Íslendingur - 21.09.1955, Qupperneq 4
4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 21. sept. 1955
fíemux út
hvern miðviku<ÍAft
Útgefandi: (itgáfufílag íslcndings.
Ritstjóri og ábyrgðannaður:
Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1.
Sími 1375.
Skrífstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrífstofutima:
Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
»Skattíríðindin((komin fram í dagsljósið
Tíminn skýrði frá því 16. júní í sumar, að stærsta viðskipiafyrir-
tæki á Norðurlöndum væri Innkaupastofnun norræna samvinnu-
sambandsins, og hefði viðskiptaveltan 1954 verið um 1 m.lljarður
í ,'slenzkum krónum.
Þann 23. sama mánaöar skýrir sama blað frá því, að viöskipta-
velta i Sambands íslenzkra samvinnufélaga hefði á því ári (1954)
numið 550 millj. króna, þ. e. verið nokkry meira en hálfdrætting-
ur á við stærsta viðskip'afyrirtæki, er þekkist um öll Norðurlönd.
Að þessum upplýsingum gefnum mun mörgum hafa orðið á að
reka upp stór augu, þegar blöðin skýra frá því fyrstu dagana í þess-
um mánuði, að fógetaié.tur Reykjavíkur hafi komizt að þeirri nið-
urs'öðu, að ú'.svar þessa risafyrirtækis til bæjarsjóðs Reykjavíkur
skyldi ekki vera 16 millj. kr., e'.ns og niðurjöfnunarnefnd hafði
gert SÍS að greiða, og ekki he'.dur 1.2 millj. kr., sem ríkisskatta-
nefnd hafði ú:skurðað. heldur rúmlega 30 þúsund krónur, þar eð
lög mæku svo fyrir, að SÍS væri ekki, lögum samkvæmt, skyldugt
til að greiða bæjarsjóði annað en tekjuútsvar af ágóða aj viðskipt-
um við utanfé’.agsmenn. Það væri sem sagt ekki aðeins undanþegið
öllu ú'svari of félagsviðskiptum, heldur og öllu eigna- og veltu-
útsvari.
Er ekki von, að Framsóknarblöðin verði taugaós'yrk, þegar ein-
hverjum verður á að nefna skatlfr.ðindi í sambandi við kaupfélög-
in og SÍS?(!)
Hefði hér verið um hlutafélag eða einstakling að ræða með svo
geysilega viðskiptaveltu, hlaut veltuú'svarið eitt að nema a. m. k.
2—4 milljónum, samkvæmt reglum um álagningu þess. En undan-
þága frá e.’gnaútsvari og öllu veltuútsvari ge'ur ekki heitið öðru
nafni en „skattfríðindi“, hversu svo sem það heiti lætur í eyrum
forrét'indamanna. Allir vita, að auk geysilegrar umselningar í
verzlun rekur SÍS margs konar aðrar atvinnugreinar, svo sem um-
fangsmikinn iðnað, og á í förum 8—10 millilanda-vöruflutninga-
skip. Skip þessi eru látin eiga heimilisfang víðs vegar um land. Fá-
tæk bæjarfélög hafa reynt að leggja lítilshát'ar ú'.svör á rekstur
þessara skipa. sem skrásett eru á slaðnum, en þeim álagningum er
neitað, fyrs' og fremst á þeim forsendum. að eigandi skipanna, SÍS
eigi heimilisfang í Reykjavík og greiði þar gjöld sín af rekstri
þeirra. Samkvæmt fógetarét'.ardóminum verður ekki séð, að SIS
greiði nein sl k gjöld, nema ef vera skyldi af flutningum fyrir kaup-
menn, sem vera mun hverfandi lítill. Allar þær tugmilljónir, sem
standa í skipunum sjálfum, eru skattfrjálsar, þar sem ekki má leggja
eignaútsvar á SÍS, né heldur leggja á það eftir efnum og ástæðum,
eins og fógetaré'turinn íelur óheimilt.
Mál þetta mun nú fara fyrir Hæstarétt, og hversu sem því kann
að lykta þar, getur ekki hjá því farið, að augu allra gjaldþegna
landsins, hvort sem þeir eru samvinnumenn eða ekki, opnist fyrir
því, að fullkomlega sé límabært að endurskoða löggjöfina um skatt-
fr ðindi samvinnufélaga og annarra félaga, sem þeirra hafa notið
til þessa.
Samstaða kommiinista og Tímans
Kommúnis'ar eru ætíð ófeimnir við að segja hið hvíta svart og
hið svarta hvítt. Þeim ríður mikið á því um þessar mundir. Þeir
halda því nú fram, að öll skilyrði séu fyrir hendi, að atvinnuveg-
irnir „gætu staðið undir miklum mun hærra raunverulegu kaup-
gjaldi en 1947“ (Verkam. 16. þ. m.), og að hin raunverulega or-
sök verðbólgunnar nú sé allt annað en kauphækkanir, enda hafa
þeir staðhæf', að vinnulaun sé hverfandi útgjaldaliður í reksturs-
kostnaði fyrirtækja (s.b. hið fræga ávarp Alþýðusambandsstjórn-
arinnar).
Það liggur ekki beint fyrir kommúnistum að finna rök hlutanna
né skilja almenna hagfræðilega og efnahagslega þróun. Enn reyna
þeir að láta lí'a svo út, að verkföllin í vor hafi verið háð af brýnni
þörf launastéttanna, þótt hagfræðingar þeirra sjálfra hafi reiknað
út óbreyt'a kaupgetu frá því árið 1952. Þeir látast ekki skilja, að
hækkun launa þurfi að hafa áhrif á vöruverð. Þeir vilja ekki skilja,
að almenn kauphækkun farmanna geti haft áhrif á farmgjöld né að
Annríki húsmœðra við bréfa-
slcriftir. — Mikil sala í handklœð-
um. — Hœlckun afurðaverðsins.
— Hjúlcrunarkvennaskortur, þótt
mikil aðsókn sé að hjúkrunar-
námi. —— Rjóminn, sem fer til
spillis — súrmjólhurneyzla gæti
stóraukizt.
FYRIR NOKKRUM ÁRUM mun ég
hafa nhnnzt á í þessum ptsllum mínum
hin alþekktu bænabréf, himnabréf og
vasaklútaveltur, sem nteð vissu milli-
bili dynja yfir o s í öldum, flestum til
hrellingar og tímatafar, og jafnan
nokkurra útgjalda í pappír, umslögum
og frímerkjum.
UM ÞESSAR MUNDIR eiga margar
húsmæður bæjarins annríkt við bréfa-
skriftir og innkaup, þótt þær leggi ekki
a lar miklð stund á að skrifa bréf. En
ástæðan er „tvær veltur", sem einhver
’tugkvæmur náungi hofir fundið upp,
ennilega handklæðaframleiðandi, því
.ð hér er um að ræða handklæða- og
.izkastykkjavcl ur. Bréfritari leggur á-
'ierzlu á, að keðjan sé ekki rofin, enda
yrði lítill vöxtur í handklæðasölunni,
•f ekki væri liægt að halda veltunni
gangandi nokkrar vikur. Mér hefir ver-
ð tjáð af fróðum mönnum, að sala
hafi verið óvenju mikil undanfarna
iaga í liandklæðum og „vizkastykkj-
um“, þar sem verzlað er með slíkar
nauðsynjar, en þar kemur ekki til svo
snögglega aukið hrcinlæti, heldur gam-
an það, cem hér að framan er nefnt, og
gelur orð.ð fátækum heimilum óþarf-
lega dýrt gaman, auk þess tímaþjófn-
aðar, sem það hlýtur að reynast , hús-
hjáipar“-lausum húsmæðrum í upphafi
sláturtíðar og haustuppskeru. En ótt-
inn við, að slit keðjunnar leiði ófarnað
yflr viðkomandi þessa heims eða ann- (
ars mun víða ráða nokkru um gang
þessarar dæmalausu veltu.
VÆRI NÚ EKKI tilvalið fyrir ein-
... i
hvern, sem ekki hefir fengið bíl á ar-
inu, að ttofna til „bí!aveltu“ (ekki að
velta bílurn út af vegi) og vita hvort
hann getur ekki á þann hátt komizt yf-
ir góðan bíl. Peningavelta getur líka
komið til mála fyrir þá, sem löngum
eru blankir, og svo mætti lengi telja.
MIKIÐ HEFIR AÐ SJÁLFSÖGÐU
verið rætt um verðhækkunina á mjólk-
inni og smjörinu hérna á dögunum,
enda er 47 aura hækkun á mjólkur-
lítra atriði, er snertir heimili og hag
hvers einasta neytanda. Illutfallsiega
er þó ekki um meiri hækkun að iæða
en stundum áður. Fyrir réttum 10 ár-
um nam verðhækkun landbúnaðaraf-
urða25—30% á mjólk og mjólkuraf-
urðurn og 65% á súpukjöti. Þá um
haustið fór mjólkurverðið upp í 1.82
1 kr. ltr. í lausu máli, smjörið í 28 kr.
og súpukjöt í smásölu úr 6.50 í kr.
10.85. Þó höfðu árum áður orðið enn
stó.s'.ígari hækkanir, því að ntjólkur-
1 verð hafði fimmfaldast á næstu 5 ár-
um á undan, en með hau thækkuninni
nú hefir það þó ekki hækkað um nema
77% tll ncytenda síðan 1945, en þess
1 ber þó að gæta, að ríklssjóður greiðir
^ nú niður neyzlumjólkina um 90 aura
lítrann.
BLÖÐ IIÉR í BÆNUM hafa sagt
frá því, að er yfirmenn heilbrigðismál-
anna voru hér á dögunum til skrafs og
ráðage.ða unt framtíð Kristncshæiis,
hafi landlæknir hreyít þeirri hugmynd, ’
að setja á stofn hjúkrunarkvennaskóla
hér á Akureyri í húsnæði Húsmæðra-1
skólans, og liafi hann :agt svo frá, að
aðsókn að Iljúkrunarkvennaskóla ís-
lands sé svo mlkil, að sumir umsækj-
enda verði að bíða tvö ár eftir skóla-
vist. Þá kvað yfirlæknir sjúkrahússins
hér liafa við sömu viðræður upplýst,
að svo tilfinnanlegur væri hjúkrunar-
kvenna kortur í landinu, að við lægi,
að loka yrði sumum sjúkrahúsunum.
HINGAÐ TIL IIEFI ÉG álitið hinn
umtalaða skort á hjúkrunarkonum
stafa af óbeit kvenna á þelrri atvinnu-
grein. En samkvæmt upplýsingum land-
læknis er ástæðan öll önnur, ástæða,
hækkun á launum verzlunarfólks, hafnarverkamanna og vörubif-
reiðastjóra geti aukið koslnað við verzlun, svo að hún þurfi meiri
lekjur. Þeir reyna að telja fólki trú um, að hækkun á kaupi iðn-
verkafólks geti engu breytt um verðlag á íslenzkunt iðnaðarvörum,
svo sem smjörlíki, þvottaefni, vefnaðarvöru, Iðunnarskóm, kaffi-
bæti o. s. frv. En það er tilgangslaus' að halda slíkurn firrum fram.
Hvert einasta barn í neðstu bekkjum barnaskólanna skilur þessa
þróun og þetta ófrávíkjanlega lögmál, að hækkun framleiðslukostn-
tðar lilýtur að hækka vöruverð.
En kommúnistar eru ekki einir um að reyna að fela þessi sann-
ndi. Tíminn hefir löngum komizt að svipaðri niðurstöðu. Það
voru ekki kommúnistar, sem undu illa jafnvægi í efnahagsmálum,
að því er Tíminn hyggur. Nei, það voru mennirnir, sem mynda
„meginkjarna Sjálfstæð:'sflokksins“. Það var afnám Fjárhagsráðs
og aflélting nokkurra hafla, einkum á húsabyggingum, sem er hin
raunverulega ás’æða nýju verðbólgunnar, segir Tíminn. Og það var
„ein meginkrafa Sjálfstæðisflokksins í sambandi við stjórnarmynd-
unina,“ að verðbólgunni yrði hleypt lausri, annars „myndi ekki
hafa náðst samkomulag um rafvæðlngu dreifbýlisins.“(!) Um
þessa feður verðbólgunnar geta menn annars nánar lesið í forustu-
grein Tímans 26. ágúst sl., þaðan sem framannefndar tilvi’nanir eru
gripnar af handahófi.
En Tíininn leggur nú líka mikla áherzlu á að koma á stjórnar-
samvinnu við a. m. k. hálfan konnnúnistaflokkinn, sennilega með
það fyrir augum að ráða niðurlögum verðbólgunnar í félagi við
þá!
sera auðvelt væri úr að bæta, með þvl
að gefa þeim kost á hjúkrunarnámi,
sem það vilja stunda og út á þá at-
vinnubraut vilja ganga. Mér finnst
lausn hjúkrunarkvennaskortsins vera
evo auðfengin eftir upplýsingum land-
læknis, að nú þegar ætti að vinna að
því, að strax á næsta hausti verði
slofnaður annar hjúkrunarkvennaskóli,
— og það hér á Akureyri, í sambandi
við hið stórmyndarlega og fullkomna
Fjórðungssjúkrahús.
„K —“ skrifar:
„DÝR ER NÚ RJÓMALÖGGIN
ORÐIN, og má segja, að hver dropi,
sem lekur niður af rjóma eða situr
eftir í flösku, sé glataður peningur.
Það er því fyl’.sta ástæða til að beina
því til Mjólkursainlag ins, að það selji
rjómann íramvegis í umbúðum (t. d.
plastumbúðum), er taki Vs, Vi og %
lítra. Umhelling rjóma úr pottflöskum
eða stærri ílátum ódrýgir hann ætíð.
Það verður óhjákvæmilega eftir rjóma-
lögg í hverju íláti, sem hellt er af yfir
í annað, sé rjóminn af eðlilegri þykkt,
og tapar þannig kaupandinn rjóma, cr
hann hefir greitt, í slíkum tilfellum.
Þá vil ég einnig mælast til þess, að
Samlagið Iiafi ætíð fyzirl ggjandi súr-
mjólk í stærstu útibúunum. Þetta er
holl og fjörefnarík fæða, sem mundi
verða miklu meira keypt í bænum, cf
ekki þyrfti að senda eftir henni í Sam-
lagsbúðina úr öllum hverfum bæjarins.
Og vis ulega er það hagur bænda, ef
súrmjólkurneyzla ykist, í stað þess að
vinna osta úr þeirri mjólk, og því þá
ekki að reyna að samelna hag f.am-
, leiðenda annars vegar og óskir og þarf-
ir neytenda hins vegar? — Undan-
| rennu ætti einnig að vera hægt að fá
keypta í útibúunum.
SKYR-UMBÚÐIRNAR. Um þær
ætti nú Mjólkursamlagið að fara að
j skipta. Allir kannast við, hvernig papp-
írsumbúðirnar um skyrið blotna upp
og verður þá innihaldið vandmeðfarið,
að maður tali ekki um, þegar skyr-
böggull cr skorinn í sundur og honum
skipt og bréftæjur lenda í skyrinu. —
Samlagið hefir góðar og smekklegar
umbúðir um t. d. osta og smjör. Hví
þá ekki betri umbúðir um skyrið?
OG LOKS ætti Mjólkursamlagið að
verða við margendurteknum óskum
viðskiptavina sinna um afgreiðslunúm-
er í mjólkurbúðirnar, þegar ösin er
sem mest.“
Bóhmenntaspurnínð
vihunnar
Úr hvaða bók er þessi kafli:
„Þegar því var lokið, virti hann
síðari klettinn be'ur fyrir sér,
þuklaði á honum, fyrst með vettl-
inga á höndum, síðan, til frekari
fullvlssu, með berum fingrum,
nærri því eins og tekið er á
skepnu, sem er til sölu, s'óð svo
kyrr stundarkorn og hugsaði sig
um, nasaði uppi hvað væri norð-
ur og hvað suður, a-ha, þennan
slein ætti hann þó að kannast við!
Áttinni hafði hann haldið, ekki
bar á öðru. Hann var bara kom-
inn heldur lang!.“
(Síðasta spurning var úr
„Söguköflum af sjálfum mér“,
eftir Matthías Jochumsson, bls.
73.)