Íslendingur


Íslendingur - 17.05.1957, Qupperneq 6

Íslendingur - 17.05.1957, Qupperneq 6
6 ÍSLENDINGUR FÖstudagur 17. maí 1957 Vormót í frjólsum íþróttum. fór fram um síðustu helgi, og sá F.R.A. (Frjálsíþróttaráð Akur- eyrar) um mótið. Fjögur félög tóku þátt í mótinu: Knattspyrnu- félag Akureyrar, íþróttafélag Menntaskólans, íþróttafélagið Þór og Ungmennasamband Eyja- fjarðar. Keppt var í sjö íþróttagrein- um: 3 köstum, 2 stökkum og 2 hlaupum. Félagar úr UMSE náðu bezta árangri í 5 greinum, KA í einni og Þór í einni. Úrslit urðu þessi: Spjótkast: Ingimar Skjóldal UMSE 49.45 m. Jónatan Sveinsson MA 48.72 — Björn Sveinsson KA 43.96 — Kúluvarp: Þóroddur Jóhannsson UMSE 12.76 m. Jónatan Sveinsson MA 12.19 — Eiríkur Sveinsson KA 11.78 — Kringlukast: Þóroddur Jóhannsson UMSE 36.71 m. Haukur Jónsson UMSE 30.96 — Eiríkur Sveinsson KA 30.63 -- Hástökk: Leifur Tómasson KA 1.65 m. Helgi Haraldsson MA 1.60 — Hörður Jóhannsson UMSE 1.60 — Langstökk: Bragi Hjartarson Þór 5.91 m. Leifur Tómasson KA 5.82 — Hálfdán Helgason KA 5.77 — 800 m. hlaup: Jón Gíslason UMSE 2:04.7 mín. Ottó Tulinius KA 2:08.0 — Matthías Gestsson KA 2:18.6 — 100 m. hlaup: Þóroddur Jóhannsson UMSE 11.5 sek Leifur Tómasson KA 11.7 — Sigurgeir Steingrímsson MA 11.9 — Keppni Akureyringa þjálfað liðið. Bezti maður þess var miðframherjinn. LIÐ AKUREYRINGA. Þýzkur knattspyrnumaður hef- ir undanfarið aeft lið Akureyrar, og biðu því margir þessara leikja með meiri eftirvæntingu en ella. Ekki ber að efa gott starf þjálf- arans, en margir urðu fyrir nokkrum vonbrigðum um leik- tækni og snerpu liðsins, en hins ber þá og að minnast, að þetta eru fyrstu leikir ársins og þar að auki ekki á grasvelli. Liðið stóð sig einnig prýðilega á köflum, en þeir kaflar voru alloft stuttir, á milli féll það saman og svo sem koðnaði niður. Liðsmenn vantar meiri hörku og snerpu. Hins veg- ar ber að geta þess, að í liðinu eru ágætir skotmenn, eins og markatalan gefur raunar til kynna. í seinni leikinn vantaði Tryggva Georgsson og Ragnar Sigtryggsson, og veikti það liðið mjög, og einnig er það höfuð- skaði, að Siguróli getur nú ekki verið í liðinu. — Dómari í þess- um leikjum var Rafn Hjaltalín við ágætan orðstír, eins og vant er, enda af sumum talinn bezti knattspyrnudómari landsins. — Núna um helgina eiga Aukureyr- ingar að hefja baráttuna í ís- landsmótinu. Engu skal spáð um árangurinn, enda óvíst, hverjir geta farið suður, sumir meiddir og aðrir önnum kafnir. Jakob Jakobsson er t. d. að lesa undir stúdentspróf, en ekki verður séð, hvernig iiðið gæti án hans ver- ið. — Eftir á að hyggja: Værí til of mikils mælzt að fá fyrir tíkall- inn sinn prentaða skrá með nöfn- um leikmanna og tölu? Ef ekki eru tök á því, á að minnsta kosti að lesa nöfn liðsmanna upp í há- talara. KA vann Maí-boðhlaupið. Grasgarður Framhald af 1. síðu. því fyrir Akureyri að hefja und- irbúning að því að koma upp grasgarði, og byrja með því að tryggja sér safn Jóns af útlend- um jurtum og runnum, sem marg- ar eru fágætar og mjög verðmæt- ar. Sennilega gæti komið til greina síðarmeir að fjölga sum- um tegundum s.s. runnum og rós- um og selja. Einsfæður skrúðgarður. í bókinni Garðagróður eftir Ingólf Davíðsson og Ingimar Óskarsson (Rvík 1950), er þessa garðs Jóns Rögnvaldssonar lof- samlega minnzt og þá talinn um 25 ára gamall. Segir þar m.a.: „.... mun hann vera alfjöl- skrúðugasti skrúðgarðurinn á landinu. Og auk þess vaxa þar erlendar jurtir, sem hvergi eru hér aitnars staðar í ræktun. Frá þessum stað hafa verið fluttar margar fágætar jurtir á s. 1. ára- tug, bæði til Akureyrar, Reykja- víkur, Hafnarfjarðar o. fl. staða. í garðinum í Fífilgerði munu nú vaxa sem næst 250 fjölærra, er- lendra plöntutegunda, þar af 40 tegundir trjáa og runna. Auk þess eru þar í ræktun innlendar jurtir í tugatali víðs vegar að af landinu.“ Síðan þetta er ritað hefir teg- undafjöldinn mun meira en tvö- faldast og erlend söfn fengið þaðan j urtategundir, sem ekki reyndust fáanlegar annars staðar. Verður því að játa, að hér hefir stjórn Fegrunarfélagsins sýnt af sér röggsemi og framtak, sem hún á fulla virðingu og þökk fyrir. Hitt hefði mátt harma, ef svo merkilegu jurtasafni hefði verið dreift út um hvippinn og hvappinn og að mestu leyti burt úr héraði. Þankabrot... (Framhald af 4. síðu.) Hálfri annarri klukkustund lxöfðu a. m. k. milli 20 og 30 manns eytt frá öðrum störfum í bið, og má nærri geta, hver sóun slíkar biðir eru á vinnuafli, ef við eigum að ganga út og Keflvíkinga. UM síðastliðna helgi kepptu Akureyringar tvisvar við Keflvík- inga í knattspyrnu, fyrri leikur- inn var kl. 5 á laugardag, en hinn síðari kl. 2 á sunnudag. Veður var gott til knattspyrnu, einkum á sunnudaginn. Akureyringum tókst að sigra í báðum leikjun- um, með 6:3 og 2:1. Segja verð- ur þó, að yfirburðir þeirra hafi verið hæpnari en markaLalan gef- ur til kynna. Báðir leikirnir fóru fram á Þórsvellinum, og verður að ætla, að frammistaða Akur- eyringa hefði orðið betri á gras- vellinum. — Keflvíkingar eru vaskir og þolgóðir og héldu stundum uppi löngum sóknarlot- um að marki Akureyringa, en upp við mark voru þeir eitthvað óíar- sælir. í Keflavíkurliðinu var nú hinn kunni knattspyrnumaður, Hafsteinn Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður, og hefir hann Síðastliðinn laugardag fór fram á hlaupabraut íþróttavangs- ins hið svonefnda maíboðhlaup. ÍMA sá um hlaupið, en í því tóku þátt fjögur félög: ÍMA, KA, UMSE og Þór. Hlaup þetta er alls 1600 metr- ar, og skipa hverja hlaupasveit 10 menn, er hlaupa allt fr^ 100 í 400 metra vegalengd hver. Úrslit hlaupsins urðu þau, að sveit KA vann. Næ:st henni varð sveit ÍMA. IÐNAÐ/VRMÁL, 1. hefti 4. ár- gangs, fly1 tur grein um skipulagn- ingu í byggingariðnaði eftir Helga Áj rnason, 19 leiðir til auk- innar fr/ rmleiðni, greinar um eld- hús og hagræðingu, hraðfrysti- iðnað, lækkun hitakostnaðar og margt fleira. Skýrt er frá starf- semi IJ /ISÍ 1956 og starfsmanna- skiptun i hjá stofnuninni. Margar góðar myndir prýða rit þetta. frá, að tíminn sé líka peningar. ÞAÐ ER MIKILS VIRÐI aö eiga fallegar og góðar flugfreyjur og ör- ugga flugmenn. En þaS þarf meira til, ef tala á um góSa þjónustu flugfélaga. Langar biSir, þar sem mínúturnar verSa bíðandanum að klukkustundum, mega ekki eiga sér stað, og ef þær cru óhjákvæmilegar, á að gefa þeim sem bíða skýringar á þeim óumbeðið." Tunauðeymsla id Ah.? Nýlega var samþykkt á alþingi frumvarp um Tunnuverksmiðj- ur ríkisins, þar .sem gert er ráð fyrir heimild ríkisstjórnarinnar til að láta byggja tunnuskýli við tunnuverksmiðjuna á Akureyri og taka allt að 5 millj. kr. lán til þess og endurbóta á verksmiðj- unni. Flutningsmenn frv. voru Friðjón Skarphéðinsson, Björn Jónsson og Bernharð Stefánsson. Emkólum Muireyrar slitii Nær 1 þúsund börn sækja skólann. Barnaskóla Akureyrar var slit- ið laugardaginn 11. maí að við- stöddum mörgum gestum. Skóla- stjóri, Hannes J. Magnússon flutti skýrslu um störf skólans á skólaárinu og ávarpaði síðan hina brautskráðu nemendur. Heilsufar hafði verið slæmt fyrri hluta vetrar, en með af- brigðum gott síðari hluta skóla- ársins. Ljósböð fengu 262 börn og öllum var gefið A og D víta- mín í töflum allan veturinn. Tannskemmdir voru miklar að vanda, og aðeins 139 börn höfðu allar tennur heilar. Tannlækn- ingastofa skólans er opin 4 stund- ir á dag. Oddeyrarskóli í byggingu. Skráð voru í skólann 973 börn, er skiptust í 37 deildir. Leigja varð húsnæði utan skól- ans fyrir 5 deildir og alla handa- vinnu stúlkna, vegna þrengsla í skólanum. En verið er nú að byggja nýjan skóla á Oddeyrinni, og standa vonir til, að hann geti tekið til starfa í haust. í smá- barnaskóla þeim, er Hreiðar Stefánsson veitir forstöðu voru 123 börn. I skólann innrituðust í vor tæp 200 börn, en um það bil 140 fara, verður því fjölgun á þessu ári um 60 börn. Erindi fluttu í skólanum Ólaf- ur Ólafsson kristniboði, Vil- hjálmur Einarsson erindreki, og Ólafur Gunnarsson sálfræðingur. Merkjasala á vegum sparifjár- söfnunarinnar varð að þessu sinni 47 þús. krónur. Íþróttalíf. Mikið var um íþróttakappleiki innan skólans á vetrinum. 14. okt. fór fram sundkeppni um Snorrabikar,og tóku þátt í henni 112 börn í 14 sveitum. í febrúar var keppt bæði í skíðagöngu og svigi, og var þar einnig keppt um farandbikara. Og tók fjöldi barna þátt í þessari keppni. í marz fór svo fram keppni í fimleikum drengja og stúlkna, og var keppt um farandbikara. íþróttakennar- ar skólans sáu um öll þessi mót. Norrænn dagur var haldinn í skólanum 30. okt. og var Norð- urlandanna allra minnst þar með allmikilli dagskrá. Minningardagur. Þann 1. febrúar voru liðin 100 ár frá fæðingu Páls J. Árdals kennara og skálds. í lilefni þessa afmælis hafði skólinn boð inni og var Páls minnst þar á margan hátt með ræðum, söng, upplestri og leikþætti. Nokkur hluti þess- arar dagskrár var svo fluttur í barnatíma útvarpsins á annan páskadag. Lestrarstofu skólans, sem opin er 6 stundir í viku, sóttu um 2300 börn. Vorpróf. Hæstu einkunnir á ársprófi hlutu Snjólaug Bragadóttir 9,08, Guðríður Þórhallsdóttir 9,06, Álfhildur Pálsdóttir 9,03 og Guðrún Árnadóttir 9,03. 142 börn þreyttu barnapróf og fengu 13 börn ágætiseinkunn og 90 börn 1. einkunn. Hæsta eink- unn á barnaprófi hlutu þessi börn: Einar Pálsson 9,38, Guð- rún Kristjánsdóttir 9,36 og Sig- ríður Whitt 9,26. Nálega öll börnin höfðu nú lokið sundprófi. Orfá höfðu læknisvottorð, sem leysti þau frá sundnámi og 2 eiga ólokið sund- prófinu. Þessi góði árangur er að þakka hinni nýju sundhöll, en þar hefur nú farið fram sund- kennsla í allan vet,ur. Bókaverðlaun fyrir beztu rit- gerðir við barnapróf, er Bóka- forlag Odds Björnssonar veitir á hverju vori, hlutu þessi börn: Bergþóra Einarsdóttir, Bryn- jólfur Bjarkan og Sigríður Whitt. Bezta einkunnin. Eins og áður segir ávarpaði skólastjóri brautskráða nemend- ur að lokum og lauk máli sínu með þessum orðum: í Orðskviðum Salómons segir: „Varðveit hjarta þitt framar öllu, því að það er uppspretta lífsins." Það er í raun og veru þetta, sem ég hef verið að reyna að segja ykkur. Vondir menn með spillt hjarta og hugarfar, geta aldrei orðið hamingjusamir, þótt þeim gangi annars allt að óskum að ytra útliti. Að vera góður maður er bezta einkunnin, sem nokkur getur fengið. Eg vona, að þá einkunn eigið þið öll skilið bæði nú og ætíð, hvað sem þeim einkunnum líður, er þið hljótið nú við barnapróf. Að lokum þakka ég ykkur langa og góða samvinnu og bið guð að blessa ykkur allar stundir. Húsmæður! Mjólkurís í plastumbúðum 8 orgarAalan /f RÁÐHÚSTORG / ÓÍM! UOO HERBERGI ÓSKAST helzt í norðurhluta bæjar- ins. — Upplýsingar í síma 1790. DÖÐ L U R MÖN DLU R S U CCAT Hafnarbúðin h.f. Sími 1094

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.