Íslendingur


Íslendingur - 10.01.1958, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.01.1958, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINCUR Föstudagur 10. janúar 1958 Sporin hræða Samfylkingartilboðum kommúnista illa tekið hjá almenningi ifarðhiti I Iftveragerði í þág:u lieilbrig:ði§imála Þar er hægt að koma upp heilsuhælurri líkt og í erlendum heilsulindabæjum. Kommúnistar hafa um land allt haft forustuha um að koma á samfylkingu stjórnarflokkanna í sveitar- og bæjarstjórnarkosning- um. Á nokkrum stöðum hefir slík samfylking tekizt, en víðast hvar ekkert orðið úr henni, kommún- istum til mikils angurs og von- brigða. Illa tekið. Almenningur hefir yfirleitt tek- ið þessu sameiningarbrölti illa. Flestir gera sér grein fyrir því, að slæm samvizka og óttinn við hrörnandi fylgi hefir fyrst og fremst hvatt kommúnista til þess að skrifa bónorðsbréfin. Þeir telja sér styrk að því að skjóta sér á bak við aðra flokka, þegar kosningar verða ekki umflúnar. Reynslan ekki góð. Landsmenn hafa nú um all- langt skeið búið við vinstri stjórn, þar sem áhrifa kommún- ista, og nánustu venzlamanna þeirra í Framsókn, virðast hafa gætt mest. Fólkið hefir því reynsl- una, og veit á hverju það má eiga von frá þessum sömu aðilum, er þeir fara að stjórna málefnum sveitar- og bæjarfélaganna. Fyrir alþingiskosningarnar lof- uðu kommúnistar og Hræðslu- bandalagsmenn miklu, og það gera þeir einnig nú við bæjar- stjórnarkosningarnar. Flest, ef ekki öll loforðin frá þingkosning- unum hafa verið svikin, og má búast við að það fari á sömu leið eftir kosningarnar í þessum mán- uði. Rifjað upp. Það er ekki ófróðlégt að rifja upp feril stjórnarflokkanna í nokkrum málum: 1 ) Lofað var gerbreyttri stefnu í efnahagsmólunum. Hvert manns- barn, sem komið er til vits og óra, veit um efndirnar. 2) Herinn ótti að fara úr landi, en situr enn sem fastast með fullu samþykki allra stjórnarflokk- onna. 3) Lofað var gætilegri fjórmóla- stjórn og sparnaði. Fyrstu fjórlög vinstri stjórnarinnar færðu skatt- greiðendum 150 millj. króna hækkun og fjórlög voru afgrcidd núna fyrir jólin með um 85 milljón króna greiðsluhalla. Halla þcnnan mun eiga að jafna með nýjum sköttum eftir bæjarstjórn- arkosningar. Fjórmólastjórnin, undir forustu Eysteins Jónssonar og Karls Guðjónssonar, hefir ver- ið með þeim endemum, að jafn- vel dyggustu fylgismönnum þeirra blöskrar. 4) Heitið var að lækka ólögur ó al- menningi. Við það var stoðið með því að bæta við nýjum 300 millj. og enginn veit enn um viðbót- ina, sem komo á eftir bæjar- stjórnarkosningar. 5) Kommúnistar lögðu sérstaka ó- herzlu ó það, að bæta þyrfti kjör þcirra lægst launuðu, eins og vcrkamanna og iðnvcrkafólks. Allir vita, að aðstaða þess fóiks hefir sizt af öllu batnað, meðan ýmsar aðrar atvinnustéttir hafa fengið verulegar kjarobætur. 6) Gera ótti róttækar róðstafanir til þess að efla atvinnulífið úti um land. í þvi hefir lítið verið að- hafzt, nemo að skipuð var nefnd, en af störfum hennor og tillög- um hefir ekkert frétzt. Ovist er með öllu um togarakaupin, sem mest var gumað af, enda þannig búið að togaraútgerðinni, að hún er svo til öll komin ó vonarvöl. Fleira mætti tína til, sem sýnir getuleysi stjórnarflokkanna við að efna þau fyrirheit, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar. Spóir ekki góð'u. Reynslan af samstarfi núver- andi stjórnarflokka spáir ekki góðu um það, hvernig þeim muni takast stjórn bæjar- og sveitarfé- laga, sem kommúnistar beita sér nú fyrst og fremst fyrir að þeir Ingóljur Kristjánsson: Og jörðin snýsí . . . — Kvœði. — Leiftur h.f. — Reykjavík 1957. Ingólfur Kristjánsson blaða- maður hefir áður gefið út smá- sögur og ljóð: Dagmál, ljóð. Birkilauf, ljóð, og tvö smásagna- kver, Eldspýtur og títuprjónar og Syndugar sálir. Þá hefir hann geí ið út endurminningar Árna Thor- steinssonar tónskálds (Harpa minninganna) og Listamanna- þætti, er hann efndi til, meðan hann var ritstjóri heimilisblaðsins Hauks. Ingólfur „fer með löndum“ í þessari nýjustu ljóðabók sinni, yrkir jöfnum höndum undir „hefðbundnu“ formi og atóm- ljóð, en þó meira af hinu fyrra, enda lætur honum það sýnu bet- ur. Hér er ekki um stórbrotinn kveðskap að ræða, hvorki drápur né kvæðaflokka, en talsvert ber ó kímni. Má þar nefna ljóðið um Adam og Evu, er endar á þessari stöku: Já, þegar Eva gerðist gömul frú, gamla Adam dreymdi í hverjum blundi, að öll sín rifbein orðin væru nú að ungu meyjastóði í grænum lundi. Af öðrum ljóðum mætti gjarna benda á „Hún og húsið“, „Saga konu og manns“ og „Þjóðlag“. Þótt hér sé ekki um mikil til- þrif að ræða á höfundur Ijóð- rænan streng á hörpu sinni, og ómar hennar láta vel í eyrum þeirra, er enn geta notið klið- mjúkra radda, sem berast að eyr- um gegnum vélaskrölt og aðra háreysti dagsins í dag. /. Ó. P. Úr heámahögum Hjúskapur. A laugardaginn voru gef- in saman í hjónaband brúðhjónin ung- frú Heiða Þórðardóttir og Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi. Heimili þeirra er að Möðruvallastræti 1, Akur- eyri. — 21. des. sl. voru gefin saman í bjónaband ungfrú Halla Kristmunda Sigurðardóttir frá Siglufirði og Gústaf Adolf Njálsson, Hvoli, Glerárþorpi. Heimili þeirra verður að IIvoli. — 26. des. voru gefin saman í bjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Guðbjörg Benedikta Kristinsdóttir frá Olafsfirði og Gylfi Jóhannsson, Munkaþverárstr. 18, Akureyri. Heimili þeirra verður Munkaþverárstræti 18. — Ennfremur ungfrú Þórdís Árnadóttir frá Olafs- firði og Trausti Aðalsteinsson frá Hrísey. Heimili þeirra verður að Krabbastíg 4, Akureyri. —■ 31. des. voru gefin saman í hjónaband á Akur- eyri ungfrú Sesselja Kristjana Guð- bjartsdóttir og Hreinn Ófeigsson, vél- virki. Ileimili þeirra verður að Oddeyr- argötu 26, Akureyri. Hjúskapur. Ungfrú Sigríður Árna- dóttir frá Finnsstöðum S.-Múl. og Jó- hann Helgason skrifstofumaður bjá KEA (frá Þórustöðum). Sr. Benjamín Kristjánsson gaf brúðhjónin saman. Heiðursmerki. Nú um áramótin var Guðmundur Pétursson útgerðarmaður sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir störf í þágu sjávarútvegsins. Hjónaejni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Jóhannes- dóttir, Hlíðarhaga, Eyjaf. og Asgeir Guðmundsson, bílaviðgerðarm., Ak. Samkomuhúsið í Zíon. Sunnudaga- skóli kl. 10,30 f. h. Samkoma um kvöldið kl. 8,30. Björgvin Jörgenson stjórnar. — Allir velkomnir. Hjónaefni. Nýlega bafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ingveldur Stein- dórsdóttir verzlunarmær frá Akureyri, og Guðmann Aðalsteinn Aðalsteinsson tollþjónn, Reykjavík. D-listínn er listí Sjálf- stsiiowð víðflst hvar Sunnudaginn 26. janúar fara bæja- og sveitastjórnakosningar fram í 14 kaupstöðum og 30 kaup túnum. Eru fram komnir frá 2—5 listar í þessum kjördæmum, og er listi Sjálfstæðismanna víðast D- listi, en þó með undantekningum eins og t. d. Blönduósi. Þar sem stjórnmálaflokkarnir, sem full- trúa eiga á Alþingi, bjóða fram hver í sínu lagi hefir Alþýðufl. listabókstafinn A, Framsókn B, Sjálfstæðisflokkurinn D og komm únistar (Alþýðubandalagið) G. En víða eru samsteypulistar ó- háðra, frjálslyndra o. s. frv. og og hefir því listabókstafurinn H verið tekinn upp í einstaka kjör- dæmi til að einkenna bræðings- listana, en lengra er stafrófinu ekki komið enn. Kjósa ber sveit- arstjórn í 33 kauptúnum, en í þrem þeirra (Dalvík, Suðureyri, Seltjarnarnes) kom aðeins fram einn listi, sem verður sjálfkjör- inn. Á nokkrum stöðum bjóða stj órnarflokkarnir fram sameigin- lega, þ. á. m. á Isafirði og Akra- nesi. í síðastliðnum ágústmánuði komu hingað til lands fjórir þýzk- ir vísindamenn á vegum Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund. Var það í samvinnu við hrepps- nefnd Hveragerðis og var erind- ið að athuga um notkun hvera- hita — vatn, gufu og leir — til lækninga. Menn þessir voru allir prófess- orar frá háskólanum í Giessen, en þar er sérstök kennsludeild í þessum fræðum. Skömmu fyrir brottför sína héðan ræddu prófessorarnir við fréttamenn blaða og útvarps og var skýrt frá því á sínum tíma — en þeir voru þeirrar skoðunar að í Hveragerði væri unnt að nota jarðhitann í þágu heilbrigðismála og koma þar upp heilsuhælum líkt og gert er er- lendis í heilsulindabæjum. Nú hefir borizt ýtarleg skýrsla þeirra um athuganir og niður- stöður — en formála skrifar pró- fessor dr. Gg. Herzog forstöðu- maður framhaldsnámskeiða fyrir lækna. Prófessor dr. Michels, Wiesba- den, prófessor dr. Kampe, Bad Ems, prófessor dr. Ott Bad Nau- heim og próf. dr. Thauer. Bad Knatlspyrnumenn til þýzkalands Á morgun fara knattspyrnu- mennirnir Jón Stefánsson KA og Steingrímur Björnsson Þór til Þýzkalands, en þar sækja þeir 2 —3 mánaða knattspyrnunám- skeið við háskólann í Köln. Má vænta þess, að för þeirra beri góðan árangur og verði knatt- spyrnuíþróttinni í bænum til efl- ingar. Þýzki þjálfarinn, Heinz Marot- zke, er dvaldi hér við knatt- spyrnukennslu í fyrra, hefir beð- ið blaðið fyrir innilegar nýárs- kveðjur til kunningja á Akureyri og þakkir fyrir margvíslega vin- semd, gjafir og góða kynningu, meðan hann dvaldi hér. f gnmni Brezkur sendifulltrúi hvarf á dularfullan hátt á einni Suður- liafseyjanna — þar sem mannœt- ur búa — og þegar hann kom ekki frarn, þrátt fyrir ítrekaðar eftirgrennslanir, var horfið að því ráði, að senda nýjan fulltrúa frá London þangað suður. Virðuleg móttökuathöfn fór fram af hálfu innfæddra þegar fulltrúinn kom. Einn af höfðingj- um eynnar þrýsti hönd lians þétt og innilega um leið og hann sagði: „Ég vona að yðar hágöfgi sé ekki jafn seigur og lians hágöfgi fyrirrennari yðar.“ Nauheim ritar um hinar ýmsu hliðar þessa máls, en niðurstöð- urnar eru allar jákvæðar. Hefir skýrslan verið afhent for- sætisráðherra, sem og nokkrum öðrum, sem sérstakan áhuga hafa sýnt fyrir framgangi þess. Ætti þessi skýrsla, sem er all- ýtarleg, að verða til þess, að frek- ari skriður komizt á málið — en til þess að hrinda því fram, þarf mikið fjármagn, tæknilega og læknislega þekkingu og mun þá nauðsynlegt að fá þetta að mestu leyti erlendis frá. (Vísir.) Ef þér viljið spara krónur og aura, þá getið þér það með því að kaupa eftirtaldar vörur, þar sem þær eru ódýrastar. Veril. VÍSIR selur þær með eftiríarandi verði: Kaffi (br. og m.), 3 teg. kr. 10.00 pk. Ludvig David kaffibætir — 4.40 stk. Suðusúkkulaði, 3 teg. — 7.50 pk. Maltextrakt — 4.25 fl. Gosdrykkir — 2.35 fl. Geysir þvottaduft — 3.00 pk. Perla þvottaduft — 3.50 pk. Sparr, blátt þvottaduft — 3.75 — Sparr, blátt í 2!4 kg. pk. — 29.00 — Flik-Flak þvottaduft — 3.85 — Persil þvottaduft — 6.65 — Omo þvottaduft — 7.50 — Rinso þvottaduft — 7.65 — Lux sápuspænir — 5.50 — Henkó bleiki sódi — 2.10 — Stangasápa, ensk — 3.50 — Ata, þýzkt ræstiduft — 4.65 — Vim, enskt ræstiduft — 4.65 — Grænsápa Vz kg. — 5.00 — Ilandsápa 1313, sótthr. — 3.80 stk. Lux handsápa — 5.70 — Palmolive handsápa — 6.50 — Palmolive raksápa — 7.35 — Palmolive rakkrem — 14.35 pk. Laciton handsápa — 3.75 stk. Lye sódi (vítissódi) — 4.95 ds. Verdol þvottalögur — 11.60 fl. Þvol þvottalögur — 12.85 — Tandur þvottalögur — 13.20 — Perowa nylon þvottalögur — 11.00 — Dis-Pel lykteyðir — 8,35 — Salernispappír, stórar rl. — 4.15 rl. Gólfklútar — 5.00 stk. Verzl. VISIR Hafnarstræti 98 — Sími 1451 óskar öllum fjœr og nœr góðs og gleðilegs árs og þakkar vinsemd, gjafir og jólaglaðn- ingar um síðustu jól til allra vistmanna, sérstaklega frá kvenskátum Akureyrar o. jl. ónefndum. Kœr kveðja. STEFÁN JÓNSSON.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.