Íslendingur


Íslendingur - 13.07.1955, Side 6

Íslendingur - 13.07.1955, Side 6
6 ISLENDINGUR Miðvikudagur 13. júlí 1955 Drengjamet sett á 9. Þátttakendur í íþrót'.akeppni áj 9. Landsmóti UMFÍ, höldnu á Akureyri 2. og 3. þ. m. voru frá 13 Ungmenna- og héraðssam- böndum. Stigahæst urðu: Héraðs- sambandið Skarphéðinn, 234 stig, Ungmenna- og íþró'tasamband Austuilands 110 stig, UMSE 57.5 og Héraðssamband Suður-Þing- eyinga 57 stig. Bezta einstaklings- afrekið var þrístökk Vilhjáhns Einarssonar UÍA, 14.21 m., er gefur 826 stig. Haukur Engilbertsson frá UMS Borgarfjarðar setti ísl. drengja- met í 5000 m. hlaupi á 15:49.3 mín. Landsmótsmet voru sett í 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, 4x100 m. boðhlaupi karla, há- s’ökki, spjótkasti og þrem sund- greinum. Einar Ingimundarson, Keflavík, vann glímukeppnina en sveit Kjalnesinga handknattleik kvenna. Urslit í einstökum íþróttagrein- um urðu: Frjálsar íþróttir: 100 m. hlaup: Hörður Lárusson AH 11.4 sek. Guttormur Þormar A 11.5 — Ólafur Ingvarsson K 11.8 — 400 m. hlaup: Rafn Sigurðsson A 53.2 sek. (nýtt landsmótsmet) Skúli Skarphéðinsson K 53.8 — 3. Guðmundur Ilallgrímss. A 54.3 — 1500 m. hlaup: 1. Stefán Árnason E 4.15.8 mín. (nýtt landsmótsmet) 2. Hafsteinn Sveinsson SK 4.17.8 — 3. Pálmi Jóntson AH 4.18.3 — 5000 m. hlaup: 1. Stefán Árnason E 15.46.9 mín. 2. Haukur Engilbertss. B 15.49.3 — (nýtt íslandsmet drengja) 3. Kristleifur Cuðbj.ss. SK 16.08.0 — Víðavangshlaup (um 1550 m.): 1. Haukur Engilbertsson B 4.45.2 mín. 2. Stefán Árnason E 4.45.6 — 3. Sveinn Jónsson E 4.52.0 — (Hlaupa átti 3000 m., en fyrir einhver mislök var aðeins hlaup- ið röskur helmingur fyrirhugaðr- ar hlauplengdar.) 80 m. hlaup kvenna: 1. Margrét Árnadóttir SK 10.9 sek. 2. Salvör Iíannesdóttir SK 11.1 — 3. Hildur Björnsdóttir NÞ 11.3 — 4x100 m. boðhlaup karla: 1. Sveit Ungm. og íþr.sam. A 46.6 sek. (nýtt landsmótsmet) 2. Sveit Ungm.samb. Kjal. 47.3 — 3. Sveit Ungm.samb. Skag. 47.5 — 4x80 m. boðhlaup kvenna: 1. Sveit Hér.s. Skarphéðinn 45.6 6ek. 2. Sveit Ungm.s. Eyjafjarðar 48.0 — 3. Sveit Hér.s. Snæf. og Hn. 48.4 — landsmóti U.M.F.Í. Langstökk: 1. Vilhjálmur Einarsson A 6.50 m. 2. Kristófer Jónasson SH 6.20 — 3. Hörður Lárusson AH 6.02 — Þrístökk: 1. Vilhjálmur Einarsson A 14.21 m. 2. Kristófer Jónasson SH 13.76 — 3. Guðlaugur Einarsson KV 13.20 — Hástökk: 1. Jón Ólafíson A 1.80 m. (nýtt landsmótsmet) 2. Jón Pétursson SH 1.75 — 3. Ingólfur Bárðarson SK 1.75 — Stangarstökk: 1. Brynjar Jensson SH 3.25 m. 2. Ásgeir Guðmundsson B 3.25 — 3. Jóhannes Sigmundsson SK 3.25 — Langslökk kvenna: 1. Hildur Björnsson NÞ 4.30 m. 2. Inga Valtýsdóttir SK 4.28 — 3. Margrét Hallgrímsdóttir R 4.25 — Háslökk kvenna: 1. Guðrún Sigurðardóttir SK 1.25 m. 2. Lovísa Sigurðardóttir SH 1.25 — 3. Inga Valtýsdóttir SK 1.25 — Kringlukast: 1. Gestur Guðmundsson E 40.75 m. 2. Sveinn Sveinsson ,SK 37.45 — 3. Jón Ólafsson A 36.78 m. Kúluvarp: 1. Ágúst Ásgrímsson SH 14.13 m. 2. Gestur Guðmundsson E 14.12 — 3. Ólafur Þórðarson A 13.22 — Spjótkast: 1. Ingvi Br. Jakobsson KV 54.45 m. (nýtt landsmótsmet) 2. Sigurkarl Magnússon HS 52.68 — 3. Ingimar Skjóldal E 48.20 — Kúluvarp kvenna: 1. Ragna Linberg K 8.33 m. 2. Ingibjörg Þorgilsdóttir SK 7.39 —- 3. Matta Gestsdóttir SK 6.23 — Sund: 100 m. bringusund karla: 1. Ágúst Sigurðsson SK 1.23.1 mín. 2. Þórir Sigurðsson SK 1.23.1 — 3. Sigurður Helgason SH 1.24.6 — 100 m. frjálst sund karla: 1. Eiríkur Karlsson A 1.09.0 sek. 2. Steinar Lúðvíksson A 1.09.0 — (nýtt landsmótsmet, jafnir) 3. Svcrrir Þorsteinsson SK 1.10.4 — 1000 m. frjálst surid karla: 1. Pétur Hansson KV 15.33.5 mín. (nýtt landsmótsmet) 2. Bjarni Sigurðsson SK 15.55.5 — 3. Eirikur Karlsson A 16.21.8 — 100 m. bringusundi kvenna: 1. Hjördís Vigfúsdóttir SK 1.38.5 mín. 2. Áslaug Bergsteinsd. KV 1.40.9 — 3. Svala Halldórsdóttir A 1.42.9 — 50 m. frjálst sund kvenna: 1. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir SK 36.2 sek. (nýtt landsmótsmet) 2. Lilja Jóhannsdóttir A 38.5 — 3. Svala Ilalldór dóttir A 39.5 — 500 m. frjálst sund kvenna: 1. Lilja Jóhannsdóttir A 9.13.5 mín. 2. Ilelga Magnúsdóttir SK 9.29.3 — 3. Jóhanna Óskarsdóttir A 9.30.7 — Boðsund karla 4x50 m.: 1. Sveit Skarphéðins 2.06.8 mín. 2. Sveit Austfirðinga 2.09.2 — 3. Sveit Suður-Þingeyinga 2.23.4 — Boðsund kvenna 4x25 m.: 1. Sveit Auslfirðinga 1.11.5 mín. 2. Sveit Suður-Þingeyinga 1.12.9 — 3. Sveit Skarphéðins 1.17.8 — Sigurvegari í íslenzkri glímu varð Einar [ngimundarson, Kefla- vík; handknatlleik kvenna vann sveit Kjalnesinga. Starfsíþrónir karla: Búfjárdómar: 1. Brynjólfur Guðm.ss. SK 95 stig 2. Jón Geir Lúthersson SÞ 94 Vi — 3. Gísli Ellertsson K 94 — Slarfshlaup: 1. Eiríkur Þorgeirsson SK 12.2 rain. 2. Sveinn Jónsson E 12.14 — 3. Tryggvi Stefánsson SÞ 13.19 — Dráttarvélaakstur: 1. Stefán Kristjánsson SÞ 101 stig 2. Kristján Jónsson SÞ 96 — 3. Guðmundur Guðnason SK 94 — Starfsíþróti'ir kvenna: Þríþraut: 1. Guðrún Finnsdóttir B 134.5 stig 2. Ragnhildur Ingvarsd. SK 131.5 — 3. Sigríður Vigfúsdóttir SK 129.5 — Lagt á borð: 1. Ragnheiður Jónasdóttir K 99 stig 2. Arndís Erlingsdóttir SK 95.5 — 3. Sigríður Vigfúsdóttir SK 86 — Línstrok: 1. Þórey Pálsdóttir SK 87 stig 2. Sigríður Vigfúsdóttir SK 86 — 3. Arndís Erlingsdóttir SK 85 — Furðuleg umskipti. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, fór fram landsleikur milli íslendinga og Dana nýlega i Reykjavík með þeim ömurlegu úr- slitum, að Danir unnu með 4:0. Tveim kvöldum síðar kepptu Ak- urnesingar við Danina og unnu með 2:1 og lillu síðar kepp'.i úr- valslið Reykjavíkurfélaganna við þá og vann með 5:2. Þótt íslend- ingar hafi þannig unnið tvo leiki af þremur, ræður landsleikurinn mestu um hugmyndir manna er- Iendis um getu íslendinga í knattspyrnu. Unnu ísfirðinga 6:1. Síðas'liðinn laugardag fór fram hér í bænum knattspyrnukeppni milli ísfirðinga og Akureyringa i 2. deild knattspyrnumóts íslands. Unnu Akureyringar leikinn með 6 mörkum gegn 1. Keflvíkingar og Yestmannaeyingar kepptu einnig en skildu jafnir, og var gert ráð fyrir að þeir reyndu lil úrslita í gærkveldi. Akureyringar munu síðan keppa við þann flokk- inn, er sigrar, og það liðið, er vinnur þann leik, öðlast sæti í fyrstu deild íslenzkra knattspyrnu- félaga, en eitt þeirra, sem fyrir cr í þeirri deild, fellur niður í aðra deíld. ALF ERLING: 79 Bræður myrkursins — Þér komnir hingað, Lemberg, sagði hann hissa. — Og þér hafið bréf til mín frá Disna, er mér sagt. Hvað hefir komið fyrir? — Það hefir gerst, að Osló greifi, sem við höfum lengi ekki haft spurnir af, er skyndilega kominn í ljós á ný, svaraði Lemberg. — Hvar? I Pétursborg? spurði furstinn. — Nei, hér. — Hér? endurtók furstinn og ofbauð. — Já hérna í héraðinu. Lögreglustjórinn hefir gefið mér skrif- lega skýringu með, svaraði Lemberg og rétti furstanum innsiglað umslag. Furstinn braut innsiglið og reif bréfið upp. Hann settist við skrifborðið og las: „Yðar hágöfgi! Mörg merki benda til, að Osló greifi hafi, eftir langt að- gerðaleysi, safnað saman dreifðum leifum af Innsiglaða bandalaginu og hafi tekið upp fyrri hætti. Eins og sakir standa er áli'.ið, að hann hafist við í héraðinu, er höll furst- ans er í, og taldi ég því nauðsynlegt að senda Lemberg gagn- gert til yðar hágöfgi með upplýslngarnar. Sitt nihilistiska og byltingarkennda hlutverk hefir hann þó að sögn njósnara vorra afrækt að svo stöddu, og ég hygg þess vegna, að vera hans í héraðinu, þar sem höllin s'endur, stafi af því brenn- andi hatri, er hann ber til furstans. Ef furstinn óskar, skal ég tafarlaust senda þangað lið og koma sjálfur. Með dýpstu virðingu, Ivan Disna.“ Furstinn sat um hríð með bréfið í hendinni. — Svo að Osló greifi er þá hér í nánd, sagði hann. — Og að áliti Disna er hann hér til að gera upp reikningana við mig. Hann fleygði bréfinu frá sér og sat hljóður og hugsandi nokkra stund. — Óskar furstinn eftir, að ég verði um kyrrt hér í höllinni? spurði Lemberg. — Lögreglustjórinn gaf mér fyrirmæli um að verða hér kyrr, ef furstinn óskaði þess. — Já, ekki ætti það að saka, svaraði furstinn. — Bezt væri, að furstinn sneri við til Pétursborgar í staðinn fyr- ir að dvelja á þessum afskekkta stað, sagði Lemberg. — Þér eigið við, að ég skuli flýja, Lemberg, sagði furstinn. •— Nei, ég læt ekki Osló greifa hræða m:g á brott. Við erum nógu mörg hérna í höllinni til að veita honum hlýjar viðtökur. En fyrst þér eruð kominn hingað, Lemberg, þá er bezt að þér staldrið við. Lemberg hneigði sig. — Það var gott, að Disna skyldi skýra mér frá þessu, sagði furst- inn. — Ég veit þá, hvers ég má vænta, en mig furðar óneitanlega á, að Osló greifi skyldi vita, að ég dvel hér. Enginn í Pétursborg hafði hinn minnsta grun um, að ég hefði tekið mér dálítið frí frá störfum. Það var drepið á dyr. — Nú, kannske fleiri sorgarfregnir, sagði furstinn og sneri sér að dyrunum, sem þjónn hans opnaði. — Ósköp eru að sjá, hvernig þú lítur út. Þú ert náfölur og skjálfandi, sagði furstinn. — Það er hræðilegt, yðar hágöfgi, sagði þjónninn. — Það hefir orðið slys i skóginum. Rúðólf og Nikki fóru þangað á göngu í blíð- viðrinu, og á heimleiðinni varð Nikki þreyttur og settist á trjá- stofn í skóginum. Hann var varla setztur, er hræðilegar drunur heyrðust og Irjástofninum var eins og kippt upp úr jarðveginum. Nikki særðist alvarlega. Rúðólf varð að draga hann heim. Ég held varla að hann lifi. Furstinn var sprottinn á fætur. — Sprenging, sagði liann. — í trjástofni. Var það í rjóðri í skóginum? — Já, svo segir Rúðólf, svaraði þjónninn. Furstinn kinkaði kolli. — Það er einmi’t þar, sem ég er vanur að tylla hestinum, þegar ég ríð þar um, því hann er svo sólginn í birkiblöðin, sagði hann. Hann sneri sér að Lemberg og bætti við: — Disna veit hvað hann syngur. Osló greifi mmi ekki vera langt héðan. DRAUGAKOFINN. Inni í skógarþykkninu, nokkurn spöl frá rjóðrinu, þar sem trjá- stofninn var, stóð lítill torfkofi af þeirri gerð, er kolagerðarmenn reisa sér úr skógarjarðvegi, þegar þeir neyðast til að dvelja um lengri tíma í skóginum við verk sitt. í kofanum sátu þrír menn og spjölluðu saman við eldstæðið.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.