Íslendingur


Íslendingur - 17.05.1957, Blaðsíða 2

Íslendingur - 17.05.1957, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Föstudagur 17. maí 1957 A 2 Stjórnmálaályktnn formannaráðstefnu Hin síðari ár liafa fslendingar sótt fram til frelsis og frama á flestum sviðum með meiri hraða en dcemi eru tíl í sögu þjóðarinn- ar. Allt þetta framjaratímabil hefur Sjáljstœðisflokkurinn verið á- hrifaríkasta aflið í þjóðfélaginu og á þessu tímabili hefur tekizt m. a.: 1. Að leiða sjálfstœðismálið til lykta með stofnun íslenzka lýð- veldisins. 2. Að halda þannig á utanríkismálum með aðild ■að alþjóð- legum samtökum og með samvinnu við vestrœnar lýðrœðis- þjóðir, að þjóðin hafi aflað sér virðingar, trausts og vinsœlda þeirra á meðal. 3. Að auka svo verklegar framkvœmdir í landinu, að engin sambœrileg dœmi eru áður til á því sviði. Er þar m. a. um að rœða rœktunarframkvœmdir, samgöngubœtur, liúsbygg- ingar, virkjun fallvatna, hagnýtingu jarðhita, aukningu fiski- og kaupskipaflotans, öflun nýtízku flugflota, marghliða iðn- vœðingu og vélvœðingu landbúnaðarins. 4. Að efla margvíslegar menningarlegar og félagslegar fram- farir í landinu, svo sem með fullkominni tryggingalöggjöf, byggingu sjúkrahúsa og aukinni heilsuvernd, skipulögðu skólakerfi, byggingu skóla og félagsheimila. 5. Að auka verulega friðun fiskimiðanna umhverfis landið. Sjálfstœðisflokkurinn byggir nú sem fyrr starf sitt á þeirri þjóð- málastefnu, að eignaréttur og athafnafrelsi einstaklinganna og félaga þeirra sé líklegast til þess að skapa hagsœld og vellíðan alþjóðar og lítur svo á, að ofstjórn, ofsköttun og óeðlileg höft í viðskipta- og atvinnulífi þjóðarinnar sé niðurdrep fyrir atvinnuvegi hennar og velmegun. En Sjálfstœðisflokkurinn tekur nú eklci þátt í ríkisstjórn. Sú breyting, sem orðin er á stjórnarháttum nú, er þó ekki vegna fylgis- rýrnunar flokksins, því að hann hlaut 35 þúsund atkvæði við síð- ustu alþingiskosningar og er enn sem fyrr lang sterkasta stjórnmála- aflið á íslandi, enda sýndu úrslit kosninganna mjög vaxandi fylgi flokksins, þar sem atkvœðahlutjall hans óx úr 37.1% upp í 42.3%. Eitt aðalverkefni hinnar nýju stjórnar átti að vera það að fram- kvœma ályktun Alþingis um broltrekstur varnarliðsins frá landinu. Svo sem hinn 12. Landsfundur Sjálfstœðisflokksins vorið 1956 lýsti yfir, var sú ályktun frá upphafi óhyggileg, þar sem áhvörðunin var gerð fyrst og athugun málsins átti að fara fram síðar. Raunin hejur og orðið sú, að eitt lielzta viðfangsefni ríldsstjórnarinnar hefur verið að koma sér undan framkvœmd ályktunarinnar og firra landið af- leiðingum þess álitshnekkis, sem af samþykkt hennar leiddi. Þetta hefur orðið þeim mun örðugra sem lieildarstefna ríkisstjórnarinnar um lausn þessa meginmáls virðist algjörlega á reiki og er falin bak við orðalag, sem segir ekki neitt og hver getur túlkað, eins og hann helzt vill. Annað höfuðverkefni ríkisstjórnarinnar var sagt vera varanleg lausn efnahagsvandamálanna. Sjálfstœðismenn bentu á það fyrir kosningarnar, að í þessum efnum vœri elckert töframeðal til, en for- senda jafnvœgis í efnaliagsmálunum og stöðugs verðlags vœri sú, að almenningur hefði áttað sig á þeim atriðum, sem hér skipta megin- máli. í ályktun Landsfundar var rakið, að raunverulegar kjarabœtur fengjust ekki með kapphlaupi launa og vöruverðs, lieldur með fram- leiðsluaukningu, hagstœðum viðskiptakjörum og nauðsynlegu jafn- vægi í efnahagsmálum. Fundurinn benti á, að því samstarfi, sem ó- hjákvœmilegt vœri til frambúðarlausnar, yrði ekki náð nema með sterkri forystu ríkisvaldsins og öflugum samtöhum almennings, m. a. í verkalýðshreyfingunni og öðrum stéttarfélagsskap. Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjúlfstœðisflokk- inn vegna þess, að hann taldi sig ekki geta leyst efnahagsmálin með Sjálfstœðisflokknum. Framsóknarmenn fordœmdu öll bráða- birgða-úrrœði en hétu varanlegri lausn efnahagsmálanna eftir nýj- um leiðum. Svo sem nógsamlega er kunnugt, hefur raunin orðið sú, að nú hefur verið farið enn lengra en nokkru sinni fyrr í að leysa málin með algerum bráðabirgða-úrræðum, hœlckun skatta og milli- greiðslna, og almenningi á þann veg íþyngt án þess að upp fengist bœtt með vísitöluhœkkun, enda munu með þcssum ráðstöfunum vera úr sögunni hinar svokolluðu kjarabætur, sem knúnar voru fram með verkfallinu mikla vorið 1955. N|álf§tæði§flokk§ins Auðvitað verður að tryggja starfrœkslu höfuðalvinnuvega þjóð- arinnar, en þegar til slíkra ráða er gripið, sem gert var í vetur, verða þau að hvíla á greinargerðum um raunverulega þörf atvinnu- veganna og hvernig verja skuli hintim gífurlegu álögum. Alls þessa var vant, en í stað þess virðist málum hafa verið ráðið til lylcta með lauslegum samningum við stjórn Alþýðusambands íslands og að noklcru við hluta atvinnurekenda. Síðan var Alþingi œtlað að lög- gilda þessar ákvarðanir athugunarlaust. Enn er ekki til fulls vitað hvað í þessum samningum fólst, þó að álöguþunginn sé nú óðum að leggjast á almenning. Stjórn Alþýðu- sambands Islands hefur hins vegar tekið sér úrskurðarvald um, hversu lengi ríkisstjórninni skuli veita „starfsfrið“ og telur, að svo sé rétt að gera enn um sinn. Sjálf hefur ríkisstjórnin þó á síðustu mánuðum átt hlut að síhœkkandi kaupgreiðslum hjá ýmsum aðilum og stundum greitt fyrir hœkkunum með sérstökum stjórnarráðstöf- unum, svo sem gjaldeyrisfríðindum. Því fer þess vegna fjarri, að fengizt hafi nokkur lausn efnahags- málanna, ekki einu sinni til bráðabirgða, hvað þá til frambúðar. Þau mál eru nú í meira öngþveiti en nokkru sinni fyrr, en efldur hefur verið til úrslitaráða í þjóðfélaginu lítill hópur, sem ekki er háður stjórnlögum ríkisins og engin trygging er fyrir að lúti regl- um lýðrœðisins. Af þessari óheillabraut verður að hverfa. Alþingi og alþingis- kjósendur verða að halda hinum œðstu völdum, sem stjórnarskrá lýðveldisins og réttar lýðrœðisreglur œtla þeim. Verlcalýðsfélögin og önnur stéttajélög ber að styrkja til þess að sinna sínum stétta- málefnum og öll þjóðholl öfl verða að sameinast um að útrýma það- an stjórnmáladeilum og hindra, að lítill hópur geti misnotað þessi samtök almennings. Þriðja formannaráðstefna Sjálfstœðisflokksins telur að halda beri uppi öflugri frœðslu um þau meginatriði efnahagslífsins, sem hag- sœld almennings er komin undir og gœta beri þess að leggja engar kvaðir á nema ýtarleg grein sé gerð fyrir nauðsyn þeirra og í hvaða skyni þœr séu á lagðar. Formannaráðstefnan leggur mcgináherzlu á eftirfarandi: 1. Ilaldið verði áfram uppbyggingu atvinnulífsins í öllum lands- hlulum. Aflað verði erlends fjármagns til bygginga stóriðju- fyrirtœkja og vatnsaflið hagnýtt til þess að auka út- flutninginn og treysta afkomugrundvöll þjóðarinnar. Jafn- framt verði unnið að því að auka þátttöku landsmanna í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði og tryggja þessum at- vinnugreinum sem jullkomnust tœki. — Lokið verði fram- kvœmd rafvæðingaráœtlunarinnar í þágu sveita og kaup- staða. 2. Heilbrigður rekstur atvinnutœkjanna verði tryggður með sköpun jafnvægis í efnaliagslífinu á grundvelli viðskipta- og athafnafrelsis og aukningu framleiðslunnar. 3. Haldið verði áfram stöðugri sókn fyrir aukinni vernd fiski- miðanna. 4. Stjórnarskrá og kosningalöggjöf verði endurskoðuð með það fyrir augum að tryggja þjóðinni lýðrœðislega skipun lög- gjafarsamkomu hennar og hindra að reglur stjórnskipunar- laga um kosningar og kjördæmaskipun séu sniðgengnar og misnotaðar. 5. Haldið verði áfram öflugum stuðningi við umbœtur í hús- nœðismálum landsmanna og stuðlað að sparifjármyndun og almennnum sparnaði, sem geri lánastofnunum kleift að taka virkan þátt í heilbrigðri veðlánastarfsemi til íbúðarhúsa- bygginga. 6. íslendingar hafi nána samvinnu við hinar veslrœnu lýðrœð- isþjóðir um tryggingu síns eigin sjálfstœðis og öryggis, og varðveizlu friðar og öryggis í heiminum. Formannaráðstefnan treystir Sjálfstœðismönnum um land allt til að ejla samtök sín og herða baráttuna fyrir sigri Sjálfstœðisflokks- ins, svo að hann geti enn að nýju markað stefnu þjóðarinnar til frelsis, hagsœldar, friðar og öryggis. Vinahæjaferð til Danmerkar Norræna félagið gengst fyrir hópferð fyrir fólk á aldrinum 17 —20 ára til Danmerkur í sumar. Farið verður út með m.s. Heklu 22. júní til Kaupmannahafnar með viðkomu í Þórshöfn í Fær- eyjum og í Bergen og komið til Kaupmannahafnar 27. júní. Heim verður farið með „Dronning Al- exandrine“ 27. júlí og komið til Reykjavíkur 2. ágúst. Dvalið verður í Danmörku mánaðartíma. Þátttakendur dvelja fyrst 3 daga í Kaupmanna- höfn, gista á farfuglaheimili, skoða m.a. Glypotekið, Rosen- borg Slot, National Museum, eyða einu kvöldi á Cirkus Schumann og öðru í Tívolí. Sunnudaginn 30. júlí verður svo farið til Hindsgavl-hallarinn- ar á Fjóni, en það er félagsheim- ili Norræna félagsins í Dan- mörku. Dagana 30. júní til 7. júlí er þar norrænt æskulýðsmót með þáttakendum frá öllum Norðurlöndum. Eftir vikudvöl á Fjóni verður svo farið til Sjálands og dvalið um það bil 2 vikur á Köbmands- hvile-Iýðháskólanum við Rung- sted skammt fyrir norðan Kaup- mannahöfn. Frá skólanum eru að- eins Oresund. Að lokinni döl á Köbmands- hvile Höjskole dreifist svo hóp- urinn til danskra borga og bæja, sem eru í vinabæjatengslum við íslenzka bæi og munu þátttakend- ur dvelja þar á einkaheimilum um vikutíma. Að lokum verður svo dvalið 1 —2 sólarhringa í Kaupmanna- höfn áður en haldið verður heim- leiðis. Tuttugu piltum og stúlkum á aldrinum 17—20 ára er boðin þátttaka og hverri félagsdeild Norræna félagsins er gefinn kost- ur á að velja einn þátttakanda, sem þannig verður gestur um vikutíma í dönskum vinabæ þess bæjar eða byggðarlags, sem hann er fulltrúi fyrir. — Sex til átta Reykvíkingum er boðin þátttaka og skulu umsóknir ásamt með- mælum og upplýsingum um kunn- áttu í Norðurlandamálum hafa borizt Norræna félaginu (Box 912) fyrir 20. maí næstkomandi. Kostnaður mun verða alls um 3.700.00 kr. fyrir hvern þátttak- anda, þar með talin öll ferðalög og mánaðardvöl í Danmörku. Steindór Steindórsson, Munka- þverárstræti 40, gefur nánari upplýsingar. Léreftstuskur Kaupum hreinar léreft»tuikur. Prentsmiðja Björns Jónssonar hf.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.