Íslendingur


Íslendingur - 10.01.1958, Blaðsíða 5

Íslendingur - 10.01.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. janúar 1958 ÍSLENDINGUR 5 Lækkun útsvara — aukning framkvæmda. Kosningablað Alþýðubanda- lagsins, sem borið var í flestar í- búðir í bænum um síðustu helgi skýrir nokkuð stefnu AB í bæjar- inálum. Hún er fyrst og fremst sú að efla atvinnulífið og almennar framfarir, þ. e. auka fram- kvæmdir af hálfu bæjarins, en jafnframt lækka útsvörin og helzt útsvarsstigann. Þetta lætur sjálfsagt vel í eyr- um, en engin skýring er gefin á, hvernig þetta tvennt megi fara saman. Þrátt fyrir gífurlegar út- svarsálögur munu fáir bæir á landinu jafn illa á vegi staddir með viðhald og malbikun galna, enda eru fáir eða engir þjóðvegir verri fyrir umferð ökutækja að sumarlagi en götur Akureyrar. Engum heíir enn hugkvæmst, að leiðin til að bæta úr jiessu á- standi sé aðeins sú að lækka út- svarsstigann, og væri vel, ef full- trúar Alþýðubandalagsins skýrðu frá því, hvernig slíkt megi verða. Og hví dettur mönnunum nú fyrst þetta snjallræði í hug, en aldrei á liðnu kj örtímabili, meðan „vinstri“ flokkarnir höfðu örugg- an meirihluta í bæjarstjórn? Bjargrúð Braga. í Alþrn. sl. þriðjudag spyr rit- stjórinn, sem er efsti maður á lista Alþýðuflokksins, „hvort ekki væri hagkvæmt fyrir bæinn að kaupa hentugt, vel út búið flutn- ingaskip til að flytja framleiðslu- vörur héðan og víðar af Norður- landi á erlendan markað, en vör- ur utanlands frá á norðlenzkar hafnir." Sjálfsagt er að leita allra ráða til að afla bænum nýrra tekju- stofna, en margir munu vera von- daufir um, að bæjarrekstur á 15—20 millj. kr. farmskipi sé lík- legur til að rétta fjárhaginn við. Eins og nú standa sakir, virðast útsvarsgjaldendur finna nógu þungt til þess að leggja fram 2—3 milljónir til að halda uppi aðal-lyftistöng bæjarins í atvinnu- málurn — togaraútgerðinni —, og mun því ekki fýsa að leggja fram margfalda þá upphæð í tví- sýnt ævintýri, svo sem rekstur eins kaupskips hlyti að verða. En hugkvæmnin er söm, og hana ber að virða að vissU marki, — en er ekki hér skotið yfir það mark? Viðskiptabann? 1 byrjun desember skýrði Þjóð viljinn frá því í rammagrein með feilu letri, að tiltekið fyrirtæki í Reykjavík hefði neitað að aug- lýsa í blaðinu. Síðan dregur blað ið þessa ályktun af neituninni: „Af þessu leiðir að sjálf- sögðu, að þetta fyrirtæki kær- ir sig ekki heldur að hafa við- skipti við lesendur Þjóðvilj- ans og telur slík viðskipti að- eins neikvæð fyrir sig. Er ekki að efa, að lesendur blaðsins muni taka jyllsta tillit til þeirr ar ajstöðu“ (lbr. hér). Út af þessari grein skrifaði stjórn „Sölutækni“ ritstjóra Þjóð viljans bréf, þar sem hún taldi fyrirtæki hafa fullan sjálfsákvörð unarrétt um, hvar og hvernig það auglýsti vörur sínar, og allar hefndarráðstafanir í sambandi við auglýsingastarfsemi einstakl- inga og fyrirtækja væru „óviður- kvæmilegar". Þessi háttur kommúnista, að reyna að koma á viðskiptabanni meðal flokksmanna sinna við þau fyrirtæki, sem ekki auglýsa í blöðum þeirra, mun ekki vera nýr af nálinni, og höfum vér heyrt, að eitl sinn hafi þessi leik- ur verið leikinn hér á Akureyri. Kommúnistar hafa þarna algjör- lega sérstöðu, enda mundu það þykja tíðindi, ef Islendingur færi að beila sér fyrir því, að enginn lesenda hans keypti 'framleiðslu- vörur Gefjunar og Iðunnar fyrir þær „sakir“, að þau fyrirtæki auglýsa ekki í blaðinu. Friðun kjördagsins. Alþingi hefir samþykkt nokkr- ar breytingar á kosningalögunum. Er þar einkum um þrjár breyting- ar að ræða. Kjörfundur má ekki standa lengur en til kl. 11 að kveldi (ekki daginn út). Bannað er að umboðsmenn fiokka skrifi upp í kjördeildum þá, sein kosið hafa, ■— og bannað er að bílar séu merktir listum í akstri á kjör- stað. Stjórnarliðar kváðu þessar breytingar miða að því að friða kjördaginn. En því fer fjarri, að svo verði. Kjósandi, sem kom á kjörstað og kaus, varð ekki fyrir neinu ónæði, það sem eftir var dagsins. Upplýsingar um, að hann hefði þegar neytt kosninga- réttar síns, bárust þegar á eftir á kosningaskrifstofur allra flokk- anna. En þessi breyting leiðir það af sér, að þótt kjósandi rölti á kjörstað þegar að morgni, má hann búast við, að liann fái heim- sóknir 4—5 manna síðar á degin- um, nema liann sé ákveðinn „flokksmaður“. Þetta er engin friðun. Bíekkircg AB. í kosningablaði AB síðastlið- inn laugardag segir svo, að „full- víst“ sé, að mikill hluti kjósenda, sennilega flestir kjósendur Hræðslubandalagsins frá síðustu kosningum ásamt kommúnistum, ætlist til að allir vinstri flokkarn- ir starfi saman í bæjarstjórn. Þetta er oí mikil bjartsýni. Hræðslubandalagið náði við síð- ustu kosningar (Alþingiskosning- arnar 1956) allmiklu fylgi vegna þeirra yfirlýsinga forystumanna þess, að bandalagið myndi aldrei vinna með kommúnistum. Þegar upplýst var um svikin eftir kosn- ingar, sár-iðruðust margir grónir Framsóknarmenn og Kratar þess, að hafa léð hræsnis- og svika- tungum Hræðslubandalagsins eyra, og allir þeir manndóms- menn, sem þannig voru blekktir og sviknir, munu hugsa sig um, áður en þeir Jjá atkvæði sín sam- eiginlegum lista slíkra flokka. Þeir eru margir Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn, sem neita JiiZíus Havsteen: Norðurferðin með bjórgunor- og vísrfefeifrfiiiSi Alberf Áður sögð er ferðasagan hvernig tafir hefðu orðið á sjálf þykir hlýða, að minnast í smíði stálskipsins vegna dráttar á stórum dráttum merkisatburðar-' útvegun efnis, sem einkum væri ins, þegar björgunar- og varð- að kenna gjaldeyrishömlum og skipið Albert var fullbúið til notk tollum. Tók hann í því sambandi fram, að núverandi ríkisstjórn hefði algerlega sniðgengið íslenzk fyrirtæki, er hún erlendis samdi unar afhent landhelgisgæzlunni. Þetta var laugardaginn 17. ágúst 1957 kl. 11,15. Til þessarar at- hafnar hafði Stálsmiðjan boðið allmörgum gestum og þá fyrst og fremst ráðherrum íslands, land- helgisstj óra Pétri Sigurðssyni, stjórn Slysavarnarfélags Islands og okkur Steindóri Hjaltalín, honum sem formanni Björgunar- skúturáðs Norðurlands og mér sem fulltrúa Norðlendingafjórð- ungs í stjórn _ Slysavarnarfélags- ins auk þess sem ég á sæti í Björgunarskúturáðinu. Skipið Al- hert lét úr höfn kl. 10,30, hafði þá beðið eftir ráðherrunum í hálfa klukkustund og þótti sýnt, að hvorki komu þeir né sendu um- boðsmenn eða fulltrúa í sinn stað úr stjórnarráði íslands. Gestir beir tæki- voru um 30 og notuðu um smíði fiskiskipa, sem hefðu þó auðveldlega getað tekið að sér smíðina. Lauk forstjórinn máli sínu með því að biðja varðskips- menn að draga fána íslenzka rík- isins að hún og var það þegar gert. Því næst tók orðið Pétur Sig urðsson landhelgisstjóri. Lýsti hann skípinu öllu og tók í því sambandi fram, að í skipinu væru ýms ný tæki áður óþekkt. Fagn- aði hann því að geta tekið á móti sem svona ágætu skipi, að öllu leyti smíðuðu hér heima og færði öll- um þeim, sem hlut áttu þar að máli innilegar þakkir. Skipaskoðunarstjóri ríkisins tók þvínæst fram í stuttri ræðu kvennadeildanna, sem ávallt um starfsemi slysavarna og björgun- ar eru framtakssamastar og hrinda málunum af stað og síðan í höfn. Komið var úr þessari för til Reykj avíkur kl. rúml. 13 og kvöddu þá gestir skipherra og skipshöfn með heillaóskum um velfarnað í hinu þýðingarmikla starfi, sem framundan lægi og skipinu — Albert — óskað heill og hamingja með ferföldu húrra- hrópi. nauðsyn þess, að áfram yrði fæiið til þess að skoða hið nýja haldið með smíði íslenzkra skipa og fallega skip stafna á milli og Pér heima, engu síður stálskipa hin dýrmætu tæki, sem í því eru,' en tréskipa og að því kappsam- öU-af nýíustu Selð- ^ar þa® ein" lega unnið, að ísl. skipaiðnaður róma álit gestanna, að skipið efldist og þróaðist. bæri gleðilegan vott um traust smíði og vandaða vinnu að öllu Forseti S.V.F.Í., Guðbjartur I Olafsson, upplýsti í ræðu sinni, leyti af góðum, hæfum íslenzkum að nú myndi vera liðinn um ald- iðnaðarmönnum á járn, stál og arfjórðungur frá því að Norð- tré og undir forustu manna, sem I lendingar töldu nauðsynlegt að vildu skila góðu verki, enda vand- hafa bj örgunarskip fyrir Norður- að til eftirlitsins helgisgæzlunnar, af hálfu land- hún landi og tóku að undirbúa málið. i sem fiun fyjjj hönd Bj örgunarskúturáðs hafði sett fyrrv. skipaskoðunar- Norðurlands bar Steindór Hjalta. stjóra, Olaf Sveinsson, sem eftir- lín fram þakkir fyrir hið fallega litsmann, auk þess sem núverandi skip og væri það fyrst og fremst slysavarnardeiidunum nyrðra að þakka, að svo langt væri komið nú, að Alhert væri fullsmíðaður. j Eg bar fram þakkir til sömu aðila skipaskoðunarstjóri Hjálmar Bárðarson hafði verið með í ráð- um og landhelgisstjóri sjálfur ver- ið sofinn og vakinn yfir því, að skipið sjálft og allur útbúnaður,og Steindór fyrir smíði skipsins þess yrði hinn vandaðasti. Skip-! Qg allra þeirra> sem að því hofðu herra á Albert er Jón Jónsson sem búinn er að vera i þjónustui landhelgisgæzlunnar utn fjórðung aldar, systursonur okkar ágæta fyrsta skipherra á varðskipunum, Jóhanns P. Jónssonar, sem nú er hættur störfum, sjötugur að aldri. Siglt var í norðankælu og svölu veðri inn á Kleppsvík og á fram- dekki, sem yfir var tjaldað, söfn- uðust veizlugestir saman og tók þá fyrstur til máls Jóhannes Zo- ega, framkvæmdarstjóri Stál- smiðjunnar, sem bauð til þessarar farar og hófs. Var það stutt en skýr ræða, þar sem í fyrsta lagi var gerð grein fyrir smíði skips- ins og hvílík dýrmæt reynsla hafi fengizt hér heima með smíði þessa skips, en benti jafnframt á munu silkitungur að hafa sig lengur að fíflum, og það svikaflokkanna reka sig á í kosn- ingum þeim til hæja- og sveita- stjórna, sem fram fara í lok þessa mánaðar. staðið og að unnið bæði fyrr og að Norðlendingar ættu sína | „bj örgunarskútu“ sem og væri I varðskip og mér væri það sérstök ánægja, að það f. h. hinnar ís- lenzku þjóðar væri í dag afhent landhelgisgæzlunni, fyrsta björg- unar- og varðskipið úr stáli, sem hér á landi hefði smíðað verið og að landhelgisstjóri, Pétur Sigurðs son, veitti því móttöku fyrir ríkis- ins hönd. Þó ekki þætti tillag deilda Norðanlands stórt, aðeins ein milljón króna, eins og lofað hefði verið, þá skyldum við ís- lendingar, sem teldum skyrið einn okkar ljúffengasta mat og holl- asta — sannkallaðan þjóðarrétt á matborði, — vera þess minnugir, að til skyrgerðar þyrfti þétti, og því betri sem þéttirinn væri, þeim mun betra skyrið. Þéttirinn í því fyrirtæki, að nú lægi fyrir hendi skrautbúið islenzkt björgunar- og varðskip úr stáli, gjört af íslenzk- um mönnum á okkar landi, væri einmitt tillög norðlenzku deild- anna og áhuginn þeirra, einkum Ákveðið hafði verið, að sýna forseta íslands, lierra Ásgeiri Ás- geirssyni, sem og er verndari S.V.F.Í. björgunar- og varðskipið „Albert“ áður en farið yrði norð- ur, og bauð landhelgisstjóri for- setanum ásamt okkur þremur, erum gestir hans norður, Guðbjarti Ólafssyni, Steindóri Hjaltalín og mér til hádegisverð ar í „Albert“ á liádegi þriðjudag inn 20. ágúst ’57, ásamt skip stjóra, 1. vélameistara og 1. stýri manni. Stundvíslega kom forset inn og sýndu þeir landhelgis stjóri, skipstjóri og vélameistari honum skipið og tæki þess og var þvínæst sezt að borðum, sem upp á góða gamla íslenzka sjómanns visu var hinn ágæti matur kjöt- súpa með káli og rófum og kinda- kjöt eða lamba, því að engar voru síðurnar feitar. Svo kom ljúffeng- ur ábætir, þvínæst kaffi, en eng- inn snaps með og gerði forseti góðan róm að öllu þessu, einkum skipinu. Strax og liann var í land farinn var gert „klárt“ og haldið út höfnina kl. 13,30 í logni og glaða sólskini — skafheiðríkt — og vona ég að heiðríkja verði yfir bæði þessari för Alberts og allri siglingu hans héðan í frá. Áhöfn skipsins er sem hér seg- ir: Skipherra Jón Jónsson, Rvík, 1. stýrimaður Gunnar J. Ólafs- son, Rvík, 2. stýrimaður Benedikt H. Ólafsson, Rvik, 1. vélstjóri Lárus Magnússon, Rvík, 2. vél- stjóri Hörður Guðmundsson, Rvík, 3. vélstjóri Sigurbjörn Hall- dórsson, Rvík, dagvörður á vélina Ólafur Magnússon, Rvík, loft- skeytamaður Pálmi Ingólfsson, Rvík, bryti Haraldur Pétursson, Gufunesi, bátsmaður Viktor Þórð arson, Rvík, háseti Lúðvík Lúð- víksson, Rvík, viðvaningar Vé- björn Eggertsson, Ak., Eysteinn Aðalsteinsson, Siglufirði, þjónn Haraldur Haraldsson, Reykjavík, eftirlitsmaður frá Landssmiðj- unni Magnús Jónsson. Góðviðri tilkynnir útvarpið um land allt. í Faxaflóa er skínandi veður og fjallasýn hin bezta. Hraði skipsins er 12 sjómílur og má það teljast góður gangur. Kemst luaðar ef á liggur. Komið undir Snæfellsnes kl. um 17 og sést þá Stapafell með Stapa svo og Lóndrangar, en Bárðarkista er falin í þokubelti á Jöklinum, svo og Hreggnasi. Siglt frain hjá Framhald á 7. siSu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.