Íslendingur


Íslendingur - 16.05.1958, Page 6

Íslendingur - 16.05.1958, Page 6
6 ÍSLENDINGUR Föstudagur 16. maí 1958 REXOIL-k^nditækiii REXOIL Brennarinn Enrrfremur: Lofthitnnarkatlar fyrir 400—800 m3/ hús. Vandið val á kynditækjum fyrir hús yðar Reynslan sýnir að 1EXOIL reynist bezt. eru nú aftur fyrirliggjandi GASOLÍUTÆKI Gerð A-2 Fyrir 2 ferm.—10 ferm. katla — A-4 Fyrir 4 ferm.—15 ferm. — — A-8 Fyrir 8 ferm.—30 ferm. — — A-18 Fyrir 23 ferm.—65 ferm. — OLIUVERZLUN og heíir farþegafjöldinn, sein ferðast milli landa á vegum fé- lagsins, stóraukizt viS tilkomu þeirra. Sérstaklega er athyglivert, hver aukning hefir orðið á áætl- unarleiðum félagsins milli staða erlendis, þar sem mjög fátt far- þega var áður. Á þessu fyrsta ári sínu í þjón- ustu Flugfélags íslands, hafa Hrímfaxi og Gullfaxi flutt 19845 farþega milli landa og flogið 1.719.000 kílómetra á 3438 klst. I sumaráætlun Flugfélagsins, sem nú er fyrir nokkru gengin í gildi, fá þær ærið að starfa, því ið áætlaðar eru tíu ferðir í viku milli Islands og útlanda, þegar áætluu- in hefir að fullu komið til fram- kvæmda hinn 29. júní næstkom- andi. (Fréttatilkynning 2. maí 1958. BLÖÐ OG TÍMARIT Nylonsokkar Netnylonsokkar saumlausir. Perlonsokkar þykkir og þunnir. Enkalonsokkar þykkir og þunnir. Isabellasokkar Marta, María, Mína og chrepe nylon. VörusaBan Hafnarstræti 104 KA snndlólk setur jirjú met Á sundmóti síðastliðið föstu- dagskvöld voru sett 3 Akureyrar- met í sundi. í boðsundi kvenna 4x50 m. náði A-sveit KA tímanum 2.39.5. í sundsveitinni voru Auð- ur Friðgeirsdóllir, Guðný Bergs- dóttir, Helga Haraldsdóttir og Rósa Pálsdóttir. Eldra metið 2.48.9 sett 1957 átti KA-sveit einn- ig. 1 100 m. skriðsundi karla bætti Vernharður Jónsson metið úr 1.11.4 í 1.10.1. — Næstir honum urðu Björn Arason 1.13.0, Eirík- ur Ingvarsson 1.14.5 og Atli Kristjánsson 1.16.0. Sömu sund- menn settu Ak.met í 4x50 m. skriðsundi á 2.11.0. Eldra metið var 2.12.6 sett á sundmóti Norð- lendinga 1957 af KA-sveit. Sund- tímar þessir náðust í útilauginni (25 m.) og verða því væntanlega staðfestir sem met. Ennfremur náðist góður árangur í 200 m. hringusundi karla, en þar fékk Guðmundur 1‘orsteinsson tímann 3.17.1 og í 50 m. skriðsundi kvenna, sem Rósa Pálsdóttir vann á 37.6 sek. Sundráð Akureyrar hefir nú umsjón með sundþjálfun heztu sundmanna bæjarins og hef- ir þeim verið ætlaður sérstakur æfingatími í lauginni fram að ís- landsmótinu, sem hér verður haldið 7.—8. júní. Einn liður í æfingakerfi þessu eru vikuleg æf- ingamót sem þetta. um bótagreiðslur lífeyrisdeildar almannatrygginganna órið 1958. Bótatímabil lífeyristrygginganna er frá 1. janúar s. 1. til ársloka. Lífeyrisupp- hæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síð- asta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1958 miðuð við tekjur ársins 1957, þegar skattframtöl liggja fyrir- Sækja þarf á ný um bætur samkvæmt heimildarákvæðum almannatryggingalaga fyrir 25. maí n. k., í Reykjavík til aðalskrifstofu Tryggingarstofnunar ríkisins, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar. Til heimildarbóta teljast hækkanir á elli- og örorkulífeyri, hækkanir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorkustyrkur, ekkjulífeyrir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örorkulífeyris, þurfa ekki að endurnýja um- sóknir sínar fyrr en um næstu áramót, þar sem hækkunin er þegar úrskurðuð til þess tíma. Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilseltan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygg- inga, skulu sanna með kvittun innheimtumanns eða á annan hátt, að þeir hafi greilt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi um félagslegt öryggi bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skil- yrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna, eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu. Athygli skal vakin á því, að réltur til bóta getur fyrnzt. Er því nauðsynlegt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókn sína. Munið að greiða iðgjöld til Iífeyristrygginga á tilsettum tírna, svo að þér haldið jafnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 6. maí 1958. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.