Íslendingur


Íslendingur - 13.07.1955, Síða 8

Íslendingur - 13.07.1955, Síða 8
Messað í Akureyrarkirkju næstkom- andi sunnudag kl. 10.30. Sálmar 29, 336, 324, 429 og 683. (K. R.) DánardœguT. Nýlega er látinn hér í sjúkrahúsinu Halldór Stefánsson fyrr- verandi vatnsveitustjóri, Fjólugötu 13. Hann var 83 ára gamall. 100 ára varð 6. þ.m. Þorbjörg Iljalta- dóttir frá Ilellu í Steingrímsfi.ði, nú vlstkona á Elliheimilinu í Skjaldarvík. Hefir hin tíræða kona ennþá daglega fótavist. Fimmtugur varð 6. þ. m. Árni Ás r bjarnarson bóndi í Kaupangi. / dag eru 50 ár liðln síðan Arthur Gook steig fyrst á land hér á íslandi. í tilefni af því fiytur hann íyrirle tur á Sjónarhæð á sunnudag 17. þ. m. kl. 5: „Trúfesti Guðs um 50 ár“. Allir vel- komnir. Kvennadeild Slysavarnafélagsins fer skemmtiferð í Skagafjörð og Ólafs- fjörð um aðra helgi, ef næg þátttaka fæ t. Lagt af stað kl. 2 e. h. laugardag- inn 23. þ. m. Félagskonur, vinsamleg- ast ritið nöfn ykkar á þátttökulista í Skóverzlun Hvannbergsbræðra, fyrir þriðjudagskvöld 19. þ. m. Meictaramót íslands í handknattleik kvenna verður liáð á Akureyri 23. júlí. BorgargoljiS opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 5—7 og 8—10. Laug- ar- og sunnudaga kl. 2—7 og 8—10. Hjálprœðisherinn. Sunnudag kl. 8.30 verður kveðjusamkoma fyrir kaptein Ernst Orsson og Margrethe Hcetman. Kapteinn Guðfinna Jóhannesdóttir og liðsmenn taka þátt í samkomunni. Ver- ið velkomin. Gjajir til Elliheimilisins í Skjaldar- vík. Frá nokkrum vinum Kristínar sál. Sigurðardóttur frá Grænhól (við jarð- arför hennar) kr. 350,00. Frá Jónasi Ilálfdánarsyni kr. 200,00 og frá A og S kr. 500,00. Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Kristilegt mót verður að Löngumýri í Skagafirði um næstu helgi. Mótið verður sett á iaugardagskvöld og stend- ur til sunnudagskvölds. Verða þarna ýmsir ræðumenn, þ. á. m. séra Sigur- jón Þ. Árnason og cand. theol. Gunnar Sigurjónsson, báðir frá Reykjavík, Steingrímur Benedikt:son kennari Lá Vestmannaeyjum, sem starfaði við Sumarskólann á Löngumýri um tíma i fyrra, og nokkrir fleiri. Greiðasala verður á staðnum yfir mótstímann og gisting í skólanum, meðan húsrúm leyfir, en einnig verður leyft að tjalda á staðnum. — Nánari upplýsingar á Löngumýri og hjá Björgvin Jörgens- syni, sími 1698, Akureyri. Skemmtiferð á Strandir. Esja fer skemmtiferð vestur á Strandir um næstu helgi. Farið verður frá Akureyri kl. 6 á laug- ardag og dvalið á Siglufirði um kvöldið. Síðan siglt um Skaga- fjörð og Húnaflóa til Hólmavík- ur. Komið iil baka á sunnudags- kvöld. Ef veður verður gott, gefst mönnum tækifæri að skreppa í land í Drangey. Farmiðar seldir á skipaaf- greiðslunni. •Iarðsíiní lagður yíir Búrfjall M5' Sporðaköst í hverjum hyl í Hofsá. -7 Sérstök öndvegistíð hefir verið iiér undaniarna aaga og mikn .aða verið hrrt. Siattur byrjaði ekki aimennt fyrri en upp úr s. i. mánaðamótum, enda var vorið rnjög þuirt og fremur kalt og spratt því í seinna lagi. Góö sprettuiíð er hinsvegar síðustu dagana. Margir bændur eru nú hálfn- aðir með iúnaslátt eða meira, og pornar taðan jafnóðum. Tveir oændur eru að koma sér upp súg- purrkun í sumar, en áður var xiún aðeins á tveim heimilum. I sumar verður lagður jarð- sími yfir Búrfjali við Vopnafjörð, en þar hafa s.mabilanir verið .íðar á vetrum en erfitt um við- gerðir. Innansveitarsima á að æggja í haust á bæina austan Jtfoisár, frá Krossavík að Egils- slöðum, og verður þá kominn sími um alla sveitina að undan- teknum Hramifellsdal og nokkr- um bæjum milli Vesturárdals og Selárdals. Fjögur nýbýli í sveitinni eru í byggingu, þrjú þeirra byggð út úr jörðum, sem eru í ábúð, og endurbygglng fer fram á einni jörð. Mjög víða er verið að byggja peningshús og hlöður. Nokkur íbúðarhús eru í smíðum í kauptúninu og myndarlegt fé- lagsheimili, er öll félög í sveitinni og kauptúninu standa að. Er leik sviðið þegar tekið í notkun til fundahalda og samkomuhalda, þar eð geunla 6amkomuhúsið var rifið og notað til innréttinga í hið nýja. Auk leiksviðs og bún- ingsherbergja verða í húsinu rúmgóður samkomusalur, minni fundasalur, kaffistofa og eldhús, bókasafn, lesstofa o. fl. Loks er Hví'asunnusöfnuðurinn að byggja kirkju með viðbyggðri íbúð. Á s. 1. ári var Ieitt rafmagn um kauptúnið frá dieselstöð, og næg- ir það fullkomlega til ljósa og suðu. Vatnsskortur er mikill í kauptúninu, en nú s'endur til að leggja þangað vatnsveitu. Hefir nokkurt lánsfé verið útvegað og hluti af efni til hennar keypt, en framkvæmdir eru ekki hafnar. Þá var í fyrra breikkaður bryggju- hausinn um 15 metra, svo að nú geta skip eins og „Fellin“ lagst að bryggjunni. Fjórir dekkbátar og tvær trill- ur eru gerðar út héðan, en afli hefir verið mjög tregur að und- anförnu. Undirbúningur er haf- inn til að taka á móti síld til sölt- unar eins og undanfarin ár. Eng- in síld hefir þó borizt enn og þess vart að vænta, fyrr en hún veiðis. við Langanes eða aus'.an þess. Það háir síldarverkun hér, að ekki skuli vera hér lítil sildar- bræðsla til að nýta úrganginn eða þá síld, sem ekki telzt söltun- arhæf. Tvö félög, Hafblik og Drangey, reka söltunars'.öðina sameiginlega. Laxveiðitíminn er ekki byrjað- ur, en í gær var farið með Hofsá ofanverðri, og sáust þar sporða- köst og slökk í hverjum hyl. Tel- ur Metúsalem á Burstarfelli, að óvenju mikill lax muni vera í ánni, en enn mun hún ekki leigð nema fáa daga í ágúst. S. Álagningarreglur óbreyttar Þar sem marga útsvarsgj ald- endur fýsir að vita, eftir hvaða reglum niðurjöfnunarnefnd legg- ur útsvör á borgarana, hefir blað- ið aflað sér upplýsinga um það atriði, en reglur nefndarinnar eru óbreyttar frá því í fyrra að öðru leyti en því, að lágmarkstekj ur, sem útsvar er lagt á, eru nú 14 þús. kr. í stað 13 þús. í fyrra. Að öðru leyti eru reglurnar þessar: Tekju- og eignaútsvör álögð eftir stiga þeim, er birtur var í síðas!a blaði að viðbættu 10% á- lagi. Utsvarsskyldar tekjur eru þær sömu og nettótekjur til skatts, útreiknaður af skattstofunni. Út- svarsskyld eign er skuldlaus eign að viðbæltu þreföldu fasteigna- matsverði, en frádregin hlutafjár- eign, sem er útsvarslögð hjá við komandi hlutafélögum og arður af hlutafé einnig. Relcstursútsvör: Smásala, hótel- rekstur, umboðslaunatekjur, kvik- myndahúsarekstur, olíusala og síldarsöltun 0,75%. Iðnaður, flutningar, afgreiðsla 0,5%. Útgerð, heildverzlun, kolasala, kaffibrennsla 0,4%. Bætt er við 10% álagi eins og á tekju- og eignaútsvör. Nefndin vék frá stiganum til lœkkunar, þar sem um sérstakar ástæður var að ræða, svo sem vegna verulegs veikindakostnaðar eða annarra líkra ástæðna. Enn- fremur var þeim, sem keypt höfðu fæði vegna atvinnu u’anbæjar veittur frádráttur kr. 18,00 á dag fyrir karlmenn og kr. 15,00 íyrir konur. Ef foreldrar kosta börn sín til framhaldsnáms utanbæjar og cf hjón vinna bæði utan heimilis. Mlýtnr stjrrh til ndms við Hdskólo íslonds Nefnd sú, sem skipuð var til að úthluta námsstyrk íslenzku ríkis stjórnarinnar, er auglýstur var hér í blaðinu fyrir skömmu, hefir tilkynnt, að styrkurinn hafi verið veittur Lilju Eylands, er lauk B.A. prófi við Manitobaháskóla nú í vor. Styrkurinn nemur cem kunn- ugt er 12.500 íslenzkum krónum og er veittur til náms í íslenzkri Lungu, bókmenntum og sögu við Háskóla íslands í Reykjavlk vet- urinn 1955—56. Lilja hefir num- ð íslenzku við Manitobaháskóla undanfarin þrjú ár. Lilja er yngsta dóttir dr. Valdi- mars J. Eylands og Lilju konu hans. (Lögberg.) Minnisvarði Bólu-Hjálmars aíhjúpaður 24. júlí Sunnudaginn 24. júli verður afhjúpaður minnisvarði um Hjáhnar Jónsson skáld frá Bólu í Skagafirði á 80. ártíð hans. Skagfirðingafélagið á Akureyri hefir reizt þennan varða, og létu þeir Bólu-feðgar, Valdimar Guð- mundsson og Guðmundur sonur hans, félaginu í té ókeypis land- spildu undir minnisvarðann. Hef- ir land þelta nú verið girt og í það plantað trjágróðri, og þegar límar líða, mun þarna vaxa upp trjálundur umhverfis varðann. Að lokinni afhjúpun varðans, mun hann svo ásamt lundinum af- hentur Skagafjarðarsýslu til eign- ar og umsjár, og hefst sú athöfn að Bólu kl. 15 síðdegls. Verða þar fluttar ræður og ávörp og kvæði flu’t. Um kvöldið verður evo sam- koma í Varmahlíð, er Skagfirð- ingafélagið á Akureyri gengst fyrir. Dagskrá samkomu þessarar verður nánar auglýst síðar. AnnáU Islendings »o»»oopoo»oooo»»oooooo« Rússnesk og tékknesk vörusýning haldnar í Reykjavík. 40 ára afmælis Hafnarfjarðarkirkju minnst veglega með guðsþjónustu og nýtt pfpuorgeí vígt vlð það tækifæri. Við prestko.ningu að Fellsmúla hlaut Hannes Guðmundsson cand. theoL flest atkvæði (72) en náði ekki lögmætri kosningu. Tveir aðrir voru í kjöri. Sveinn I. Sveinsson bóndi á Sveins- stöðum í Álftaneshreppi á Mýrum verður ’bráðkvaddur í fjárrekstri inni á afrétt. Helicopterílugvél fengin til að sækja hann, og flytur hún lík hans til Reykjavíkur til krufningar. Belgiskur togari, Van Dyck, staðinn að velðum í landhelgi undan Ingólfs- höfða. Reyndi Jiann undankomu, en varð kipið Þór náði honum með aðstoð flttgvéla. Þetta er þriðja landhelgisbrot hins sama togara. Dönsk kona, frú Spreckelsen, gefur Þjóðminjasafninu merkan kirkjugrip, ofinn altarisdúk úr Sandakirkju í Dýrafirði, er komizt hafði í eigu móð- ur hennar um aldamótin, er þá átti lteinta í Dýrafirði. 27 svín kafna í eldsvoða í Hafnar- firði og 50 hænsni brenna inni í clds- voða í hænsnahúsi í Reykjavík. Finnbogi Bjarnason sextugur A nú aflhugi ára sex tugi, gœlinn lífsglaður góðlundaður, hlýr í hugstöðvum, harður í vöðvum, skýr í skapslúnum, skarpur í brúnum. Frænda Finnboga flétti eg Ijóðtoga, heiðursdreng hylli hlaðinn snilli, kœrri með konu og kjarnmikla sonu. - Gœfa og gengi þeim gefist lengi. J. Ö. J. Framkvæmdir við togarabryggjuna hafnar Á fundi hafnarnefndar var ný- lega samþykkt að ganga að til- boði Hólmsteins Egilssonar um flu'ning á 5000 teningsmetrum af uppfyllingu í togarabryggj una á Oddeýri, en tvö tilboð höfðu bor- izt. Þá fól nefndin bæjarverkfræð- ingi að hefja flutning á grjóti í bryggjugarðinn svo fljótt sem unnt er og hraða verkinu og full- Ijúka því á sem stytztum tíma. Kristján Nói Kristjánsson sk.’pasmíðameistari hefir tekið að sér umsjón með byggingu bryggj- * unnar.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.