Íslendingur


Íslendingur - 21.09.1955, Síða 6

Íslendingur - 21.09.1955, Síða 6
6 fSLENDINGUR Miðvikudagur 21. sept. 1955 Fréttir frá S. Þ. Rdðstefna í Hílonó rœðir menniniormól 1954 mesta íbúðabygg- ingaór Evrópu Árið 1954 voru byggðar fleiri íbúðir í löndum Evrópu nokkru sinni fyrr, segir í skýrslu Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE), en skýrslan fyrir þetta ár er ný- lega komin út. Húsnæðismálin í Evrópu, sem víðasthvar voru mjög léleg efíir síðus'u styrjöld, eru nú að komast í sæmilegt horf víðaslhvar, þegar borið er saman við það sem áður var. Mest var byggt í Sovétríkjunum á árunum 1953—1954. — Skýrsla ECE- „European Housing Development and Policies 1954“ áæ'lar, að í löndum Evrópu hafi árið 1954 verið byggðar 3,3—3,4 milljónir íbúða og er það um 15% fleiri íbúðir en nokkru sinni áður hafa verið fullgerðar á einu ári í Evrópu. Meira var byggt af íbúð- um í svo að segja öllum löndum, sem skýrslan nær til, en dæmi voru til áður. Þó virðist svo sem að jafnvægi sé að komast á í Hollandi, Bretlandi, á Norður- löndum og að nokkru leyti í Vestur-Þýzkalandi. Fullgerðar ibúðir miðað við hverja 1000 íbúa voru spm hér segir í eflirtöldum löndum: Danmörku ................ 5,3 Finnlandi .................. 7,4 Noregi .................... 10,4 Svíþjóð .................... 8,0 Stóra-Bretlandi ............ 6,9 Sovétríkjunum .............. 5,9 Ítalíu ..................... 3,6 Frakklandi ................. 3,8 Hollandi ................... 6,7 Vestur-Þýzkalandi ......... 10,2 Austur-Þýzkalandi .......... 2,3 Tekið er fram í skýrslunni, að þess beri að gæta, að íbúðir séu frekar litlar í algengustu tegund íbúðahúsa í Finnlandi, Sviþjóð, Vestur-Þýzkalandi, Austur- Evrópulöndum og Sovétríkjun- um, en yfirleitt stærri í Belgíu, Hollandi og Bre'landi. Húsaleiga hefir yfirleitt hækk- að í öllum löndum Evrópu síðan fyrir stríð, nema í Austur-Evrópu löndum og Sovétrússlandi. Það stafar af því, að viðhald íbúða er fært sem taprekstur og greitt af opinberu fé. 9 1 ; ii s , ll il Fátœkrahverfi og iðnbyltingar. Mest er um fátækrahverfi borgum Evrópu, þar sem iðn- byl'ingin skeði tiltölulega snemma (og þar með straumur inn til borganna). 1 Bretlandi, þar sem iðnbyltingin hófst þegar á miðri 18. öld, eru fátækrahverf in flest. Sama er að segja um Frakkland, þar sem íbúatala borg anna hefir haldizt nærri óbreytt síðustu 100 árin. Þá hindrar það útrýmingu fátækrahverfa í frönsk um borgum, að húsin eru mjög sterkbyggð. Oðru máli er að gegna á Norðurlöndum, bæði vegna þess, að iðnbyltingin kom seinna og vegna þess, að byggt var að miklu leyti úr timbri, sem gengur fyrr úr sér en s'einn og nýbyggingar komu í staðinn. Baðherbergi enn tillölulega fáséð. í svo að segja öllum löndum. sem skýrslan nær til, er skortur en i á nútíma þægindum í íbúðum — einkum í sveitum, þar sem bæði skortir valnsleiðslur, baðherbergi og víða rafmagn. Yfirleitt má segja að baðherbergi séu sjald- séð, ulan borganna, nema í Bret- landi. Skógur sendur heim í pósti Iiœgt að velja hjá FAO um 2000 trjátegundir. Nú er hægt að panta skóga framtíðarinnar í pósti — það er MÍLANÓ, 12. sept. — Ei*t hundrað fjörutíu og átta hagfræð- ingar, sagnfræð'ngar og félags- fræðingar frá 34 löndum munu ræða og skiptast á skoðunum um framtíð frelsisins í heiminum, á ráðslefnu sem hefst í M.lanó í dag. Meðal ræðumanna á fyrsta fundi ráðstefnunnar, er mun sitja á rökstólum alla vikuna, og beina athygli sinni sérstaklega að menn- ingarfrelsi hvarvetna í heiminum, eru Raymond Aron frá Frakk- landi, Aldo Garosci frá Í'alíu-, Bandaríkjamennirnir Fricdrich van Hayek og Sidney Hook, og að segja fræ — frá Matvæla- og , TT , TT , „ . Sameinuðu ^lcnaei Holoany og Hugh Gait- landbúnaðarstofnun þjóðanna (FAO). FAO hefir leyst vandamál, sem bændur vlða um heim og aðrir, er vilja rækta tré, hafa átt við að stríða, en það er að útvega sér aeppilegt fræ til trjáræktar, sem á við veðurfar og ræktunarskil- yrði á hverjum s'.að. Stofnunin hefir nýlega sett upp skógræktar- deild, sem hefir gert lista yfir 2000 trjátegundir. Þeir, sem skell frá Bretlandi. Munu þeir hefja umræður um hlutverk hins frjálsa þjóðfélags. Ráðstefna þessu lík var fyrst haldin árið 1950, er 118 kunnir rithöfundar, listamenn, heim- spekingar og vísindamenn frá 21 þjóðlandi komu saman til fundar | í Berlín. Þeir hé'u því að „Vernda 1 það frelsi sem mest væri ógnað á vorum tímum: frelsi hinnar skap- andi og gagnrýnandi hugsunar“. áhuga hafa fyrir trjárækt, geta . ,, . _v , . „ A Berhnarfundinum akvaðu þe:r nu snuið ser til l'AO, og verður i „ , , ,, þeim þá sendur listi yfir fræ, og er þeir hafa valið, verður þeim sagt hvert á að snúa sér til að fá fræið sent heim til sín í póstin- um. Þessi nýja skógræktardeild mun einnig aðstoða menn við skógrækt með margskonar upp- lýsingum, ef þess er óskað. FAO hefir áhuga fyrir að rannska sem allra bezt gróðurskilyrði skóga víðsvegar um heim. Þessi starf- semi stofnunarinnar er íalin merkileg að því leyti, að með íím anuin má búast við að merkilegar upplýsingar liggi fyrir um gróð- urskilyrði, einkum á þurrkasvæð- um heimsins. ___* __ FráHiiium almenna i | að koma á fót varanlegum sam- tökum, þar sem þeir álitu „skeyt- ingarleysi eða siðferðilegt hlu'- leysi gagnvart hinu ógnandi ein- ræði vera svik við mannfélagið“. _ » . Bol til búnaðarncms í Noregi Boð hefir borizt frá Bænda- skóla Rogalands fylkis á Tveit í Noregi. Er tveimur íslenzkum piltum boðin ókeypis námsvlst í skólanum. Ge'a þeir valið um tveggja vetra nám, eða eins og háls árs nám, en það er tvo vetur og eitt sumar. Skólinn hefst 1. október og er því áriðandi að pil'ar, sem hug hafa á námi þessu, gefi sig fram sem allra fyrst við formann fé- iagsins Ísland-Noregur, Árna G. Eylands. Bændaskólinn á Tveit —- ná- lægt Stafangri — er einn af bezt útbúnu bændaskólum í Noregi, Hefir milljónum króna verið var- ið þar til byggingaframkvæmda og umbóta hin síðus'u ár. Ennfienrur stendur einum nem- anda til boða skólavist í búnað- ar- og garðyrkjuskólanum að Aurlandi í Sogni. Sá skóli er eins árs skóli, og hefst kennslan í janú- arbyrjun ár hvert. (Frá Félaginu ■ Ísland-Noreg- ur.) Elns og áður hefir verið skýrt frá í blöðum og útvarpi verður almennur kirkjufundur fyrir land allt haldinn í Reykjavík dagana 14.—17. október þ. á. Að venju liggja tvö aðalmál fyrir fundin- um til umræðu með framsögu, og eru þau þessi: 1. Kirkjur og kirkjusókn og verður einn framsögumaður, og 2. Prestkosningar, framsögumenn verða tveir, annar af hálfu klerka og hinn úr flokki leikmanna. Auk þess verða væntanlega fleiri erindi flutt, svo og umræð- færí á þessum kirkjufundi, eru ur um ýmis mál, ef'ir því sem beðnir að senda íilmæli sín utn tími vinnst til. Fundir verða að það til undirbúningsnefndarinnar mestu haldnir í sölum K.F.U.M. fyrir 25. september (heimili for- Minnst verður kirkjufundarins manns er á Grettisgötu 98). Regl- við messugerðir í kirkjum ur um fulltrúa og fundarsköp eru Reykjavíkur sunnudaginn 16. sömu og undanfarið hafa gilt. október, er fellur inn í fundar- Þet'a tilkynnist hér með öllum tímann. hlutaðeigendum og glldir sem Þeir, sem kynnu að óska að fundarboð. koma sérstökum málum á fram-| Undirbúningsnefndin. ALF ERLING: 87 Bræður myrkursins — Auðvitað, yðar göfgi, svaraði Disna, sem ekki hafði önnur orð á takteinum. Furstinn hélt áfram: — E:ns og ég hefi sagt, Disna, getið þér frá morgundeginum að lelja orðið lögreglustjóri Rússlands, ef þér getið uppfyllt þessa ósk mína, og ég bið yður að misskilja mig ekki. Ég veit að þér hafið unnið og vinnið sífellt ötullega að því að hafa uppi á Osló greifa. Þér haflð gert allt, sem þér gátuð —. Disna hneigði sig. — Færið mér konu mína aftur, og ég annast um, að þér verðið se'tur inn í embætti mitt, sagði furstinn. Þegar Disna stóð li'Iu síðar úti á götunni, hringsnerist allt fyrir honum. Hann sá sjálfan sig í huganum helðraðan, hylltan og færð- an upp í aðals.éttina. En hvernig á'ti hann að komast á slóð Osló greifa? Hvernig væri, að hann í stað leitar að honum, legði alla áherzlu á að finna Mirju Ortof? Kannske hún gæti komið honum á slóð „rauða greifans“? LÖGREGLUNJÓSNARINN Er Disna hafði samið þessa hernaðaráætlun, setti hann strax alla „sporhunda“ lögreglunnar í að lei'a Mirju Ortof. Hann var viss um, að Nihilistakonan mundi hverfa til Pétursborgar að hitta vini og félaga. Það leit þó út fyrir, að Sjakalinn ætti enn eftir að hljóta von- brigði. Þefarar hans og „sporhundar“ gátu hvergi komizt á slóð hinnar slroknu Nihilistakonu. Skyldi hin einstæða heppni, sem ásamt með auðsýndu hugrekki hafði vafið frægðarljóma um Sjakalann, hafa yfirgefið hann nú, þegar hann hafði sem mesta þörf fyrir hana. Það var hægt að veikjast af gremju yfir þessu. í þrjá langa mán- uði höfðu veiðihundar hans þotið fram og aftur um Pélursborg án nokkurs áiangurs, og ennþá var Sjakalinn ekki orðinn lögreglu- stjóri. Það var einkum það, sem olli gremju hans, eins og gefur að skilja. Hann liafði sannarlega ekki hlíft sjálfum sér. Hann hafði stanz- laust verið á þönum, og þó't hann væri slægastur allra rússneskra refa, hafði hann engu fengið áorkað. Hann hafði einnig treyst á Lemberg, en niðurstöður hans voru allar neikvæðar. Þannig var málum komið dag nokkurn, er hann sat örvinglaður í skrifstofu sinni og rýndi út í s'óiflyksótta hríðina, er sáldraðist niður frá blýgráum himni. Sjakalinn var mjög nriður sín yfir því að sitja ekki á þessari stundu í öðrum stól við annað borð, — í stól lögreglustjórans í skrifstofu lögreglus'jórans. Hann var svo niðursokkinn í dapurl^gar hugrenningar sínar, að hann heyrði varla, er dyrnar opnuðust og varðmaðurinn kom inn. Lögreglumaðurinn ræskli sig og reyndi með hreyfingum að vekja a'hygli D.'sna. Loks lyfti Disna höfðinu og spurði: — Hvað var það? Varðmaðurinn rétti honum bréf. — Frá hverjum er það? spurði Disna og leit á bréfið, sem var velkt. — Frá manni, er óskar að !ala við lögregluforingjann. D.sna opnaði bréfið. í því voru aðeins fáein orð. Þar stóð að- eins: „Baralew óskar viðtals.“ Það I.fnaði yfir andliti Disna. — Látið manninn koma, sagði hann. Disna hafði rnikinn áhuga fyrir að tala við Baralew. Og lrvers vegna? Af því að Baralew var einn áf „þefurum“ lögreglunnar. „Þefararnir“ höfðu engin föst laun. En fyrir hvert fórnardýr, er þeir flæmdu inn á veið.svæði lögreglunnar, fengu þeir hæfilega þóknun, sem slundum gat verið upphæð, er þá munaði um. Lögreglan lét starf þetta fúslega í hendur fólks, er áður hafði af- plánað refsingar og var sæmilega kunnugt hinum ýmsu brögðum glæpamanna, og Baralew, sem var klæðskeri að atvinnu og fæddur Pólverji, hafði öðru hverju lent í áreks'rum við lögin, áður en hann hlaut það slarf að verða þefari í flokki Disna í hjáverkum sínum. Lögreglan, það er að segja hinn skipaði lögregluþjónn, þekkti ekkert til „þefaranna“. Það voru aðeins yfirmenn hennar, sem höfðu þann heiður að kynnast þeim. Þess vegna létu „þefararnir" aldrei nöfn sín uppi, er þeir lei'uðu viðíals við lögregluna. Baralew var einn af þrælum Disna. Nó:t eina hafði Disna rekizt á hann í slæmu ásigkomulagi í einu fátækrahverfi borgarinnar, og þegar hann komst að því, að Baralew var bæði slægur og djarfur, ákvað hann að gera hann að „þefara“, og við því starfi tók Baralew með glöðu geði.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.