Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1957, Blaðsíða 2

Íslendingur - 11.10.1957, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 11. október 1957 ÁDAGSKRÁNNI Þögn um dráttarbrautina — Hvað sagði Lúðvík? Fjármálastjórn Framsóknar — Greiðsluhalli uppskeran. — Hrapalleg mistök. Þögn um dráftarbrautina. Hér í blaðinu hefir oft verið minnst á nauðsynina á að drátt- arbrautin væri stækkuð, og spurzt fyrir um, hvaða horfur væru á að fá lán til framkvæmd- anna. Hafnarnefnd og bæjar- stjórn hafa engu-svarað. Eins og almenningur veit, hef- ir bæjarstjórnin tekið upp 500 Jjús. kr. fjárveitingu til dráttar- brautarinnar og Alþingi sam- Jjykkt að veita einnig 300 þús. kr. til brautarinnar. Með þesum fjár- veitingum báðum hefir því raun- verulega fyrst verið slegið föstu, að stækka eigi brautina. En hvað hefir verið gert til þcss að útvega fé til framkvæmd anna? Bæjarbúar eiga heimtingu á að fó svar við þeirri spurningu. Hvað sagði Lúðvík? Flestir munu vera sammála um, að sjálfsagt sé að koma upp togaradráttarbraut í bænum. Hér á landi er nú aðeins ein dráttar- braut, sem getur annast viðhald togaraflotans og meiriháttar skipaaðgerðir, og hefir hún oft og tíðum ekki undan. Þá er það óheppilegt, að eitt fyrirtæki skuli hafa algera einokun á þessu sviði atvinnulífsins, ekki síður en öðr- um. Eftir stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar að dxma, og öll stóru orðin um uppbyggingu at- vinnulífsins úti ó landi, skyldu menn ætla, að ekki stæði ó henni með að útvega okkur Ak- ureyringum lónsfé til þess að koma togarabrautinni upp. Björn Jónsson mun hafa rætt þetta mól við sjóvarútvegsmólaróðherra, og er hérmeð skorað ó þingmonninn, að hann skýri almenningi í bæn- um fró undirtektum róðherrans. Fjármálastjórn Framsóknarflokksins. Allir muna, að Framsókn hélt því mjög á lofti við síðustu kosn- ingar, að ekki væri unnt að leysa efnahagsmálin og stjórna fjár- málum ríkisins með Sjálfstæðis- flokknum. Ráðherrar hans vildu engan sparnað, og stefndu öllu í voða með gegndarlausum fjár- kröfum til þeirra ráðuneyta, sem þeir stjórnuðu. Ekki hvað sízt af þessari ástæðu yrði fiokk- ur fjármálaráðherrans að slíta stj órnarsamstarf inu. Nú hefir Eysteinn Jónsson ráð- ið ríkjum með kommúnistum í eitt ár. Hann hóf samstarfið í fjármálunum með því að gera kommúnista að formanni fjárveit inganefndar í stað Péturs Otle- sen, sem hafði verið íormaður nefndarinnar við góðan orðstír. Með bróðurlegu samstarfi „sparn aðarráðherrans“ og hins nýja formanns fjárveitinganefndar voru fjárlögin hækkuð um 150.000.000.00 kr. og eru nú að nálgast milljarðinn. Til þess að hafa eitthvað upp í hítina voru lagðar nýjar drápsklyfjar á þjóðina, og munu ísl. stjórnar- völd nú eiga heimsmet í skatt- heimtu. í kjölfar þessara ráðstafana voru stofnuð ótal ný embætti og kostnaður ýmissa stofnana, sem ekki kom inn á fjárlögin, stór- kostlega aukinn. Grciðsluhalli uppskeran. Sjálfstæðismenn á Alþingi vöruðu við stefnu ríkisstjórnar- innar í fjármálunum, en á þá var að sjálfsögðu ekki hlustað af fjármálaráðherra og formanni fjárveitinganefndar, sem þóttust vita betur. Þeir höfðu báðir bjargfasta trú á því, að nýju skattarnir myndu flytja næga björg í bú ríkisins. Reyndin hefir Jjví miður orðið önnur. „Timinn' hefir það nú eftir fjórmólaróðherra, að fyrirsjóon- lcgur sé greiðsluhalli hjó ríkis- sjóði. Það er þó allur órangurinn af sparnaðarhjalinu og samstarf- inu við kommúnista. I stað tekju- afgangsins, sem vor öll órin meðan Sjólfstæðisflokkurinn var við stjórn, er nú kominn greiðslu- halli. Minnir það óþægilega ó fjórmólastjórn Framsóknar hér fyrr ó órum, er ríkisskuldirnar hlóðust upp ór fró óri. Hrapalleg mistök. Sannleikurinn er sá, að það er nú orðið harla fátt, sem Fram- sókn getur bent á sér til fram- dráttar, enda bera blöð flokksins þess glögg merki. Allt, sem flokk urinn lofaði kjósendum sínum fyrir kosningar, hefir verið að meira eða minna leyti svikið. En einna hrapallegust eru þó mistökin hjá Eysteini Jónssyni. Ofan á fjárhagsörðugleika at- vinnuveganna bætist nú halla- rekstur ríkisins. í stað þess að geta miðlað öðrum, eins og áður var, t. d. ræktunarsjóði, fisk veiðasjóði og byggingarsjóði, fer ríkissjóður nú, undir föðurlegri forsjá fjármálaráðherrans, að keppa við aðra um lánsfé. Ekki mun það draga úr lánakreppunni, sem ærin er fyrir. Þetta eru þó „nýju viðhorfin", sem Eysteini hefir aðeins ó rúmu óri tekist að skapa með komm- únistum. Við hverju mó búast, ef svo heldur ófram? Gjalddagi blaðsins var 15. júní. 00000000000000000000000« 75 ÁRA: Indriði Helgason rajvirkjameistari. Síðastliðinn mánudag, 7. októ- ber, átti Indriði Helgason raf- virkjameistari og kaupmaður 75 ára afmæli. Hann er fæddur á Austfjörðum og ólst Jjar upp til fullorðinsára. En fyrir meira en Jjriðjungi aldar fluttist liann hingað til Akureyrar og ílentist hér. Nam hann rafmagnsiðn á ungum aldri og stofnaði hér á Akureyri fyrirtækið Elektro Co., er jöfnum höndum rak verzlun með rafmagnsvörur og annaðist raflagnir og viðgerðir á þeim. Er sú starfsemi fyrirtækisins enn í dag hin sama. Indriði tók sér snemma stöðu meðal íorystumanna iðnaðarmála hér í bæ og hefir unnið þar mik- ið og gott verk. Hann er gjörhug- ull maður, er heklur fast á skoð- unum sínum og rasar ekki um ráð fram. Víðlesinn er hann og áhugamaður um íslenzk fræði. Ekki gat hjá J)ví farið um Indriða, að hann yrði að takast á hendur ýms störf í Jjágu bæjar- ins og borgaranna og gegna trún- aðarstörfum í félagssamtökum, er hann var meðlimur í. Hann átti sæti í bæjarstjórn um árabil og var talinn sjálfsagður í stjórn Rafveitu Akureyrar og síðar Lax- árvirkjunar. í bæjarráði sat hann fyrstu árin, sem það starf- aði. í félagssamtökum Oddfellow- bræðra og Rotarv hefir hann staðið framarlega, en mest mun starf hans hafa verið í Iðnaðar- mannafélagi Akureyrar, Iðnráði og skólamálum iðnaðarmanna. Enda mun Indriði ætíð hafa skoðað sig sem iðnaðarmann að ævistarfi, þótt hann hefði jafn- framt með höndum nokkra verzl- un í sambandi við iðngrein sína. Þegar Indriði varð sjötugur, birtist hér í blaðinu greinargóð skilgreining á manninum Indriða Helgasyni, og er ekki ástæða lil að endurtaka hana hér. En á Jjessum tímamótum munu margir óska bænum þess, — og um leið þjóðinni, — að hann og hún mættu enn eignast sem flesta slíka kjörviði og haldast sem lengst á þeim. Blaðið árnar Indriða allra heilla á afmælinu og þakkar hon- um góða og falslausa samvinnu á undangengnum áratugum. ___ Stutt svor til »Verhamannsins« Síðasti „Verkamaður“ kastar fram nokkrum spurningum til stjórnar Ú. A. og beinir þeim þá einkum að mér. Aðalefni þeirra er „Hvenær ætlar stjórnin að skipa rann- sóknarnefnd Jjá, sem aðalfundur félagsins fól henni að skipa?“ Því er til að svara, að á stjórn- arfundi, strax eftir aðalfundinn tilnefndi stjórnin Jjrjá menn, þá Tryggva Ofeigsson útgerðarmann í Reykjavík, Hafstein BergJjórs- son forstjóra við Bæjarútgerð Reykjavíkur og Tryggva Ilelga- son formann Sjómannafélags Ak- ureyrar. Tveir þeir fyrst nefndu eru ein- hverjir reyndustu útgerðarmenn hér á landi, en þeir hafa báðir svarað ósk Ú. A. þannig: „Vegna starfs okkar hér í Reykjavík höf- um við enga möguleika á Jjví að taka sæti í slíkri nefnd.“ Þá höfum við leitað til Guð- mundar Jörundssonar útgerðar- manns, en hann er ófáanlegur til starfsins. Stjórnin hefir ekki síð- an bókað neitt nafn, en ég er að vinna að því, að fá hæfa menn í þetta starf og mun svo fljótt sem auðið er leggja árangurinn fyrir stjórnina. „Verkamaðurinn“ getur verið viss um, að þessu verður hraðað eins og hægt er, en stjórn U. A. hefir ekkert vald til að skipa mönnum að taka Jjetta starf að HitaveituranDsóhnír Á fundi bæjarstjórnar í vik- unni sem leið var svohljóðandi tillaga frá fulltrúum allra flokka samþykkt einum rómi: „Bæjarstjórn Akureyrar samjjykkir að fela bæjarráði að láta rannsaka það nú þeg- ar, eða svo fljótt sem auðið er, hvort heitt vatn, sem nægja myndi fyrir hitaveitu á Akur- eyri, sé fyrir hendi innan hæfilegrar fjarlægðar frá bænum, og leiti í því sam- bandi samvinnu við þá aðila, sem hafa fullkomin tæki und- ir hönduin til slíkra rann- sókna.“ ___*____ 170 nemendur í Ólofsfirði Olafsfirði í gær: Barna- og unglingaskóli Ólafs- fjarðar var settur 2. október. Skólasljórinn, Sigursteinn Magn- ússon, skýrði frá fyrirhugaðri vetrarstarfsemi og bauð nýsetta kennara velkomna, en þeir eru Teitur Benediktsson og Einar Valur Kristjánsson. í skólanum verða um 170 nemendur, Jjar af 40 í unglingadeildum. Fastir kennarar eru 6 að meðtöldum skólastjóra. Rcytingsafli hefir verið hér á línu hjá smábátum, þegar gefur. Sláturtíð er í þann veginn að Ijúka. Atvinnuástand er sæmilegt. Unnið er við ápökkun síldar og sér, heldur verður að fara samn- ingsleiðina. Sama blað segir að ég liafi sagt á aðalfundinum, að þarna „þyrfti að fara fram viss hrein- gerning, sem áreiðanlega verður látin fara fram“. Hér er rangt farið með umsögn mína. Ég sagði, að Jjessi umrædda rann- sókn á rekstri félagsins yrði á- reiðanlega látin fara íram og taldi hana nauðsynlega til að grafist yrði fyrir rætur þess nag- dýrsháttar, sem væri að naga sundur undirstöður félagsins. Um félagið og starfsemi þess er enginn huliðshjúpur. Hver fé- Iagsmaður sem vill, hefir frjáls- an aðgang að reikningum félags- ins, enda voru þeir upp lesnir á aðalfundi fyrir 2—300 hluthöf- um og samjjykktir athugasemda- laust. Það er ósk mín, að blöðin vildu láta vera að naga utan fé- lagið og ýta undir alls konar slúður meðan sú athugun á rekstrinum, sem ákveðin er hefir ekki farið fram. Órökstuddar árásir á félagið eins og Jjær, sem um skeið hafa átt sér stað í sumum blöðum bæj- arins geta valdið félaginu miklu tjóni í þeim erfiðleikum, sem Jjað á við að stríða nú eins og öll togarafélög í landinu. Helgi Pálsson. ____* , Heimili og skóli 3.-4. hefti Jj. á. flylur þetta efni: Nýjar leiðir í uppeldi erfiðra barna, e. Matthías Jónasson dr., Eru þéranir að leggjast niður, e. H. J. M., Jákvætt og neikvætt uppeldi e. sama, Bezta einkunnin (kaflar úr skólaslitaræðu) e. sama, Foreldrar verða áð vera hugaðir (þýdd grein), Enn eru foreldrar ómissandi (þýtt), Til mæðra, e. Ólöfu Jónsdóttur, af- mælisgreinar, uppeldisinála- og skólafréttir o. m. fl. flugvélor teppfist il Ak. Sl. föstudag lokaðist Reykja- víkurflugvöllur vegna dimmviðr- is, og varð að beina flugvélum til lendingar á Akureyri. Lentu þar 4 flugvélar á föstudag, er ekki komust suður fyrr en á laug ardag. Ein þeirra var Viscount- vél á leið frá London til Reykja- víkur, önnur var að koma frá Egilsstöðum, hin þriðja frá Fag- urhólsrnýri með kjötfarm, og loks hin fjórða, sem flýgur milli Reykjavíkur og Akureyrar. Með flugvélunuin voru 70 manns, þar af stór hópur barna, og tókst að fá öllum gislingu á hótelum og á einkaheimilum. úlskipun á afurðum. Arnarfell tók í vikunni 1700 pakka af fiski til Spánar, og mjög fljótlega munu skip koma hingað til að taka síld og skreið. S. M.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.