Íslendingur


Íslendingur - 16.05.1958, Qupperneq 5

Íslendingur - 16.05.1958, Qupperneq 5
Föstudagur 16. maí 1958 í SLENDINGUR 5 / Atvinnnréttindi handa d Grœnlflndi Þú hittir varla nokkurn þann mann, sem ekki viðurkennir, að Islendingar þarfnist mjög að- stöðu til útgerðar -frá Grænlandi. Og nú í lok þessarar rýru vertíð- ar, ber þetta nauðsynjamál hart á dyr fiskimanna. Hefir vertíð ver- ið rýr, spyr þú, hafa netabátarnir ekki aflað vel í Vestmannaeyjum? — Jú, allvel, en það er af því, að þeir hafa nú allir nælonnet, og það enda með sævarlit. Þessi veiði í nælonnetin segir ekki neitt um mikla fiskigengd í sjónum, því nælonnet fyrir þorsk eru, máske, tíu sinnum fisknari en hampnet. Eg liefi nokkra reynslu fyrir því sjálfur, því bróðursynir mínir tveir urðu fyrstir manna til að reyna nælon-þorskanet hér við land. Landssamband ísl. útvegs- manna hafði einu eða tveimur ár- um áður (eða fyrr) pantað hing- að 5 nælon-þorskanet, en enginn vildi reyna þau. Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum liafði þó tekið eitt netanna, keypt það, að mig minnir, með loforði um að reyna það, en efndir orðið engar. Tvö af netunum, sem eftir voru, keyptu nefndir frændur mínir af Landssambandinu fýrir aðeins lít- ið brot af innkaupsverði þeirra, og ekki voru þeir seinir að koma þeim í sjó. En eftir fyrsta róður- inn fékk ég upphringingu. Faðir þeirra sagði mér, að í þessi tvö nælonnet hefði þá fyrsta daginn fengizt meiri afli en í öll hin net- in þeirra (hampnetin) til samans, og bað mig að kaupa í skyndi öll nælonnet, sem fáanleg væru. Þau reyndust á öllu landinu aðeins vera eitt einasta net í fórurn Landssambands ísl. útgerðar- manna, og keypti ég það með sama afslætti og hin, en annað netið, sem Landssambandið átti að eiga, var glatað. Nei, vertíðin liefir verið rýr fyrir línubáta og hotnvörpunga og er sú raun sögu ríkari um það, hvernig fislcstofninn við lsland er að ganga til þurrðar vegna of- veiði, og hin áður svo auðugu fiskimið við land vort eru að breylast i eyðimörk, svo sultur og örbirgð munu brátt standa fyrir livers manns dyrum. Það gefst að- eins stundarbið, meðan verið er að gera peninga þjóðarinnar verðlausa og éta þjóðina út á hús- ganginn. Áróðurinn fyrir framgangi Grænlandsmálsins er nú kominn á fimmlugsaldurinn, svo það er ekki vonum fyrr, að íramsýnir þjóðræknismenn hafa bundizt samtökum í Landssambandi ísl. Gramlandsáhugamanna, til að hrinda þessu nauðsynjamáli á- leiðis. Hér er ekki um nokkurn hernaðaranda, hernaðarstefnu, landarán, nýlendupólitík, ofbeldi eða ágengni við einn eða neinn að ræða, allra sízt þó gegn Græn- lendinguin né gegn einueðaneinu, sem þeim tilheyrir, — og heldur ekki ágengni við Dani. Ekki mun- um vér heldur ásælast Grænland frá þeim, ef þeir sýna, að þeir eigi það. — En þegar við förurn að beina huganum að þessu máli og athuga og prófa gögn þess, kem- ur þetta fram: 1. a) Árið 1933 vann Danmörk Grænlandsmálið gegn Noregi á þeirri staðreyrul, að hinn forni yfirráðaréttur Islands yfir Grœn- landi, er stofnaður var með fundi, landkönnun og námi íslendinga á Grœnlandi ca. 980—986 var þá enn í gildi og tók enn,eins og hann tók forðum, til alls Grœnlands sem heildar. En þessi gamli ísl. yfirráðaréttur, sem, þar sem Is- land kom þar ekki sjálft frarn, var talinn tilheyra Danmörku, er enn fór með utanlandsmál Islands sem hjálendu, útilokaði Norðmenn frá að geta numið land á Grœnlandi, og því dœmist nám þeirra ólög- legt og ógilt. b) Norðmenn höfðu með yfir- lýsingu Ihlens utanríkismálaráð- herra Noregs 14. júlí 1919, gegn því, að fá Svalbarð með öllurn kolaauðæfunum, lofgð Danmörku því, að leggja ekki stein í veg fyrir það, að Danmörk gæti öðl- ast yfirráðarétt yfir því, sem þá væri eftir af Grænlandi, — sam- komulag, sem vissulega bendir til þess, að Danmörk hafi þá talið sig eiga yfirráðarétt yfir Grœn- landi. Þessi yfirlýsing eða loforð útilokaði Norðmenn einnig frá að nema. 2. Danmörk hefir á þingi S. Þ. 1954 frjáls og af eigin vilja sínum og öldungis ótilkvödd, marglýst því yfir, að Grœnland liaji verið hluti íslenzka þjóðfélagsins síðan á víkingaöld, og þar á eftir ítrek- að þetta í yfirlýsingu danska utan ríkismálaráðuneytisins til dönsku þjóðarinnar heima fyrir þann 27. nóv. 1954. Alveg þetta hið sama auglýsti stjórnin í Khöfn í orðum og verkum 1814—1819, er hún lét Grœnland þá fylgjast með ls- landi burt frá Noregi. Enda var það allt fram til ca. 1845 ekki ef- að af nokkrum manni, að Grœn- land vceri nýlenda íslands, og trú- in á, að Eystribyggð stœði enn á Austur-Grænlandi, dvínaði ekki fyrr en nálægt aldamótunum 1900, og allar aðgerðir voru mið- aðar við þetta. 3. Það er almennt viðurkennd réttarsöguleg staðreynd, að Grœn- land haji í fornöld verið hluti hins íslenzka þjóðfélags, að það hafi verið í „várum lögum“. Lengra fram liggur réttarsaga íslands ekki fyrir rannsökuð á alþjóðleg- um vettvangi. Fjöldi innlendra manna og er- lendra, ágœtlega lœrðra lögfrœð- inga, sumra heimsfrœgra, og ann- arra ísl. frœðimanna hefir með slcýrum rökum sýnt fram á ýmist, að Grœnland hafi verið nýlenda Islands í fornöld, eða einnig allt fram til vorra tíma, og öll sú rélt- arstaða Grœnlands liggur nú fyrir fullrannsölcuð á frumheimildum, aðgengileg hverjum manni, og hœf til að leggjast í dóm. Gegn þessu er það nauðalétt á metun- um, að nokkrir menn með lög- fræðititla frá Háskóla íslands, en svo fákunnandi í germ. réttar- j sögu, almennri stjórnlagafræði og þjóðarétti, að margur er í efa um, j hvort þeir séu ábyrgir orða sinna ^ um réttarstöðu Grænlands, hafa, ekki af eigin hvötum, heldur í þjónustu annarra, skrifað svo fá- vizkulegt, hjáróma — og Dana- sleikjulegt rugl um þetta mál, að ekkert af því hefir getað staðizt, né þeir sjálfir séð sér fært að reyna að verja neitt af því, heldur skammast sín eftir á svo mjög fyrir það, að enginn þeirra hefir enn fengist til að láta sjá sig á mannfundum, þar sem Grœnlands málið hefir verið rættl 4. Grœnland og öll auðœfi þess eru ekki eign danska ríkissjóðs- ins, eins og hin danska Grænlands stjórn heldur fram og framfylgir með ránshendi, heldur er Grœn- land frá elztu sögulegri tíð ís- lenzkur landsalmenningur, þ. e. sameign allra Grœnlendinga og fslendinga. Og oss ber á þessn sviði sem öllum öðrum að gœta rétlar, liagsmuna og sœmdar Grœnlendinga sem vorrar eigin, en þó fyrst og fremst af öllu að leysa þá undan réttleysi, þrœl- dómi, þjóðerniskúgun og kyn- þáttafyrirlitningu Dana. Þar sem yfirráðaréttur íslands yfir Grœnlandi er svo augljós sem liann er, og það mál getur í skyndi orðið útkljáð með dómi, fallist Danir ekki á rétt vorn, en beiðni frá oss um útgerðarstöðvar á Grœnlandi eða réttindi fyrir ís- lendinga þar, myndi verða túlkuð sem sönnun fyrir því, að fsland hafi gefið upp yfirráðarétt sinn yfir Grœnlandi og viðurkennt yfirráðarétt Danmerkur yfir því, má ísland ekki byrja nokkra samninga við Danmörk án fyrir- vara um óskertan eignar- og yfirráðarétt sinn yjir Grœnlandi, þrátt fyrir þá samninga. Af þessu leiðir, að í baráttu vorri fyrir að fá aðstöðu til fiskveiða frá höfn- um á Grœnlandi verðum við að setja eignar- og yfirráðarétt vorn yfir Grœnlandi fremst, krefjast þess fyrst, og sœkja fram í skjóli hans, eins og hinn ágœti og al- kunni þjóðskörungur, Pétur Otte- sen, hefir gert við flutning Græn- landsmálsins á alþingi á undan- förnum árum, við of lítinn stuðn- ing sinna eigin flokksmanna og annarra. Hvað er þá réttmætara og skyldugra, en að allir góðir drengir skipi sér í raðir Lands- sambands isl. Grœnlandsáhuga- manna og leggi málflutningi Pét- urs Ottesens allt það lið, sem frekast er unnt. Reykjavík, 17. apríl 1958. Jón Dúason. Eiðaskóli 75 ára eru veitt fyrir árangursríkt nám, dugn- að, trúmennsku og prúðmennsku. Skólaslitin hófust með guðsþjónustu. Sóknarpresturinn, sr. Einar Þór Þor- steinsson prédikaði og nemendur sungu. Helgi Elíasson fræðslumála- stjóri var viðstaddur skólaslitin og flutti ræðu. Minntist liann afmælis skólans og árnaði heilla. Þórarinn Þór- arinsson, skólastjóri, flutti skólaslita- ræðu að vanda. Blandaður kór nem- enda söng allmörg lög undir stjóin skólastjóra. Sýning var haldin á handavinnu nem- enda. Þótti hún fjölbreytt og vönduð. Átta piltar í verknámsdeild smíðuðu 5 sófasett (sófa, 2 djúpa stóla og horð), eitt skrifborð og stól, 6 matborð, mörg smáborð, rennda muni svo sem lampa og skálar o. fl. Tveir afkastamestu nem- endurnir smíðuðu liúsgögn virt á 10— 12 þús. kr. Tíu stúlkur í sömu deild lærðu vélsaum, útsaum, prjón og hekl. Þær sýndu hver um sig kjól, náttkjói, blússu, sloppsvuntu, barnafatnað, púða, dúka o. fl. i Veður var gott, en vegna afleitrar færðar á vegum sökum holklaka og for- ar, var fátt gesta. Verknámshús er í smíðum á Eiðum og var tekin í notkun í haust 130 m2 smíðastofa, mjög vistleg og björt. Von- ir standa til, að mögulegt verði að ljúka þessari byggingu bráðlega. í þeim hluta hússins, sem eftir er að byggja, verður saumastofa, húsrými fyrir kennslu í vélgæzlu og geymslur fyrir efni og unna muni. Eins og getið hefir verið, verður Eiðaskóli 75 ára á þessu ári. Af því til- efni er fyrirhugað að lialda mót í sum- ar, fyrst og fremst nemenda og kenn- ara, svo og annarra velunnara skólans. Þá er væntanlegt í sumar minningarrit um skólann eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Alþýðuskólanum á Eiðum var slitið 27. apríl s. 1. Skólinn er 75 ára á þessu ári. Bændaskóli var stofnaður á Eiðum árið 1883. Ár- ið 1919 var honum breytt í al- þýðuskóla. Síðan starfaði hann sem tveggja vetra alþýðuskóli þangað til 1946, að bætt var við framhaldsdeild, sem nú skiptist í landsprófs-, bóknáms- og verk- námsdeild. í vetur voru alls 100 nemendur í skólanum og skiptust þannig milli deilda, að 19 voru í yngri deild, 38 í efri deild og 43 alls í framhaldsdeild, þar af 18 í lands- prófsdeild. Framhaldsdeildin er enn við nám, en samkvæmt venju er skólanum slitið formlega fyrsta sunnudag í sumri, þegar yngri og eldri deild lýkur. Burtfararpróf stóðust allir nem- endur eldri deildar. Hæstu eink- unn fengu: I bóklegum greinum Gunnar Magnússon frá Bakka- firði, 9,09, í verkleguin greinum Þorvaldur Þorsteinsson frá Þernunesi við Reyðarfjörð, 8,32, og úr öllum greinum samanlögð- um Jón Snæbjörnsson frá Geit- dal í Skriðdal, 8,60. I yngri deild hlaut Geirlaag Sveinsdóttir frá Hvannstóði í Borgarfirði hæstu einkunn í bók- legum greinum, 9,01, og Bergþóra Gísladóllir frá Hlíðarenda í Breið dal í verklegum greinum, 8.06, og öllum greinum samanlögðum, 8,51. Fæðiskostnaður varð að jafn- aði kr. 22,55 á dag. Flestir nem- endur voru í mötuneyti skólans, sem frú Sigurlaug Jónsdóttir veitti forstöðu. Heilsufar var á- gætt í vetur og líkamlegur við- gangur mikill. Verðlaun og viðurkenningar úr sjóð- um skólans, þeim er til þeirra hluta eru ætlaðir, hlutu þessir nemendur: Ur styrktarsjóði Jónasar Eiríkssonar og Guðlaugar M. Jónsdóttur: Rafn Kjartansson frá Djúpavogi. Sami piltur hlaut einnig prúðmennsku-verðlaun þau, sem árlega eru veitt, en skólastúlk- ur velja þann, sem hlýtur, með leyni- legri atkvæðagreiðslu. Úr Hansenssjóði hlaut viðurkenn- ingu Þórhallur Eyjólfsson frá Áreyjum í Reyðarfirði og Díana Sjöfn Helga- dóttir frá Freyvangi í Eyjafirði úr minningarsjóði Sigurðar Hafsteins Em- ilssonar. Úr styrktarsjóði Helga Olafssonar frá Iírærekslæk, sem sérstaklega er ætl- aður nemendum úr Hróarstungu, hlaut verðlaun Hermann Eiríksson frá Bót. Þau Soffía Jónsdóttir frá Gunnhild- argerði í Ilróarstungu og Þröstur Þor- grímsson frá Selnesi í Breiðdal hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir að liafa verið í öllum þeim kcnnslustundum, sem þeim bar að sækja, án þess að koma nokkurn tíma of seint, í þrjá vet- ur. Verðlaun þessi og viðurkenningar 20 ára flug Hinn 2. maí 1938 var fyrsta far- þegaflug á vegum Flugfélags ís- lands farið milli Akureyrar og Reykjavíkur, en félagið var stofn- að á Akureyri rúmlega ári áður. Á þeim tuttugu árum, sem Flug- félagið hefir haldið uppi flugsam- göngum, hafa flugvélar þess flutt yfir hálfa milljón íarþega og mik- ið magn af pósti og vörum. Er félagið hóf innanlandsflug fyrir tuttugu árum, voru þrír menn starfandi á vegum þess. Nú eru starfsmenn þess um 230. Flug- félag íslands heldur nú uppi reglubundnum áætlunarflugferð- um milli tuttugu og eins staðar á landinu og til fimm staða erlendis og hefir þar jafnframt fulltrúa sína og skrifstofur starfandi. í dag er einnig eitt ár liðið frá því að hinar nýju Vickers-Vis- count flugvélar komu fyrst hing- að til lands og við hátíðlega at- höfn á Reykjavíkurflugvelli voru þeim gefin nöfnin Hrímfaxi og Gullfaxi. Daginn eftir, 3. maí, hófu þær áætlunarflug og liafa þær síðan verið í stöðugum ferðum á áætl- unarleiðum félagsins milli landa og einnig flogið innanlands eftir ástæðum. Gullfaxi hinn nýi og Hrímfaxi hafa reynzt mjög vel í hvívetna,

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.