Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 06.06.1956, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.06.1956, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR MiSvikudagur 6. júní 1956 Kemur út hvern miðvikudag. Útgeíandi: Útgálufélag tslendinga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðbla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. PrentsmiHja Björns Jónssonar h.f. Sjálfsvirðing af skornum skammti Formaður Framsóknarflokksins, sem talinn er upphafsmaður að hinum ófagra skollaleik í varnarmálunum, sem sett hefir blett á íslenzku þjóðina út um allan heim, skrifar grein í Tímann 30. maí, er ber yfirskriftina: „Sjálfsákvörðunarréttur og sjálfsvirðing.“ Ræðir hann þar í all-löngu máli kosningabrellu Hræðslubandalags- ins í sambandi við varnarmálin. Þrátt fyrir það reykský, sem Hræðslubandalagið hefir þyrlað upp um afstöðu einstakra flokka til dvalar varnarliðsins á íslandi, er það enn óvefengt, að íslend- ingar hafa fullan sjálfsákvörðunarrétt um, hvort þeir hafi varnir í landinu eða ekki. Á næstsíðasta Alþingi fluttu þingmenn úr hópi Sjálfstæðismanna þingsályktunartillögu, þar sem farið var fram á, að þegar yrðu gerðar ráðstafanir til, að Islendingar væru látnir læra meðferð ýmissa tækja, er varnarliðið hefði komið fyrir hér á landi, gæzlu ratsjárstöðva, flugvalla o. s. frv., svo að við yrðum ekki varbúnir að leysa hina erlendu menn af hólmi, er okkur þætti tími til kom- inn að gefa þeim heimfararleyfi. Þessari ályktun tók utanríkisráð- herra illa, og þá að sjálfsögðu flokkur hans um leið. í lok siðasta Alþingis gerast svo þau undur, sem öllum lands- mönnum er kunnugt orðið, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn bera fram ályktun þess efnis, að þegar skuli varnar- samningnum sagt upp. Tilgangurinn með þessari ályktun, sem ekki hafði verið borin undir þá ríkisstjórn, sem undanfarin 3 ár hefir haft fulla samstöðu í varnarmálunum, var augljóslega sá, að slæva mátt Þjóðvarnarflokksins vegna fyrirhugaðra kosninga. — Sjálfstæðisflokkurinn neitaði að vera með í þessum leik, vegna þess að þar var gengið fram hjá 7. grein varnarsamningsins. sem gerir ráð fyrir, að áður en samningnum sé sagt formlega upp, skuli leitað álits Atlanzhafsráðsins um friðarhorfur í heiminum. En með tilstilli Þjóðvarnarflokksins og kommúnista tókst að koma fram á Alþingi samþykkt um brot á herverndarsamningnum. Til- raun Sjálfstæðisflokksins til að bjarga heiðri Alþingis og bjóðar- innar svara síðan Hræðslubandalagsblöðin með þeirri fullyrðingu, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki aðeins fylgjandi „ævarandi her- setu“ á íslandi, heldur vilji hann og láta „hershöfðingja“ Banda- ríkjanna ráða því, hvort hér sé varnarlið eða ekki! Til þess að reyna að ná sterkari aðstöðu á Alþingi en fyrr, þrátt fyrir hrynjandi fylgi, nota Hræðslubandalagsflokkarnir öll hugsanleg og óhugsanleg meðul. Allir þekkja nú, með hvaða að- ferðum þeir reyna að heyja sér meiri hluta þingliðs út á þriðjung þjóðarfylgis. Atkvæðabraskið er þó smámunir einir hjá þeirri fram- annefndu aðferð, að brjóta milliríkjasamning og baka þjóðinni með því hneisu. Hermann Jónasson segir í áður áminnstri grein: „Eg dreg það ekki í efa, að Bandaríkin haldi gerða samn- inga og fari héðan, þegar uppsagnarfresturinn er liðinn. Þau hafa yfirleitt haldið milliríkjasamninga, og munu eins gera það hér.“ Já, við skulum vona, að þau geri það líka hér, þrátt fyrir að meirihluti Alþingis hafi samþykkt í augnabliksfljótræði kosninga- sóttarinnar að smeygja sér undan einu ákvæði varnarsamningsins. En það er ekki rétt af formanni Framsóknarflokksins að nota orð- ið „sjálfsvirðing“ meira en þörf er á, fám vikum eftir að flokkur hans kastaði henni fyrir borð á Alþingi fyrir vonina í nokkur hundruð átkvæðum í kosningunum 24. júní. Flokkur, sem hefir „sjálfsvirðingu“ af svo skornum skammti sem Framsóknarflokk- urinn, þarf ekki að gera sér vonir um að njóta virðingar annarra, hvorki heima né heiman. Hvað kemur næst? „Nú er Degi mínum brugðið“, sagði kunnur Framsóknarmaður, er hann las „stjórnmálaþátt“ síðasta Dags, þar sem m. a. er svo að orði kveðið: „Þegar kom að því, að tímabært var að gera fullan skilnað við Dani, komu vomur á Sjálfstæðisflokkinn og dálitlar kjarkleysis viprur, en hann herti sig upp og varð með. Mætti segja, að hann hafi þorað heldur að vera með en á móti,“ Fnlltriíi Krata í Landskjör- stjörn svarar frambjöðanda Krata á Akureyri Frambjóðandi Hræðslubanda-algert kosningabandalag tveggja | kjördæmi og landslista flokks síns lagsins á Akureyri ritaði í síðustu stjórnmálaflokka, sem fengi sér í kosningum og getur því eftir at- viku grein í Alþýðumanninn og úthlutað uppbótarþingsætum í, vikum, en með þeim fyrirvara, Dag um kæru fulltrúa Sjálfstæð- tvennu lagi, býður því heim, að sem að framan greinir, fallizt á, flokksins til landskjörstjórnar yfir hagrætt sé framboðum og fram: að báðir landslistar fái að vera í kosningasvindli Framsóknar- og bjóðendum víxlað með tilliti til kjöri, hvor merktur sínum flokki. Alþýðuflokksins. Taldi hann kær- þess, að bandalagsflokkunum j Hér er jafnframt haft í huga að una fráleita og fj arstæðukennda hþimtist fleiri uppbótarþingsæti girða ekki á neinn hátt fyrir það, og ekkert athugavert við atkvæða- en þeim að réttu ber, og þá brask Hræðslubandalagsins. Hér fer á eftir álit fulltrúa Al- þýðuflokksins í landskjörstjórn, Vilmundar Jónssonar landslækn-' lagi því, sem hér um ræðir, en málinu. á að hið æðsta úrskurðarvald um kosningamálefni, Alþingi, fái að fullu notið sín, ef því sýndist að kostnað annarra flokka. Er vitað, að hvoru tveggja þessu er nú op- inberlega beitt af kosningabanda-' ógilda gerðir landskjörstjórnar is, á kosningabraski Framsóknar og Krata: Um er að ræða tvo landslista sinn frá hvorum stjórnmálaflokki, Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki. Báðir flokkar eru í algeru kosningabandalagi, sem stofnað er til af réttum fyrirsvarsaðilum flokkanna samkvæmt einróma samþykktum flokksþings beggja flokka. Báðir flokkar hafa full- komna samstöðu í kosningunum, sem einn flokkur væri, kosningar- lega séð. Kosningabandalag er þekkt kosningalagahugtak og táknar meiri eða minni samstöðu tveggja eða fleiri flokka í kosningum, þeim til sameiginlegs eða gagn- kvæms framdráttar. Eru kosninga bandalög heimiluð í kosningalög- um ýmissa landa og með ýmsu móti, en þá auðvitað háð ákveðn- um skilyrðum og reglum. í ís- lenzkum kosningalögum eru enn engin ákvæði, sem lúta að kosn- ingabandalögum, og hefur lög- gjafanum láðst að gera ráð fyrir þeim. Engu að síður hefur hér verið stofnað til svo víðtæks og algers kosningabandalags tveggja stjórn mélaflokka, sem orðið getur, en eigi slikt oð viðgangast, ón þess að það sé nokkrum skilyrðum bundið eða reglum hóð, er viðbúið oð það raski hinu löghelgaða kosningakerfi og þé sérstaklega að því er tekur til úthlutunar uppbótarþingsæta, þannig að með engu móti verði komið við að haga þeirri úthlutun samkvæmt skýlausum fyrirmælum stjórnarskrór og kosningalaga um, að uppbótarþingsætum skuli úthluta til jöfnunar milli þing- flokka. Nægir að vitna til þess, að slíkt miklu meiri brögð geta verið að slíku en nokkur leið er að hafa reiður á. Landskjörstjórn hlýtur að telja sér skylt að holda vörð um þau fyrirmæli stjórnarskrór og kosn- ingolcga, svo og anda þeirra fyrirmæla og tilgang, að uppbót- arþingsætum verði úthlutað til raunhæfrar jöfnunar milli þing- flokka, en vegna hins olgera kosn ingabandalags Alþýðuflokks og Framsóknarflokks fær hún ekki séð, að það megi verða með öðru móti en þvi, að uppbótarþingsæt- um verði úthlutað í einu lagi til bcggja bandalagsfiokka. Fyrir því úrskurðast: 1) Landslisti Alþýðuflokks og Framsóknarflokks skulu tekn- ir gildir til kjörs og merkjast samkvæmt því. 2) Engu síður áskilur landskjör- stjórn sér, þegar til úthlutun- ar uppbótarþingsæta kemur, að úthluta í einu lagi uppbót- arþingsætum til Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Þetta var álit Vihnundar Jóns- sonar á verknaði hræddu flokk- anna með stofnun Hræðslubanda- ! lagsins, sem frambjóðandi þess Hins vegar telur landskjörstjórn hér í bæ sagði á kjósendafundi í sér einnig skylt að taka tillit til Nýja Bíó, að væri „byggt á ó- þess réttar kjósenda að fá að vefengjanlegum lýðræðisregl- velja á milli frambjóðenda í um.“ »Endirvflhið íraist«! Viku áður en flokksþing Fram- sóknarmanna kom saman í vetur, skrifaði Alþýðumaðurinn grein- arkorn um myndun „umbóta- stjórnar“, og segir þar við Fram sóknarflokkinn: ,,— — flokkurinn ó margl vangerf ó þingi sínu. Hann ber o\ sinum hluta óbyrgðina ó þeirri stjórnarstefnu, sem í huga alls þjóðarinnar hefir nú hlotið algert skipbrot. Fyrir flokknum liggur því að reyna ó ný að endurvekja það traust, sem hann hefir glatað meðal fylgjenda sinna, en auk þess að vinna traust annarra flokka til samstarfs um myndun umbótasinnaðrar ríkisstjórnar." Framsóknarflokkurinn virðisl hafa tekið þessi heilræði Braga alvarlega, enda tókst honum með Ekki vitum vér, hvort færa á þetta óráðshjal á reikning unggæð- ingsháttar stjórnmálaritstjórans eða fávitaháttar, en honum skal vinsamlegast á það bent, að Hræðslubandalaginu gæti orðið það óþægilegt, ef farið væri að gera upp reikninga flokkanna í skiln- aðarmálinu við Dani, rifja upp afstöðu „undanhaldsmanna“ og gera samanburð á framkomu forustumanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í því máli, — að ekki sé talað um Alþýðufl. Við bíðum með þá upprifjun þangað til næsta blað af Degi kemur með nýjustu fréttirnar, sem reikna má með að verði eitthvað á þá leið, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji láta afhenda Dönum handritin! Sennilega hefir stjórnmálaritstjórinn með þessum óráðsskrifum verið að undirstrika þá staðhæfingu sína í svari til Hjartar E. Þór- arinssonar 25. maí, að það muni „almennt viðurkennt, að Dagur sé blaða vandaðast að heimildum og fréttaflutningi“! samþykktum og ályktunum þings- ins að vinna traust hægri deildar Alþýðuflokksins, forstjóranna, prófessoranna, sýslumannanna o. s. frv. Hann reyndi líka að vinna traust Þjóðvarnarmanna og kommúnista með röggsamlegri á lyktun í varnarmálunum, en upp- skeran varð minni en til var stofnað. Mjög mikill uggur er nú í forustuliði Framsóknarflokks- ins„ um að flokkurinn tapi úr riðli sínum álíka mörgum atkvæð um og embættismennirnir úr hægra armi Alþýðuflokksins leggja Hræðslubandalaginu til. Prentkostnaður hækkar. Um s. 1. mánaðamót gengu í gildi nýir kjarasamningar við prentara, bókbindara og prent- myndasmiði. Hækka grunnlaun prentára um 3% og vinnutími styttist, þannig að þeir fá frí hálfan laugardaginn í apríl og milli 15. og 30. sept. Samsvar- andi hækkanir og vinnutíma- styttingu fengu hinar stéttirnar einnig. Þessir nýju kjarasamningar hafa óhjákvæmilega í för með sér hækkaðan prentunarkostnað, I enda hafa dagblöðin í Reykjavík þegar hækkað auglýsingaverð. — ! Búast má við, að vikublöðin komist ekki hjá slíkri hækkun ' innan skamms.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.