Íslendingur - 30.05.1956, Side 4
4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 30. mai 1956
Útgefandi: Úlgáíujclag Islendingi.
Ritstjórí og ábyrgðannaíJur:
JAKOB Ó. PÉTURSSON,
Fjólugötu 1. Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla f Gránufélagsgötu 4. Simi 1354.
Skrifstofutimi:
KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeini 10—12.
PrenlsmiSja Bjömi Jónssorutr hj.
Fagnaðarboðskapur Hræðslubanda-
lagsins
Það heíir mjög einkennt málflutning Hræðslubandalagsmanna á
fundum þeirra víðs vegar um land undanfarið og þá jafnframt
blaða þeirra, að reynt er að forðast að nefna á nafn hinar stór-
felldu framfarir síðustu 15 ára og hina stórbættu afkomu og lífs-
kjör almennings í landinu. Hins vegar hefir verið reynt að koma
þeirri skoðun inn hjá kjósendum, að fólkinu í landinu hafi liðið
bezt við atvinnuleysi, skort á nauðsynjum og verzlunarhöft, og
stefni Hræðslubandalagið nú að því að geta veitt þjóðinni stjóm-
arfar það, sem hér var ríkjandi á árunum 1934.—39.
Allir, sem muna þá daga, vita, að þá bjó allur landslýður við
þær mestu þrengingar, er yfir hann hafa komið á 20. öldinni.
Bændur buðu þá jarðir sínar ríkinu til kaups í von um að geta set-
ið þær sem leiguliðar, en atvinnulausir verkamenn gengu fjöl-
mennir á fundi bæjarstjórna, slógu hring um þær til að freista að
knýja þær til samþykkta á auknum atvinnuframkvæmdum, svo að
sulti og klæðleysi væri bægt frá dyrum atvinnuleysingjanna. Þann-
ig voru þeir „blómatímar“, sem Alþýðuflokkurinn lætur sér svo
tíðrætt um og Hræðslubandalagið biður mn kjörfylgi til að leiða
á nýjan leik yfir þjóðina.
Við skulum þó ekki ætla, að blöð þess braskfyrirtækis umgang-
ist staðreyndirnar, þegar þau lýsa „dýrðinni“ á samstjórnarárum
Framsóknar og Alþýðuflokksins. Það er eins og þau lifi í þeirri
trú og von, að þeir timar séu öllum gleymdir sem lifðu þá, og nú er
reynt að segja yngstu kjósendunum falleg ævintýri í Þúsund og
einnar nætur-stíl.
Látum svo Tímann 24. maí hafa orðið:
„Nú er ekki ósvipað um að litast í efnahagsmálum þjóðar-
innar og var, þegar samstjórn þessara flokka (þ. e. Fram-
sóknar og Alþýðuflokksins) tók við á árunum milli 1930—
40. Allri þjóðinni er kunnugt, hvernig sú stjórn reisti efna-
hagslífið úr rústum, hvernig hún hélt gróða sérhagsmuna-
mannanna í skefjum og skapaði allri alþýðu manna bætt lífs-
kjör og lagði grundvöll að stórfelldum umbótum í atvinnu-
og félagsmálum. Slík stjórn er enn ein fær að reisa úr rúst-
um.
Þannig hljóðar ævintýrið í raddsetningu Tímans. En fyrir full-
orðnu og rosknu fólki hefir það annan blæ. í stað þess að reisa
efnahagslífið úr rústum, hélt ríkisstjórnin þannig á spilunum, að
þ'ótt fjármálaráðherra ríkisstjómarinnar færi land úr landi að
leita lánsfjár, kom hann hvarvetna bónleiður til búðar, því að svo
var efnahagslífinu komið í lök „blómaskeiðsins“, að lánstraust
þjóðarinnar var gjör-þrotið erlendis, og varð ríkisstjórnin nauðug
viljug að leita ásjár Sj álfstæðísflokksins til þátttöku í ríkisstjórn-
inni ,til þess að þurfa ekki að standa yfir „rústum“ efnahagslífsins
ráðþrota og bjargarvana.
Gróða sérhagsmunamannanna hélt hún ekki eingöngu í skefjum,
heldur og möguleikum hvers einasta þegns til sjálfbjargar. Hún
hélt ýmsu í skefjum, og skal það ekki af henni haft. Innflutningi
nauðsynjavara hélt hún í skefjum og atvinnu verkamannsins. Hvers
konar framkvæmdum hélt hún líka í skefjum — yfirleitt öllu, nema
skuldasöfnun ríkisins. Og grundvöllurinn, sem hún er sögð hafa
lagt að „stórfelldum umbótum í atvinnumálum“ fólst m. a. í því,
að lögsækja og sekta eina útgerðarmanninn, sem leyfði sér að flytja
inn eina síipið, sem kom til landsins á valdaárum hennar, fyrir að
gera slíka óhæfu án leyfis stjórnarvalda!
Einn af forustumönnum Framsóknarflokksins kvað eitt sinn svo
að orði, er hann deildi við forustumann úr liði Krata, að stefna Al-
þýðuflokksins væri „stefna hinna tómu búða“. Hinn svaraði því
til, að stefna Framsóknarflokksins væri þá „stefna hinnar tómu
pyngju“. Báðir hafa þeir mikið til síns máls. Og nú á að slengj i
saman þessum tveim stefnum og marka sameiginlega stefnu til að
bjarga efnahagslífinu í landinu. Þessi stefna, sem nú er í senn stefna
hinna tómu búða og hinnar tómu pyngju, er nú boðuð af miklum
krafti á „glæsilegum" kjósendafundum út til stranda og upp til
dala. En þar er jafnframt forðast að minnast á framkvæmdirnar,
»Tíminn« heldur dfram að skamma
Eystein Jónsson
Hvers á maðurinn að gjalda, sem
verið heíir íjármálaráðheira
Framsóknar í sjö ár
Þeim fyrrverandi kjósendum
Framsóknarflokksins fjölgar frá
degi til dags, sem gefast upp við
að skilja „pólitíkina“ í Tímanum.
Skrif blaðsins virðast nú miða
einna helzt að því að rífa allt nið-
ur til grunna, sem blaðið hefir
áður haldið fram varðandi lands-
málin. í nær því hverju einasta
tölublaði er lesendum boðið upp
á slíkan málflutning, að ekki er
öðru líkt en að ritstjórarnir séu
báðir, þótt undarlegt megi virð-
ast, ráðnir í að forða öllum
greindari hluta þjóðarinnar frá
því að kjósa Framsóknarmad-
dömuna eða vinnumann hennar,
við næstu kosningar.
Sérhagsmunamaður
„Tímans".
Á undanförnum árum hefir
„Tíminn“ verið í hinum mestu
vandræðum með að finna nógu
hástemmd lýsingarorð til þess að
hrósa fjármálaspeki Eysteins
Jónssonar og stjórn hans á fjár-
málum landsins. Góð afkoma rík-
issjóðs á undanförnum árum á að
vera Eysteini Jónssyni einum að
þakka. í því sambandi hefir „Tím
inn“ slegið striki yfir allan inn-
flutninginn og hinar miklu fram-
kvæmdir í landinu, sem hafa veitt
ríkissjóði tekjurnar. Nei, á það
má ekki minnast. Það er Eysteinn
Jónsson, sem hefir búið til allar
milljónirnar, því hafa lesendur
„Tímans“ átt að trúa.
En nú kveður við annan tón í
blessuðum „Tímanum“. Það er
ekki lengur skrifað um blómlegan
fjárhag — heldur fjárhagslegt
hrun og fjármálaöngþveiti. Það
má ekki lengur minna á tekjuaf-
ganginn og allar milljónirnar,
sem atvinnuvegirnir hafa fengið
til uppbyggingar. í forsíðugrein
24. maí fjallar blaðið um nauð-
syn þess að koma á vinstri stjórn:
en knésetja um leið sérhags-
munamennina, sem ráðið hafa
efnahagsmálum þjóðarinnar uin
langt skeið með þeim afleiðing-
um, sem nú blasa við hvers manns
auga.“
Þá er aumingja Eysteinn allt í
einu orðinn sérhagsmunamaður,
einn allra frómasti maður Fram-
sóknarflokksins. Hvað skyldi þá
verða sagt um aðra framámenn
flokksins eins og Hermann og
Vilhjálm Þór? Eða vill blaðið
halda því fram, að sá maðurinn,
sem gegnt hefir óslitið embætti
fjármálaráðherra siðustu sjö árin
hafi ekki átt einn allra drýgsta
þáttinn í að marka stefnuna í
efnahagsmálunum. Hvaða maður
annarr skyldi fremur hafa gert
það?
Oll skrif „,Tímans um fjár-
hagslegt hrun og efnahagslegt
öngþveiti ákœra engan mann
frekar en Eystein Jónsson, for-
mann þingflokks Framsóknar-
manna, sem gegnt hejir fjár-
málaráðherraembœtti síðustu
sjo ann.
.*___
GÓÐIR TÓNLISTAR-
GESTIR VÆNTANLEGIR
TIL BÆJARINS UM
NÆSTU HELGI
Um næstu helgi eru 11 tónlist-
armenn úr Symfóníuhljómsveit
Bostonar væntanlegir hingað til
bæjarins, en nefnd hljómsveit er
talin önnur af tveimur beztu
symfóníuhljómsveitum Bandaríkj
anna. Eru ellefumenningarnir all-
ir þekktir og færir meðlimir
hennar. Er þetta kvintett á blást-
urshljóðfæri og strengjakvartett
auk píanó- og klarinettleikara,
sem hvort tveggja eru einleikar
ar.
Hljómsveit þessi mun leika hér
n. k. mánudagskvöld fyrir styrkt
armeðlimi Tónlistarfélags Akur-
eyrar, en síðan hyggst hún leika
á Húsavík og Siglufirði, ef kring-
umstæður leyfa, og væntanlega í
Hafnarfirði.
_________
Það er ómannúðlegt og varðar
við lög að skjóta fugl, sem sil-
ur uppi í fugtabjörgum. .
Dýraverndunarfél. íslands.
Það varðar sektum að þeyta
hljóðpípur skipa við fuglabjörg
um varptímann.
, Dýraverndnnarfél. íslands.
síðan valdaferli þessara „tómthúsmanna“ lauk, því að þær hefjast
fyrst með tilkomu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Boðskapur
Hræðslubandalagsins er því þessi í dag: Nú er nóg komið með
framfarirnar. Hingað og ekki lengra, drengir mínir. Hverfum nú
aftur í tímann og beitum aðferðum okkar frá árunum 1934—39 til
að „leysa efnahagsmálin" og leiða þjóð vora inn í þá Paradís, er
íún þá varð að yfirgefa um skeið.
Hvílíkur fagnaðarboðskapur og fyrirheit!
Sjötugur:
Nrarínn Rr. Edjdrn
bóndi að Tjörn í Svarfaðardal
varð sjötugur s. 1. laugardag, 26.
maí.
Hann er borinn og barnfæddur
að Tjörn, sonur Kristjáns Eld-
járns Þórarinssonar prests og
konu hans Petrínu Hjörleifsdótt-
ur, og hefir alið þar aldur sinn
allan, nema meðan hann stundaði
nám í Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar og á lýðháskólanum í Voss.
Jafnframt því sem Þórarinn bjó
myndarbúi að Tjöm var hann
barnakennari héraðsins full 40
ár, hreppstjóri og sýslunefndar-
maður, og gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum öðrum fyrir
Svarfdælinga. Hann hefir setið í
stjórn Kaupfélags Eyfirðinga um
nær tvo tugi ára, og er nú for-
maður stjórnarinnar. Þá hefir
hann verið í framboði til Alþing-
is á lista Framsóknarflokksins i
Eyj afj arðarsýslu.
Þórarinn á Tjörn hefir ætið not
ið trausts og vinsælda í sinni ætt-
arbyggð og langt út fyrir hana.
Oll störf sín hefir hann unnið af
skyldurækni og trúmennsku, og í
kennslustarfi sínu hefir hann kom-
ið íjölmörgum ungmennum til
menningar og þroska. Hann hefir
aldrei sótzt eftir mannvirðingum,
en menntar hans og mannkosta
hefir hérað hans samt sem áður
notið í ríkum mæli heima og
heiman.
Borgarbíó mun taka til sýningar f
þessari viku stórinyndina OrSið eftir
leikriti Kaj Munks. Leikstjóri er Carl
Th. Drayer. Fólki er bent á að draga
ekki að sjá þessa mynd, sem taiin er
stórkostlegt listaverk. Blaðaummæli um
hana eru þannig: „Maður verður hljóð-
ur af aðdáun og lotningu andspænis
öðru eins listaverki og þessu.“ (Aften-
bladet.) „Áhrifamesta, trúarleg áróð-
ursmynd, sem sýnd hefir verið, mynd á
heimsmælikvarða.“ (Politiken.) „Full-
komið listaverk, sem ekki er liáð tíma
nó rúmi.“ (Jyllands Posten.) íslenzkur
Bkýringatexti er á myndinni og gefur
henni aukið gildi fyrir okkur.
Auglýsið í íslendingi