Íslendingur - 16.05.1958, Síða 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 16. maí 1953
Kemur út
hvern föstudag.
Útgefandi: Útgáfujélag íslendings.
Rit8tjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354.
Opin kl. 10—-12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j.
Osamhent ríkissljórn hverfur enn
frá stefnu
Um nær þriðjung aldar hefir
ríkisstjórn á Islandi verið sam-
stjórn tveggja eða fleiri stjórn-
málaflokka að stuttu tímabili und-
anskildu. Flokkarnir hafa, áður
en stjórnin var mynduð, komið
sér saman um heildarstefnu í hin-
um einstöku málum, og hafa þá
gjarna orðið að hvika lítið eitt
frá stefnu sinni, til þess að unnt
væri að mynda slíka heildar-
stefnu stjórnarinnar. Oft hafa þó
flokkarnir Idaupizt frá stefnunni
síðar, ef þeir hafa talið fram-
kvæmd hennar með öðrum liætli
en þeir væntu. Alþýðuflokkurinu
„dró“ ráðherra sinn út úr ríkis-
stjórn fyrir um 20 árum, komm-
únistar yfirgáfu nýsköpunar-
stjórnina vegna ágreinings um ut-
anrikismál og Framsóknarflokk-
urinn hefir nokkrum sinnum rof-
ið stjórnarsamvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn á ofanverðu kjör-
tímabili í von um að geta fengið
með því hagstæðari kosningar,
þólt það dæmi reyndist oftast
rangt reiknað.
Engin ríkisstjórn mun þó hafa
reynzt ósamhentari og sundurleit-
ari en sú, er nú situr að völdum.
Virðist hún ekki eiga sameigiu-
legt nema það eitt, að vera við
völd, hverju sem tautar og hvern-
ig sem samkomulagið er, og veld-
ur þar e. t. v. mestu um sameigin-
legur ótti hennar allrar við nýjar
kosningar. Sá ótti er að sjálf-
sögðu eðlilegur, þegar fyrsta verk
Hræðslubandalagsins að síðustu
kosningum loknum var að bregð-
ast því heiti forustumanna þess,
að aldrei skyldi unnið með komm-
únistum, og síðan að falla frá
stærsta baráttumáli allra stjórnar-
flokkanna: Brottför varnarliðsins.
Og enn fleira kemur hér til
greina.
Er ríkisstjórnin tók við völdum
tilkynnti hún, að í samráði við
verkalýðssamtökin og bændastétt
landsins yrði gert mikið átak í
efnahagsmálunum og verðbólgan
stöðvuð. Tillögur í efnahagsmál-
unum áttu fyrst að koma fram
fyrir jól síðastliðinn vetur, —
síðan í hverjum mánuði og síðast
einhvern næstu daga. Og loks þeg-
ar tillögur ríkisstjórnarinnar
koma til athugunar hjá trúnaðar-
mönnum verklýðshreyfingarinn-
ar, er svohljóðandi ályktun borin
fram:
„Greinilegt er, að þessar ráð-
stafanir í efnahagsmálunurn
munu leiða til frekari verð-
bólguþróunar og eru því frá-
hvarf frá þeirri stefnu, er 25.
þing ASÍ fagnaði og lýsti fylgi
sínu við og efnahagsmálanefnd
og miðstjórn ASÍ síðan hafa
ítrekað, þ. e. að stöðva verð-
þensluna. Ráðstafanirnar
brjóta því í bága við þá stöðv-
unarstefnu er verklýðssamtök-
in og ríkisstjórnin þá tók
höndum saman um.“
Ályktun þessi var að vísu felld
með óverulegum atkvæðamun og
fylgi við stjórnartillögurnar sam-
þykkt með eins atkvæðismun, en
eigi að síður er ljóst, að veruleg-
ur hluti verklýðssamtakanna telur
ríkisstjórnina hafa enn einu sinni
gripið til „fráhvarfs“ frá stefnu
sinni, þ. e. stöðvunarstefnunni,
sem stjórnin hefir svo oft hrósað
sér af.
*____
Tunguniar tvær
Hvenær, sem blöð Sjálfstæðis-
manna ympra á skattfríðindum
samvinnufélaganna, rjúka Fram-
sóknarblöðin upp til handa og
fóta og hrópa: Árás, árás! Þau
svara öllum uppástungum um
jöfnuð allra einstaklinga og fé-
laga í skatt- og útsvarsgreiðslum
með því einu, að uppástungurnar
séu sprottnar af fjandskap vondra
manna gegn samvinnufélögunum.
Fyrir Alþingi hefir undanfarið
legið frumvarp frá fjármálaráð-
herra um þá breytingu á sam-
vinnulögunum gömlu, að kaupfé-
lögin séu undanskilin ákvæðinu
um, að þeim beri að leggja 1% af
sölu vara og afurða í varasjóð.
Sýnt hefir verið fram á, að með
samþykkt þessarar breytingar
mundu samvinnufélögin verða svo
að segja skattlaus til ríkissjóðs í
fleslum tilfellum, en Tíminn held-
ur því fram, að breytingin miði
að því, að samvinnufélög eitji um
skattgreiðslur við sama borð og
hlutafélög og sameignarfélög. Og
í framhaldi af þessari kenningu
segir Tíminn 29. apríl:
Það er stefna Framsóknar-
manna, að samvinnufélögin
njóti sem líkastrar aðstöðu og
einkareksturinn. Þeir telja, að
sérstök hlunnindi séu sam-
vinnuhreyfingunni ekki hag-
kvæm, þegar til lengdar lætur,
heldur geti dregið úr árvekni
hennar og framtaki. Jafnréttis-
staðan sé henni bezt. Á þeim
grundvelli geti hún skapað
einkarekslrinum hollt aðhald
og hann henni, og almenningi
þannig tryggð hin bezta þjón-
usta.“
Þetta er vel mælt, enda er hér
Notið meiri ost
Undanfarin ár hefir ostur ver-
ið auglýstur mikið og mikið reynt
til þess að fá almenning til þess
að neyta hans meira en gert hefir
verið, og hefir það sennilega bor-
ið einhvern árangur. En þrátt fyr-
ir það notum við enn of lítið af
ostum í hinu daglega fæði. Ostur
er sérstaklega verðmæt fæðuteg-
und vegna þess hve hann inniheld-
ur mikið af eggjahvítuefnum,
kalki, fosfor, A og B1 vítamínum.
Sérstaklega hafa öil þessi efni
mikil áhrif á vöxt og þroska barna
og unglinga. Umhyggjusöm hús-
móðir lætur því aldrei vanta ost
á morgunverðar og kveldborðið,
og hún sér um að væn heilhveiti-
eða rúgbrauðssneið með osti sé
í hverjum nestispakka, sem hún
sendir frá sér. í 100 gr. af osti
getum við fengið rýmlega eins
dagsþörf af kalki og hálfs dags-
þörf af fosfor. Það er tiltölulega
meira af kalki og fosfor í ostin-
um eftir því sem hann er magr-
ari en aftur á móti meira af A
um að ræða stefnu Sjálfstæðis-
manna en ekki Framsóknar, —
stefnu, sem hingað íil hefir verið
talin fjandsamleg samvinnuhreyf-
ingunni og árás á hana. En sé nú
Framsókn komin á þessa skoðun,
er Tíminn túlkar svo, sem hér hef-
ir sýnt verið, því stígur hún þá
ekki sporið fullt og krefst gagn-
gerðrar endurskoðunar á sam-
vinnulögunum í heild? Og hví
tekur hún þá ekki undir með kaup-
staðaráðstefnunum á Austur-,
Norður- og Vesturlandi og. krefst
þess, að samvinnufélög greiði
veltuútsvar til bæja- og sveitafé-
laga á sama hátt og einstaklingar
og hlutafélög?
Hvað viðkemur skoðun Fram-
sóknar á betri þjónustu, þar sem
samkeppni ríkir milli kaupfélaga
j og einstaklinga í verzluninni, þá
er það mál öllum augljóst. Ilver
vill t. d. skipta á þjónustu KEA
hér á Akureyri við neytendur í
þessum verHunarbæ eða þjónustu
kaupfélaganna á Norð-auslur og
Austurlandi, þar sem kaupfélögin
eru ein um hituna og neytendur
hafa ekki í önnur hús að leita um
vörukaup? Nægja mun að spyrja
fólkið á þessum stöðum verzlun-
areinokunarinnar.
Eins og sjó mó af þeim orðum,
er hér aS framon hafa verið íekin
upp úr forustugrein Timans hinn
fyrsta þriðjudcg í sumri, talar
honn tveim tungum, er samvinnu-
félögin og einkareksturinn ber á
góma. Varlega skyldi því treyst,
að blaðið toli fyrir munn forustu-
manno samvinnufélagonno, cr
þoð telur kaupfélögunum fyrir
beztu, að þau búi við sömu
skatta- og útsvarsgreiðslur og
aðrir þeir, er reka verzlun og iðn-
oð í landinu, og að samkeppni
við einstoklinga eða verzlunarfé-
lög sé þeim heilsusamlegust og
líklegust til vaxtar og þrifa.
vítamíni því feitari sem hann er.
Það sem meint er með feitum eða
mögrum osti er hversu mikill
hluti af þurrefni hans er fita.
Magur ostur er auðmeltari en
feitur.
Sennilega munu fáar húsmæður
nota ost öðruvísi en ofan á brauð,
en hann er hægt að nota á fleiri
vegu við matargerðina. Lag af
rifnum osti ofan á grænmetis- eða
fiskbaksturinn (gratínið) gerir
mjög bragðgóða og Ijúffenga
skorpu, það er gott að láta rifinn
ost út í tómatsúpuna, áður en hún
er tekin af eldinum. Smurt ostkex
með tómat eða gúrkusneið ofan
á er mjög Ijúffengt. í allt þetta er
hægt að notfæra sér afganga af
osti, sem eru annað hvort orðnir
þurrir eða of litlir til þess að láta
á borðið. Ileilhveiti- eða fransk-
brauðsneið með þykku lagi af
rifnum osti, sem síðan er brugðið
inn í vel heitan ofn, þar til ostur-
inn er orðinn gulbrúnn og farinn
að bráðna, er bæði fljótlegt,
bragðgott og vinsælt af heimilis-
fólki og gestum. Á sumrin og
haustin, þegar nóg fæst af græn-
meti, er fljótlegt að smyrja nokkr-
ar sneiðar með osti og Ieggja ofan
á hann tómat eða gúrkusneiðar,
radísur, saxaða steinselju eða
karsa. Það brauð er gott, fallegt
og síðast en ekki sízt mjög bæti-
efnarikt og hollt. Ostinn er bezt
að geyma í plastpoka, en það þarf
að muna að þvo pokann oft, ann-
ars geymist osturinn ekki vel. Bezt
er að hafa tvo poka og skipta dag-
lega og þvo pokann og þurrka. Ef
keypt er stórt stykki, sem geymast
.á um tíma, er gott að leggja al-
uminium-pappír yfir sárið. Ef
liann er ekki til, er sárið sinurt
vel með smjöri eða smjörlíki.
Þegar ostur er keyptur í smábitum
til nokkurra daga, ætti alltaf að
athuga að hann sé skorinn um
leið og hann er keyptur. Ostur,
sem búið er að skera í bita, pakka
inn í smjörpappír eða sellophan
og liggur svo í afgreiðsluborði
verzlunarinnar, er strax farinn að
þorna. Þó það sé sjálfsagt til
mikilla þæginda fyrir afgreiðslu-
fólk að hafa ostinn þannig tilbú-
inn til afgreiðslu, eru það áreið-
anlega ekki hagsmunir kaupend-
anna.
LJÚFFENG SÚKKULAÐIKAKA
2—3 egg, 2 dl. sykur, 2 dl.
hveiti, 2 msk. kakó, 2 tsk. lyíti-
duft, 1 bolli rjómi eða mjólk.
Egg og sykur þeytt vel, hveiti,
lyftiduft og kako sigtað saman
við, vælt með rjóma eða mjólk.
Bakað í tveim til þrem lagköku-
mótum. Þegar kakan er köld, er
hún lögð saman með þeyttum
rjóma á milli laganna og skreytt
ofan með súkkulaði-glassúr. Þessi
kaka er einnig góð með smjör-
kremi eða súkkulaðikremi.
Kolfinna.
___*____
Vísnabálknr
Úr syrpu Braga frá Hoftúnum.
VERÖLDIN.
Veröldin er vonzkufull,
vill hún margan buga.
I'að er ekkert gamangull
að ganga um liana og duga.
Munu það segja menn og fljóð,
má samt veginn livata.
Yfir langa lífsins slóð
liggur krókótt gata.
Ef við hærum á það skyn,
enginn fyndist kvíði.
Gott er að eiga valinn vin
veraldar í stríði.
Jón Olafsson frá Einarslóni,
d. 1956.
VEÐURVÍSA.
Voru æði veður há
vikuna fyrir jólin.
Titruðu svæðin til og frá
títt sem þræði léku á.
Gömul, Okunnur höf.
UM STÚLKU.
Sú er fjörug seimagná,
sverðabör ef fyndi.
Leikur hjörum auðgrund á
cins og stör í vindi.
Benjamín Magnússon.
UM MJÓAFJÖRÐ.
Ilér við óar hugur manns
harður þó sé gjörður.
Öskustóin and....
er hann Mjóifjörður.
Jón I>orsteinsson, Norðí.
KVEÐJA.
Eg hið að heilsa heilögum —
hina læt ég vera.
Það er að segja sannkristnum,
sent að dyggðir bera.
Gamall húsgangur.
KAFFIÐ.
Kaffi hátt skal hrósið' veitt
heims unt áttir kunnar.
IJað hefir máttug rétt til reitt
ríklund náttúrunnar.
Hreinsar blóðið, hita ljær,
hroll frá þjóðum rekur,
svalar móðum, svita út slær,
sálir hljóðar vekur.
Júlíana Jónsdóttir.
GÁTA UM MANNSNAFN.
Holdið losnar seint við sál,
sjáið nafn í felum.
Föðurheitið fremst á nál,
fæddur í tveimur pelum.
(Ojeigur Oddsson í Mörk.)
Ókunnur höf.
FJÓRLEMD ÆR
SI. laugardagsnótt bar ein af
ám Einars G. Jónassonar hrepp-
sljóra að Laugalandi á Þelamörk
tveim lömbutn. Var hún sett í sér-
staka kró í heyhlöðu, og var ekki
annað fjár í hlöðunni. Tveim sól-
arhringunt síðar var hún með 4
lömb, og hafði því borið tveim á
ný. Oll Voru lömbin vænleg og
jöfn að vexti. Lifa þau öll, en að-
eins tvö verða látin ganga undir
móðurinni.