðunum kringum ísland.
Hugðu þeir í fyrstu, að löndunarbann á íslenzkum fiski í Bretlandi
mundi nægja til að beygja okkur, en þegar á daginn kom, að við
þurftum ekki lengur á fiskkaupum þeirra að halda, var gripið til
annarra ráða, þ. e. rógsins. Hófst sá þáttur útgerðarmannaklík-
unnar brezku með því að skipstjóri nokkur kallaði hóp blaða-
manna á fund sinn eftir sjóslysin á Halamiðum á liðnum vetri, og
reyndi að færa rök fyrir því, að þau slys væru bein afleiðing af því,
að landhelgislínan við ísland hefði verið færð út um e:na sjómllu.
Rök þessi voru þó svo veigalítil, þar sem vitað var, að íogararnir,
sem fórust, voru allt að 50 sjómílum undan landi og að nákvæm-
lega sömu reglur gilda fyrir íslenzka togara og erlenda, að aðeins
fáir hinna tilkvöddu blaðamanna ginu við þvættingnum. En ekki
skyldi gefizt upp að heldur.
Nýlega hafa brezkir útgerðarmenn lagt fram nokkurt fé til aug-
lýsinga í brezk stórblöð, en auglýsingin inniheldur fjölda blekkinga
og beinna ósanninda um friðunaraðgerðlr Islendinga, og svo langt
hafa þeir gengið í ósvífninni að bjóða síærsta blaði íslendinga
þvættinginn til birtingar gegn hæfilegu gjaldi.
í þessari fáheyrðu auglýsingu er lögð áherzla á þessi atriði helzt:
Að brezkir togaraskipstjórar liafi „fundið“ fiskimiðin umhverfis
ísland og eigi því rétt til að fiska upp að ströndum landsins.
Að þriggja mílna landhelgin bygglst á gamalli hefð (þótt hún
sé fyrst tekin upp í samninga milli Dana og Englendinga 1901).
Að íslendingar verji landhelgina og séu svo „óforskammaðir“
að sekta brezka togara, er fara inn fyrir fiskveiðitakmörkin til
veiða(!)
Það er sannarlega ömurlegt fyrir brezku togaraeigendaklíkuna,
að henni skuli ekki enn hafa tekizt að beygja þessa smáþjóð undir
vilja sinn. Það er nokkuð annað með Rússann, þótt hann leggi
hnefann í borðið og segi: Landhelgin okkar er tólf sjóm.lur og
ekki þumlungi minna. Þá eru brezkum togurum í Hvítahafi send
hraðskeyti um að hverfa þegar út fyrir! Siðleysi þessarar sléttar
höfum við séð í rógsherferðinni gegn íslend ngum. Lítilmennskan
kemur fram í viðbrögðunum við 4 mílna landhelgi smáþjóðarinnar
annarsvegar og 12 mílna landhelgi stórþjóðarinnar hinsvegar.
Gagnvart Rússanum er ekki verið að tala um „hefð“. Þar er ekk-
ert annað að gera en hlýða. En gagnvart friðunaraðgerðum íslend-
inga á einhverjum þýðingarmestu fiskimiðum heims, — aðgerð-
um, sem þegar hafa aukið aflamagn brezkra togara, — verður að
sýna fulla hörku. Þá er dáðst að togaraskipstjóranum, sem sagði
íslenzku landhelgisgæzlunni, að hann s’aðnæmdist ekki meðan
hann flyti.
Uli fyrir Vestfjörðum hafa brezkir togaraskipstjórar í seinni tíð
tekið upp hæt'.i hinna gömlu sjórænlngja. Þar hafa þeir þverbrotið
viðteknar siglingareglur, öslað yfir veiðarfæri veslfirzku bátanna
og eyðilagt þau, siglt á báta þeirra og sökkt þeim, jafnvel uppi við
bryggju. Ein slík ásigling í fyrravetur kostaði tvö mannslíf. Sam-
tímis eru íslenzkar björgunarsveitir hvarve’na á verði til að bjarga
lífi áhafna af brezkum togurum, sem stranda við hinar brimlömdu
strendur landsins, og sýna við þær erfiðu aðstæður dirfsku og vask-
leik, er allsstaðar er rómað. En því meiri milljónaverðmæti, cr
brezkir togarar eyðileggja fyrir íslenzkum sjómönnum, og því
fleiri brezkum sjómönnum, er íslenzkum björgunarsveitum heppn-
ast að hrífa úr greipum dauðans, því hraðar snýst rógsmylna brezku
togaraeigendaklíkunnar.
Þótt við höfum um marga hluti átt góð og ánægjuleg samskipti
við Breta, þá er það söguleg staðreynd, að á 15. öld hófu brezkir
útgerðarmenn rán og strandhögg á íslandi, her'óku fólk og fluttu
úr landi, drápu Björn Þorleifsson og sendu líkama hans í smábit-
um til ekkjunnar Ólafar Loftsdóttur. Og eftir miðja 20. öld kemur
sj óræningj aeðlið enn fram í viðskiptum brezkra togara við íslenzka
>»o»oooooooooooooooooo»o»oooooo»oooog-oo»ec«ooooo<
Raddlr kvenna
ooooooooooooo
Aldur mæðra og heilbrigði barna
Dagur gagnrýnir söguritun —
Einkennilegur draumur —
„Gamall útgerðarmaður“ skrifar:
Því þá ekki norður?
„ÉG VAR NÝLEGA aS lesa í Degi
aðfinmlur út af skrifum íslendings um
10 ára starf Útgerðarfélags Akureyr-
inga h.f. Virðist Dagur sérlega óánægð
ur yfir því, að þar skyldi ekki vera sér-
staklega gelið urn þann alburð, er
Sléttbakur var keyptur fyrir milligöngu
Jakobs Frímannssonar.
Mér er ómögulegt að sjá, að kaupin
á Ilelgafelli af Vilbjálmi Þór og félög-
um sé markverðari viðbu.ður en önn-
ur togarakaup eða framkvæmdir félags
Ins, svo að sérstaklega skyldi helga
honum kafla í þesru söguágripi. Ég hef
hvergi séð neinn dýrðarljóma umbverf-
is það skip frarn yfir bin, sem á undan
voru fengin, og ég veit, að skoðanir
voru þá skiptar um það í bænum,
bvort meira lægi á fjölgun togaranna
eða byggingu liraðfrystihússins til að
nýta afla þeirra togara, sem fyrir voru.
Og ég læt ósagt, hvort Degi hefði þótt
ástæða til að setja Sléttbak í sérflokk,
ef einhver annar en Jakob Frímanns-
son hefði átt frumkvæðið að kaupun-
um á honum."
í VIKUNNI SEM LEIÐ mætti ég
manni á fömum vegi, og tókum við tal
saman. Bar. t talið m. a. að draumum.
Sagði maðurinn mér þá, að liann befði
þá fyrir fám nóttum dreymt einkenni-
legan draum. Honum fannst hann vern
að hlusta á fréttir útvarpslns, og var
ein þeirra þess eðlis, að liann tók að
leggja eyrun við. Til skýringar er rétt
að geta þess, að maður þessi fylgist
talsvert með því sem blöðin skrifa um
ástand og horfur í innlendum stjórn-
málum. En draunturinn var eitthvað á
þe:6a leið; og eru þá fréttaþulnum
gerð upp orð eftir minni;
„í gær var mynduð ný ríkisstjórn,
er nefnlr sig vinstri stjórn. Er hún
þannig skipuð: Hermann Jónasson,
forsætis-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-,
menntamála-, eamgöngu- og félags-
málaráðherra. Ifelgi Benediktsson
dómsmálaráðherra, Sigurður Jónasson
viðskiptamálaráðherra, Ingimar Jóns-
son fjárntálaráðherra, Bárður Daníels-
son iðnaðarmálaráðherra og Kristinn
E. Andrésson utanríkisráðherra. í
samningum um framkvæmdir hinnar
nýju stjórnar er svo ráð fyrir gert, að
tekin verði upp landsverzlun á helztu
nauðsynjavörum undir yfirstjórn
KRON.
Nú tíðkast það mjög, að konur
haldi áfram að vinna utan heimil-
is eftir að þær giftast. Hinum
ungu hjónum finnst, að þau verði
að eignast ýmsa hluti, áður en
þau hugsi iil þess að eignast börn.
Þessa hluti, svo sem bíl, sjónvarp
o. s. frv., geti þau ekki veitt sér
nema að þau vinni bæði fyrir
kaupi. Vegna þessa sjónarmiðs
eru margar mæður komnar hátt
undir þrítugt, þegar þær eignast
sitt fyrsla barn. Hér fer á eftir
grein um álit lækna á því, hvort
þe'ta viðhorf komi niður á af-
kvæmunum:
Hver áhrif hefir aldur foreldra
á börnin? Kemur það fram á
börnunum í einhverri mynd, ef
annað foreldrið eða bæði eru
nokkuð við aldur, þegar börnin
eru getin — t. d. ef móðirin er af
bezta skeiði? Þessum spurningum
hafa menn verið að velta fyrir
sér fyrr og síðar, og þær hafa ver-
ið og eru viðfangsefni víslnda-
manna.
M. a. er stundum um það spurt,
hvort aldur foreldranna hafi
nokkur áhrif á hve langlíf börnin
verða, á sálfar þeirra, frjósemi
þeirra og viðnámsþrótt gegn veik-
indum.
Þessi mál, aðallega að því er
varðar aldur móðurinnar, voru
rædd á ráðstefnu vísindamanna í
New York fyrir skömmu, en hún
var haldin að lillilutan Vísindafé-
lagsins í New York (New York
Academy and Sciences). Menn
komust þar að þeirri niðurstöðu,
grundvallaðri á tilraunum, sem
gerðar voru á mönnum, dýr-
um og jurtum, að margt benti til,
að aldur foreldranna, einkum
móðurinnar, hefði víðtæk áhrif á
vellíðan barnsins. Miklu meiri
líkur eru fyrir því, ef móðirin er
SUNNANBLÖÐ tkýra frá því, að
skemmtiferðasklpið Caronia liafi kom-
ið til Reykjavíkur með um 500 erlenda
ferðamenn s. 1. föstudag í ausandi rign
ingu og slormi. Má skilja á frásögn-
inni, að hinir erlendu gestir liafi íengið
fremur ömurlega mynd af landinu.
Þessa dagana var cinstakt bllðviðri
á Norðurlandi, glampandi sólskin og
hlý sunnangola. Mývatnssveit og Vagla-
skógur tjölduðu sínu fegursta. Ólík
hefði. myndin verið, sem Caroniu-far-
þegarnir hefðu farið með af Islandi, ef
skipinu hefði verið stefnt til Akureyr-
ar og farþegarnir brugðið sér í Mý-
vatnssveit með viðkomu í Vaglaskógi.
En var það tæknilega ómögulegt?
vélbáta á Veslfjarðamiðum, eins og hér hefir að framan verið vikið
að. En nóg um það.
Löndunarbann brezku útgerðarmannanna hefir ekki beygt okk-
ur. Rógurinn um okkur mun koma þeim sjálfuni í koll. Þeir eiga
nú ekki annars úrkosta en vinna að því, að „deilan“, þ. e. réttmætar
aðgerðir okkar í friðunarmálinu, verði lögð í alþjóðadóin. Það er
ekki verk okkar, heldur þeirra, eí þeir halda brotin á sér lög.
Hví hafa Bre'ar ekki þegar gert kröfu um það? Óttast þeir, að
dómur falli ekki þeim í vil?
ung, að börnin verði andlega og
líkamlega hraust, en sé móðirin
farin að eldast, er það oft talið
leiða til þess, að börnin verði
andlega og líkamlega vanheil.
Douglas P. Murphy, forstöðu-
maður læknadeildar Pennsylva-
níu-skólans gerði a'huganir á 466
fjölskyldum, setn í voru bæði
hraust og vanheil börn. Hann
komst að þeirri niðurstöðu, að
meðalaldur móður við fæðingu
fyrsta heilbrigðs barns var 23 ár.
Fyrsta vanheilt barn var ekki fætt
fyrr en meðalaldurinn var 28.4
ár. Hlu'fallslega fleiri vanheil
börn fæddust, getin af mæðrum,
sem voru yfir þrítugt, en af þeim
sem yngri voru. A aldrinum 45 til
(Framhald á 7. síðu.)
Vísnabálknr
Þá koma hér nokkrar vísur eft-
ir XX, er vér kynntum hér í Bálk-
inum fyrir skömmu.
Margt ég prófað mirjafnt lief,
en mestan halla gerði,
er hamingjunnar hlutabréf
hröpuðu úr öllu verði.
Ótal kvæði ortu þeir
um liann löngu dáinn.
Óþarft var að ausa leir
öllu meiri á náinn.
Fuglar kliða frelsisóð,
fjóla liðin rís úr dvala.
Lækjaniður, lóuhljóð,
Ijós og frlður inn til dala.
Blíðuatlot þrái ég þín,
þau eru lífs míns yndi.
Um þig snýst nú ástin mín
eins og rella í vindi.
Ástar nulu í næði saman
á næturfundunum.
Loksins þeirra ljúfa gaman
Icnti í hundunum.
Liljan smáa leggst í dá,
lífi má ei halda.
Æpa nábleik ýluctrá
út í hláinn kalda.
Þegar hragnar hjóða þér
hlíðu sína að veita,
vita skaltu, að vandi er
velhoðnu að nelta.
Ut á miðin ung hún dró
óvön lífsins hildi,
eftir gaf og undan sló
eins og sérhver vildi.
Er vetur byrgir sólarsýn
og sést ei brún af degi,
all.af lýsir ástin þín
alla mína vegi.
Kveður lind í klettaskor,
klökug geymast vetrarspor.
Eflum vilja, þrótt og þor,
það er komið blessað vor.